Morgunblaðið - 10.12.2011, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011
✝ IngólfurGuðnason
fæddist að Eyjum
I í Kjós 27. októ-
ber 1919. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
28. nóvember síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðni
Guðnason og Guð-
rún Hansdóttir Stephensen.
Ingólfur átti 5 systkin. Eft-
irlifandi er bróðirinn Guðni,
búsettur á hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík. Ingólfur
ólst upp að Eyjum I, í Kjós.
Kynntist hann þar eiginkonu
sinni Helgu Pálsdóttir sem
fædd var í Lübeck í Þýska-
landi, hún kom sem vinnukona
að Eyjum. Þau Helga gengu í
hjónaband þann 11. júni 1950.
Helga lést 15. febrúar 2008.
Börn þeirra : 1) Guðni Günter
f. 10.6. 1951, d. 16.9. 2002. 2)
Anna Pálína f. 14.2. 1953,
d.18.4. 1955. 3) Anna Guðfinna
f. 4.4. 1955, búsett að Árbakka
í Kjós, maður hennar er Krist-
inn Helgason, eiga þau þrjú
börn og sex barnabörn. 4)
Hermann Ingi f. 24.3. 1956 bú-
settur að Hjalla í
Kjós, kona hans er
Aðalheiður Birna
Einarsdóttir, eiga
þau þrjú börn og
eitt barnabarn. 5)
Páll Heimir f.
1.12. 1958, búsett-
ur að Eyjum I í
Kjós. Kona hans
er Marta Karls-
dóttir og eiga þau
þrjú börn. 6) Guð-
rún Lilja f. 30.12. 1959, búsett
í Kópavogi.Á hún fjögur börn
og fimm barnabörn, 7) Val-
borg Erna f. 8.2. 1965 búsett í
Mosfellsbæ. Maður hennar er
Ómar Ásgrímsson og eiga þau
tvo syni.
Ingólfur starfaði sem bóndi
á Eyjum allan sinn starfsferil
þar sem hann bjó ásamt konu
sinni til ársins 1994 er þau
byggðu hús í túninu heima,
sem þau nefndu Borgarhól.
Þaðan lá leið þeirra svo í Gull-
smára 7 í Kópavogi. Síðustu
æviárunum eyddu þau á
hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík.
Útför Ingólfs verður gerð
frá Reynivallakirkju í dag,
laugardaginn 10. desember
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku pabbi minn, núna ertu
búinn að fá þá hvíld sem þú þráð-
ir svo mikið. Ég veit að mamma
hefur tekið vel á móti þér, þú
saknaðir hennar mikið.
Ég man svo margt gott úr
sveitinni okkar, þar sem þú og
mamma bjugguð mest alla tíð.
Alltaf til staðar fyrir okkur
systkinin þegar eitthvað bjátaði
á.
Það er svo margt sem mig
langar að skrifa um, en ég ætla að
eiga það með sjálfri mér.
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
(Guðrún Vagnsdóttir.)
Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár,
sálin geislandi af hlýju.
Þannig ég minnist þín ókomin ár,
þar til við hittumst að nýju.
(Höf. ók.)
Elsku pabbi, með þessum vís-
um kveð ég þig.
Þín dóttir,
Anna.
Elsku pabbi, nú ertu búinn að
kveðja og kominn á æðra tilveru-
stig þar sem ég veit að þér mun
líða vel með mömmu. Minning-
arnar sem koma upp í hug minn
eru svo margar.
Þegar við vorum saman í fjós-
inu að mjólka beljurnar. Þú pass-
aðir upp á að allt væri í röð og
reglu hjá þér þar og ef það var
eitthvað sem ég gerði ekki rétt
sagðir þú alltaf Vala mín, við
skulum gera þetta svona (en það
kallaðir þú mig alltaf) og í þess-
um blíða tón en þannig varst þú
alltaf, með góða og ljúfa skapið.
Á kvöldin þegar við komum úr
fjósinu sagðir þú mér hvað
stjörnurnar heita og svo þegar þú
leyfðir mér að sofna á öxlinni
þinni á kvöldin yfir sjónvarpinu.
Þegar ég var að læra ljóðin úr
skólaljóðum þá söngst þú þau
alltaf fyrir mig og ég var svo fljót
að læra þau þannig. Já þær eru
svo margar minningarnar um þig
sem ég mun alltaf hafa í huga
mínum. Betri pabba gat ég ekki
fengið.
Eftir dimma daga og sára,
gaf mér draumur von eitt sinn.
Þá ég hitti þig á himnum
hálfa nótt
Gegnum móðu gleðitára,
sá ég glitta í vangann þinn.
Þig ég hitti,
elsku hjartans pabbi minn.
Ég um tilurð sálar spyr nú.
Sofnar hún um leið og við?
Eða lifum við í ljósi
lengri tíð
Veitir styrk að velja guðstrú?
Velja að lifa slíkan sið.
Skyld’ það hjálpa
til að finna innri frið?
Rætist kannski þessi draumurminn?
Vonin róar huga minn um sinn.
Kvöldið kennir mér að hlúa
að þeim kærleik sem ég finn
Það að þakka fyrir allt
sem áttum við
Því ég verð að vona og trúa
að við sjáumst eitthvert sinn,
að ég hitti þig á himnum,
pabbi minn
(Friðrik Karlsson / Þórunn Lárusd.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Valborg.
Ingólfur Guðnason, tengdafað-
ir minn, hefur kvatt þennan heim
92 ára að aldri á vistheimilinu
Grund. Mín fyrstu kynni af Ing-
ólfi voru í maí 1975 er ég var að
koma af vertíð frá Ólafsvík á leið
til Reykjavíkur. Ákvað ég að
banka upp að Eyjum 1 í Kjós kl. 5
að nóttu til að spyrjast fyrir um
Önnu Ingólfsdóttur sem ég hafði
kynnst árið áður á Súgandafirði.
Til dyra kom
reffilegur maður og sagði: Nei,
Anna mín er á Hornafirði, því
miður. Þetta voru mín fyrstu
kynni af Ingólfi tengdaföður mín-
um sem var ekki að æsa sig þó að
nóttu væri bankað.
Sá ég hann aldrei skipta skapi,
nema helst í fjósinu þegar hann
var í bláa sloppnum og háu stíg-
vélunum að sparka í beljur sem
þráuðust við að fara í eða úr bás.
Ég man góðu stundirnar með
þér, sérstaklega þegar við feng-
um okkur í glas (í hófi.) Þú varst
mikið fyrir að syngja, sérstaklega
gömlu lögin, og það að syngja
með þér þó þú værir á undan í
laginu, var bara betra, – meira
sánd. Til dæmis lagið Halló,
halló, nú látum skella á skeið.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
yndislega sveitin mín! –
...
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.)
Elsku, yndislegi Ingólfur
minn, það voru forréttindi að eiga
þig sem tengdaföður.
Nú lætur þú skella á skeið yfir
móðuna miklu, það verður tekið
vel á móti þér í draumalandinu
sem ég vona svo sannarlega að sé
til.
Þinn tengdasonur,
Kristinn Geir Helgason.
Nú þegar við horfum á eftir
þér yfir móðuna, rifjast upp okk-
ar fyrstu kynni. Það var um vorið
1986 þegar við Vala vorum að
byrja að slá okkur upp og hún
vildi að ég kæmi með henni í
sveitina með sér. Var ákveðið að
við Vala færum með bílinn hans
Guðna upp í Kjós vegna þess að
hann ætlaði að ríða með Sand-
skörlum úr bænum um Svína-
skarð í Kjósina. Þegar við vorum
komin uppeftir ákváðu Palli og
Vala að fara ríðandi á móti hesta-
mönnunum sem voru á leiðinni úr
bænum, en þá spurði Helga heit-
in hver ætti að fara í fjós með
pabba (þér), og Vala svaraði um
hæl „Nú, Ómar fer bara, er það
ekki, Ómar?“ og ég stundi upp
hálf vandræðalega „Ekkert mál,“
reyndar minnir mig að hún hafi
notið fulls stuðnings Gunnu.
Svona voru fyrstu kynni mín af
þér og Helgu. Svo þegar hesta-
menn voru komnir heim, spurði
Guðni heitinn þannig að allir
heyrðu hvort ég hefði nokkuð
mjólkað nautið, þá var hlegið
mikið.
Síðan hefur margt á dagana
drifið, og er mér ofarlega í huga
þegar þú og Helga heimsóttuð
okkur til Ísafjarðar og áttum þar
yndislegar stundir, þá sagðir þú
mér að þig hefði langað að læra
trésmíðar þegar þú varst ungur
maður, en svo fór sem fór að þú
varðst bóndi á Eyjum.
Ég hefði ekki viljað missa af
einu augnabliki með þér í þessari
vist. Og nú þar sem þú ert kom-
inn til Helgu, Guðna og Önnu
Pálínu veit ég að þér líður vel.
Þín er sárt saknað.
Kveðja,
Ómar.
Þá er elsku besti afi minn fall-
inn frá. Eins sárt og það er að
þurfa kveðja hann þá er ekki ann-
að hægt en að minnast hans með
hlýju og gleði í hjarta. Ingólfur
afi minn er eiginlega eini afinn
sem ég hef þekkt frá blautu
barnsbeini og betri afa er ekki
hægt að hugsa sér. Hann var allt-
af ljúfur og góður og aldrei nokk-
urn tímann man ég eftir að hann
skammaði okkur krakkana.
Ég dvaldist mörgum stundum
uppi í sveit á Eyjum 1 hjá þeim
ömmu og afa. Það eru yndislegar
og dýrmætar minningar sem ég
eignaðist þar. Amma var dugnað-
arforkur, alltaf með matinn á
réttum tíma, rösk, ákveðin,
hjartahlý og umhyggjusöm kona.
Afi var vinnusamur og duglegur,
rólegur, blíður og góður maður.
Við krakkarnir brölluðum
margt og mikið og nutum okkar í
sveitasælunni í örygginu hjá
ömmu og afa. Sérstaklega gaman
var að sitja aftan á heyvagninum
á sumrin eða hjálpa afa að mjólka
í fjósinu. Afi, þessi duglegi, ynd-
islegi maður, alltaf var hann
mættur í fjósið, sama hvað var.
Þegar þau hjónin fluttu á Borg-
arhól þá fór afi samt alltaf í fjósið
að hjálpa Palla og þótt fæturnir
voru orðnir lélegir þá lét hann
það ekki á sig fá heldur arkaði
þetta meðan fæturnir báru hann.
Fyrstu gamlárskvöldin í hús-
inu sem við Rúnar byggðum okk-
ur voru Helga amma og Ingólfur
afi hjá okkur ásamt fleirum og
eru þær stundir okkur mjög dýr-
mætar. Pabbi spilaði á harmon-
ikku, Inga systir ömmu á munn-
hörpu og við Rúnar, mamma,
amma og afi og strákarnir mínir
sungum með. Lagið Kvöldið var
fagurt, fannst okkur afa sérstak-
lega gaman að syngja og mun það
alltaf minna mig á elsku afa minn.
Það var svo yndislegt að sjá
hvað ömmu og afa var alltaf annt
um hvort annað og nú veit ég að
einhvers staðar á hlýjum, góðum
stað hafa amma og Gunni frændi
tekið á móti afa opnum örmum.
Elsku besti afi minn, þú ert
eitt mesta gæðaskinn sem ég hef
á ævi minni kynnst. Við Rúnar og
strákarnir eigum eftir að sakna
þín mikið. Rúnar hafði alltaf
miklar mætur á þér og finnst afar
leiðinlegt að komast ekki heim í
jarðarförina en sama dag verður
hann að syngja í norskri kirkju
og ég veit að sá söngur verður til
þín, elsku afi minn.
Kærleiksríkar þakkir fyrir allt
frá Stínu, Rúnari, Eyþóri, Haf-
steini, Loga Geir og Brimari
Inga, nafna þínum. Guð blessi þig
og varðveiti, yndislegi afi minn.
Kristín Þórunn
Kristinsdóttir.
Elsku Ingi afi, ég kveð þig með
söknuði. Þegar ég hugsa um þig
þá kemur upp í huga minn hvað
þú varst alltaf góður, blíður og
rólegur. Sama hversu mikil læti
voru í okkur barnabörnunum og
sama hversu mikið við náðum að
fá ömmu upp á háa c-ið, þá heyrð-
ist aldrei neitt í þér. Sast bara og
hristir hausinn yfir okkur eða
sagðir í mesta lagi: „sei sei“.
Enda kölluðum við barnabörnin
þig stundum „sei sei-afa“.
Mínar helstu minningar af þér
eru þegar þú og amma bjugguð á
Borgarhólnum. Þegar þú labbað-
ir á hverjum degi niður að Eyjum
til að mjólka beljurnar. Þú varst
alltaf svo duglegur og kvartaðir
aldrei. Fórst í fjósið sama hvað
tautaði og raulaði. Mér fannst þú
alltaf algjör harðjaxl.
Þú og amma voruð svo náin og
það tók mikið á þig þegar amma
lést. Ég man alltaf þegar amma
bjó í Gullsmáranum og þú varst
komin á Grund og þið voruð að
kveðjast eitt kvöldið. Þið kysst-
ust bless og amma sagði með tár-
votum augum „Ég elska þig“.
Núna sé ég ykkur fyrir mér sam-
an, fullkomna hvort annað á ný.
Elsku afi, það er erfitt að
kveðja þig og erfitt að hugsa til
þess að við Hermann Ingi mun-
um aldrei koma aftur til þín á
Grund að borða trúðaís. En mikið
er ég þakklát og glöð að hann hafi
fengið að kynnast langafa sínum.
Honum fannst alltaf svo gaman
að koma til þín, skoða gullfiskana
og borða ís á meðan við töluðum
saman um sveitina. Já við töluð-
um mikið um sveitina því þar var
þinn hugur og þitt hjarta.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
Ingólfur Guðnason
✝ Halldóra Hall-dórsdóttir
fæddist í Dagvarð-
arnesi í Rangár-
vallasýslu 6. júlí
1910. Hún andaðist
á dvalarheimilinu
Lundi á Hellu 4.
desember sl.
Foreldrar: Þur-
íður Sigurðardóttir
húsfreyja, f. 17. maí
1887, d. 24. júní
1978, Halldór Þorleifsson bóndi
og smiður, f. 29. október 1875, d.
4. desember 1953.
Systkini: Ingibjörg,
f. 2. maí 1909, d. 19.
apríl 1992, Sig-
urður f. 14. desem-
ber 1926, d. 5. des-
ember 2011,
uppeldissystir Sig-
ríður Þorgríms-
dóttir f. 29. október
1921, d. 3. maí 1993.
Halldóra var gift
Ingvari Guðmunds-
syni frá Þjóðólfshaga, Rang-
árvallasýslu, f. 23. apríl 1904, d.
7. janúar 1988. Þau giftu sig 27.
júní 1932. Þau bjuggu fyrst á
Gaddstöðum í Rangárvallasýslu
en fóru til Reykjavíkur ári
seinna, þar sem þau áttu heima
til 1953. Þá fóru þau til Keflavík-
ur og byggðu hús á Sunnubraut
8, en síðan lá leið þeirra austur
að Hellu árið 1970 þar sem þau
bjuggu til æviloka. Þau áttu einn
son, Lúðvík Vigni, f. 3. nóvember
1939. Börn hans eru: Halldór
Ingi, Brynjar, Hörður, Ingvar,
Lindberg og Halldóra Margrét.
Uppeldisdóttir er Hrafnhildur.
Barnabörnin eru 13 og 1 barna-
barnabarn.
Halldóra Halldórsdóttir
kennd við Gaddsstaði verður
jarðsungin frá Oddakirkju á
Rangárvöllum í dag, laugardag-
inn 10. desember 2011, kl. 14.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þetta er ein af mörgum bæn-
um sem hún amma mín kenndi
mér þegar ég var lítill. Nú er
komið að kveðjustund og á ég og
mín fjölskylda eftir að sakna
hennar en jafnfram þakka henni
fyrir allar samverustundirnar.
Það var fastur liður í tilverunni
að heimsækja hana þegar við fór-
um í bústaðinn hvort sem hún bjó
á Freyvangi eða á dvalarheim-
ilinu Lundi. Það var ávallt gott að
vera í návist hennar og vildi hún
að öllum í kringum sig liði vel.
Hún var ekki ánægð nema maður
þægi köku eða brauðbita hjá sér
eða nammi eftir að hún fór á
Lund, það þýddi ekki að bera fyr-
ir sig aðhald, því þá kom frá
henni að maður væri bara
„skemmtilega feitur“. Það eru
margar minningarnar sem koma
upp í kollinn þegar maður hugsar
til baka. Sem dæmi má nefna
ferðirnar með henni og Ingvari
afa í bústaðinn þegar við Binni
bróðir vorum litlir. Eins þegar ég
var smástrákur og plokkaði síld-
arhreistur af höndunum á henni
þegar hún kom heim eftir að vera
búin að vinna í síldarverkuninni
hjá afa og Helga Eyjólfs. Og svo
verð ég að rifja eina í viðbót, en
það var þegar hún eyddi heilli
helgi með okkur á sölubás sem
við vorum með á töðugjöldunum
á Hellu fyrir 15 árum síðan, það
fannst henni gaman, vera í innsta
hring í margmenninu og hitta
gamla sveitunga. Þessar minn-
ingar og margar fleiri geymi ég í
hjarta mínu og tel mig hafa verið
heppinn að hafa átt hana fyrir
ömmu. Ég er einnig mjög ánægð-
ur að hún skyldi lifa það að sjá
afastrákinn minn, því ég var
ömmustrákurinn hennar.
Ég veit að hún er komin á góð-
an stað, en það er langt síðan hún
var tilbúin að fara þangað. Hún
lagði þó ekki ein upp í ferðalagið
því hún var samferða Sigga bróð-
ur sínum. Núna eru þau búin að
hitta allt það fólk sem fór á undan
þeim. Um leið og ég þakka ömmu
fyrir allt á lífsleiðinni vil ég þakka
starfsfólkinu á Lundi fyrir frá-
bæra umönnun.
Halldór Lúðvíksson
og fjölskylda.
Elsku Halla frænka mín er lát-
in, þegar ég hugsa til baka þá á
ég margar fallegar minningar um
þig. Það var ávallt mikill sam-
gangur með okkar fjölskyldum.
Meðan Halla átti heima í Kefla-
vík bjuggu fjölskyldurnar á
Sunnubraut, vorum við saman öll
jól og áramót og ekki voru fáar
morgunferðirnar hjá okkur
Gunnu systur í te og ristað brauð.
Halla var alltaf mjög vel til höfð
og flott kona, pússaði sig alltaf
upp eftir hádegi og gekk í bæinn.
Halla, Ingibjörg og pabbi
byggðu sér sumarhús að Gadd-
stöðum á Rangárvöllum árið 1964
og eru margar minningar tengd-
ar þeim stað, síðan fluttust þær
systur á Hellu og þar var alltaf
fullt hús kræsinga. Mikill kær-
leikur var á milli þeirra systkina,
og er það ótrúleg tilviljun að
Halla og pabbi hafi látist á sama
sólarhring, hef ég þá trú að hún
hafi tekið litla bróður með sér,
þar sem hann var orðinn mikið
veikur.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Megir þú hvíla friði.
Hrefna Sigurðardóttir.
Ég sé eins og í sjónhendingu
sólina rísa. Ung stúlka í sveitinni
um tveggja ára gömul er inni í
bænum með ömmu sinni. Jörðin
skelfur, það er jarðskjálfti. Árið
er 1912. Bærinn fellur saman.
Þær skríða út um brotinn bað-
stofugluggann. Barnið og amman
lifa af. Annað heimilisfólk er útivið
og sér öldur jarðarinnar bylgjast
um tún og engi. Á jörðinni var
ekki búið eftir hamfarirnar. Nú er
þar minnismerki um Dagverðar-
nes, fæðingarstað stúlkunnar,
undir rótum Hekluhrauns. Fal-
legur staður.
Unga stúlkan var líka falleg,
hún var alltaf falleg öll sín æviár.
Við vorum æskuvinkonur, það var
aðeins 30 ára aldursmunur. Við
vorum samt alltaf jafnöldrur.
Hún var Reykjavíkurmærin
mín. Átti heima á Brávallagötunni.
Það var framandi og flott fyrir
sveitastúlku að koma til hennar. Úr
fjarlægð sé ég Halldóru mína í
svörtum kjól með hvíta svuntu og
kappa á höfði. Hún er að þjóna til
borðs á Hótel Borg. Hvað annað, á
flottasta stað í bænum.
Foreldrar mínir áttu vini þar
sem Halldóra og Ingvar voru.
Hvort sem þau bjuggu í Holtun-
um, Reykjavík eða Keflavík.
Seinna fluttu þau hjónin að
Hellu á Rangárvöllum, nærri
hennar æskustöðvum sem voru
Dagverðarnes og Gaddstaðir. Áð-
ur höfðu þau reist sér sumarbú-
stað við Varmadalslæk.
Þar hófst seinni kafli vináttu
okkar Halldóru. Mörg spor lágu á
milli heimila okkar á Freyvangin-
um. Það var sönn vinátta milli
allra, sérstaklega kvenna. Það var
hægt að tala um öll hjartans mál.
Alltaf jafnar, bara 30 ár á milli. Við
vorum alltaf glaðar á okkar sam-
fundum. Jafnvel á Dvalarheim-
ilinu Lundi sem var hennar síð-
asta heimili var okkar vinátta
innsigluð og sönn.
Nú er sólin hnigin til viðar, sól-
arlagið er fallegt. Það slær gulln-
um roða á höf og lönd.
Ég þakka Halldóru minni fyrir
öll hennar bros. Hún var glæsileg
alla tíð. Hin síðari ár með sitt fal-
lega bláhvíta hár. Fötin sem hún
klæddist voru í stíl. Séð var um að
ekkert skorti. Drottningin var
alltaf smart.
Guð gefi henni góða ferð til
bláma himinsins, henni fór blátt
vel.
Sjöfn Árnadóttir.
Halldóra
Halldórsdóttir