Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 15
svæði og er tófubyggðin einna þéttust
við gjöful strandsvæði. „Ýmislegt í lýð-
fræði tegundarinnar getur gefið vís-
bendingar hvort stofninn sé áfram í
vexti eða hvort hann sé hættur að
stækka,“ segir Ester Rut. „Þessar
breytingar geta komið fram á mis-
munandi hátt eftir landsvæðum og
geta endurspeglað gæði lands með til-
liti til fæðuframboðs. Þar er líka
áhugaverður punktur því refastofninn
getur aldrei hafa stækkað svo mikið
nema vegna þess að aðrar dýrateg-
undir hafa líka verið til staðar sem
fæða og þá væntanlega í auknum
mæli.
Til að rándýr eins og refir geti fjölg-
að sér þarf að vera næg fæða til að
framfleyta vaxandi stofni, sérstaklega
á krítískum tímum ársins. Félags-
kerfið skiptir máli en refir eru ekki fé-
lagsdýr eins og t.d. úlfar. Melrakkar
tímgast einu sinni á ári og heldur parið
saman eins lengi og bæði lifa. Pörun
fer fram í mars og meðgangan stendur
yfir síðla vetrar þegar fæða er gjarnan
af skornum skammti.
Fæða að vetrarlagi hefur sem sé
áhrif á lífslíkur, hlutfall og frjósemi
þeirra dýra sem ná að tímgast ár
hvert. Þetta eru lykilþættir varðandi
stærð stofna. Hlýnandi veðurfar hefur
klárlega haft jákvæð áhrif fyrir ís-
lenska melrakkann undanfarna ára-
tugi, bæði beint og óbeint, í gegnum
aukið fæðuframboð og betri lífsskil-
yrði almennt.“
Á víða í vök að verjast
Melrakkasetrið leggur áherslu á að
fá sýni úr refahræjum og þá helst frá
öllum landshlutum. Þessi sýni eru ým-
ist geymd á viðeigandi hátt eða notuð
til rannsóknar hérlendis og erlendis.
„Það hefur verið talsvert um að við
sendum lífsýni í stórar sameindarann-
sóknir erlendis,“ segir Ester. „Fjalla-
refur á í vök að verjast í Skandinavíu
og annars staðar í Evrópu, einkum
vegna aukinnar útbreiðslu rauðrefs,
sem er stærri og sterkari, og vegna
breytinga á búsvæðum og fæðufram-
boði. Á sama tíma hefur refastofninn
hér á landi eflst og í honum er mikil
saga sem nýtist við rannsóknir í stofn-
vistfræði, erfðafræði og á sjúkdómum
svo dæmi séu tekin.“
Páll Hersteinsson var frumkvöðull í
rannsóknum á refnum og kom að þeim
sem veiðistjóri og prófessor við Há-
skóla Íslands. Núna hefur Melrakka-
setrið tekið tímabundið við þessum
rannsóknum í samstarfi við Háskóla
Íslands og Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. Setrið er einnig í samstarfi við
Náttúrustofu Vestfjarða og aðrar
svæðisbundnar náttúrufræðistofur,
sem eru í góðum tengslum við heima-
svæðin og atvinnulífið.
„Það er margt í gangi, en nauðsyn-
legt að efla enn frekar rannsóknir á
melrakkanum en saga hans og þróun
er mjög merkileg,“ segir Ester Rut,
sem var nemandi Páls Hersteinssonar.
Nýverið var greint frá því í vísinda-
tímaritinu Proceedings of the Royal
Society að refur hefði flust til Íslands á
litlu ísöld fyrir 200-600 árum og komið
hingað á ísbrú, en haf var þá mikið til
ísi lagt á norðurslóðum. Í rannsókninni
sem byggt var á voru könnuð sýni úr
beinum refa sem fundust í grennd við
Mývatn og eru taldar vera um þúsund
ára gamlar. Í íslenska refnum hafa
fundist fimm arfgerðir en í þessum
beinum fannst aðeins ein þessara arf-
gerða. Niðurstaða vísindamannanna
er að refur með hinar arfgerðirnar hafi
komið síðar og þá að líkindum eftir
fyrrnefndri ísbrú.
Forvitnileg tilgáta
„Þetta er forvitnileg tilgáta, en mér
finnst skorta á að hún sé nægilega vel
undirbyggð,“ segir Ester Rut. „Sýnin
af Mývatnssvæðinu, eins stórmerkileg
og þau eru, koma aðeins frá einu
svæði, en ekki landinu öllu.
Fyrir fimm árum fannst kjálki úr
ref við vegagerð á Ströndum og
reyndist hann vera meira en þrjú þús-
und ára gamall. Það segir okkur að
refurinn var kominn hingað löngu fyr-
ir landnám og það mætti skoða þenn-
an kjálka í tengslum við þessar rann-
sóknir á arfgerð og einnig bera hann
saman við bein úr refum á Bretlands-
eyjum og meginlandi Evrópu suður til
Ítalíu. Gott væri ef fleiri sýni fyndust
við fornleifauppgröft víðar um landið
sem hægt væri að nota til saman-
burðar og auka þær upplýsingar sem
við höfum nú þegar.
Hópur vísindamanna sýndi fram á í
grein sem skrifuð var árið 2005 að ís-
lenska tófan væri hugsanlega síðasti
afkomandi Evróputófunnar. Páll Her-
steinsson kom að þessari stórmerku
rannsókn og einnig nokkrir þeirra sem
skrifaðir eru fyrir fyrrnefndri grein.
Tekin voru sýni úr beinum og öðrum
vefjum og gerðar erfðarannsóknir á
tófum allt í kringum norðurheim-
skautið.
Þá grunaði að íslenska tófan hefði
ekki eingöngu komið með ís frá Græn-
landi eins og áður var talið, heldur
hefði hún orðið eftir þegar ísröndin
hopaði í lok stóru ísaldar. Þegar það
gerðist varð tófan eftir hér og að lag-
aði sig að þeirri fæðu sem hér var í
boði. Hér voru ekki læmingjar, sem er
helsta fæða tófunnar annars staðar, og
aðalfæðan hér hefur líklega verið fugl-
ar, egg og annað ætilegt. Hér hafa
heldur ekki verið keppinautar um fæð-
una né náttúrulegir óvinir,“ segir Est-
er Rut.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
3
6
0
VERTU Í GÓÐU VEGASAMBANDI Í VETUR
Góð dekk eru eitt mikilvægasta öryggisatriðið í snjó og hálku. Nokian dekkin
eru margverðlaunuð og sérfræðingar MAX1 aðstoða viðskiptavini við að
velja dekk við hæfi. Tilboðið gildir óháð stærð og fjölda dekkjanna.
Nánari upplýsingar í næsta útibúi Sjóvár og á sjova.is
25% afsláttur af gæðadekkjum frá Nokian
og umfelgunin á 2.500 kr. hjá MAX1
eða frír flutningur út á land með Flytjanda*
Tilboð
til
viðskip
tavina
í Stofni
* Umfelgunar- og flutningstilboð gildir aðeins ef viðskiptavinur í Stofni nýtir sér dekkjatilboðið
og hjá þjónustustöðvum MAX1: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2,
Dalshrauni 5 og Tryggvabraut 5, Akureyri.
Nýtt hlutverk Melrakkasetrið er í gamla Eyrardalsbænum í Súðavík.