Morgunblaðið - 10.12.2011, Síða 33
FRÉTTIR 33Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
Að minnsta kosti 89 manns biðu bana þegar
eldur blossaði upp í sjúkrahúsi í borginni Kal-
kútta á Indlandi. Langflestir þeirra sem létu
lífið voru sjúklingar sem gátu enga björg sér
veitt þegar eldurinn breiddist um gangana.
Indverskir embættismenn gagnrýndu við-
brögð stjórnenda sjúkrahússins við eldsvoð-
anum. Einn þeirra sagði að svo virtist sem hátt
settir starfsmenn sjúkrahússins hefðu flúið út
úr byggingunni um leið og eldurinn blossaði
upp og skilið sjúklingana eftir, en margir
þeirra voru aldraðir og rúmfastir. „Það er
hræðilegt að stjórnendur sjúkrahússins
skyldu ekki gera neitt til að bjarga sjúkling-
unum,“ sagði hann.
Sjúkrahúsið er einkarekið og um 160 sjúk-
lingar voru í byggingunni sem er fimm hæða.
Þetta er annar eldsvoðinn á þremur árum í
byggingunni. Yfirvöld í Kalkútta hétu því að
rannsaka eldsvoðann og refsa þeim sem bæru
ábyrgð á manntjóninu.
Nokkur hundruð reiðra ættingja sjúkling-
anna söfnuðust saman fyrir utan sjúkrahúsið
og kröfðust þess að stjórnendur þess yrðu
handteknir þegar í stað.
Að sögn BBC voru eldsupptökin í fyrrinótt
að staðartíma í kjallara sjúkrahússins, þar sem
eldfim efni voru geymd. Slökkviliðsmenn börð-
ust við eldana í fimm klukkustundir.
bogi@mbl.is
Tugir sjúklinga skildir eftir
í brennandi húsi og fórust
Reuters
Björgun Slökkviliðsmenn bjarga sjúklingi úr brennandi sjúkrahúsi í Kalkútta. 50 var bjargað.
Mannréttindi
breiddust mjög
út í heiminum á
árinu sem er að
líða, þökk sé
stóraukinni
notkun sam-
skiptasíðna á
netinu. Þetta
segir mannrétt-
indafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay.
„2011 hefur verið ótrúlegt ár
þegar kemur að mannréttindum,
þökk sé kraftmikilli og óstöðv-
andi útbreiðslu samskiptamiðla,“
sagði Pillay í tilefni af alþjóðlega
mannréttindadeginum í dag.
„Þótt við syrgjum mörg líf sem
glötuðust, þá er líka ástæða til að
fagna.“
Pillay nefndi lönd á borð við
Túnis, Egyptaland og Líbíu í
þessu sambandi.
„2011 hefur
verið ótrúlegt
mannréttindaár“
Navi Pillay
Yfirkjörstjórn Austur-Kongó lýsti
því yfir í gær að Joseph Kabila, for-
seti landsins, hefði sigrað í forseta-
kosningum sem fóru fram í lok nóv-
ember. Yfirkjörstjórnin sagði að
Kabila hefði fengið 49% atkvæða en
Etienne Tshisekedi, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, 32,3%.
Tshisekedi kvaðst hafna þessari
niðurstöðu og líta á sig sem rétt-
kjörinn forseta landsins. Óttast er
að deilan leiði til nýs stríðs í land-
inu.
Óttast stríð vegna
kosningadeilu
Reuters
Forsetaefni Etienne Tshisekedi.
Vísindamenn í
Bandaríkjunum
hafa komist að
því að rottur eru
mannúðlegar.
Þegar tilrauna-
rottur gátu valið
á milli þess að
gæða sér á
súkkulaði og
þess að bjarga
annarri rottu úr
gildru völdu margar þeirra þann
kost að sýna miskunnsemi og frelsa
rottuna úr nauðum. Vísindamenn
við Chicago-háskóla gerðu tilraun-
irnar og niðurstöður þeirra voru
birtar í tímaritinu Science. Þeir
sögðu þetta í fyrsta skipti sem
rannsókn benti til þess að rottur
hjálpuðu með þessum hætti vegna
samúðar með öðrum í bágindum.
Rottur eru
mannúðlegar
Miskunnsöm
rotta í búri.