SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Qupperneq 2

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Qupperneq 2
2 19. ágúst 2012 Við mælum með Margt verður í boði í dag á Menningarnótt. Til að mynda verður alls konar listgjörningar í boði fyrir vegfarendur. Í Hjarta- garðinum má finna tónlist og skúlptúra, í Bíó Paradís munu vera sýnd myndbandsverk og á Laugavegi 20B munu málverk, teikningar og bókverk fá að njóta sín. Sýningarnar munu standa yfir frá því klukkan 12:00 til 23:00. Morgunblaðið/Eggert Festival á Menningarnótt 13 Samviskan Hugleiðing eftir Jennu Jónsdóttur rithöfund. 16 Umhverfið að mörgu leyti … Bragi Ragnarsson kallar ekki allt ömmu sína. Fyrir utan að vera skíða- garpur eru fjallgöngur og útivist meðal helstu áhugamála hans. 18 Draugaþorp og sæskrímsli Fyrir rúmum hundrað árum var blómlegt líf í Flatey á Breiðafirði en þá bjuggu rúmlega tvö hundruð manns í eynni. Í dag standa tvö bú eftir, þar á meðal bú Haf- steins og Línu í Læknishúsi. 20 Nýbyggingar eyðileggja … Mikil aukning hefur verið í ásókn ferða- manna til Reykjavíkur að undanförnu. Að sögn er þó nánast ómögulegt að finna sér gistingu nema með miklum fyrirvara. 26 Ég er ekki bílaáhugamaður Fjallaleiðsögumaðurinn Ingimundur Þór Þorsteinsson lét draum sinn rætast og smíðaði eitt fullkomnasta farartæki landsins. 34 Vestfjarða vitjað Það hefur löngum þótt við hæfi að sýna átthögum forfeðra sinna þá virðingu að vitja þeirra einhvern tímann á lífsleiðinni. Lesbók 42 Nýstárlegur Tsjajkovskíj Norðuróp setur upp Evgený Ónegin í Hljómahöllinni í Keflavík á nýstár- legan hátt. Jóhann Smári Sævarsson leikstýrir. 47 Kynferðislegar fantasíur Bókin Fantasíur kom út á dögunum undir formerkjum Forlagsins. Rit- stjóri hennar, Hildur Sverrisdóttir, vill með bókinni varpa ljósi á kyn- ferðislegan hugarheim kvenna og þá fjölbreytni sem þar býr. 24 6 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Saga Sigurðardóttir af Jakobi F. Magnússyni. Hár: Magni Þorsteinsson. Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirsd. Förðun: Ísak Freyr Helgason. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist- insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson Augnablikið Það er aldrei of seint að fara í sína fyrstusólarlandaferð, að minnsta kosti fór ég ímína fyrstu í sumar. Annars konar ferðirhafa alltaf haft vinninginn, stórborgirnar hafa heillað meira en ströndin. Ímyndin af sólar- landaferðum hefur líka ekki verið góð, að minnsta kosti ekki í mínum huga. Einhvern veginn hefur komið í hugann fólk í pakkaferðum sem tekur með sér sinn eigin mat að heiman og vill helst ekki tala við aðra en samlanda sína og auðvitað drekka bjór allan daginn. Kannski er það ekkert alslæmt en er þá ekki alveg eins gott að vera bara heima? Þrátt fyrir skort á svokölluðum sólarlandaferð- um hafði ég nú synt í söltum sjó og kann af- skaplega vel við sól og hita. Og svo má ekki gleyma því að ekki eru allar sólarlandaferðir skap- aðar eins. Það var því með tilhlökkun sem ég hélt ásamt fjölskyldunni í tveggja vikna reisu til Spán- ar. Ég var í viku með tengdafjölskyldunni í stóru húsi með sundlaug að ógleymdu útsýni og útield- húsi, sem er ný vídd í reynsluheim venjulegs Íslendings. Síðan dvöldum við líka við stórkostlega strönd og sváfum á loftkældu hóteli. Við vorum svo heppin að detta niður á frábæra strönd þar sem voru bara Spánverjar, venjulegar spænskar fjöl- skyldur í sumarfríi. Á hverjum morgni gengu fjöl- skyldurnar á ströndina með sólhlíf og stóla í far- teskinu. Þarna þarf engan sumarbústað heldur dugar lítil íbúð því veðrið er svo gott að það er best að vera utandyra, ekki síst í skugga og láta hlýja hafgoluna leika við sig. Og svo fara auðvitað allir í mat klukkan tvö og borða þá þriggja rétta málið, þegar sólin er hvað sterkust. Sjórinn var virkilega hlýr og öldurnar passlegar. Miðjarðarhafið er rétti staðurinn til að stunda sjó- sund. Börnin hafa síðan gaman af ölduganginum og líka því að vera í risastórum sandkassa þar sem sandurinn er alltaf hæfilega rakur til að byggja úr. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það er óviðjafnanlegt að leika sér í heitum sjó og byggja kastala úr rökum sandinum. Morgunblaðið/Inga Rún Sumarhús með sundlaug Þessir litríku gullfiskar eru engir venjulegir fiskar heldur eru þeir hluti af sýningunni „Art Aquarium“ eða „Listfiskabúrið“. Sýningin er hönnuð af fiskabúrsfræðingnum Hidetomo Kimoro og var hún opnuð á föstudaginn í Tókýó í Japan og stendur yfir þar til 24. september. Veröld AFP Litríkir listfiskar Housebyrgi Íslensk raf- tónlist mun fá sinn skerf af sviðsljósinu á menningarnótt en þeir Margeir og President Bongo fara fyrir fríðum flokki raftónlist- armanna sem munu koma fram í bakhúsi við Laugaveg 32. Tónleikarnir hefjast á hádegi í dag og eru allir velkomnir. Frítt er inn. Faktorý Í hlið- arherberginu á Faktorý verður efnt til plötu- snúðapartís og að sögn verður stuðst við besta hljómkerfi landsins. Fram munu koma Uni Stefson, Housekell, Pedro Pilatus og No Reflex.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.