Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 98

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 98
Kynning sveitarstjórnarmanna Aðalheiður Borgþórs- dóttir ferða- og menn- ingarmálafulltrúi á Seyðisfirði Aðalheiður Borgþórsdóttir hefur verið ferða- og menningar- málafulltrúi á Seyðisfirði frá árinu 1999. Hún er fædd í Vestmannaeyjum l.júlí 1958 og eru foreldrar hennar Guðrún Andersen og Borgþór Arnason. Hún stundaði nám í Tónlistar- skólanum á Seyðisfirði á árunum 1975-1977 og 1985 og 1995 og i Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík 1978 til 1979. Hún annaðist kennslu í Tónlistarskóla SeyðisQarðar árin 1984 til 1998. Aðalheiður átti sæti í tónskóla- nefnd 1984-1988 og menningar- nrálanefnd SeyðisQarðar frá stofnun hennar 1995 og síðan ferða- og menningarmálanefnd eftir að heiti nefndarinnar var breytt og er hún nú starfsmaður nefndarinnar. Hún er stjórnarformaður Skaft- fells, menningarmiðstöðvar, en Skaftfell er sjálfseignarstofnun með aðaláherslu á myndlist, með vinnustofu og íbúð fyrir lista- og fræðimenn og fullkominn sýn- ingarsal. Miðstöðin hefur verið útnefnd sem ein af Qórum menn- ingarmiðstöðvum fyrir Austur- land og á samstarf við Lista- háskóla íslands um kennslu og námskeiðshald á vegum skólans í húsinu. Hún hefúr mjög sérstakt samstarf við verkstæði í bænum sem listamenn geta haft aðgang að. Aðalheiður hefur sungið með ýmsum tónlistarmönnum og hljómsveitum bæði jass, blús, rokk, ballöðu og þjóðlagatónlist og hefur gefið út geisladisk með lögum og textum eftir sjálfa sig. Eiginmaður hennar er Sigfinn- ur Michaelsson og eiga þau þrjú börn. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður Guðný Gerður Gunnarsdóttir tók hinn 15. júlí 2000 við stöðu borgarminjavarðar sem er jafn- framt forstöðumaður Arbæjar- safns. Guðný Gerður er fædd 3. mars 1953 í Reykjavík og eru foreldrar hennar Guðmunda Ögmunds- dóttir, fv. deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, og Gunnar Þor- steinsson vélstjóri. Guðný lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973, stundaði nám í þjóðhátta- fræði, mannfræði og fornleifa- fræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 1974-1978 og lauk það- an fil.kand.-prófi, stundaði fram- haldsnám í mannfræði við Torontoháskóla í Kanada 1986-1988 og lauk þaðan MA-prófi. Hún var safnvörður við Arbæj- arsafn 1978-1985, safnstjóri við Minjasafnið á Akureyri 1988-1997 og safnstjóri við Þjóðminjasafn íslands og stað- gengill þjóðminjavarðar 1997-2000. Auk þess hefur hún stundað kennslu við Mennta- skólann við Hamrahlíð, Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri og verið aðstoðarkennari við Torontoháskóla. Guðný Gerður var formaður húsafriðunarnefndar ríkisins 1990-1995, varaformaður nefnd- arinnar 1995-1997 og varamaður í nefndinni 1997-2000. Hún var í stjórn Félags íslenskra safn- manna 1983-1985 og formaður 1984-1985, fulltrúi Félags íslenskra safnmanna í samstarfs- nefnd norrænna safnafélaga 1993-1997 og formaður íslands- deildar ICOM, Alþjóðaráðs safna, 1992-1998 og sat þá í ráðgjafarnefnd samtakanna fyrir hönd íslands. Guðný Gerður var í fram- kvæmdastjórn Listasumars á Akureyri 1994—1995 og fulltrúi í byggingarnefnd og varafulltrúi í skipulagsnefnd Reykjavíkur 1982-1986. Á þeim árum átti hún sæti í stjórn Torfusamtak- anna í Reykjavík og í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Hún hefur stundað byggingar- sögulegar rannsóknir i Reykjavík og á Akureyri og er höfundur tveggja rita með Hjörleifi Stef- ánssyni, Kvosin, Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, 1986, og Oddeyri, Húsakönnun, 1995.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.