SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 13

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 13
Jenna Jensdóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Kristinn Litgular snerta þyrstar varir hófsóleyjar glitrandi vatn lækjarsytru. Brosandi barnshendur af ást til móður. Fölnuð sóley í glasi á borði. Barn ræður lífi sóleyjar. Hver ræður lífi barns? (J.J.) Dýrmæt morgunstund í júní. Að sitja við gluggann 93 ára. Horfa á heiðan himin, Esjuna og lygnan Fló- ann. Hugurinn leitar til bernskunnar. Torfkofi í sveit vestur á fjörðum. Telpa tekin með töngum og dregin upp úr vatni. Gamall sveitalæknir. Fyrstu minningar. Gömul kona og alnafna leiðir fimm ára telpu út í vorið. Fagur morgunn með auðri jörðu sem frost- hjúpur hefur lagst yfir. Þær nema staðar þar sem hrímið hefur lagst yfir lítinn poll milli tveggja steina. Setjast þar og gamla konan heldur áfram fræðslu sinni sem eins og kom með vorinu síðustu daga. Hið mikla dýrmæti þess að fæðast maður. Þar sem „Faðir og vinur alls sem er“ setji höfuð hvers þess manns sem fæðist nokkuð sem heitir samviska. Fimm ára telpan lítur upp í heiðríka víðáttuna og tjáir sig um að hún sjái ekki neitt nema sól. Nei, nei, hún á ekki að vita, enginn á að vita. Bara finna og læra. Og nú á hún að gera hvort tveggja: að finna og læra. Gamla konan brýtur varlega þunnt skænið af vatn- inu milli tveggja steina. Undurfallegar rósir á þunnu hríminu verða henni að orði. Um leið bendir hún á lítinn fífil sem leynist í grastó. Snýr sér að barninu og rödd hennar festir rætur í hug telpunnar. Sam- viska hennar sameinast samvisku gömlu konunnar. Sjáðu, samviska þín talar inni í þér. Hún segir að þú eigir að hlúa að öllu lífi á jörðinni og ávallt að leita hins góða í þér. Samviskuna kallar gamla konan „leiðarljós“. Telpan sem hefur heyrt eitthvað sem kallast ljótt hefur orð á því. Gamla konan, fullviss eftir langa ævi: samviskan, sem býr í okkur öllum, hefur algóðan kraft sem allir geta fundið strax á ævinni en að auki hefur hún dómgreindina til hjálpar. Og hvað er dóm- greind? Hún er mörgum gefin en ekki öllum. Mundu það. Gamla konan tekur úr pilsvasa sínum oddbeittan pennahníf. Æfðum höndum kemst hún að rótum litla fífilsins og leggur hann moldugan að barmi telp- unnar. Nú förum við með hann inn og þú hlúir að lífi hans sem þú getur. Hvílík gleði. Fífillinn kominn í vatnsglas á borðinu og mold er líka í glasinu. Mik- ilvægi brosandi lífs endurspeglast í litlum fífli. Morgunn með sól. Árrisul telpa með allan hugann við vorið – lífið – lítur brostinn fífil, hangandi á glasbarminum. Huggunin er gamla konan. Undur lífsins og sigur hins góða býr í samvisku hverrar sál- ar. Nú situr 93 ára kona með þá lífsreynslu að baki að ræktun samvisku og góð ráð hennar skila gæfu og friði til jarðarbúa, þjóða, þjóðfélaga og einstaklinga. Það er þessi þröngi vegur sem ávallt er erfitt að feta. Öll trúarbrögð eru blóð í slóð. En sá er hlustar á samvisku sína hlýtur að vanda sitt líf á jörðu hér. Reynslan hefur svarað því í aldanna rás. Jenna Jensdóttir rithöfundur Samviskan Sá sem hlustar á samvisku sína hlýtur að vanda sitt líf . Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrð sumars ? 19. ágúst 2012 13

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.