Morgunblaðið - 22.09.2012, Síða 20
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Evran er rökrétt framhald af þeim skrefum
sem hafa verið stigin til sameiningar Evrópu
og ekki verður aftur snúið á þeirri braut sem
hefur verið mörkuð. Evruríkin þurfa að ganga
í takt í efnahagsmálum til að tryggja framtíð
evrunnar. Kjósi þau að kasta evrunni og taka
upp þjóðargjaldmiðil bjóða þau hættunni heim
og stefna framtíð Evrópu í voða.
Þetta er skoðun Yves-Thibaults de Silguys,
eins feðra evrunnar sem fór fyrir gjaldmið-
ilsmálum í framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins þegar upptaka evru var undirbúin.
Samtal okkar hefst á evrukreppunni.
Spurður hvort veikleikar í mörgum hag-
kerfum evrusvæðisins hafi ekki verið þekktir
þegar evran var tekin upp – veikleikar sem
fjármálakreppan hefur dregið fram – víkur de
Silguy að óstjórn í ríkisfjármálum.
Markaðir miðuðu vexti við Þýskaland
„Þegar við ýttum evrunni úr vör fylgdi með
regluverk sem tryggja átti samhæfingu í efna-
hagsstjórn evruríkjanna. Tekið var fram að ef
ríki fylgdu slæmri efnahagsstefnu hefði það
vaxtahækkanir í för með sér. Við sögðum að ef
tiltekið ríki héldi áfram að fylgja eftir vondri
stefnu myndi það lenda í greiðsluþroti. Allir
töldu það sjónarmið eðlilegt. Hvað gerðist síð-
an? Markaðirnir komu til sögunnar.
Það var ekki búist við því árið 1999 að mark-
aðirnir myndu miða vaxtastig allra evruríkj-
anna við vexti í Þýskalandi. Það breyttist þeg-
ar fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því
var ríkjunum sem höfðu slæma efnahags-
stefnu ekki refsað fyrir skort á aðhaldi.
Á árunum 1999 til 2008 fylgdu evruríkin
ekki eftir þeim skuldbindingum sem þau tóku
á sig við innleiðingu evrunnar. Að mínu viti
mun kreppan ekki leiða til endaloka evrunnar
eða Evrópu. Átök og erjur í Evrópu eiga sér
langa sögu. Við náum árangri skref fyrir skref.
Evran er nauðsynleg vegna þess að án hennar
er enginn sameiginlegur markaður. Án sam-
eiginlegs markaðar er Evrópa ekki sameinuð.
Við eigum engra annarra kosta völ en að halda
áfram með evruna,“ segir de Silguy.
Hefði ekki verið mögulegt árið 1998
De Silguy var lykilmaður að baki þeirri
ákvörðun að evruríkin skyldu vera ellefu í upp-
hafi en þeim hefur nú fjölgað í sautján.
Evran var tekin upp á nýársdag 1999 og
lauk undirbúningi því á síðari hluta árs 1998.
Hann fagnar viðbrögðum evruríkjanna við
kreppunni og telur þau styrkja gjaldmiðilinn.
„Nú bíður okkar það verkefni að bæta efna-
hagslega samþættingu evruríkjanna. Við höf-
um nýjan sáttmála um ríkisfjármálin sem
stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur lagt
blessun sína yfir. Þegar ég var í fram-
kvæmdastjórn ESB árið 1999 hefði ég aldrei
getað lagt fram slíkt regluverk … Hvað varðar
samhæfingu efnahagsstefnu evruríkjanna
gerði ég mér grein fyrir því að ekki væri hægt
að ganga lengra árið 1999. Það var til dæmis
ekki mögulegt að leggja fram sáttmála um
ríkisfjármál á því stigi. Það kom síðar.
Ég tel að nýi sáttmálinn styrki samþættingu
í efnahagsstefnu evruríkjanna. Annað vanda-
mál sem þarf að taka á varðar fulltrúa evru-
svæðisins. Forseti Evrópska seðlabankans er
nú jafnan í forsvari fyrir gjaldmiðilinn. Árið
1998 taldi ég betra að hafa einn talsmann fyrir
evrusvæðið, hugmynd sem mörg evruríki
hefðu hafnað á sínum tíma. Nú er rætt um að
stofna embætti fjármálaráðherra evrusvæð-
isins og má því segja að hugmyndin sé að koma
fram aftur. Við þurfum að hafa í huga að inn-
viðir Evrópusamstarfsins [e. European const-
ruct] eru byggðir upp í skrefum. Það sem við
höfum lagt fram í þeim efnum er líklega ekki
fullkomið en á þessu stigi getum við náð
lengra. … Samstarfið er að komast á nýtt stig
með nýjum sáttmála og hugmyndum um sam-
vinnu við skuldbréfaútgáfu,“ segir de Silguy
sem hafnar því að skortur á afgerandi leiðtog-
um í Evrópu standi evrusvæðinu fyrir þrifum.
„Þetta er ekki spurning um fólk eða persónur.
Þetta er spurning um hvort álfan komist af,“
segir de Silguy með áherslu.
Myndi innleiða evruna aftur
Spurður hvort hann myndi styðja innleið-
ingu evrunnar í dag ef hann byggði á erfiðri
reynslu síðustu ára svarar de Silguy játandi.
Evran muni styrkjast í sessi á næstu ára-
tugum. Hann fer svo yfir fyrstu ár evrunnar:
Fyrstu árin í sögu gjaldmiðilsins, frá upp-
töku áramótin 1999-2000, hafi markað gullöld
Evrópu. Nýi gjaldmiðillinn hafi aukið fjárfest-
ingu, skapað störf, tryggt stöðugt verðlag og
fest hinn sameiginlega markað í sessi og laðað
erlenda fjárfesta til ríkja álfunnar.
Samhæfing í ríkisfjármálum hvað varðar
skuldir hins opinbera og fjárlagahalla hafi hins
vegar verið veik. „Þegar kreppan skall á 2008
var fjárlagahallinn of mikill og hann jókst eftir
því sem ríkin þurftu að dæla fé í hagkerfið til
að halda því gangandi. Vandinn snýst því ekki
um evruna. Hann snýst um veikleika evr-
ópskra hagkerfa. Áskorunin nú er að bæta
efnahagsstefnuna. Umrædd ríki eiga engan
annars kost en að taka á sínum vanda. Mario
Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hefur t.d. kom-
ið á margvíslegum umbótum. Grikkir eiga eng-
an annan kost í stöðunni en að koma á umbót-
um. Nýr sáttmáli var samþykktur í vor og
verður samþykktur af aðildarríkjunum. Sá
samningur mun leiðrétta þá efnahagslegu
óstjórn sem einkennt hefur síðustu ár.“
Myndi skaða samkeppnishæfnina
Talið berst að gengisfellingum og er hann
afar andvígur þeim sem leið út úr kreppu. Það
er í huga de Silguys óhugsandi að evrusvæðið
liðist í sundur, enda yrði það afdrifaríkt.
„Staðreyndin er að Evrópumenn eru mjög
ánægðir með evruna. Það yrði hræðilegt fyrir
okkur að stíga skrefið til baka og hafa sautján
sjálfstæða gjaldmiðla, ekki síst fyrir sam-
keppnishæfni okkar. Átök og deilur í Evrópu
eiga sér 2000 ára sögu. Eftir síðari heimsstyrj-
öldina tók við langt tímabil friðar og hagsæld-
ar. Hvers vegna? Ástæðan er uppbygging inn-
viða hins evrópska samstarfs. Án hennar
myndi sundrung taka við í Evrópu. Ég er
sannfærður um það. Ég þekki vel þann menn-
ingarmun sem er á Frökkum og Þjóðverjum.
Nauðsyn krefur að þessar þjóðir sitji saman
við samningaborðið. Ég kýs fremur að þær
sitji þar en leysi ágreining á vígvellinum.
Uppbygging sameiginlegra innviða Evrópu
verður að vera viðvarandi ferli sem samþættir
hagkerfi okkar. Við getum ekki stöðvað þá
þróun. Efnahagskreppa og áskoranir geta orð-
ið á vegi okkar og krafist lausna en á herðum
okkar hvílir sú skylda að finna lausn. Sú lausn
felur í sér meiri samþættingu hagkerfanna,“
segir de Silguy.
Spurning um hvort Evrópa lifi
Einn af feðrum evrunnar telur björgunaraðgerðir í þágu gjaldmiðilsins sögulega nauðsyn
Segir nýjan sáttmála í ríkisfjármálum evruríkjanna hafa verið óhugsandi þegar evran varð til
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópusinni De Silguy er einn forvígismanna evrusamstarfsins. Hann er hér í stuttri heimsókn.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
De Silguy sat í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins á árunum 1995 til 1999 og
fór þá fyrir stefnumótun við innleiðingu
evrunnar. Hann tók þátt í að meta
hvort aðildarríki ESB uppfylltu skil-
yrði fyrir upptöku evrunnar og tók
þátt í þeirri ákvörðun að evruríkin
skyldu vera ellefu í upphafi.
Þá kynnti de Silguy útlit einnar evru pen-
ingsins ásamt Jacques Santer, þáverandi
forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, 1. maí 1998 og var þá áberandi
fylgismaður hinnar sameiginlegu myntar.
Evruríkin eru nú sautján og eiga mörg
þeirra sem komu inn í evrusvæðið á síðari
stigum í miklum erfiðleikum. De Silguy hafn-
ar því að of mörgum ríkjum hafi verið hleypt
inn í evrusamstarfið. Málið snúist ekki um
fjölda ríkjanna heldur að þau fylgi þeim
ströngu skilyrðum sem voru viðhöfð
þegar samstarfinu var komið á. Al-
þjóðakreppan þvingi ríki sem eru með
efnahagsmálin í ólestri til að grípa til
nauðsynlegra ráðstafana svo hagkerfi
þeirra geti vaxið á nýjan leik.
De Silguy kveðst aðspurður efins um þá
leið að færa ákvarðanir um evrusvæðið til
fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslum og bendir
á að reynslan af þeim í Frakklandi sé slæm.
Þær snúist oft upp í kosningu um frammi-
stöðu stjórnvalda.
Hann segir inngöngu í ESB forsendu þess
að Ísland geti tekið upp evru. Mörg ár muni
líða áður en upptaka evru verði möguleg.
Tók þátt í að ákveða fjölda evruríkja
DE SILGUY VAR EINN ARKITEKTA EVRUNNAR
Bíllausi dagurinn
verður í miðborg
Reykjavíkur í
dag en þá verða
svokallaðar sum-
argötur endur-
vaktar og lok-
aðar fyrir
bílaumferð frá
klukkan 10 til 14.
Lækjargata
verður lokuð fyrir bílaumferð á
milli Vonarstrætis og Hverfisgötu.
Laugavegi og Skólavörðustíg verð-
ur lokað fyrir bílaumferð við Berg-
staðastræti, Bankastræti verður
göngugata og Pósthússtræti sömu-
leiðis frá Kirkjustræti til Hafnar-
strætis.
Alþjóðlegi bíllausi dagurinn
bindur endahnút á samgönguviku.
Á vef Reykjavíkur eru gestir og
gangandi hvattir til að heimsækja
miðborgina í dag og kynna sér
stæðaæði, menningu og iðandi líf.
Bíllausi dagurinn
í Reykjavík í dag
Vegfarendur í mið-
borg Reykjavíkur.
Fis
kis
lóð
Gra
nda
gar
ður
Ána
nau
st
Mýrargata
Fiskislóð
Fiskislóð
HÉR
Allt að
90%
afsláttur
Yfir 2500
titlar frá öll
um
helstu útge
fendum
landsins!
Allir sem ka
upa
fyrir 6.000
kr. eða
meira fá bó
kagjöf.
Þeir sem ka
upa fyrir
12.000 kr.
eða meira
fá tvær veg
legar
bækur að g
jöf.
Opið alla helgina kl. 10–19
RISAlagersala
á Fiskislóð 39
Allur ágóði af sölunni
rennur til
Krabbameinsfélags Íslands
www.faerid.com
Sölustaðir:
N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus.