SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Page 47

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Page 47
19. ágúst 2012 47 Kynferðislegur hugarheimur kvenna hefurekki fengið eins mikið svigrúm og hann áskilið,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Hún rit-stýrir verkinu Fantasíur sem tekur á kynferð- islegum hugarheimi kvenna. „Fantasíur eru óraunverulegur heimur sem hefur stundum einhverja skírskotun í raunveruleikann, stund- um enga og stundum alla,“ segir hún. Bókin inniheldur 51 fantasíu kvenna en verklagi henn- ar var þannig háttað að Hildur fékk senda nafnlausa tölvupósta sem innihéldu kynferðislegar fantasíur. Hún valdi síðan út 51 þeirra sem samræmdust kynferðislegan hugarheimi kvenna til birtingar. „Ég byrjaði á þessu verkefni í vor og held að það geti skipt máli í því að kynferðislegur hugarheimur kvenna fái aðeins meiri rödd. Ég ákvað að vinna þetta svona og varpaði þannig boltanum til íslenskra kvenna. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég myndi fá einhver viðbrögð. Þau urðu hinsvegar mjög mikil, svo mikil að mér í raun- inni brá. Verkefnið snerist í raun um þetta. Ef ég hefði ekki fengið nein viðbrögð þá hefði ekkert gerst. Ég fór á hverjum degi í gegnum þessar sögur og ég met það svo, og ber þá ábyrgð á því, að þessar sögur séu vissulega sannir hugarórar. Í versta falli eru þær eitthvað sem rímar við almenn viðmið og rannsóknir um kynferðislegan hugarheim kvenna,“ segir Hildur ákveðin. Hún segist hafa þurft að vísa fjölda fantasía frá vegna þess að hún mat þær óeinlægar eða á gráu svæði. Hún segir jafnframt að markmið bókarinnar sé ekki að fá konur til að op- inbera alla sína kynferðislegu drauma heldur vill hún varpa ljósi á samhljóminn í þessum hugarheimi kvenna. „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þessa bók er út af virðingu við kynfrelsi kvenna. Ég trúi mjög einlægt á það að kynfrelsi, rétt eins og annað frelsi, sé fólgið í því að þú mátt gera og hugsa það sem þú vilt, svo lengi sem þú meiðir ekki neinn annan. Það á við þarna eins og alls staðar annars staðar,“ segir Hildur. Ekki kennslubók í því hvað konur vilja „Þrátt fyrir að það sé aldrei hægt að alhæfa, þá hafa karl- menn verið framar í því að vera samfélagslega sam- þykktir sem kynverur. Þeir hafa verið að kíkja inn í kvennaklefann frá því þeir voru tólf ára og þar fram eftir götunum. Það er samt ekki málið, ég er ekki í neinni her- ferð gegn karlmönnum, þeir eru stórkostlegir. Af hverju má hinsvegar ekki líka varpa ljósi á það að konur séu með allskonar kynferðislegar fantasíur? Rannsóknir sýna að konur dreymir kynferðislega dagdrauma einu sinni á dag, það er staðreynd. Ég vona að bókin varpi ljósi á þá fjölbreytni sem býr í þessum hugarheimi kvenna. Ég held, og ég trúi því, að það gæti haft áhrif í stærra sam- hengi. Kynhvötin mun aldrei hverfa, ég vil því reyna að fá konurnar aðeins með og mæta þessu án þess að vera með einhvern tepruskap eða móðursýki yfir því hvað sé niðurlægjandi og hvað ekki. Við ákveðum það sjálf, það er algjörlega í okkar vald sett hvað er niðurlægjandi og hvað ekki. Við getum stýrt því og mér finnst að við eigum að gera það,“ segir Hildur. Aðspurð segir hún þó að karl- menn gætu einnig notið þess að lesa bókina þó svo hún sé í raun ætluð kvenmönnum. „Hinsvegar vil ég þó taka fram, svo það sé alveg á hreinu, að þetta er hugarheimur kvenna og þetta er skrifað fyrir þær. Karlmenn mega ekki taka þessa bók og líta á hana sem kennslubók í því hvað konur vilja, það er mjög mikilvægt. Það er mjög mikilvægt að gera grein- armun á milli hugarheims og raunveruleika,“ segir rit- stjórinn. „Besta dæmið um skýr skil á milli hugarheims og raun- veruleikans, eru fantasíur um valdbeitingu. Þó svo kona hugsi um að láta beita sig valdi þá þýðir það ekki að hún vilji að slíkt sé gert í raunveruleikanum,“ bætir hún við. Valdbeitingafantasíur eru oft ranglega kallaðar nauðgunarfantasíur, sem er rangnefni út af því að allt sem gerist á þínum forsendum er ekki ofbeldi. Ef eitthvað gerist á þínum forsendum, í þínum hugarheimi og þú ræður algjörlega aðstæðum, þá er það ekki það sama og að vilja upplifa það úti á götu þar sem maður ræður engu. Þetta er mikilvægt. Valdbeitingafantasía er algeng, það eru allir fræðimenn sammála um, hún hefur verið það í mörg ár og það er ekkert sem bendir til þess að hún sé að fara. Með aukinni kynvitund og hispursleysi er meira verið að nota þetta í kynlífi. Það er betra að mæta þessu og viðurkenna að þetta sé fantasía. Því þarf að mæta með því að vekja athygli á því að þetta er ekki það sama og að vilja upplifa þetta í raunveruleikanum,“ segir Hildur. Erótík samhliða vitundarvakningu „Þetta eru mjög fjölbreytilegar sögur. Þegar ég lagði af stað í þetta verkefni ímyndaði ég mér að þetta gæti kannski orðið bók um tíu algengustu fantasíur kvenna. Ég vildi sýna fram á fjölbreytnina. Svo fæ ég gríðarlega mikið efni úr öllum áttum. Þetta endaði því á því að vera 51 fantasía, sumar mjög stuttar og aðrar lengri. Þær eru því fjölbreytilegar, þó svo það sé kannski ekkert nýtt undir sólinni þarna,“ segir Hildur um innihald bók- arinnar. Hún segir að sögurnar séu vægar fyrir einhverja en að þær gangi eflaust fram af einhverjum. „Áður en ég gerði nokkurn skapaðan hlut þá fékk ég Forlagið með mér í lið því ég mat það sem svo að ef ég ætlaði að koma fram í fjölmiðlum og biðja um þetta efni þá þyrfti ég að hafa einhvern faglegan ramma í kringum mig. Forlagið hefur mætt mér af miklu trausti og virðingu gagnvart efninu og mér þykir mjög vænt um það. Auð- vitað er alveg búið að ræða vissa hluti og skiptast á skoð- unum en alltaf hefur verið fundin niðurstaða sem allir hafa getað sæst á,“ segir Hildur um bókaútgefendur sína, Forlagið. „Ég ákvað að myndskreyta verkið ekki neitt. Þrátt fyr- ir að tilgangurinn sé að varpa ljósi á fantasíur kvenna, og berjast fyrir þeim, þá er ég líka að búa til erótík fyrir kon- ur. Erótíski kvenhugurinn er viðkvæmur og um leið og ég er búin að myndskreyta bókina þá er ég aðeins farin að rugla í ímyndunaraflinu. Ef það væri til dæmis mynd af dökkhærðum karlmanni framan á bókinni þá væri ég að skipta mér að því hvernig karlmennirnir í þessari bók eiga að líta út. Ég hef engan áhuga á því. Hver og ein kona má sjá þessa karlmenn fyrir sér eins og þær vilja,“ segir Hildur. Aðspurð út í markhóp bókarinnar segir hún að verkið muni líklegast höfða hvað best til fullorðinna kvenna. Hún kveðst ekki vera með drög að fleiri bókum á sínu borði. „Ég hef ekki gert neitt annað í sumar en að sinna þess- ari bók og verð því að ákveða á næstunni hvað ég eigi að gera við tilveru mína. Ég er lögmaður og mun líklegast bara halda áfram að sinna því starfi,“ segir Hildur Sverr- isdóttir að lokum. Kynferðislegum fant- asíum kvenna gerð skil Bókin Fantasíur kom út á dög- unum undir formerkjum For- lagsins. Ritstjóri hennar, Hildur Sverrisdóttir, vill með bókinni varpa ljósi á kynferðislegan hugarheim kvenna og þá fjöl- breytni sem þar býr. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Hildur Sverrisdóttir eyddi sumrinu í að ritstýra bók sem segir frá innsendum fantasíum kvenna. Morgunblaðið/Sigurgeir S. ’ Karlmenn mega ekki taka þessa bók og líta á hana sem kennslubók í því hvað konur vilja, það er mjög mikilvægt. Það er mjög mikilvægt að gera greinarmun á milli hugarheims og raunveruleika.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.