Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ísland hefur staðið undir nafni
undanfarið og landsmenn hafa
ekki farið varhluta af því. Frost
og kuldi stoppar fólk samt ekki í
undirbúningi jólanna. Að sögn
kaupmanna í miðbæ Reykjavíkur
og Akureyrar hefur kuldinn ekki
hægt á jólaversluninni. Fólk klæð-
ir hann bara af sér og sækir í jóla-
stemninguna. Rok og rigning sé
miklu verra veðurfar fyrir verslun
en frost og stilla.
Frank Michelsen, úrsmiður á
Laugavegi, segir jólaverslunina
hjá sér hafa farið snemma af stað
í ár, fólk virðist hagsýnt og skipu-
lagt. „Auðvitað hefur kuldinn ein-
hver áhrif en desember er rétt að
byrja, nægur tími eftir og mikið
opið. Fólk klæðir sig annars vel
og nýtur þess að rölta um bæinn
sem er orðinn svo fallega skreytt-
ur. Þetta er ekki eins slæmt
núna og kuldakastið sem gerði
í desember í fyrra þegar það
var svo mikill blástur með,
nú er bara fallegt og gott
vetrarveður,“ segir Frank.
Fleiri kaupmenn sem blaða-
maður ræddi við voru á einu
máli um það að kuldinn
hefði ekki áhrif á aðsókn í
verslanir, fólk virtist al-
mennt frekar jákvætt,
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Um þúsund manns heimsækja
verslunina Nettó í Mjódd frá klukk-
an hálfátta á kvöldin til tíu á
morgnana hvern dag, síðan farið
var að hafa þar opið allan sólar-
hringinn 2. desember síðastliðinn.
Með þessum afgreiðslutíma dembdi
Nettó sér í jólabókastríðið og hóf
að bjóða vænan afslátt af völdum
bókum. „Við erum með afslátt af
öllum bókum allan sólarhringinn
og síðan erum við með sértilboð yf-
ir ákveðinn tíma hvort sem er um
nótt eða dag. Næturtilboðin gilda
frá miðnætti til klukkan átta að
morgni,“ segir Stefán Guðjónsson,
forstöðumaður innkaupa- & mark-
aðssviðs hjá Samkaupum sem reka
Nettó verslanirnar.
Næturtilboðin á bókunum eru
meðal annars til að lokka fólk í
búðina á þeim tíma. „Við erum að
reyna að fá fólk til að skoða þann
möguleika að versla hjá okkur á
öðrum tímum en yfir daginn. Það
hefur gengið mjög vel og þessi
næturtilboð hafa fengið mjög góð-
ar viðtökur. Fólk kemur í versl-
unina á nóttunni til að fá ákveðnar
bækur á tilboði. Bækur seljast upp
hjá okkur á nóttunni og við höfum
þurft að endurpanta á daginn til að
eiga fyrir næsta næturtilboð en til-
boðin gilda yfirleitt þrjár nætur í
röð.“
Viðtökurnar við nýjum af-
greiðslutíma hafa farið langt fram
úr væntingum að sögn Stefáns.
„Það koma ótrúlegt margir inn frá
átta á kvöldin til níu á morgnana
og það er ekki bara góð sala í bók-
um, heldur líka í geisladiskum,
leikföngum og matvöru.“ Stefán
segir sólarhringsafgreiðslu vera
tilraunaverkefni fram að jólum og
verði svo skoðað í framhaldi af því.
„Ef viðtökurnar verða svona áfram
út mánuðinn má leiða líkum að því
að við höldum þessu áfram eftir
áramót.“
Bækur seljast
upp á nóttunni
Tilboð á bókum lokka fólk í Nettó á
nóttunni Viðtökurnar komu á óvart
Morgunblaðið/Ómar
Jólabækurnar Seljast stundum upp
í Nettó í Mjódd á nóttunni.
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi, segir nóv-
embermánuð hafa verið rólegan enda þá verið svo hlýtt í veðri að fólk
hafi ekki áttað sig á að jólin væru að nálgast. En desember hafi farið vel
af stað og sölutölur eftir fyrstu vikuna séu á pari við sama tíma í
fyrra. „Það er stemning að ganga um miðbæinn í svona kulda. Kaup-
menn eru líka ánægðir með nýju jólaskreytingarnar í miðborginni
sem upphefja íslenskar jólahefðir. Við erum núna að berjast fyrir
því að Laugavegurinn verði gerður að göngugötu helgina 17. til 18.
desember ef veður verður gott. Það þarf ekki að loka nema fjörutíu
bílastæðum og það myndi skapast skemmtileg jólastemning í anda
Þorláksmessu. Þetta er stærsta verslunarhelgi ársins og það þarf
að gefa gangandi vegfarendum forgang á Laugaveginum,“ segir
Guðrún.
Kuldinn skapar stemningu
LAUGAVEGURINN
komið í jólaskap og klæddi sig eft-
ir veðri.
Notalegur norðlenskur kuldi
Á Akureyri var sömu sögu að
segja, þar hefur verið kaldara en í
höfuðborginni en bjart og fallegt
þrátt fyrir mikið frost. Guðrún
Karítas Garðarsdóttir, versl-
unarstjóri Eymundsson við Hafn-
arstræti, segir kuldann ekki hafa
stoppað Norðlendinga í að sækja í
miðbæinn. „Enda yndislegt veður
og gaman að spóka sig úti. Það
eru líka margar uppákomur í mið-
bænum fram að jólum sem laða
að,“ segir Guðrún.
Sömu sögu var að segja í hönn-
unarversluninni Sirku við Skipa-
götu, þar var full búð í gærmorg-
un þegar blaðamaður hringdi
þrátt fyrir að úti væri tíu gráðu
frost og fjúk. Afgreiðslustúlkan
gaf sér þó smátíma til að tala í
símann og sagði fólk ekki láta
kuldann stoppa sig. Því þætti
huggulegt að fara í miðbæinn í svo
jólalegu veðri, þangað kæmi bæði
innan- og utanbæjarfólk og al-
menn bjartsýni ríkti í bænum.
Morgunblaðið/Golli
Miðborgin heillar Fólk lætur kuldann ekki á sig fá heldur klæðir sig vel vegna innkaupa í miðborg Reykjavíkur.
Frost og stilla betri
en rok og rigning
Kuldinn hefur ekki haft mikil áhrif á verslun í miðbænum
Guðrún
Jóhannesdóttir
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ráðgert er að kostnaður við emb-
ætti umboðsmanns skuldara árið
2012 verði 1.050 milljónir króna en
það er tæp 30% hækkun frá núver-
andi áætlun fyrir árið 2011.
Enn fremur má gera ráð fyrir að
starfsemi embættisins taki nokkr-
um breytingum; hún hefur hingað
til að megninu til verið fólgin í úr-
vinnslu umsókna en mun í auknum
mæli snúa að eftirfylgni við gerða
samninga. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í athugasemdum við
frumvarp til laga um greiðslu kostn-
aðar við rekstur umboðsmanns
skuldara.
Þar kemur einnig fram að 1.605
mál séu nú í vinnslu hjá embættinu
og 1.595 mál í vinnslu hjá umsjón-
armönnum en samkvæmt Ástu Sig-
rúnu Helgadóttur, umboðsmanni
skuldara, hafa embættinu nú borist
3.787 umsóknir um greiðsluaðlögun.
Vinnslu er lokið við um 600 mál, þar
af rétt yfir 200 með samningi um
greiðsluaðlögun.
Til stendur að ráða fjóra umsjón-
armenn til starfa hjá embættinu á
næsta ári, sem hver um sig mun
hafa fjóra fulltrúa og skrifstofu-
mann. Umsjónarmennirnir hafa það
hlutverk að ná samningum við
kröfuhafa fyrir hönd skuldara en
alls sinna nú 140 lögmenn úti í bæ
því hlutverki fyrir embættið.
Vinna úr miklum málastafla
„Kostnaður við umsjónarmenn er
langstærsti útgjaldaliðurinn okkar
og það er ódýrara fyrir embættið að
þjálfa umsjónarmenn hér innanhúss
sem sinna þessu þá í fullu starfi,“ út-
skýrir Ásta. Gert er ráð fyrir að um-
sjónarmenn innan embættisins ljúki
1.000 málum á næsta ári en umsjón-
armenn utan þess 1.250.
Ásta segir unnið að því alla daga
að vinna úr þeim mikla málastafla
sem liggi á borði embættisins en
verkefni þess séu mörg. Alls hafi
embættið fengið fleiri en 7.000
heimsóknir og því hafi borist um
1.150 erindi. Hún segir þörf fyrir
embættið og það sé komið til að
vera.
„Í dag eru hérna 82 starfsmenn
en ef maður horfir til framtíðar þá
mun þetta minnka og verkefnin
breytast. En þetta embætti er kom-
ið til að vera í íslensku samfélagi,
það liggur alveg fyrir,“ segir Ásta.
Umsjónarmenn stærsti útgjaldaliðurinn
140 lögmenn vinna fyrir umboðsmann skuldara Kostnaður hækkar um 30% Tímafrekt
» Talsverðan tíma tekur að
vinna úr málunum sem ber-
ast inn á borð umboðsmanns
en eftir að umsóknir hafa
verið samþykktar þarf að
semja við kröfuhafa, sem oft
eru margir.
» Gert er ráð fyrir að bið
eftir afgreiðslu umsókna um
greiðsluaðlögun verði tveir til
þrír mánuðir haustið 2012 en
það er mun styttri bið en
haustið 2011.
3 2fyrir
af öllu jóla-
skrauti
30-60
Opið til kl. 20
lau. og sun. á Korputorgi
og Smáratorgi!
af pappír, borðum,
púðum og kertum
Jólapúðar
verð frá 1490.-