Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 95

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 95
Vísur 221 Kratarnir höfð'ann í kosningum fyrstann en kraftur með árunum sífellt vex. Kyntröllið skipar nú Kópavogslistann og Kappinn er auðvitað númer sex. Á þessum sama bæjarstjómarfundi flutti Helga Sigurjónsdóttir ræðu um skólamál. Bæjarfulltrúar sátu andaktugir undir þessari ræðu, og kannski var hver okkar að hugsa eitthvað sérstakt, en trúlega hefur Sigga fundist ég vera eitthvað skáldlegur á svipinn, því hann sendi mér þessa vísu: Það er vinsælt þetta sport þótt við njótum einir. Ég veit þú getur alveg ort ef þú bara reynir. Á bæjarstjórnarfundi í september 1999 sá ég í fundargerð jafnréttisnefndar að umræður hefðu orðið í nefndinni um að í Þinghólsskóla (þar sem Guðmundur er skólastjóri - innskot ritstj.) væri mismunun gerð á kynjunum í handavinnu, þ.e. að t.d. fengju stelpur ekki að smíða o.s.frv. Ég fór að sjálfsögðu í pontu og spurði hvort nokkur væri hér inni sem ekki væri sannfærður um jafnréttisást mína og hvort mönnum fyndist líklegt að ég væri að brjóta jafnréttislögin. í framhaldi af þessari ræðu minni kom þessi vísa frá Sigurði Geirdal: Sannfærður er ég og svara um sanngimi þessa manns jafnréttisforkólfar fara fráleitt í sporin hans. Ég var formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks árin 1995-1998 og þá var fjárfest í pylsuvagni sem kostaði 400 þús. kr., en hafði ekki gefið deildinni miklar tekjur. Við reyndum því að selja bænum vagninn og að hann yrði staðsettur innan vallar- svæðisins. Þetta var ekki síst gert vegna þess að vagninn var stöðugt að sökkva dýpra og dýpra nið- ur í jörðina þar sem hann stóð utan girðingar. I tilefni þessa sendi bæjarstjóri mér þessa vísu: Sá ægifagri eðalvagn sem áður prýddi vora fold, engum framar gerir gagn grafinn niður í drullu og mold. Deilt var um byggingu Listasafns og vildi bæjar- stjóri að menn bæru hátt merki lista og menningar í Kópavogi og sagði að þegar byggingunni yrði lok- ið og safnið tekið til starfa yrðu allir ánægðir. Ann- ar bæjarfulltrúi var sammála bæjarstjóra og sagði að hann væri sannfærður um að þetta væri rétt hjá bæjarstjóra og færi hér eins og svo oft áður að þegar verkinu væri lokið „þá vildu allir Lilju kveð- ið haft.“ Bæjarstjóri var fljótur að notfæra sér þessi mismæli og sagði næst þegar hann kom í ræðustól: Óþarft er með öllu að fella merkið, að endingu við munum lofa verkið. því löngum vildu Lilju kveðið haft, langflestir sem áður rifú kjaft. Einhver kvenbæjarfúlltrúinn sat beint á móti Sig- urði og var í óvenju stuttu pilsi og er hann leit upp datt út úr honum þessi limra: Það situr á móti mér meyja, margt væri gaman að segja. En hvað hjartað um dreymir og hugurinn geymir er þannig að best er að þegja. Byggðarmerki Byggðarmerki Borgarfjarðarsveitar Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar hefur samþykkt merki fyrir hreppinn og Einkaleyfastofa staðfest það hinn 15. mars sl. Byggðarmerkið er í þremur litum. Grunn- flöturinn er grænn og skírskotar til gróðurs og sveitarinnar, blái flöturinn minnir á ár og vötn og þrjú hvít strik eru tákn jarðhitans. Sigríður Kristins- dóttir í vinnustofunni Byggðarmerki Handbragði í Reykholti Borgarfjarðarsveitar hannaði merkið.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.