SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 41

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Síða 41
19. ágúst 2012 41 LÁRÉTT 1. Flott dönsk móðir ber samt með sér eiturlyf. (6) 4. Bú! Hörð hittir þybbinn (7) 7. Þing um innihald fræða og lauslega festingu. (7) 8. Annars flokks rokk er næstum olía á grænmeti. (8) 9. Flott stelpa í fiski. (5) 11. Grilli loks einhvern veginn þegar hvolfir. (10) 12. Matur fyrir sönghóp er villulaus. (9) 13. Afboð vegna mælis í veislu. (10) 15. Kristinn maður sem er alltaf í vinnu hjá enskumæl- andi. (3) 17. Brjálaður skoði matsverð. (7) 20. Tölvutakki úr mó er líkan. (5) 22. Auk þess ennþá framkvæmir. (9) 24. Angóraull veldur söngli. (4) 25. Fjarkinn inniheldur útjaðarinn. (7) 26. Afkomandi málms hittir þá sem eru með pinna. (9) 28. Sá sem ber á er eftirtektarverður. (8) 31. Undrandi fær Rafna A. til að snúa sér við og sjá ný- nefndan. (12) 32. Íslenskur gosdrykkur Artúrs reynist vera annars kon- ar vökvi. (7) 33. Árni fær snarlið til að vera á reiki hjá hernum. (11) 34. Tvíátta ýkjur verða ekki eins flóknar í betli. (7) LÓÐRÉTT 1. Þokkaleg íbúð í fjölbýli er af venjulegri stærð. (8) 2. Skrika fótur við lærdóm um mótstöðu. (11) 3. Gribban fær bólu aftur. (5) 4. Samborgari án maga kímir. (6) 5. Stígur blekktur er skóaður. (11) 6. Frísk hittir guð í lífæri. (4) 7. Í bæn segja takk fyrir ól. (11) 10. Horfa á sögn í tæki sem brýtur ljós. (6) 12. Óhreyfð samstæða hjá því sem fékk ekki að fara. (8) 14. Talað um lækkuð h og fljótandi. (5) 16. Bjarndýr hálfgræði með hjálp. (9) 18. Með hálfgerðan varahlekk Unnar birtist og þekktar (11) 19. Hopp í helvíti er talið íþróttalegt afrek. (11) 21. Bón Arngríms riðar næstum því aftur út af heilum. (10) 23. Ek með tap og rykið til hjónanna. (9) 27. Ildýr eða rugl sýnir meðfæddar tilhneigingar. (8) 29. Eyjólfur Konráð Jónsson einfaldlega fær með Bjarna kjöt. (6) 30. Nást að finna í hestakastaníu. (6) Verðlaun eru veitt fyrir kross- gátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 19. ágúst rennur út á hádegi 24. ágúst. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 16. ágúst. Vinnings- hafi krossgátunnar 12. ágúst er Valdís Björgvins- dóttir, Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Hún hlýtur í verð- laun bókina Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Serbneski stórmeistarinn Sve- tozar Gligoric, sem lést þann 14. ágúst sl. 89 ára að aldri, var á tímum ríkjasambandsins Júgó- slavíu, sem Jósep Tito hélt sam- an, þekktasti og virtasti skák- maður Júgóslava. Áður en hann haslaði sér völl á skáksviðinu barðist hann í Svarfjallalandi gegn ítölsku innrásarliði á dög- um seinni heimsstyrjaldar. Hafði sú reynsla mikil áhrif á hann. Hér á landi klingdi nafn Gligoric alltaf annað veifið í eyr- um manna, frá dögum milli- svæðamótsins í Portoroz og sex árum síðar þegar fyrsta Reykja- víkurskákmótið fór fram. Hann starfaði einnig sem blaðamaður og rithöfundur og var stundum í þeirri óvenjulegu aðstöðu að fjalla um ýmsa viðburði og vera jafnframt þátttakandi í þeim sjálfur. Hann var skákskýrandi tímaritsins Skákar á meðan „einvígi aldarinnar“ stóð, og ritaði vinsæla bók um einvígið. Í viðtali við Fischer náði Gligoric að veiða upp úr hinum nýbak- aða heimsmeistara upplýsingar um það hvernig hann hefði undirbúið sig fyrir lokaskákina. Árið 1978 buðu Gligoric og Friðrik sig fram í kjöri til forseta FIDE. Sá þriðji var Rafael Men- des frá Puerto Rico en kosningin fór fram með tveim umferðum. Rafael Mendes fékk flest at- kvæði í fyrri umferð en Friðrik fékk einu atkvæði meira en Gligoric og var kjörinn forseti FIDE eftir seinni unmferðina. Á sextíu ára afmælismóti Friðriks í Þjóðabókhlöðunni var Gligoric mættur ásamt Smyslov, og Lar- sen og ýmsum fleiri stór- meisturum. Gligoric vann ótal mót um dagana og var þrisvar í hópi áskorenda. Þegar hugað er að skákum hans koma margir snjallir sigrar yfir Tigran Pet- rosjan strax upp í hugann, einn- ig fjórir sigrar yfir Bobby Fischer og svo mætti lengi telja. Hann var alla tíð mikill byrj- anasérfræðingur og lengi var kóngsindverska vörnin í miklu uppáhaldi hjá honum: Amsterdam 1970: Vlastimil Hort – Svetozar Gligoric Kóngsindversk vörn 1.d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 O-O 6. Be3 b6 7. Bd3 a6 8. Rge2 c5 Samisch-afbrigðið gegn kóngsindversu vörninni sem hefst með 5. f3 gerði Gligoric oft gramt í geði og leiðin sem hann valdi í þessar skák var aldrei tal- in góð en dugði samt! 9. e5 Rfd7 10. exd6 exd6 11. Dd2 Rc6 12. Be4! Bb7 13. O-O-O Rf6 14. Bxc6 Bxc6 15. Bg5 Hc8 16. d5 Bd7 17. Rg3 He8! Frumkvæðið er kirfilega í höndum hvíts en hér fæddist hugmynd að skiptamunsfórn. 18. Df4 He5 19. Rce4 Betra var 19. h4 h5 og enn er skiptamunsfórn á g5 inni í myndinni. 19. … Hxg5! 20. Dxg5 b5! 21. Rxd6 Hb8 Aðstaða hvíts er býsna vara- söm þrátt fyrir liðsmuninn. Hort var alla tíð mikill varn- arjaxl og taldi sig geta hrundið atlögu Gligoric. 22. Rge4 h6 23. De3 Rxe4 24. Rxe4 bxc4 25. Hd2 Da5 26. Kb1 c3 27. Hc2 Bd4 28. De1 Da3 29. Rxc3 Bf5 30. Ka1 Biskupar svarts eru ógnandi en varnir hvíts virðast traustar. En Gligric átti tromp upp í hendinni. ( STÖÐUMYND ) 30. … Hxb2 31. Hxb2 Bxc3 32. Dc1 c4! 33. d6 Bf6 34. Hd1 c3 35. Hc2! Ekki 35. Hb8+ Kg7 36. Dxa3 c2+! og vinnur. 35. … Da4 36. d7 Bxd7 37. g4? Og hér var betri vörn fólgin 37. Hxd7 Dxd7 38. g4. Sú staða er sennilega jafntefli. 37. … Be6 38. He1 Bb3! 39. Hee2 Bxa2! Gerir út um taflið, eftir 40. Hxa2 c2+ 41. Db2 kemur 41. …. c1(D) mát. 40. Dxh6 Bc4 41. Kb1 Be7 - og Hort gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Svetozar Gligoric Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.