Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Dómur í skattahluta Baugsmálsins Vantaldar fjármagnstekjur JÁJ af hlutareign hans í Gaumi ehf. Á árinu 2008 runnu inn á reikning JÁJ 10.000.000 krónur frá fjárfestingafé- laginu Gaumi ehf., 11.995.000 krónur frá Kaupþingi inn á reikning Bónus og 1.784.000 krónur greiddar inn á viðskiptareikning JÁJ. Þessar greiðslur voru ekki taldar fram á skattframtali ákærða árið 1999. SAKFELLT Vantaldar tekjur JÁJ vegna greiðslu Baugs hf. á líftrygging- ariðgjaldi á skattframtölum árin 2000, 2001, 2002 og 2003. JÁJ taldi þessar greiðslur ekki fram í skattframtölunum umrædd fjögur framtalsár, og þær voru ekki taldar fram til staðgreiðslu af hálfu Baugs hf. SÝKNAÐ Vegna rangra skilagreina í rekstri Baugs á árunum 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 SAKFELLT Vantaldar tekjur JÁJ vegna nýtingar kaupréttar af hlutabréf- um í Baugi hf. Greiddar voru 18.800.000 krónur inn á reikning ákærða hjá Kaupþingi í Lúxemborg við það að ákærði nýtti sér kauprétt að hlutabréfum í Baugi Group hf. Þessa greiðslu taldi ákærði ekki fram til skatts á framtali sínu árið 2000 fyrir árið 1999. SAKFELLT Vantaldar fjármagnstekjur ákærða vegna sölu hlutabréfa í Baugi JÁJ gefið að sök að hafa vantalið í skattframtali söluhagnað vegna sölu hlutabréfa í Baugi hf. á árinu 1999 um 7.942.364 krónur. Einnig að hafa vantalið söluhagnað af sölu á hlutabréfum í Baugi hf. árið 2002 um 70.348.204 krónur. SÝKNAÐ Vegna rangra skilagreina í rekstri Gaums 1999 SÝKNAÐ Vantaldar tekjur JÁJ í formi skattskyldra bifreiðahlunninda JÁJ var talinn hafa notað þrjár bifreiðar í eigu fjárfestingafélagsins Gaums á árunum 2000 til 2002, en ekki talið fram til tekjuskatts hlunnindi af afnotum bílanna. SÝKNAÐ Vantaldar tekjur JÁJ í formi launauppbótar („bónus- greiðslu“) frá Baugi hf. Millifærðar voru inn á reikning JÁJ 4.000.000 krónur árið 2000 af reikningi Baugs hf. JÁJ taldi þessa greiðslu ekki fram á skattframtali ársins 2001. SAKFELLT Vantaldar tekjur JÁJ af hlutareign í fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. Greiddar voru inn á reikning JÁJ 59.200.000 krónur árið 2001, sem ekki voru taldar fram á skattframtali. SAKFELLT Vantaldar launatekjur að fjárhæð 5.000.000 króna á skattframtali 1999 SAKFELLT Vantaldar tekjur vegna greiðslu Baugs hf. á líftryggingariðgjaldi á skattframtölum árin 2000, 2001 og 2002. SÝKNAÐ Vantaldar tekjur af kauprétti að hlutabréfum í Baugi í skattfram- tali 2000. SAKFELLT Vantaldar tekjur í formi launauppbótar (bónusgreiðslu) hjá Baugi hf. í skattframtali 2001 SAKFELLT Vegna rangra skilagreina í rekstri Baugs á árinu 2002 SAKFELLT Jón Ásgeir Jóhannesson Ákæruatriði: Tryggvi Jónsson Ákæruatriði: Kristín Jóhannesdóttir Ákæruatriði: Vegna rangra skilagreina í rekstri Gaums árin 1999, 2000, 2001 og 2002 SÝKNAÐ AÐ HLUTA Vegna rangs skattframtals fyrir félagið gjaldaárið 2001 vegna ársins 2000 SÝKNAÐ AÐ HLUTA Vegna oftalinna gjalda í skatt- framtali fyrir félagið gjaldaárið 2002 vegna ársins 2003 út af niðurfærslu hlutabréfa í NRG Pizza AB, 74.000.000 krónur SAKFELLT Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í skattahluta Baugs- málsins svonefnda, rétt tæpum þremur árum eftir að málið var höfðað. Í málinu voru Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auki fleiri brota. Og öll voru þau sakfelld í einhverjum liðum ákær- unnar en einnig sýknuð í öðrum. Niðurstaðan; að fresta refsingu og falli hún niður haldi þremenning- arnir almennt skilorð í eitt ár. Öll fóru þau fram á sýknu í mál- inu og sagði Jakob R. Möller, verj- andi Tryggva Jónssonar, eftir að dómur var kveðinn upp að þetta væru hagstæðustu úrslit sem um- bjóðandi hans hefði getað fengið, úr því ekki var fallist á sýknukröf- una. Hann sagði ekkert ákveðið með áfrýjun en átti frekar von á því að ákæruvaldið myndi áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Jakob sagðist ennfremur telja að dómurinn kæmi ekki til með að hafa áhrif á stjórnarsetu þremenn- inganna þar sem þá hefði þurft að marka refsingu, sem hafi ekki ver- ið gert. Í niðurstöðukafla héraðsdóms er að finna ýmsar aðfinnslur fjölskip- aðs dóms sem höfðu áhrif á ákvörðun refsingar. Þar segir að ákæruvaldið hafi ekki réttlætt þann langa tíma sem rannsókn málsins tók og „telur dómurinn að ákærðu hafi vegna þessa dráttar ekki notið réttlátrar málsmeðferð- ar“. Einnig var litið til þess að skattyfirvöld hefðu þegar lagt 25% álag á hækkun skattstofna hjá sakborningum. Nærri ónothæf skjalaskrá En burtséð frá þessum þáttum er það einnig gagnrýnt harðlega að ákæruvaldið skuli einungis hafa stuðst við lítið brot af þeim þús- undum skjala sem fylgja ákærunni í málinu. „Var augljóslega ekki hugað að því að fjarlægja óþörf skjöl úr rannsókninni þegar ákæra var ákveðin,“ segir og einnig: „Þá er skjalaskráin, sem fylgir gögn- unum, óaðgengileg og nærri ónot- hæf sem efnisyfirlit. Virðist hún enda miðuð við þarfir þeirra sem söfnuðu og röðuðu skjölunum und- ir rannsókninni. Hefur þetta valdið dómendum og verjendum umtals- verðri fyrirhöfn og töfum, allt frá því að farið var að fjalla um réttarfarsatriði í málinu snemma árs 2009.“ Af þessum sökum, og úrslitum málsins, þótti rétt að leggja mál- svarnarlaun verjenda að hálfu leyti á ríkissjóð. Er þar um að ræða tæpar níu milljónir króna, þar af tæpar fjórar milljónir króna í málsvarnarlaun Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og sækjandi í málinu við aðalmeðferð, er staddur erlendis og hafði ekki náð að kynna sér dóminn þegar Morg- unblaðið náði af honum tali. Hann sagði engu að síður að sér þætti niðurstaðan undarleg og skoðað yrði á næstunni hvort málinu yrði áfrýjað. Ekki náðist í Helga Magnús eft- ir að dómurinn var birtur á vef- svæði dómstólanna, og ljóst að í honum var að finna harða gagn- rýni á störf ákæruvaldsins í mál- inu. Dæmd sek en refsingu frestað  Óréttlætanlegur dráttur á málsmeðferð og áður á lagt 25% álag á skattstofna sakborninga ástæða þess að Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að fresta refsingu í skattahluta Baugsmálsins svonefnda Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðbrögð Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, fer í gegnum niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur með fjölmiðlum eftir uppkvaðningu. Dómarnir í skattahluta Baugs- málsins eru ekki þeir fyrstu sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafa fengið á und- anförnum árum. Þeir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Baugsmálinu svonefnda. Jón Ásgeir hlaut þriggja mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu en Tryggvi tólf mánaða skilorðs- bundna refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2007 fyrir brot gegn 262. gr. almennra hegning- arlaga. Refsing beggja var stað- fest í Hæstarétti 5. júní 2008. Kristínu Jóhannesdóttur hefur ekki verið refsað áður. Þó svo að minnst sé á fyrri dóma Jóns Ásgeirs og Tryggva í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær er það ekki til refsiþyng- ingar. Vísað er til þess að dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og sé hann óréttlætanlegur. Engin áhrif fyrri dóma JÓN ÁSGEIR OG TRYGGVI ÁÐUR DÆMDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.