Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Sjálfstæðismenn í borgarstjórnhafa látið reikna út fyrir sig áhrif skatta- og gjaldhækkana meiri- hluta Samfylkingar og Besta flokks- ins á fjölskyldur í borginni.    Útreikningarnirstaðfestu að hækkanirnar hafa verið óhóflegar. Þær samsvara á ári ríf- lega einum útborg- uðum mánaðar- launum meðalmanns.    Hanna BirnaKristjáns- dóttir, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði þá vilja lækka skatta og spara meira í mið- lægri stjórnsýslu. Brandarinn væri hættur að vera fyndinn og orðinn af- ar dýr.    Dagur B. Eggertsson, varafor-maður Samfylkingarinnar, brást illa við og hélt því fram að út- reikningarnir væru rangir, auk þess sem útsvarstillögur Sjálfstæð- isflokksins væru „gamaldags lýð- skrum sem engin innistæða er fyrir“.    Tveimur dögum síðar tjáði aðstoð-armaður borgarstjóra sig um útreikninga sjálfstæðismanna og sagði enga rangfærslu í þeim.    Rangfærslan var með öðrum orð-um í fullyrðingu Dags um að útreikningarnir væru rangir.    Hvernig stendur á því að Dagurgrípur til þess bragðs að fara rangt með staðreyndir?    Er runnið upp fyrir Degi að efkjósendur fá rétta mynd af stöðunni fær Samfylkingin litlar þakkir í næstu kosningum? Dagur B. Eggertsson Besti staðfestir rangfærslur Dags STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Andri Karl andri@mbl.is „Ég hef verið talsvert ánægð með frammistöðu sveitarfélaga,“ segir Lára Björnsdóttir, formaður Vel- ferðarvaktarinnar, um fjárhagsáætl- anagerð sveitarfélaga fyrir þetta ár og það næsta. Velferðarvaktin sendi sveitarfélögum landsins áskorun í síðasta mánuði þar sem þau voru hvött til að sýna aðgát við gerð fjár- hagsáætlana vegna ársins 2012. Þar voru fulltrúar sveitarstjórna beðnir að standa vörð um grunnþjónustuna sem ekki megi draga úr gagnvart viðkvæmustu hópunum. Lára segist hafa fengið jákvæð viðbrögð sveitarfélaga við áskorun- inni og svo virðist sem hún hafi áhrif. „Við erum náttúrlega ekki með vönd heldur fyrst og fremst að benda sveitarfélögunum á nokkur atriði, þannig að sveitarstjórnarfulltrúar viti að við erum að fylgjast með. Þó- nokkur sveitarfélög hafa sent okkur orðsendingar eða tekið málið form- lega fyrir í bæjarstjórnum og sum sérstaklega þakkað fyrir ábend- inguna. Önnur láta vita að ekki verði snert á þeim þáttum sem eru nefndir, s.s. heimili og börnum.“ Verða að nýta möguleikana Spurð um stöðu mála segir Lára augljóst að efnahagsástandið hafi verið þannig að ekki sé undan því vik- ist að skera niður eða hækka gjöld, einhvers staðar verði menn varir við erfiðleika sveitarfélaga. „Ég hef lagt áherslu á að þótt allur þorri barna á landinu hafi það gott þola þeir sem verst standa niðurskurð illa og gjald- skrárhækkanir. Þá eru möguleikar og sveitarfélögin eiga að nýta þá.“ Lára tekur Reykjavík sem dæmi um að þar sé komið til móts við fátæk- ustu fjölskyldurnar með viðbótar- stuðningi. Hún segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gjaldskrárhækkan- ir komi ekki jafnt niður á öllum. „Því höfum við bent á að beita ekki flötum niðurskurði en forgangsraða í þágu þeirra hópa sem verst standa. Og sveitarfélögin standa sig nokkuð vel. Við gerðum könnun í fyrra á þjón- ustu sveitarfélaga við barnafjöl- skyldur og börn og það kom í ljós að þjónustan var umfram lagaskyldu. Þá kom í ljós að víða leggja sveit- arfélögin sig fram við að standa vörð um þá hópa.“ Ákvarðanir í fullu samráði Meðal þess sem bent er á í áskorun Velferðarvaktarinnar til sveitarfé- laga er að fullnægjandi upplýsingar veðri að vera fyrir hendi um áhrif og afleiðingar ákvörðunar á íbúa. „Í því felst að ákvörðunina er best að taka í anda opins lýðræðis í fullu samráði við þá sem hún snertir.“ Þá megi hagræðing og sparnaður á einum stað ekki leiða til aukinna útgjalda og álags á öðrum sviðum hins opinbera. „Ánægð með frammistöðu sveitarfélaga“  Fylgst vel með fjárhagsáætlanagerð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylgist með Lára Björnsdóttir for- maður Velferðarvaktarinnar. Veður víða um heim 9.12., kl. 18.00 Reykjavík -10 léttskýjað Bolungarvík -9 skýjað Akureyri -10 skýjað Kirkjubæjarkl. -10 léttskýjað Vestmannaeyjar -9 heiðskírt Nuuk -3 skýjað Þórshöfn -2 skýjað Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 2 slydda Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 2 léttskýjað Glasgow 1 léttskýjað London 7 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 2 skúrir Berlín 7 skýjað Vín 6 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 8 heiðskírt Winnipeg -20 heiðskírt Montreal 1 snjóél New York 5 heiðskírt Chicago -4 skýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:07 15:34 ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:02 SIGLUFJÖRÐUR 11:34 14:44 DJÚPIVOGUR 10:45 14:55 OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.