Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 45

Morgunblaðið - 22.09.2012, Side 45
urðssonar, en auk Halldórs bróður hennar og Laufeyjar móður minnar ólst Marta Svan- hvít Magnúsdóttir, bróðurdóttir Sessselju, þar upp. Faðir Stínu var lengi oddviti og því fylgdi mikill gestagangur og því miklar annir við bakstur og að taka til kaffibrauð og aðrar veitingar. Þessu hélt Stína alla ævi og var mjög gestrisin og góð heim að sækja og það voru alla tíð marg- ir sem kíktu í kaffi bæði hjá þeim Jóni á Ósi og svo áfram í Munkaþverárstrætinu og einnig eftir að hún varð ein. Það sást glögglega í gestabókunum henn- ar. Vina- og kunningjahópurinn var stór auk fjölskyldunnar og oft fannst mér að hún hreinlega laðaði fólk að sér. Æskuheimili Stínu að Hey- nesi var henni mjög hugleikið og eftir að hún flutti norður talaði hún um Heynes sem „heima“. Stína var alla tíð mjög ljóð- elsk og hafði unun af fallegum söng. Á æskuheimilinu var orgel og þar var mikið sungið og um tíma lék bróðir hennar á orgel í Innri-Hólmskirkju og Stína söng í kirkjukórnum. Alla tíð hlustaði hún á ákveðna tónlist- arþætti í útvarpinu af mikilli innlifun. Ég var ekki hár í loftinu, tæplega tveggja ára, þegar ég kom fyrst til dvalar hjá henni ömmu minni á Heynesi og það hefur sjálfsagt komið í Stínu hlut að gæta mín og hafa ofan af fyrir mér þá og hún minntist þess stundum og taldi sig eiga svolítið í mér. Við systkinin dvöldum eitthvað á hverju sumri fram á unglingsár og ég man ennþá talsvert af vísum sem ég lærði á þeim árum. Stínu var alltaf mjög annt um velferð okk- ar systurbarna sinna og fylgdist mjög vel með okkur ef eitthvað bjátaði á, veikindi eða annað, og gladdist með okkur á gleði- stundum. Sama átti við um börn okkar og barnabörn. Fólkið okk- ar hefur sagt í gegnum tíðina að það væri sem við ættum aðra mömmu. Við töluðum mikið saman í síma og það gerðu margir og var því oft á tali hjá henni. Þó að Stína eignaðist ekki sjálf börn átti hún mikið í mörg- um börnum í gegnum tíðina enda mjög barngóð og átti mjög gott samband við börn Jóns og afkomendur þeirra, sem reynd- ust henni mjög vel þegar hún þurfti á að halda. Stína var alltaf með blóm á heimilinu og var mjög natin við að rækta þau og til dæmis átti hún enn eftir öll þessi ár rós sem pabbi gaf henni 1956 og segir það sitt. Stína átti því láni að fagna að vera fremur heilsugóð lengst af og hélt sér mjög vel andlega og var minnug og hafði gaman af að rifja ýmislegt gamalt og gott upp og þá sérstaklega það sem gaman var að. Þegar henni var sagt að hún væri með ólæknandi sjúkdóm tók hún því af miklu æðruleysi og ró og hélt andlegri reisn allt til enda. Ég kveð Stínu frænku með miklu þakklæti fyr- ir allar góðu stundirnar og um- hyggjuna fyrir mér og minni fjölskyldu. Þórður. dugnaði og meðfæddri trú- mennsku. Nýlega héldu þau upp á sextíu ára brúðkaupsafmæli sitt. Að nokkrum árum liðnum fluttu þau niður í bæinn og keyptu sér íbúð að Eyrargötu 22. Þegar þangað kom gerðist Guðmundur útibússtjóri hjá KEA og vann þar til starfsloka. Þau Margrét og Guðmundur eignuðust þrjú mannvænleg börn, Jónas, Arnfríði og Jón Eið. Þau urðu fyrir þeirri óbærilegu lífs- reynslu að missa yngsta soninn þá er hann var 25 ára eftir að illvígur sjúkdómur hafði herjað á um tíma. Jón Eiður var hvers manns hugljúfi og var sárt saknað af vin- um og vandamönnum. Slíkur missir skilur eftir ólæknandi sár sem aldrei gróa. Eftir áföll lífsins hefur heilsu Margrétar hrakað mjög. Hún hefur ekki borið á borð veikindi sín og sársauka, hún var ætíð veitandi ekki þiggjandi. Hún hlífði sér aldrei og hin síðari ár gerði hún meira af vilja en mætti. Í lok síðasta árs fluttu þau í Sunnuhlíð þar sem hlúð var að þeim með ágætum sem orð fá ekki lýst. Fjölskyldur okkar tengdust bæði fjölskyldu- og vinaböndum. Það verður tómlegt að koma að Eyrargötu 22, engin Magga frænka eins og margir kölluðu húsmóðurina. Við sem eftir erum stöndum í þakkarskuld fyrir langa vegferð á lífsbrautinni. Nú skilur leiðir að sinni. Eftir sitja fölskyldur og syrgja nákominn ættingja og vin. Við huggum okk- ur við það að leiðir Möggu liggja nú á Guðs vegum og í þeirri von og trúarvissu þökkum við enn samfylgdina og sendum börnum hennar og Guðmundi blessunar- kveðjur. Guðrún og Skúli. Við fráfall Margrétar Maríu Jónsdóttur, föðursystur minnar, hverfur hugurinn aftur meira en hálfa öld, til sumarsins 1956. Drengur á níunda ári er kominn til sumardvalar til frænku sinnar á Hóli við Siglufjörð. Umhverfið er í senn kunnuglegt og framandi. Kaupstaðurinn Siglufjörður er næstum eins og heimabærinn Ísa- fjörður: sjór, höfn og bátar. Hér er landað síld en ekki þorski, ýsu og steinbít. Allt á Hóli er hins veg- ar nýtt fyrir kaupstaðarbarninu. Sextíu kýr eru í fjósi; tveir menn mjólka kvölds og morgna en sjást sjaldan yfir daginn nema þegar mikið liggur við í heyskapnum. Í eldhúsinu ríkir Gunna ráðskona. Yfir öllu saman vaka síðan bú- stjórinn Guðmundur og Magga frænka með ákveðni, trúmennsku og hógværð. Drengurinn er uppivöðslusam- ur og kjaftfor, veit allt og getur allt. Óumbeðinn tekur hann að sér að leiðbeina heimilisfólkinu á rétta vegu í stjórnmálum, ekki síst Guðmundi sem er að mati drengsins þjóðhættulegur fram- sóknarmaður, sem tekur virkan þátt í að ýta okkur sjálfstæðis- mönnum út úr stjórn landsins þetta sumar. Ég hafði grun um að Magga væri samstiga bónda sín- um í því máli. Sjaldan á ævinni hef ég samt fundið til jafn mikils öryggis. Aldrei var ég skammaður en með mildum aga kennt að virða skoð- anir annarra. Ætíð vissi ég að Magga og Guðmundur myndu vernda mig eins og Gunna systir hennar og Skúli hennar maður höfðu gert á Blönduósi sumarið áður. Hjá þeim fjórum átti fjöl- skyldan skjól þegar mest á reyndi: Eiríkur föðurbróðir minn, Arnfríður amma og Jón afi, Sæmi bróðir minn. Mér hefur ætíð fund- ist þau öll elska mig eins og ég væri þeirra eigin sonur. Með æðruleysi tókst Magga á við mikið andsteymi, veikindi og sorgir. Þungbærastur var sonar- missirinn. Jafnvel þá var Möggu þakklætið ofarlega í huga og oft minntist hún á vináttu vinnufélag- anna við Jón Eið. Ást þeirra hjóna var mikil gæfa og samheldni stór- fjölskyldunnar með ágætum. Son- urinn Jónas og dóttirin Arnfríður bera með sér festu og kærleika foreldranna. Margrét María Jónsdóttir verður til grafar borin í Siglufirði hjá syni sínum og foreldrum. Haustið er vissulega komið en í minningunni verður ávallt sumar yfir frænku minni. Trú, von, kær- leikur og þrautseigja var hennar aðalsmerki. Ég hef ekki fundið betra veganesti. Með djúpu þakklæti kveð ég frænku mína. Megi minningin um farsælt líf góðrar konu sefa sorg- ina og veita huggun við fráfall hennar. Svanur Kristjánsson. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir, græðari og hús- freyja á Magn- ússkógum 3, Dala- byggð, fæddist í Vogum á Vatns- leysuströnd 27. ágúst 1959. Hún lést 15. september 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Ívarsson Ágústsson, út- gerðarmaður og skipstjóri í Vogunum, f. 25. ágúst 1918 í Halakoti á Vatnsleysuströnd, d. 21. nóvember 2009, og Guðríður Þórðardóttir ljósmóðir, f. 15. maí 1923 í Sviðugörðum, Gaul- verjabæjarhreppi, Árnessýslu, d. 18. desember 2007. Guðrún var yngst sex barna foreldra sinna. Systkini hennar voru Þórunn Kristín listmálari, f. 8. maí 1947, Lilja Júlía hjúkr- unarfræðingur, f. 13. júní 1948, Andrés Ágúst Þorkell skip- stjóri, f. 31. mars 1951, Þórður Kristinn vélfræðingur, f. 7. nóv- ember 1952, og Sigurður Magn- ús framkvæmdastjóri, f. 14. september 1957, d. 23. janúar 1987. september 2007, og óskírður, f. 18. júlí 2012. 3) Kristín einka- þjálfari, f. 24. mars 1982, maki Árni Geir Sigvaldason, húsa- smiður frá Bakka í Melasveit, og eiga þau soninn Leó Þór, f. 19. júlí 2010. 4) Sigrún Margrét, nemi í FVA, f. 1. júní 1991, sam- býlismaður Almar Týr Haralds- son frá Akranesi, og eiga þau soninn Óliver Sebastían Tý, f. 7. ágúst 2010. Guðrún stundaði nám í barnaskólanum á Vatnsleysu- strönd, var í heimavist í Hlíð- ardalsskóla einn vetur og auk þess annan vetur í Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli í Dölum. Hún gerðist húsfreyja í Dölum árið 1977 og vann ýmis störf í heimavistarskólanum á Laugum í Sælingsdal samhliða bústörf- um. Má þar nefna ræstingar, baðvörslu og handmennt. Eftir missi eiginmanns fór Guðrún fljótlega að stunda nám í höfuðbeina- og spjaldshryggs- meðferð og heilun og hafði mik- inn áhuga á óhefðbundnum meðferðum. Hún vann við aðhlynningu á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal síðustu árin og til dán- ardags og stundaði sjúkraliða- nám af miklum dugnaði og áhuga samhliða vinnunni þar til hún lést. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hvammskirkju í Dalabyggð í dag, 22. september 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Guðrún giftist 2. desember 1979 Halldóri Guð- mundssyni, bónda og athafnamanni, f. 10. ágúst 1952 á Magnússkógum 1 í Dalabyggð, d. 1. nóvember 2001. Þau bjuggu á Magnússkógum 3 í Dalabyggð. For- eldrar Halldórs voru hjónin Guðmundur Hall- dórsson, bóndi á Magn- ússkógum 1, og Ólöf Jónasdóttir húsfreyja. Dætur Guðrúnar og Halldórs eru fjórar: 1) Dagný Ósk við- skiptafræðingur, f. 23. maí 1977, maki Guðmundur Reynir Georgsson, verkfræðingur frá Akranesi. Börn þeirra eru Hall- dór Vilberg, f. 24. júní 1999, og Valdís Harpa, f. 4. janúar 2006. 2) Anna Berglind, bóndi á Magnússkógum 3, f. 27. apríl 1980, sambýlismaður Ólafur Bragi Halldórsson bóndi frá Gilsfjarðarmúla, börn þeirra eru Björgvin Bragi, (úr fyrra sambandi Ólafs), f. 28. janúar 2000, Ármann Freyr, f. 1. sept- ember 2005, Halldór Óli, f. 16. Elsku mamma. Mikið getur líf- ið verið skrítið og ósanngjarnt. Ég bjóst ekki við þegar ég kvaddi þig í ágúst áður en ég fór til Nor- egs að það yrði í hinsta sinn sem ég fengi að kyssa þig og knúsa. Þú varst alveg stórbrotin og dugleg kona og fórst algjörlega þínar eigin leiðir, og varst ekkert mikið að velta þér upp úr því hvað öðrum fannst um það. Ég veit að þú varst mikið búin að kynna þér og lesa um lífið eftir dauðann og hafðir sterkar skoð- anir á þeim málum eftir að þú misstir bróður þinn og pabba. Þú talaðir alltaf um að vera okkar hérna á jörðinni væri ákveðið verkefni sem við þyrftum að ljúka og síðan værum við komin heim og það hræddist þú ekki. Þú varst allt of ung til að yfirgefa okkur, en ég held að þú sért ekk- ert ósátt núna því þú ert búin að sameinast öðrum ástvinum sem biðu þín þar. Ömmubörnin þín spyrja mikið um þig núna og skilja ekkert í þessu. Þeim fannst alltaf svo gott að fara í ömmuhús í dekur: horfa á vídeó, fara í heita pottinn, föndra o.fl. Við fráfall þitt er höggvið enn stærra skarð í fjöl- skylduna okkar og áttaði ég mig allt í einu á að ég var orðin elst í ættartrénu okkar, einungis 35 ára gömul. Ég skal reyna að standa mig vel í því hlutverki og hlúa vel að systrum mínum og fjölskyldum þeirra. Þú varst búin að gera æðislegan sælureit í sveitinni þinni sem við systurnar munum passa vel upp á og nota vel til að koma saman og minnast skemmtilegra tíma með ykkur pabba og hlúa hvert að öðru. Ég veit að pabbi og fjölskyldan þín hafa tekið vel á móti þér þegar þú komst heim. Mig langar að kveðja þig með bæn sem þú og pabbi fóruð svo oft með fyrir okkur þegar við vor- um börn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín dóttir, Dagný Ósk. Elsku mamma mín. Það er mjög erfitt að trúa því að þú sért farin. Mér finnst ég vera nýbúin að þurfa að kveðja pabba og sætta mig við það að hann hafi þurft að fara til að sinna einhverjum mikilvægum verkefnum. Því eins og þú sagðir alltaf „lífið er bara skóli fyrir verkefnin sem við fáum þegar við komum yfir“. Af hverju þú líka? Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugs- ar um þig. Það verða mikil við- brigði fyrir mig að hafa þig ekki hér því þú varst alltaf að hjálpa okkur. Strákarnir okkar elskuðu að fá að labba upp í Ömmuhús því þeir gerðu svo ótal margt þar, eins og að fara í heita pottinn, mála eða föndra og ekki má gleyma kósí kvöldunum þar sem þið sátuð saman og horfðuð á mynd úr flakkaranum og höfðuð eitthvað gott með að borða. Enda sagði Ármann Freyr þegar hann fékk þessar sorglegu fréttir: „Eins gott, mamma, að þú kannt á flakkarann hjá ömmu, því þá get- um við alltaf farið og horft á mynd hjá henni.“ Það munum við svo sannarlega gera, því þar höf- um við svo margar góðar minn- ingar til að hugga okkur við. Þegar ég hugsa um þig kemur mjög sterkt upp í hugann lækn- ingarmáttur þinn. Ef manni var illt einhvers staðar baðstu mann um að koma á bekkinn svo þú gætir meðhöndlað það. Meira að segja strákarnir voru farnir að koma til þín og biðja þig um að nudda sig. Það var svo ótrúlega gott að finna heitar hendur þínar. Þú meira að segja meðhöndlaðir öll veiku dýrin á bænum, eins og lömbin, hestana og hundana. Þú lagðir þig alltaf alla fram við það að láta öllum líða vel. Ekki má svo gleyma öllum kremunum. Það var sama hvað amaði að okk- ur, þú áttir alltaf til rétta kremið. Þetta var orðin svo mikil árátta hjá þér að við vorum farin að gera grín að þessu. En þér var alveg sama, þú hafðir tröllatrú á þessu. Eitt er víst að það á örugglega eftir að koma sá dagur þar sem okkur vantar krem og þá verður erfitt að geta ekki leitað til þín. Þú varst alltaf svo dugleg að prjóna peysur og vettlinga á okk- ur öll og ekki nóg með það heldur gerðir þú einnig þitt eigið band úr lopanum af kindunum okkar. Það er ekki hægt að hafa það per- sónulegra. Ég fann að þér þótti mjög leið- inlegt að geta ekki hjálpað mér núna um réttirnar, þó ekki væri nema vera með litla ömmustrák- inn þinn. Þú sem varst svo vön að stjórna í öllu. Þín verður sárt saknað í öllum þeim hlutverkum í framtíðinni. En í dag hugsa ég að þú hafir verið þar, rétt eins og pabbi. Elsku besta mamma og amma, ég gæti haldið endalaust áfram en ég vona bara að þú sért ánægð með að vera komin heim; heim til pabba. Það er mikil huggun að vita að þið munuð alveg örugg- lega fylgjast með okkur áfram og hjálpa okkur, því hingað að Magnússkógum eru þið ávallt velkomin. Þín dóttir, Anna Berglind. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig, elsku mamma mín. Ég sem sat með þér og borðaði morgunmatinn og kvaddi þig og sagði sjáumst fljótlega, svo allt í einu gerðist þetta, ég skil ekki hvað lífið getur verið ósann- gjarnt. Þú varst svo góð móðir og hjartahlý manneskja sem kenndi mér margt. Ef eitthvað var að varst þú með svör við öllu eða lækningu. Til dæmis þegar Árni fékk sýkingu í höndina þá varst þú strax komin með einhvern áburð fyrir hann. Þú vildir lækna alla og hjálpa öllum. Við áttum svo góða stund saman eftir lær- brotið, það var svo æðislegt að fá að annast þig, þú varst svo dug- leg og gast aldrei setið kyrr, varst sífellt að prjóna eða læra eða þramma um húsið á höktar- anum eins og þú kallaðir göngu- grindina. Stundum varstu að- gerðalaus og þá baðstu mig oft um að setja í þvottavélina svo þú gætir brotið saman þvottinn. Varst einnig svo oft að hvetja mig til að fara í berjamó því þig lang- aði svo með Þórunni í Skorradal- inn að tína nokkrar fötur af að- albláberjum. Leó var svo ánægður að hafa ömmu Gunnu sína hjá sér og spyr hann sífellt um þig. Þú varst hörkubóndi í sveitinni og passaðir alltaf upp á að öll hlið væru lokuð og einnig að standa fyrir svo féð slyppi ekki, þér fannst örugglega skrítið að kom- ast ekki í réttirnar í ár en svo kom þetta upp á og er ég viss um að þú hafir farið beinustu leið vestur til að standa fyrir. Þú varst líka alltaf svo dugleg að elda mat og passaðir upp á að all- ir fengju nóg að borða og þegar þú varst búin í eldhúsinu þá fórstu strax í húsverkin eða út að hjálpa til. Varst einnig svo dugleg að hjálpa Önnu systur í fjárhús- unum eftir að hún tók við bú- skapnum. Stundum fannst mér þú aldrei slaka á. Það var svo gaman í öllum ferðalögunum sem við systurnar fórum með ykkur pabba, það var alltaf ákveðið á síðustu stundu að fara, þá var ekki annað að gera en að drífa sig að pakka niður og svo var keyrt upp á veg og þá spurði pabbi: „Gunna, hægri eða vinstri?“ Ég sakna þín svo mikið, langar svo til að knúsa þig og kyssa en ég veit að nú ertu komin til pabba. Ég man eftir því þegar þú sagðir mér frá miðilsfundinum sem þú fórst á eftir að pabbi dó og þá sagði hann að afi Gummi í sveitinni ætlaði að dansa við þig þegar þú kæmir til hans, þurrk- aðu nú af dansskónum og stígðu dansinn því nú ertu komin heim eins og þú kallaðir alltaf lífið eftir dauðann. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Elska ykkur svo mikið og sakna. Þín dóttir, Kristín. Elskulega móðir mín, tengda- móðir og amma. Það er svo sárt að vita að þú sért farin frá okkur, við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Það er svo margt elsku mamma mín sem ég get sagt um þig að það gæti orðið að heilli bók ef það væri allt tekið saman. Þú sem varst svo fróð um allt og hafðir lausnir við öllu hvort sem það var um heilsu eða bara önnur vandamál. Þú varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og alltaf tilbúin að hlusta á vandamál okkar. Við eigum óendanlega mikið eftir að sakna þín og vona ég að þú hafir fundið pabba á himnum. Ég veit að þið pabbi vakið yfir okkur systrunum og veitið okkur styrk til að halda áfram og vera sterkar hver fyrir aðra. Hvíldu í friði elsku mamma mín. Þín dóttir, Sigrún Margrét og fjölskylda. Guðrún Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.