SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 25

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 25
sem allt í meðferð timburs, grjóts og torfs byggist á verkreynslu reyndustu manna Íslands á þessu sviði, Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem teiknaði húsið og stjórnaði smíði þess þar sem hver einasta fjöl er handunnin en Þorláksbúð er útfærð í teikningu af Teiknistofu Páls Zóphonías- sonar undir stjórn Páls. Víglundur Krist- jánsson torf- og grjóthleðslumaður sá um allar vegghleðslur og torf. Húsið talar sínu máli fullbyggt og það er varlega orðað að margir hafa fallið í stafi yfir fegurð hússins að utan og innan. Um Þorláksbúð í Skálholti Árið 2010 skrifaði Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, eftirfarandi um Þorláksbúð en séra Sigurður var hvað lærðastur Íslendinga um Þorlák helga. „Þorláksbúð er hús, sem um margar aldir stóð norðan við dómkirkjuna í Skál- holti. Elstu heimildir um hana eru frá 13. öld og teikningar ferðabókahöfunda af henni eru frá síðari hluta 18. aldar. Tóft búðarinnar hefur aldrei verið að fullu rifin eða fjarlægð og í fornleifagreftrinum í Skálholti 1954 var hún að verulegu leyti grafin upp í rannsóknarskyni. Af skýrslu dr. Kristjáns Eldjárn er ljóst að þar fundust a.m.k. þrjú gólflög. Þetta hús hefur í gegnum tíðina eflaust gegnt fjölþættu hlutverki. Ekki eru til heimildir um til hvers nákvæmlega hún var byggð í upphafi. Hún er aðeins nefnd eins og sjálfsagður hlutur. Settar hafa ver- ið fram tilgátur um hlutverk Þorláks- búðar, en þessar eru hinar algengustu. Í fyrsta lagi hefur þess verið getið til að hún hafi átt að vera kapella sú, er páfinn sagði að reist skyldi í minningu Jóns biskups Gerrekssonar eftir dráp hans. Í öðru lagi að hún hafi átt að vera fundarhús dóm- klerkasamkundunnar, sem átti að réttu lagi að vera til í Skálholti eftir reglum mið- aldakirkjunnar. Sú samkunda var aldrei stofnuð, líklega vegna fjárskorts. Í þriðja lagi hefur verið stungið upp á því að hún hafi verið hús til að taka á móti afgjöldum sem guldust í vöru eins og smjöri og skreið, vigta vöruna og kvitta fyrir. Í fjórða lagi blasir við að þörf hefur verið á slíku húsi fyrir þá sem sóttu helgihald í Skálholti, þó að ekki væri nema til fata- skipta. Vitað er að þegar kirkjan brann árið 1526 á dögum Ögmundar biskups (1521- 1541) var Þorláksbúð notuð sem kirkja. Árið 1993 skilaði nefnd þriggja ráðu- neyta og biskups Íslands áliti um framtíð- aruppbyggingu í Skálholti. Hefur upp- byggingin síðan fylgt þeirri stefnu sem þar er mótuð. Í nefndarálitinu segir á bls. 29: „Eins og áður hefur verið vikið að skortir nokkuð á um aðstöðu í Skálholtskirkju. Einkum er um að ræða þrengsli í skrúð- húsi. Nefndin telur að kanna þurfi hvort ekki megi byggja upp Þorláksbúð til að leysa þann vanda. Yrði hún þá byggð upp að forsögn fróðra manna um bygging- arlist. Byggingin gæti nýst sem skrúðhús og fundarherbergi, auk þess sem gestir staðarins sæju þar sýnishorn hins forna byggingarstíls.“ Rök nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Auk þess mundi slíkt hús skipta máli í að tengja Skálholtsstað enn fremur við sögu þjóðarinnar, en um stað- inn fara u.þ.b. 130 þúsund erlendir ferða- menn á ári auk þess fjölda Íslendinga sem vitja hans bæði sem ferðamenn og til að taka þátt í helgihaldi og starfsemi skólans. Merkja þarf örnefni í Skálholti Gera þarf gangskör að því að merkja ör- nefnin í Skálholti svo þeir sem sækja Skál- holt heim geti lesið söguna á lifandi hátt til bæði fróðleiks og skemmtunar því þar er að sjálfsögðu mest af því jákvæða sem vert er að halda á lofti. Skálholt er ekki bara leiksvið ef því er að skipta, Skálholt er saga þjóðarinnar í blíðu og stríðu og magnaður möguleiki með útfærslu og kynningu. Formæður Skálholtskirkju undu vel við hlið Þorláksbúðar Veruleg umbreyting varð á landslagi Skál- holtsstaðar um miðjan 6. áratug síðustu aldar þegar nýja dómkirkjan var byggð. Um það sagði Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi alþingismaður í grein í Morg- unblaðinu sl. haust:“ Vörubílar af jarðvegi voru teknir austur undir Þorlákssæti og sturtað niður við kirkjuna. Vegur var lagður yfir gömlu klappirnar þar sem Tungnamenn höfðu í sagnagleði sinni bent ferðalöngum á blóðlit á steini sem til- heyrði aftöku Jóns Arasonar. Hjátrúin, þjóðsögurnar, forn ásýnd staðarins, allt var þetta afmáð. Gamlar heimtraðir sem vegna fornminjagildis fengu að vera óá- reittar urðu samt svo útundan í öllu skipulagi að njólinn einn vildi með þær hafa á mínum barnsárum í Skálholti. Sá sem hér ritar hefur í skrásetningu þjóð- sagna gengið um Skálholtshlöð með gömlum Tungnamönnum sem mundu þessa tíma og kunnu að lýsa Skálholti eins og staðurinn var fyrir umbreytinguna mikla. Einu tóftirnar sem einhver sómi var sýndur var tóft hinnar gömlu Þorláks- búðar. Þær tóftir fengu að standa og hafa einar af því sem ofanjarðar sést borið þess merki að hér er staður sem á sér langa sögu. Undanfarin ár hafa staðarins menn og áhugamenn um Skálholt unnið að end- urgerð Þorláksbúðar og þá kemur upp sú umræða að þetta lágreista torfhús muni skyggja á Skálholtskirkju. Dómkirkjan sjálf ber ekki með sér að vera hrokafull eða kaldlynd og það hæfir ekki að þeir sem þannig tala geri sig að talsmönnum henn- ar. Kirkja þessi er hluti af sögu og hluti af stað sem verðskuldar að við leggjum rækt við. Formæður Skálholtskirkju undu vel við hlið Þorláksbúðar og voru þó margar miklum mun stærri sjálfar, háreistar timburbyggingar og gerólíkar Þorláksbúð. Það er jafn fráleitt að færa búðina eins og ef einhver léti sér til hugar koma að að færa kirkjuna. Sögu Skálholts er sómi sýndur með endurbyggingu Þorláksbúðar og þeir sem ekki sjá kirkjuna fyrir búðinni eru spaugilegir menn.“ Fræg varð umsögn Matthíasar Johann- essen, skálds og ritstjóra, sl. haust þegar hann sagði: „Þorláksbúð skyggir ekki á kirkjuna frekar en folald á móður sína.“ Gamalt altari af Snæfellsnesi í Þorláksbúð Í Þorláksbúð hefur Þorláksbúðarfélagið komið fyrir mjög gömlu altari úr Kol- beinsstaðakirkju í Staðarsveitarprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Kol- beinsstaðakirkja var næsti bær við Hauka- tungu þar sem séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup í Skálholti, var fæddur en hann var faðir séra Sigurðar vígslubiskups í Skálholti sem féll frá fyrir aldur fram fyr- ir nokkrum misserum. Þegar núverandi kirkja á Kolbeinsstöðum var byggð á fyrri hluta síðustu aldar voru ýmsir munir úr gömlu kirkjunni boðnir upp. Páll faðir séra Sigurðar keypti altarið og hefur það verið í eigu fjölskyldunnar síðan. Séra Sig- urður notaði m.a. altarið við messugjörðir í kjallara hálfbyggðrar Selfosskirkju þegar hann þjónaði þar. Altarinu fylgir alt- aristafla með Kristi á krossinum end- urgerð eftir altaristöflu á Þjóðminjasafn- inu í sömu stærð. Arndís Jónsdóttir, ekkja séra Sigurðar Sigurðarsonar, hefur afhent Þorláksbúð altarið sem gjöf. „Þarna hefur heilagur andi tekið sér bústað“ Á bloggsíðu Péturs Péturssonar, prófess- ors í guðfræði við Háskóla Íslands, vék hann fyrir skömmu að upplifun sinni við að koma inn í Þorláksbúð fullbyggða en þar minntist hann jafnfram á þá vaxandi kenningu að Þorláksbúð væri byggð í fót- sporum fyrstu kirkju Skálholts sem Gissur hvíti byggði nokkru eftir Kristnitöku á Þingvöllum árið 1000. Pétur sagði: „Á Þorláksmessu á þessu sumri voru kvöld- tíðir sungnar úti fyrir framan nýreista Þorláksbúð. Í þeim tóku þátt félagar úr Voces Thule sem hafa sérhæft sig í flutn- ingi Þorlákstíða svo segja má að þarna hafi allt smollið saman á svo glæsilegan hátt að jafnvel dýrlingum og heilögum sómdi. Veður var yndislegt og náttúran öll tók undir fagnaðarsönginn og Hekla gamla tók skýjamussuna af sér og skartaði sínu fegursta. Nýbúið var að leggja trégólf í búðina og bera á viðarvörn og dyrnar því harðlæstar. En sóknarpresturinn á staðn- um var með lykilinn og opnaði í tilefni dagsins og gólfið var það þurrt að óhætt var að stíga inn og viti menn: Innst inni blasti við fornt altari sem féll svo vel inn í 12. aldar innréttinguna að undrum sætti. Úr litlum glugga fyrir ofan altarið streymdi dagsbirtan inn og lýsti upp húsið sem er hrein völundarsmíð. Þarna hefur heilagur andi greinilega tekið sér bústað og viðstadda setti hljóða. Félagarnir ú Vo- ces Thule stilltu sér upp óbeðnir við alt- arið, svartklæddir, og hófu upp söng úr Þorlákstíðum og við sem vorum viðstödd skynjuðum að þetta var heilög stund sem tengdi okkur við söguhelgi staðarins.“ „Fólk skynjar og finnur hlýtt faðmlag hússins“ Séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti, sagði um Þorláksbúð: „Þetta hús hefur mikla tilvísun í gamla tímann og mun nýtast vel í því starfi sem fram fer í Skálholti, fyrir helgiathafnir tónleika og aðra listræna viðburði, fyrirlestra og nám- skeið og margs konar uppbyggilega starf- semi. Um leið og þetta hús minnir okkur á fortíðina og leiðir okkur inn í gamla tíma mun það nýtast margeflt í nútíðinni. Fjöldi Íslendinga hefur lagt leið sína nú þegar í Þorláksbúð til þess að sjá með eigin augum og undantekningalítið hefur það lýst yfir hrifningu og ánægju og það hefur komið á óvart hvað húsið er fallegt og merkilegt. Það fer ekkert á milli mála að þegar fólk gengur inn í Þorláksbúð finnur það og skynjar hlýtt og gefandi faðmlag hússins.“ „Þorláksbúð rímar við göngin sunnan Dómkirkjunnar“ „Þorláksbúð hefur bæði fagurfræðilegt gildi og hagnýtt,“ sagði séra Geir Waage, sókn- arprestur í Reykholti. „Það er fagurfræði að tengja húsið aftur í söguna. Það er mjög fal- legt og vel heppnað að öllu leyti. Þorláks- búð hefur komið og farið í gegnum tíðina og mér finnst það engan veginn á skjön við dómkirkjuna. Þorláksbúð er mjög fallegt hús, staðurinn fær kapellu sem vantar bráðnauðsynlega og það hentar meðal annars vel fyrir litlar athafnir og bæna- stundir. Ég söng þarna úr Þorlákstíðum Uni Teo sit gloria og hafði yndi af. Þorláks- búð norðan Dómkirkjunnar rímar við göngin sunnan kirkjunnar og myndar þannig samfellu á staðnum. Það er dásam- legt að geta farið inn í Þorláksbúð.“ Skip Þorláksbúðar með bekkjum ofan á gömlu rústaveggjunum. Innst er altarið. Búðin rúmar yfir 100 manns í sæti. Mynd frá Skálholtsstað frá 1772 eftir Cleveley. Afstaða Þorláks- búðar til Dómkirkjunnar virðst sú sama og í dag. Víglundur Kristjánsson torfhleðslumaður. Gunnar Bjarnason teiknaði og smíðaði húsið. 19. ágúst 2012 25

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.