Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2011 Áárunum frá 1912 til 1957veiðir reglulega á ÍslandiSkoti að nafni Robert NeilStewart. 1947 skrifar hann bók svo að til sé rituð lýsing um ís- lenskar veiðiár til að auðvelda öðrum að taka þátt í þeim ævintýrum sem hann hefur lent í á Íslandi. Bókin kemur út 1950 og heitir Rivers of Ice- land. Þessa bók hefur Einar Falur Ingólfsson nú þýtt. Stewart fjallar í bókinni um þær veiðiár sem hann veiðir í á þessum árum. Veiðiárnar eru einkum á Vestur- og Norð- urlandi. Hann er m.a. með Hrútafjarðará og Síká í leigu nokkur ár. Þó bókinni sé ætlað að vera um veiði og laxveiðiár þá er hún meira. Hún fjallar um viðhorf veiðimanns og hvernig Ísland og lífsbarátta Íslend- inga koma honum fyrir sjónir. Þetta eru miklir umbreytingatímar á Ís- landi og hann fjallar um þær breyt- ingar. Hann sér að lífið á Íslandi er ekki auðvelt. Hvernig orð eins og þægindi er nokkuð sem enginn ís- lenskur bóndi virðist skilja. Viðmið á Íslandi byggjast öll á notagildi. Hann sér fólkið og landið með gestsaugum. Og það sem gerir þessa sýn áhuga- verða er hve hann er fordómalaus gagnvart öllu því sem er honum fram- andi. Höfundur er um margt ólíkur ís- lenskum veiðimönnum þess tíma sem hann lýsir í bókinni, sérstaklega í upphafi. En hann setur sig ekki á há- an hest gagnvart Íslendingum sem nota grófari aðferðir við veiðar en hann. Hann á auðvelt með að setja sig í spor þeirra og dæmir ekki. Eina gagnrýnin sem hann kemur á fram- færi er að sumir menn láti frestast til að láta veiðina „standa undir sér“. Því „ef sérhver fiskur sem veiðimaður missir kallar fram í hugann tap hans í markaðsvirði, þá er hann engin stangveiðimaður.“ Hann fjallar um ferðalög á Íslandi, viðmót Íslendinga og lýsingar á sveitabæjum. Margt af því er ólíkt því sem hann er vanur. En hann telur þó að það megi venjast því öllu með svo- lítilli fyrirhyggju og sveigjanleika. Það eina sem Stewart kvartar yfir í lýsingum sínum frá Íslandi eru sal- ernin. Eða eins og segir í bókinni „Á flestum bóndabæjum duga orðin „nafnlaus hryllingur“ ekki til að lýsa þeim aðstæðum, en látum þau duga.“ Fjöldi ljósmynda er í bókinni og eru þær glæsilegar heimildir um lið- inn tíma í árdaga stangveiði á Íslandi. Einar Falur hefur bætt við þýð- inguna neðanmálsgreinum þar sem staðkunnátta hans nýtist til að les- endur átti sig á því um hvaða veiði- staði er fjallað, auk þess að fjalla um ábúendur á þeim stöðum sem Stew- art heimsækir. Þar að auki ritar Ein- ar mjög áhugaverðan eftirmála um ævi og örlög R.N. Stewart. Eftir lest- ur bókarinnar þykir manni vænt um Stewart og þá sýn sem hann hefur á lífið og tilverunna. Sérhver veiðimað- ur sem vill þekkja rætur þeirrar íþróttar sem hann stundar á að lesa þessa bók. Hafi Hið íslenska bók- menntafélag þökk fyrir. Þakklæti til Íslendinga Íslenskar veiðiár bbbbn Eftir R.N. Stewart. Einar Falur Ingólfs- son þýddi, Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. 216 síður. SÖLVI ÓLAFSSON BÆKUR Stewart hershöfðingi Höfundur bókarinnar er hér við Bænhúshyl í Straumfjarðará á fjórða áratug liðinnar aldar. ÍVestursal Kjarvalsstaðastendur nú yfir einkasýningDaða Guðbjörnssonar „Áslóðum Ódysseifs“. Ljóst er að Daði hefur að undanförnu verið á siglingu í listsköpun sinni en hann hefur fyllt salinn af stórum, litríkum málverkum. Á siglingunni hefur Daða orðið hugsað sæfarans víðförla Ódysseifs úr hinu klass- íska sögukvæði Ódysseifskviðu, eignað forngríska skáldinu Hómer, er fjallar um heimför grísku hetj- unnar frá Tróju (eftir sigur í Trój- ustríðinu) til eyjarinnar Íþöku. Í frásagnarlegum málverkum Daða eru tákn sem skírskota til ævintýra Ódysseifs og heiti sumra verkanna vísa til hans og hins gríska goðsagnaheims: Leiksýning guðanna, Skrítinn skáldfákur, Hin rósfingraða morgungyðja og Ar- gos. Vísanirnar eru þó oft lausleg- ar og túlkun Daða hverfist fremur um lífsferðalagið í víðu samhengi. Í verkunum birtast ýmis minni og tákn – svo sem skáldfákur, skip, auga, egg, lampi, lýra, lífsins tré, hjarta, mandorla og fjall – að því er virðist vísvitað með klisju- kenndum hætti. Tákn þessi flétt- ast inn í skreytikenndan mynd- heim sem einkennist af hálfkæringi, (póstmódernískum) leik, kitsi, flúri, skopmyndum og ofhlæði sem leikur á mörkum hins gróteska. Skírskotað er í sögu málverksins og listræn leit er meðal annars gefin til kynna með málarapensli sem er endurtekið stef í verkunum. Í Eldfjallamjólk sjást penslar í ýmsum litum skjót- ast úr gíg eldfjalls eins og um sé að ræða flugeldasýningu sköp- unarkraftsins, og hinar einkenn- andi „krúsídúllur“ Daða finna sér farveg í þjótandi öskuskýi. Spuna- kennd leikgleði listamannsins nýt- ur sín þarna. Formmótun og pensilskrift verkanna er sveigð og bugðótt, málningin gjarnan borin þykkt á flötinn og af ákafa. Í verkunum fyrirfinnst iðulega miðlægur ljós- gjafi sem tengist andlegri leit og einhvers konar innri sýn sem leið- ir hugann að sumum verkum bandaríska samtímamálarans Gregory Amenoff sem hefur, eins og Daði á sinn hátt, unnið hefur með arfleifð Vincents van Goghs. Myndflötur Daða býr þó yfir minni dýpt og yfirvegun; hjá hon- um er viss léttleiki í fyrirrúmi. Stundum nær stærð myndflatarins ekki að bera þennan „léttleika“ og verkin verða flatari en efni standa til. Ef til vill gætir í verkum Daða togstreitu milli léttúðugrar og ærslakenndrar tjáningar og þeirr- ar innri rósemdar sem leiðir af andlegri íhugun og/eða uppljómun. „Ódysseifsferðin“ gæti þannig snú- ist um að hlaupa af sér hornin og verður áhugavert að sjá næsta er- indi Daðakviðu. Daðakviða Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Daði Guðbjörnsson – Á slóðum Ódysseifs bbbmn Til 30. desember 2011. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur 1.000 kr. Hópar 10+ 600 kr. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og öryrkja. Árskort 3.000 kr. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Einar Falur Daði á sýningunni „Í frásagnarlegum málverkum Daða eru tákn sem skírskota til ævintýra Ódysseifs …“ Árið er 1950 og Flavia deLuce er ellefu ára stelpasem býr á bresku hefðar-setri ásamt fjarlægum föð- ur, tveimur systrum og eilítið undar- legum aðstoðarmanni. Þrátt fyrir að hún eyði miklum tíma í að gera systr- um sínum lífið leitt þá hefur hún nægan tíma til að sýsla á tilraunastof- unni sinni enda er hún nokkurs konar efnafræðisnillingur. Oftast er hún þar að sulla sam- an einhverjum eiturefnum sem hún getur notað til að stríða systr- um sínum, með tilheyrandi afleið- ingum. Hún lætur það þó ekki tefja sig frá því að rannsaka morð og þegar maður finnst látinn í garðinum hjá henni kviknaði forvitnin og hún fer á stúfana. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrsta bók Alan Bradley sem hefur þegar hlotið nokkur verðlaun fyrir þessa frumraun sína. Og það eru fleiri á leiðinni því þetta er fyrsta bókin í sex binda seríu sem allar munu fjalla um hina heillandi Flaviu de Luce. Bókin er skrifuð fyrir full- orðna en líklegt er að þeir sem og yngri aðdáendur glæpasagna geti haft gaman af bókinni. Umhverfið í bókinni er sérstaklega heillandi, kannski meira að segja rómantískt, og minnir einna helst á sögur eftir Agöthu Christie sem og góðar breskar sakamálamyndir frá þessum tíma. Persónusköpunin er mjög skemmtileg. Faðirinn er dularfullur, fjarlægur og eilítið sorglegur enda virðist hann syrgja konuna sína sárt á kostnað dætranna. Systurnar eru forvitnilegar og sjálfhverfar, eins og siður er á meðal stúlkna á þessum aldri. Svo má ekki gleyma sérvitra aðstoðarmanninum sem mun vonandi verða í enn stærra hlutverki í næstu bókum. Skemmtilegust er þó sjálf Flavia de Luce. Meira að segja nafn hennar er heillandi. Í byrjun bók- arinnar upplifði ég hana sem eilítið óþolandi stelpukjána sem hélt að hún vissi allt. Þegar líða tekur á bókina fer manni að þykja vænt um stelp- una, hún er skemmtilega sjarm- erandi, fyndin og vitanlega mjög klár. Þrátt fyrir að bókin sé ætluð full- orðnum þá getur hún líka verið snið- ug fyrir ungar stelpur. Það er ekki svo oft sem flottar og klárar kven- kyns fyrirmyndir sjást í bókum og Flavia de Luce er sannarlega flott fyrirmynd, þrátt fyrir að hún gangi alltaf aðeins of langt. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki bók sem á að taka upp ef við- komandi er að leita að spennusögu. En þeir sem vilja gleyma sér í heillandi umhverfi, spennandi tíð- aranda og einstaklega skemmti- legum persónum verða ekki sviknir af lestri þessarar bókar. Sjálf mun ég sennilega lesa næstu bækur, þótt ekki væri nema til að sjá hverju blessunin hún Flacia de Luce tekur upp á. Þegar öllu er á botninn hvolft bbbbn Eftir Alan Bradley. Karl Emil Gunnarsson þýddi. 352 bls. Vaka Helgafell gefur út. SVANHVÍT LJÓSBJÖRG BÆKUR Sjarmerandi og skemmtileg Heillandi Alan Bradley er höfundur bókaraðarinnar um Flaviu de Luce.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.