SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 24
Saga Skálholts er magnþrunginnsamofinn þáttur sögu Íslands fráþví skömmu eftir kristnitöku Ís-lendinga árið 1000. Það er engin tilviljun að Skálholt hefur verið kallað höfuðból Íslands öldum saman, þar var höfuðankeri Íslendinga og tilþrif í fræð- um, heilagri trú, sjósókn og margs konar tilþrifum sem flæddu um allt land eins og lækir og vötn falla frá meginfljótinu. Saga Skálholts er umvafin ævintýrum og yndi, vonum og þrá, en líka harmleik, ofbeldi og valdbeitingu af verstu gerð. Marg- slungin saga íslensku þjóðarinnar er eng- um einum stað eins tengd og Skálholti. Það skiptir miklu máli að hlúa að Skálholti með sóma og reisn vegna þess að um leið hlúum við að mannrækt og kærleika okk- ar fólks, virðingu fyrir sögu okkar og hefðum, kjölfestunni sem við byggjum á þrátt fyrir allt. Sá sem hirðir ekki um upp- runa sinn er illa staddur. Framtíð sjálf- stæðis íslensku þjóðarinnar byggist á þessari rækt. Líklega hefur engin bygging á Skálhols- stað verðið jafn tryggur fylgifiskur Skál- holts og Þorláksbúð sem kennd er við Þorlák helga biskup í Skálholti 1178 til 1193. Þorláksbúðar er fyrst getið á 13. öld og hún kemur og fer á víxl eins og sagt er, gegnir margvíslegum hlutverkum, en rústin og tóftin hélt alltaf velli og gerir enn því nú er Þorláksbúð risin á uppruna- legum grunni og stefnan á legu Þorláks- búðar ber vott um þann sið sem þá ríkti með tilliti til afstöðu sólar. Í gegnum ald- irnar hefur Þorláksbúð alltaf verið ein- skipa norðan dómkirkjunnar, en Skál- holtsskóli hinn gamli og flestar staðarbyggingar sunnan kirkjunnar. Gissur hvíti byggði fyrstu kirkju Skálholts „Gissur hvíti lét gjöra hina fyrstu kirkju í Skálholti og var grafinn að þeirri kirkju,“ segir í Hungurvöku. Sú kirkja varð dóm- kirkja Íslendinga um leið og Ísleifur sonur Gissurar varð fyrsti biskup Skálholts um 50 árum eftir kristnitöku. Sú kirkja stóð fram á daga Gissurar biskups Ísleifssonar (1082- 1118) sem tók við bisk- updómi eftir föður sinn. Gissur hvíti reisti fyrstu kirkjuna á háhól Skálholts. Þorlákur helgi Þorláksson varð 6. Biskup Skálholts, tók við af Klængi Þorsteinssyni (1152-1176). Klængur hafði reist stóra kirkju í Skálholti. Þá kom Þor- lákur helgi til sögunnar og það er merki- legt hvernig sagan les sig stundum sjálf, því sagnirnar segja að Þorlákur helgi hafi endurbyggt gamalt hús á háhólnum, sem síðan var við hann kennt, Þorláksbúð, sem að öllum líkindum er byggt upp á rúst fyrstu kirkjunnar í Skálholti, kirkju Giss- urar hvíta. Það er með ólíkindum hvernig tóft Þorláksbúðar og búðin sjálf hefur staðið af sér storma sögunnar. Áheitareikningur á Þorláksbúð Þorláks helga, verndardýrlings Íslands Þorlákur helgi var gerður að dýrlingi í Vatíkaninu í Róm, en hann er eini Íslend- ingurinn sem hefur komist í dýrlingatölu og er verndardýrlingur Íslands. Það hefur þótt gott og farsælt að heita á Þorlák helga og Þorláksbúðarfélagið hefur ákveðið að opna áheitareikning tengdan Þorláki helga og Þorláksbúð. Reikningurinn er í Arion banka á Selfossi og hefur númerið 1193 sem er dánarár Þorláks helga, en hann dó 23. desember 1193 og er Þorláks- messa kennd við hann. Alþingi, Kirkjuráð og fjölmörg fyrirtæki og ein- staklingar hafa heitið styrkjum og styrkt verkefnið sem verður þjóðareign, en nokkuð er í land að endar nái sam- an. Þegar áhuga- mannafélag um endurbyggingu Þorláks- búðar út frá gömlu rústum búðarinnar var stofnað fyrir 7 árum var strax hafist handa. Í stjórn Þorláksbúðarfélagsins hafa átt sæti séra Sigurður heitinn Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, Kristinn Ólason, fyrrverandi Skálholtsrektor, séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti og Árni Johnsen alþingismaður sem hefur verið formaður frá upphafi og stýrt fram- kvæmdinni. Það var hugmynd séra Sig- urðar vígslubiskups að byggja upp Þor- láksbúð að ósk heimamanna í Skálholti um langa tíð, en hann fékk Árna til að gegna formennsku og stýra verkefninu. Þorláksbúð er ætlað að vera þjóðareign undir vörslu og stjórn Skálholts. Frá upp- hafi lágu fyrir þau markmið hjá stjórn Þorláksbúðarfélagsins að í húsinu gætu verið minni kirkjulegar athafnir, tón- leikar, fyrirlestrar og önnur menningar- starfsemi auk þess að Þorláksbúð er spegill af Íslandssögunni í byggingarlist og um- gjörð kristni. Þorláksbúð Þorláks helga er helgur staður, hús Guðs í gegnum ald- irnar. Allur undirbúningur við rétta aðila. Í upphafi áttu Sigurður vígslubiskup og Árni fjölmarga fundi með Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumanni Forn- leifaverndar ríkisins, og starfsfólki stofn- unarinnar sem staðfesti og samþykkti þær hugmyndir sem átti að byggja á og lagði á ráðin um grunngerð hússins tengt gömlu rústunum, sem eru grunnur og hluti hinnar endurreistu Þorláksbúðar. Allir réttir aðilar voru upplýstir um gang mála og verkefnið samþykkt formlega sam- kvæmt lögum og reglum af Fornleifavernd ríkisins, stjórn Skálholts, Kirkjuráði og Bláskógabyggð. Nokkurri gagnrýni var beint að verkefninu á lokastigi þegar verið var að leggja síðustu hönd á smíði hússins með síðustu fjölum í þaki, en verkefnið hafði þá verið í gangi í 5 ár. Ugglaust má alltaf deila um minnstu formsatriði, en nú er Þorláksbúð fullbyggð, völundarhús þar „Það er dásamlegt að geta farið inn í Þorláksbúð“ Endurreisn og smíði Þorláksbúðar í Skálholti er lokið, mögulega elsta endurbyggða hús á Íslandi á rúst fyrstu kirkju Skálholts sem Gissur hvíti reisti nokkru eftir Kristnitöku árið 1000. Eftir er að búa Þorláksbúð lausamunum, lýsingu og fleiru. Grein: Árni Johnsen Ljósmyndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Þorláksbúð endurreist við Skálholtsdómkirkju, fullbyggð á nær 1000 ára rúst. Framhlið Þorláksbúðar handunnin með sérsmíðuðum járnum á úti- hurð, allt í hefðbundnum íslenskum byggingarstíl. 24 19. ágúst 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.