Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 7
Fjármögnunarverkefni Fjármögnun atvinnulífsins er veigamikill þáttur í starfsemi Landsbankans. Við höfum á þessu ári leitað eftir samstarfi um þátttöku bankans í nýjum og spennandi verkefnum um land allt og stóðum t.a.m. fyrir 25 fundum með sveitar- stjórnum og atvinnuþróunar- félögum í þeim tilgangi. Við höfum tekið þátt í fjölmörg- um fjármögnunarverkefnum á árinu. Eitt það stærsta er fjár- mögnun Búðarhálsvirkjunar, og í Arnarfirðinum fjármagnar Landsbankinn laxeldi á vegum Fjarðalax. Ný verksmiðja Lýsis rís nú við Grandagarð og Landsbankinn fjármagnar tvö gagnaver á Suðurnesjum; Verne og Thor Data Centre. Ferðaþjónustan er ein mikil- vægasta atvinnugrein þjóðar- innar og Landsbankinn tekur virkan þátt í uppbyggingu hennar, m.a. með fjármögnun rekstrar skíðahótels Icelandair á Akureyri, starfsemi Fontana á Laugarvatni, endurfjármögnun Bláa lónsins og hótelbygginga við Mýrargötu og Mjölnisholt. Að auki hefur bankinn stofnað sjóð ásamt iðnaðarráðuneytinu sem ætlað er að styrkja efnileg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nýsköpun Til að styðja vel við bakið á frumkvöðlum hefur Lands- bankinn komið á fót nýsköpun- arþjónustu sem er sérsniðin að þörfum nýrra fyrirtækja. Bankinn hefur staðið fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgum í samstarfi við Innovit þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla um leið atvinnusköpun í landinu. Sala fyrirtækja í ótengdum rekstri Eignarhald fjármálafyrirtækja á félögum í óskyldum rekstri er óæskilegt. Landsbankinn leggur því mikla áherslu á að selja fyrirtæki sem hann kann að eignast, eins skjótt og auðið er. Sala bankans á Vestia var stór áfangi á þeirri leið og meðal fleiri félaga sem bankinn hefur selt má nefna Parlogis, Hertz bílaleigu, Icelandic Group, Björgun og Pizza Pizza. Fjárhagsleg endurskipulagning Lykilþáttur í uppbyggingu efnahagslífsins er að leysa úr skuldavanda fyrirtækja, sem hefur dregið þrótt úr atvinnulíf- inu undanfarin misseri. Öll líf- vænleg fyrirtæki í viðskiptum sem uppfylltu ákveðin skilyrði fengu fyrir mitt ár tilboð um endurskipulagningu í samræmi við Beinu braut stjórnvalda. Skuldir fyrirtækja hafa nú þeg- ar verið færðar niður um 390 milljarða króna, það er sann- færing okkar að sú ráðstöfun skili samfélaginu heilbrigðari fyrirtækjum og bankanum betri viðskiptavinum. Skráning fyrirtækja á markað Eitt af markmiðum Lands- bankans er að efla hlutabréfa- markaðinn. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi skráningar tveggja dótturfélaga bankans á markað, fjárfestinga- félagsins Horns og fasteigna- félagsins Regins. Þetta eru stærstu fyrirtækin í eigu bank- ans og þau verða öflug viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Öflugt atvinnulíf þarf greiðan aðgang að fjármagni og þar gegnir Landsbankinn mikilvægu hlutverki. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.