SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Page 34

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Page 34
34 19. ágúst 2012 Að hefja ferð til Vestfjarðameð Breiðafjarðarsiglingugefur nokkuð örugglega góð-an upphafstón fyrir það sem koma skal enda siglir flóabáturinn Baldur frá Stykkishólmi, bæ sem ávallt er gaman að heimsækja. Hólmurinn býr að einkar skemmtilegu bæjarstæði frá náttúrunnar hendi, en það er um leið hrósvert hversu vel ráðamenn í plássinu hafa spilað úr þeim gömlu og reisulegu húsum sem bæinn prýða. Slíkt er til eftirbreytni og fyrirmyndar. Ekki gafst þó tími til að staldra við að þessu sinni því mannskapurinn var á síðasta snúningi með að ná um borð í Baldur á réttum tíma. Slíkt getur reynst skeinuhætt þegar ferðalagið hefst á föstudegi hinum 13. og vissara að bjóða ekki örlögunum upp í dans. En starfsstúlkurnar í afgreiðslu flóa- bátsferðanna voru alúðin og elskuleg- heitin uppmáluð og sáu til þess að eng- inn þurfti að sitja eftir. Siglingin yfir flóann var tíðindalítil en ljúf. Vakti nokkra athygli hversu hátt hipster-gildi farþegahópurinn hafði í heild en heldur féll þó téð gildi við millilendingu í Flatey. Þar ku stæl- legt brullaup hafa farið fram umrædda helgi sem útskýrir væntanlega hinn áferðarfallega útgang á helft farþeganna frá Stykkishólmi. Við komuna á Brjánslæk var boðanna ekki beðið heldur ekið sem leið lá vest- ur á bóginn eftir Barðaströndinni. Þar var að finna fyrsta áfangastað, sjálfan Rauðasand, en af þeim undrastað höfðu allir í föruneytinu heyrt vel látið. Þar sem hins vegar var komið fast að kvöldmatartíma var afráðið að halda til Patreksfjarðar og hvílast þar um nótt- ina og byrja heldur komandi laugardag á sandinum. Undralandið Rauðisandur Patreksfjörður er snotur og um margt „ekta“ íslenskur sjósóknarbær; er marga slíka að finna á Vestfjörðum þar sem þeir standa við hlíðarfót jökulsorf- inna fjalla. Að þessu sinni var ekki áð mikið lengur en svo að fenginn væri góður nætursvefn á Patreksfirði, en þó er vert að nefna matsölustað og kaffi- hús sem hópurinn heimsótti til að sækja sér hressingu. Stúkuhúsið nefnist það, nýlega uppgert og lifandi dæmi þess hverju drift og dugnaður fær áorkað. Innanstokks er ákaflega heim- ilislegt og snyrtilegt, en mest er þó um vert að á matseðlinum er fiskisúpa sem lifir í minningunni. Flestir í hópnum fengu sér skál ásamt vel útilátnum diski af heimabökuðu brauði og verður bragðgæðunum best lýst með því að ekki heyrðist mikið talað rétt á meðan súpunni voru gerð skil. Það er alltaf hrósvert þegar boðið er upp á heima- lagað gómsæti sem ekki er verðlagt út fyrir skynsemismörk. Fyrir bragðið blasir við að Stúkuhúsið á Patreksfirði verður sótt heim á ný þó að síðar verði. Að aka fólksbíl að Rauðasandi tekur svolítið á taugar bílstjóra, einkum ef hann tapar hjólkoppi undan bílnum á leiðinni. Þegar á sandinn er komið gleymist hins vegar slíkt smáræði og umgjörðin feykir daglegu amstri á braut. Að koma út á appelsínu- gulbrúna sandbreiðuna í fyrsta skipti er nefnilega talsverð upplifun og einkum kemur á óvart hversu lygilega víð- feðmur sandurinn er. Frá bílastæðinu við kirkjuna og að fjöruborðinu er um 20 mínútna gangur fyrir fullorðinn mann sem ætti að gefa nokkra hug- mynd um breidd sandbreiðunnar, og lengdin er slík að sandurinn nær nokk- urn veginn svo langt sem augað eygir, að fjallgörðum í fjarskanum – í báðar áttir. Þegar komið er út á víðáttuna miðja höfðum við ferðafélagarnir á orði hversu einkennilega lygnt væri; að slíkt rjómalogn væri gerlegt á jafn opnu svæði á Íslandi er talsverð furða og lagði annarleg veðurblíðan sitt af mörkum að gera upplifunina næsta óraunverulega. Einkennilegur litur sandsléttunnar, sem er tilkominn af því að uppistaðan er mulinn hörpudiskur, hefur þar líka sín áhrif. Fyrir utan flæðarmálið var allnokkurt brim, sem skilaði sér ekki að neinu ráði upp í fjöruborðið en var þeim mun skemmti- legra áhorfs álengdar. Hópurinn fékk milt veður en skýjað og er undirrit- uðum tilhlökkunarefni að vitja Rauða- sands á ný og þá vonandi undir heiðum himni. En hvernig sem viðrar er áhrifamáttur sandsins ótvíræður. Samúel Jónsson og Selárdalur Þegar búið er að aka hálsinn yfir til Rauðasands fram og til baka er kost- urinn sá að föruneytið er undir það búið að aka inn eftir að Selárdal til að skoða bæ Samúels Jónssonar (1884- 1969), sem jafnan er nefndur „lista- maðurinn með barnshjartað“. Samúel bjó þar í Brautarholti og sinnti list sinni á hjara veraldar, en Selárdalur er ystur Ketildalanna á Suðurströnd Arn- arfjarðar og fjarri því að vera í alfara- leið. Samúel byrjaði ungur að mála en vann verk sín síðar meir einkum í steinsteypu. Þá reisti hann kirkju á landareigninni, sem meðal annars geymir í dag merkilegt líkan sem lista- maðurinn vann af Péturskirkjunni í Róm. Sem framar greinir lést Samúel árið 1969 og lágu verk hans og bær Vestfjarða vitjað Það hefur löngum þótt við hæfi að sýna átthögum forfeðra sinna þá virðingu að vitja þeirra einhvern tímann á lífsleiðinni; kynnast af eigin raun söguslóðum ættfeðr- anna, sjá bæði og upplifa landið þar sem ræturnar liggja. Und- irritaður brá sér í löngu tímabæra heimsókn á Vestfirði en móðurætt hans er öll upprunnin fyrir Vest- an. Óhætt er að segja að heim- sóknin hafi staðið undir vænt- ingum. Texti og myndir: Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Bátarnir í Bolungarvíkurhöfn liggja spakir í blíðunni. Tveir þeirra fluttu greinarhöfund og föruneyti út á Djúpið til veiða.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.