Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið/Golli Svig Buna í fjöllunum stendur fyrir sínu. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, vill snjóframleiðslu í Blá- fjöllum og jafnvel í Skálafelli. Hann segir að stjórnarmenn í stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins séu jákvæðir í garð snjóframleiðslu í Bláfjöllum en aukin fjárframlög til uppbyggingar á skíðasvæðunum hiksti helst hjá Reykvíkingum. Í Morgunblaðinu í gær birtist við- tal við Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóra Skíðasvæðanna, þar sem hann segir m.a. að taka þurfi pólitíska ákvörðun um framtíð Blá- fjallasvæðisins og Skálafells. Gera þurfi þjónustusamning og leggja meira fé til rekstrarins. Reykjavík greiðir um 70% rekstrarframlags- ins til skíðasvæðanna. Á síðasta fundi stjórnar Skíða- svæðanna var lögð fram bókun um að gerður yrði nýr þjónustusamn- ingur, samhliða því að samþykkt fyrir stjórn svæðanna yrði endur- skoðuð. Gunnar Einarsson segir að móta þurfi stefnu til framtíðar, um fjár- festingu í tækjum og tólum og hvort koma eigi upp snjófram- leiðslu. „Mín persónulega skoðun er sú að við eigum að stefna að því að framleiða snjó í Bláfjöllum og þess vegna í Skálafelli, tryggja rekstur- inn og líta á þetta sem gott innlegg í almennings- og afreksíþróttir,“ segir hann. Sveitarfélög leggi mik- ið fé í íþróttir og með því að standa saman að uppbyggingu skíðasvæð- anna ætti hún ekki að vera þeim of- viða. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður stjórn- ar Skíðasvæðanna, segir of snemmt að segja hversu mikið fjármagn borgin leggi til skíðasvæðanna, enda sé fjárhagsáætlun ekki tilbú- in. Til að hægt sé að verja fé í upp- byggingu verði það að vera til. Garðbæingar vilja snjóframleiðslu Gunnar Einarsson Eva Einarsdóttir  Hikstar helst hjá Reykvíkingum Framtalsfrestur félaga er liðinn Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2012 Minnt er á að í október fer fram álagning opinberra gjalda lögaðila 2012 vegna rekstrarársins 2011. Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali 2012 ásamt ársreikningi hvött til að gera það hið allra fyrsta. Skattframtali á alltaf að skila, jafnvel þó að engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2011. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi rafrænt á www.skattur.is. Sími 442 1000 - Opið kl. 9:30-15:30 skattur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.