Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 11
Félagsskapur Lögð er áhersla á það í Eden-stefnunni að aldrað fólk einangrist ekki.
ar trúum og vitum að hægt er að
gera umönnun aldraðra betri. Eden
heima fyrir snýst um að kenna fjöl-
skyldumeðlimum að taka þátt í
umönnun fólks sem enn getur búið
heima. Þetta hefur reynst vel en þó
er enn betra að fólk geti elst í sam-
félagi með öðrum á sama stað í líf-
inu. Öldrun er hópíþrótt og ef þú
færir einn út í íshokkí myndir þú
tapa. Rétt eins og aldraðir sem
reyna að búa einir en eiga erfitt með
það. Þá er heimilislegt samfélag þar
sem fólk hefur enn sitt persónulega
frelsi betri valkostur,“ segir Bill.
Blómstrandi bústaðir
Í dag eru Eden-heimili rekin
víða um heim og skipta þau hundr-
uðum en á Íslandi eru öll dval-
arheimili á Akureyri rekin undir for-
merkjum stefnunnar, svo og
hjúkrunarheimilið Mörk, Bæjarás í
Ási og dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund. Bill segist vilja sjá að
hjúkrunarheimilum aldraðra verði í
ríkari mæli breytt í það sem hann
kallar „Greenhouse project“. Í því
felst að aldraðir geti blómstrað og
búi í litlum hópum í minni bygg-
ingum þar sem þeir njóti aðstoðar
starfsfólks. Nú þegar eru yfir 200
slík heimili starfrækt í Bandaríkj-
unum.
Mikilvægi afa og ömmu
Lögð er áhersla á það í Eden-
stefnunni að fólk einangrist ekki. Þá
geti það ákveðið sjálft hvort það eigi
gæludýr og aðstaða er þannig að
barnabörnin geti gist. Enda skipti
samskipti yngri og eldri kynslóð-
anna miklu máli.
„Margir eiga minningar um
ömmu sína og afa enda gera þau líf
manns betra á ýmsan hátt og hjálpa
manni að skilja lífið. Það er í raun
mjög göfugt og gott að eldast en
samfélagið okkar á erfitt með að
kunna að meta öldrun jafnvel þótt
við metum hana sem einstaklingar,“
segir Bill.
Bill hefur skemmtilegan frá-
sagnarstíl og hefur hrifið fólk víða
með fyrirlestrum sínum. Hann er nú
staddur hérlendis á vegum Eden-
samtakanna á Íslandi og verður
heiðursgestur á námstefnu sem
haldin verður í Súlnasal Hótels Sögu
á miðvikudaginn næstkomandi.
Nánari upplýsingar má finna á
www.edeniceland.org en þar fer
skráning einnig fram.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
www.xd.is
Opinn fundur í Valhöll
Laugardagur 22. september kl. 10:30
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum um verkefnin
í aðdraganda kosninga.
Bein útsending á xd.is.
Allir velkomnir - léttar veitingar.
Sækjum fram
Sjálfstæðisflokkurinn
Mánudagsspjall og spekúlasjónir er
ný viðburðaröð sem unnin er í sam-
starfi við Þjónustumiðstöð Breið-
holts. Á haustmisseri verður lögð
áhersla á skipulags- og umhverfismál
borgarinnar. Hér skapast nýr vett-
vangur til að bera upp hugmyndir,
ræða málin og vekja athygli á því sem
vel er gert eða betur má fara. Spjallið
fer fram í kaffihúsi Gerðubergs þar
sem gestir geta keypt kaffi og með
því og átt fróðlega og notalega stund
síðasta mánudagskvöldið í hverjum
mánuði.
Mun Halldór Páll Gíslason, formað-
ur Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins,
segja frá aðdraganda þess að sam-
tökin voru stofnuð og ræða um þau
verkefni sem helst brenna á fólki um
þessar mundir.
Samtökin voru stofnuð 13. apríl sl.
og mættu um 90 manns á stofnfund-
inn. Á fundinum voru flutt erindi um
Elliðaárdalinn og lög samtakanna
samþykkt auk þess sem kosin var sjö
manna stjórn. Margar fyrirspurnir um
málefni sem varða Elliðaárdalinn
hafa borist til samtakanna en þau
miða að því að gera Elliðaárdalinn að
enn betri stað til útivistar og sam-
veru.
Það er því um að gera fyrir alla
sem láta sig dalinn varða og mæta á
mánudagsspjallið og bera upp óskir
og tillögur að verkefnum sem sam-
tökin gætu beitt sér fyrir.
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins
Spjall og spekúlasjónir
Útivist Hollvina-
samtök miða að því
að gera dalinn að enn
betri stað til útivistar.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að
kynna sér Eden-stefnuna frek-
ar má benda á eftirfarandi
myndband á Youtube;
http://www.youtube.com/
watch?v=-ULgZ3WKQQ8. Í
þessu kynningarmyndbandi
útskýrir Bill Thomas nánar
hvernig stefnan þróaðist og
hvað í henni felst. Þá má
einnig horfa á myndband af
einum af fyrirlestrum Thomas
á slóðinni http://www.you-
tube.com/
watch?v=ijbgcX3vIWs.
Þar kemur meðal annars
fram að tvöfalt fleiri hjúkr-
unarheimili en Star Bucks séu
í Bandaríkjunum í dag. Bill
talar á léttu nótunum í fyr-
irlestrum sínum og minnist
meðal annars á þá lensku að
tala um að eldra fólk sé enn
að hinu og þessu. T.a.m. sé
hann Tómas gamli enn á skíð-
um og Margrét ferðist enn
víða um heim. Hann leitast
við að breyta slíkum hugs-
unarhætti fólks og segir að
öldrun eigi að taka opnum
örmum og gera fólki kleift að
sinna áhugamálum sínum eins
lengi og kostur er. Of algengt
sé að aldrað fólk virðist
hverfa af sjónarsviðinu og sé
komið fyrir á stofnunum þar
sem enginn möguleiki sé á
„reynslulausn“.
Enginn
möguleiki á
reynslulausn
FYRIRLESTRAR
Fimm tenórar kallast tónleikar til
styrktar Bergmáli – líknar- og vina-
félagi sem fram fara í Háteigs-
kirkju í kvöld, laugardagskvöldið
22. september, kl. 20 en húsið er
opnað kl 19. Þar koma fram ten-
órarnir Kristján Jóhannsson, Anton
Þór Sigurðsson, Birgir Karl Óskars-
son, Gunnar Björn Jónsson og
Ólafur Magnússon. Guðbjörg Sigur-
jónsdóttir leikur undir á píanó.
Tilgangur félagsins er að hlynna
að krabbameinssjúkum, blindum,
öldruðum og öðrum þeim er búa
við langvarandi sjúkdóma. Að-
göngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Endilega …
… sækið
styrktar-
tónleika
Tenór Kristján Jóhannsson er meðal
söngvara á tónleikunum.