SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Qupperneq 20
20 19. ágúst 2012 Samkvæmt ferðaþjónustuaðilumhefur verið mikil sprengja íferðaþjónustu í Reykjavík. Til aðmynda eru nánast öll herbergi í Reykjavík bókuð. Varla er hægt að fá gistingu nema viðkomandi aðili hafi bókað gistinguna með miklum fyrirvara. Oft hafa ferðaþjónustuaðilar bókað her- bergi fyrir ferðamenn í útnárum höfuð- borgarsvæðisins og margoft hafa gisti- heimili þurft að vísa gestum á dyr. Samkvæmt þeim er Reykjavík þó oftast aðeins millistopp ferðamanna sem sækj- ast í þá óspilltu náttúru sem óbyggðir landsins hafa upp á að bjóða. Ýmislegt virðist þó heilla við Reykjavík. Til dæmis eru veitingahúsin og hvalaskoðunarbát- arnir við gömlu bryggjuna að sögn einkar vinsæl auk þess sem næturlíf borg- arinnar heillar margt ungmennið. Óánægja með nýbyggingar við sjóinn Þýsku hjónin Antje og Thomas eru stödd hér á landi til að skoða landið auk þess sem Thomas hyggst taka þátt í Reykja- víkurmaraþoninu. Það er ýmislegt varð- andi borgina sem mætti betur fara að þeirra sögn. „Við verðum hérna í tíu daga. Við munum dvelja í Reykjavík en fara í ferðir út frá borginni. Hún er höf- uðborg Íslands og hér er hægt að gera góð kaup í góðum verslunum. Ég kann þó betur að meta náttúruna. Þetta er samt áhugaverð borg, mjög alþjóðleg,“ segir Antje um höfuðborgina. „Fyrsta daginn fórum við í gönguferð meðfram sjónum, Faxaflóanum, og mér þykir miður hvernig háhýsin hafa verið byggð meðfram ströndinni. Það liggur við að þetta hafi verið það fyrsta sem ég nefndi við eiginmann minn þegar við komum hingað. Ég var í Reykjavík fyrir átta árum og þegar ég sá þetta þegar ég kom núna þá blöskraði mér. Þegar ég hugsa til Óslóar, Hamborgar eða nánast hvaða borgar sem er, þá er alls staðar verið að reyna að færa borgina nær sjón- um eða því vatni sem þar er að finna. Það er reynt að viðhalda fallegri bygging- armenningu hvers staðar fyrir sig, hér hefur það farið úrskeiðis,“ segir Antje meðal annars um Skuggahverfið og Hörpuna. „Það liggur við að það sé aðeins eitt gamalt hús eftir við strandlengjuna,“ segir Thomas og bendir í átt að Höfða sem er umvafið nýrri byggingum. Íslendingar selja sig ódýrt „Okkur hefur verið sagt að túrismi sé mjög mikilvægur á Íslandi. Okkur, og nær öllum ferðamönnum held ég, líkar hinsvegar mun betur við gömlu og fal- legu húsin en þessi glerferlíki,“ bætir Antje við. „Náttúran samt er yndisleg. Ég hef fylgst mikið með Íslandi síðustu átta ár og lesið um verksmiðjur og lón sem hafa sprottið upp og Kínverja sem vilja kaupa landið. Í morgun horfði ég til að mynda á heimildarmyndina Draumalandið. Mér finnst þið vera að selja landið ykkar fremur ódýrt,“ segir Antje ákveðin. Þau hjón hafa orðið vör við það hversu erfitt sé að bóka herbergi í Reykjavík en voru þó heppin með gistingu. „Við dveljum í litlu húsi sem er rétt hjá Háskóla Íslands. Við fundum það á ver- aldarvefnum og erum að leigja það í þessa tíu daga, það er gamalt og mjög fallegt. Við erum því algjörlega á okkar eigin vegum, við fengum reyndar einhverja bæklinga hjá einhverri ferðamannaþjón- ustu. Við heyrðum það í gærkvöldi að maður þyrfti að bóka herbergi mjög snemma því það sé allt orðið fullt núna,“ segir Antje. „Við styðjumst reyndar við kerfi í sím- anum okkar sem segir okkur hvert við eigum að fara. Við fylgjum því bara,“ bætir Thomas glettinn við. Dýr borg en gott andrúmsloft Vinkonunum Siobhan frá Englandi og L’chelle frá Ástralíu líkar vel í Reykjavík. Siobhan líkaði til að mynda svo vel að hún ákvað að dvelja hér öllu lengur en til stóð. „Ég hef búið hérna í fjórtán mánuði. Fólk hafði alltaf sagt mér að Ísland væri mjög flott land og að ég ætti að fara þang- að, ég vildi því heimsækja staðinn. Ég gerði það í gegnum starfið sem ég fékk hjá köfunarfyrirtæki. Mér þótti landið frábært svo ég ákvað að vera lengur,“ segir Siobhan ánægð á svipinn. L’chelle hefur verið hér öllu styttra. „Þegar ég kom hingað þá vissi ég ekki Þykir nýbyggingar eyðileggja ásýnd Reykjavíkur Mikil aukning hefur verið í ásókn ferðamanna til Reykjavíkur að undanförnu. Að sögn er þó nánast ómögulegt að finna sér gistingu nema með miklum fyrirvara. Ferðamenn sem undirritaður náði tali af höfðu ýmislegt um þetta mál og önnur að segja. Texti: Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Hin austurrísku Alexander og Barbara voru ánægð með búðirnar.Þjóðverjarnir Thomas og Antje voru óánægð með nýbyggingar. L’chelle og Siobhan þótti Íslendingar viðkunnanlegir. Rómverjarnir Fabio, Susanna og Damian höfðu ýmislegt að segja.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.