Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.2011, Qupperneq 14
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafjörður Aðventan heilsaði með blíðu og mildu veðri eins og haustið hefur verið lengst af en vetur konungur minnti svo vel á sig með kuldakast- inu í vikunni. Mikið framboð er á af- þreyingu m.a. með landsfrægu tón- listarfólki og rithöfundum. Jóla- og heimamarkaðir með áhugaverðu framboði varnings og matvæla sem framleidd eru í héraðinu eru jafn- framt fastir liðir á þessum tíma.    Kvikmyndagerðarfólk er tíðir gestir í Austur-Skaftafellssýslu og má segja að sérstakt umhverfi og einstök náttúra geri héraðið að eft- irsóknarverðu kvikmyndaveri. Margar vinsælar kvikmyndir hafa að hluta verið teknar hér og nú í vik- unni kvaddi héraðið stór hópur kvik- myndagerðafólks sem var við upp- tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Mikil ánægja var meðal þeirra sem komu að upptöku þátt- anna með aðbúnað og þjónustu heimamanna.    Myndlistasýningar í húsnæði Ráðhússins eru ánægjuleg viðbót í menningarlífið. Nú er í aðalsal mál- verk eftir Jón Þorleifsson frá Hólum og í fremra rými áhugaverð sýning á verkum eftir Elínborgu Pálsdóttur sem hún málar á rekavið og tunnu- fjalir.    Glæsilegur árangur nemenda Grunnskólans í First Lego- keppninni hefur vakið athygli. Skól- inn hefur sigrað í þessari keppni fjórum sinnum sl. fimm ár og var í öðru sæti eitt árið. Árangurinn er ekki síst athyglisverður þar sem skólinn sendir á hverju ári nýtt lið skipað 12 ára nemendum. Eiríkur Hansson hefur verið leiðbeinandi krakkanna öll árin og heldur hóp- urinn til Þýskalands á vordögum í aðalkeppnina.    Atvinnuástand hefur verið gott, ferðaþjónustuaðilar sáttir við sinn hlut og helsta sjávarútvegsfyr- irtækið, Skinney-Þinganes, skipu- leggur veiðar og vinnslu á þann hátt að starfsfólkið hafi vinnu og laun allt árið.    Bæjarfélagið er í góðum málum og stendur vel hvað varðar nýjar fjármálareglur sveitarfélaga. Í vik- unni afgreiddi bæjarstjórn fjárhags- áætlun næsta árs. Framlegð af rekstri bæjarsjóðs er um 85 m. kr. og 125 m. kr. af öllum rekstri svo svigrúm er til framkvæmda um leið og skuldir eru greiddar niður. Hornfirðingar í góðum málum Ljósmynd/ Maríus Sævarsson Menning Sýning myndlistarmannsins Elínborgar Pálsdóttur í Ráðhúsinu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum verið að rannsaka Ísa- fjarðardjúp, bæði þau svæði sem við höfum verið á og önnur, og meta hvar aðstæður eru hagkvæmar fyrir stækkun,“ segir Kristján G. Jóa- kimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar á Ísa- firði. Fyrirtækið hefur sótt um stækkun á leyfum til þorskeldis og jafnframt um leyfi til eldis á laxi og regnbogasilungi. HG hefur leyfi til framleiðslu á 2.000 tonnum af þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Kvíarnar eru í Álftafirði og Seyðisfirði og ein tilrau- nakví í Skötufirði. Þá er félagið með seiðaeldisstöð á Nauteyri en önnur aðstaða í landi, svo sem fóður- geymsla og sláturhús, er í Súðavík. Nú hefur umsókn um aukningu og útvíkkun eldisleyfisins verið send Skipulagsstofnun. Þar er miðað við eldi á samtals 7.000 tonnum af fiski og þar megi rækta lax og regnboga- silung, auk þorsks. Kristján segir að sú þekking sem starfsmenn fyrir- tækisins hafi aflað sér á undanförn- um árum nýtist við laxeldi, ef hag- kvæmara reynist að ala laxfiska en þorsk. Þar sé meðal annars horft til batnandi aðstöðu með hlýrra veður- fari. Hann segir að fylgst sé með stór- huga uppbyggingu á suðurfjörðum Vestfjarða og hafi HG flutt seiði fyr- ir Fjarðalax og Dýrfisk með brunn- báti sínum. „Það styrkir alla grunn- gerð í sjókvíaeldi ef fleiri aðilar eru í þessu og styrkir ákvarðanir okkur um næstu skref,“ segir Kristján. „Ekki er tímabært að gefa út stór- ar yfirlýsingar á þessu stigi málsins. Efnahagsástandið í heiminum er ótryggt og blikur á lofti um þróun á matvælaverði og mikil verðlækkun hefur orðið á laxi. Við verðum að fara varlega,“ segir Kristján um áform næstu ára. Ef leyfi fæst og eldið verður aukið stórlega skapast tugir eða hundruð nýrra starfa við eldi og þjónustu. HG sækir um leyfi til laxeldis  Hraðfrystihúsið-Gunnvör sækir um leyfi til aukins fiskeldis í Ísafjarðardjúpi  Vilja eiga möguleika á eldi á laxi og silungi auk þorsks  Þekking starfsmanna og aðstaða nýtist við eldi fleiri tegunda Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Fóðrið er gefið á jötuna í kvínni í Álftafirði og þorskurinn sækir grimmt í sílið. HG hefur byggt upp fiskeldi í tæpan áratug, einkum þorsk- eldi. Eldið er tvíþætt, annars vegar eldi á seiðum í slát- urstærð og hins vegar áframeldi á villtum smáþorski. Slátrað var rúmlega 700 tonnum af þorski í Súðavík á síðasta ári. Heldur hefur dregið úr síðan. 100 tonn komu úr slátrun í haust og nú er slátrun hafin af krafti á ný. Slátrað er 15-20 tonnum á dag fram yfir áramót. Reiknar Kristján G. Jóa- kimsson með að framleiðslan í ár verði 400-500 tonn. Uppbygging þorskeldis hefur ekki orðið eins hröð og áætlað var, hvorki hér né í Noregi. Eldið hefur ekki skilað hagnaði og hefur fyrirtækjunum sem það stunda hér á landi heldur verið að fækka. Slátra 15-20 tonnum á dag HÁÖNN Í ÞORSKELDINU *1080p HD myndbandsupptaka *11 Megapixla l jósmyndir *Wi-Fi tenging( iPhone) *Vatnsheld hús: 60m dýpi *170°Gleiðl insa GoPro HERO HD 2 facebook.com/ goproiceland frábær ti lboð á vefverslun Frí heimsending fram að jólum J ó l a g j ö f ú t i v i s t a r m a n n s i n n s Ein fjölhæfasta háskerpu myndbandsupptökuvél í heimi sem notuð er fyrir bílasport, vélsleða, jetski, báta, brimbretti, klifur, skotveiði, hjólreiðar, fallhlífastökk, hlaup, skíði, snjóbretti, hjólabretti, köfun, flug, o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.