Morgunblaðið - 22.09.2012, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.09.2012, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012 ✝ Ingunn RagnaSæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 14. september sl. For- eldrar hennar voru hjónin Sæmundur Bjarnason, f. 15.5. 1906, og Kristín Grímsdóttir, f. 8.4. 1911. Ingunn ólst upp í Reykjavík ásamt syst- kinum sínum. Þau eru Guðrún Erna Sæmundsdóttir, f. 24.7. 1930, Bjarni Sæmundsson, f. 21.9. 1932, og Gylfi Sæmunds- son, f. 15.8. 1948. Ingunn giftist 26.1. 1963 Sig- geiri Þorbergi Jóhannessyni, f. 17.8. 1928, d. 16.2. 2000. For- eldrar hans voru hjónin Áslaug Árnadóttir, f. 16.11. 1902, og Jó- hannes Björnsson, f. 10.12. 1890. Synir Siggeirs og Ingunnar eru: 1) Jóhannes, f. 29.6. 1963, d. 26.6. 1965. 2) Vignir, f. 23.6. 1964, maki Lovísa Herborg Ragnarsdóttir, f. 30.5. 1971. Börn: Þorbergur, f. 11.9. 1994, Ragnar Þorri, f. 16.10. 1997, Katrín Diljá, f. 3.2. 2003, og Teitur Snær, f. 1.3. 2005. 3) Jó- Linda Björk, f. 27.8. 1961, maki Guðjón Egilsson, f. 20.7. 1957. Börn: Guðbjörg Marta, f. 27.7. 1979, Jökull Andri, f. 26.6. 1986, og Ingi Hrafn, f. 17.7. 1992. Ingunn Ragna ólst upp hjá foreldrum sínum til 1948, í Reykjavík frá 1948-1962, á Snæ- býli frá 1963-2001, í Grenigrund frá 2001-2005 og í Grænumörk frá 2005 til æviloka. Hin seinni ár vann hún í mötuneytinu á Kirkjubæjarskóla á Síðu og á sumrin tóku við störf á Hótel Eddu. Þá hafði hún afskaplega gaman af að vera ráðskona hjá gangnamönnum á fjöllum. Hún var virk í félagsstörfum og á meðan hún var búsett á Snæbýli var hún bæði í kirkjukórnum og kvenfélaginu. Bókmenntir og listir höfðuðu mikið til hennar. Hún hafði afskaplega gaman af því að ferðast og sjá nýja staði, að öðrum ferðum ólöstuðum veit ég að Kínaferðin hafði mest áhrif á hana. Einnig fannst henni Veiðivötn tilkomumikil. Hún fór til Noregs í apríl sl. og hringferð um landið í vor. Og þó heilsan væri farin að hafa áhrif á og hefta hennar för þá stóð hugurinn til Noregsferðar í haust. En þá hafði heilsu hennar hrakað svo mjög að ekkert varð af því. Útför Ingunnar Rögnu fer fram frá Grafarkirkju í Skaft- ártungu í dag, 22. september 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar hannes, f. 3.10. 1965, maki Ásgerð- ur Gróa Hrafns- dóttir, f. 28.8. 1975. Börn Ingunnar af fyrra hjónabandi eru: 1) Sigríður, f. 15.5. 1948, maki Símon Gunnarsson, f. 18.3. 1944. Börn: Sigurbjörg Kristín, f. 4.12. 1965, stúlka, f. 27.1. 1969, d. 27.1. 1969, Sigurður Þór, f. 13.4. 1971, Matthildur Inga, f. 18.12. 1972, d. 27.8. 1980, og Kristinn Matthías, f. 24.1. 1984. 2) Krist- ín, f. 2.12. 1950. Börn: Siggeir Ragnar, f. 9.10. 1970, Jóhanna Vigdís, 18.4. 1973, Sóley Björt, f. 23.10. 1974, og Sæbjörg Rut, f. 3.2. 1984. 3) Sæmundur, f. 21.12. 1952. Dætur: Ingunn Ragna, f. 11.9. 1975, Sunna, f. 20.4. 1989, og Birna Dögg, f. 4.7. 1992. 4) Örn, f. 5.11. 1956, Dætur: Ragn- heiður, f. 7.5. 1983, og Eldbjörg, f. 26.4. 1988, og Karina, f. 12.5. 2004. 5) Hrafnhildur Steinunn, f. 21.1. 1958, maki Arnar Hall- dórsson, f. 21.7. 1958. Börn: Unnur Halla, f. 22.12. 1978, Guð- mundur Ingi, f. 6.6. 1980, og Jó- hannes Stígur, f. 28.10. 1986. 6) Fjalladrottning móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Þessi fyrsta hending af annars þekktu ljóði um fórsturjörðina gat alveg eins átt við móður mína. Hún var dásamleg eiginkona, móðir, amma, langamma og langalangamma. Við Snæbýling- ar höfum verið svo heppin að alast upp hjá þeim mömmu og fóstra. Minningin um hlýjar mót- tökur á tröppunum á Snæbýli ylj- ar manni um hjartaræturnar, þar var tekið á móti okkur með faðm- lagi og bros á vör. Það eru for- réttindi að hafa kost á að fara í sveitina og rifja upp gamlar og góðar minningar. Á Snæbýli var hún drottning í sínu ríki og gestrisin við alla. Það var undursamlegt að vakna upp við ilm af sunnudagssteik en kannski ekki eins dásamlegt að heyra hana taka létta söngæfingu með messunni í útvarpinu, a.m.k. ekki á unglingsárunum. Þá var alltaf mikið fjör á heimilinu enda höfðu allir rétt á sinni skoðun og var tekist á með góðlátlegu gríni og skellihlátri, enda var hún mik- ill húmoristi og hnyttin í tilsvör- um. Dansað var í eldhúsinu og spilað fram á nótt. Held að í nútímasamfélagi þætti þetta fullmikill hávaði en að hennar mati dásamlegt eða eins og hún sagði alltaf: „Eins og englahljómur í mínum eyrum.“ Hún þurfti að fylgjast vel með öll- um og fannst ekki tiltökumál þótt liðið hennar væri dreift um allar trissur. Þessi tryggð hennar við sína var henni alla tíð mikilvæg og verður vonandi til þess að Snæbýlingar haldi hópinn. Ætt- armót á næsta ári á Snæbýli, verð með ykkur í huganum. Mamma var mikil handavinnu- kona og nutu vinir og vandamenn góðs af því. Enda sá hún til þess að allir ættu góð rúmföt til að sofa við, með hekluðu milliverki sem á stóð „góða nótt“ eða „sofðu rótt“ og þeir sem fengu slíkt listaverk litu á það sem einstaka gersemi. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörð- in. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn, og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæ- inn, og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burt- ferðardaginn. Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst – í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (Tómas Guðmundsson) Veikindunum tók hún með miklu æðruleysi og vildi helst ekki ræða þau, það var miklu skemmtilegra að heyra góðar sögur eða fréttir. Það var ekki hennar stíll að velta sér upp úr leiðindum heldur var horft fram á veginn og farið í að skipuleggja næstu samverustund í faðmi fjöl- skyldu og vina. Sérstakar þakkir sendi ég Friðbirni Sigurðssyni lækni fyrir einstaka hlýju, spjall og þægileg- heit öll þessi 13 ár sem hann ann- aðist mömmu. Þá eru þakkir sendar starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurlands. Elsku mamma, þakka þér allar ómetanlegu samverustundirnar og trúnaðarsamtölin í gegnum tíðina. Við tókum okkur svo margt fyrir hendur og sjáum ekki eftir neinu. Úff, ég á eftir að saka þín. Þín dóttir, Linda Björk. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Ég tel mig hafa verið heppna að fá svona yndislega ömmu að gjöf, ég veit að ég er ekki hlutlaus en yndislegri kona en amma mín hefur ekki gengið á þessari jörð. Amma var ekkert bláeyg á lífið, hún var stálgreind og hafði alltaf skoðun á hlutunum og það elskaði ég. Hún var ávallt með svör við öllu og átti yfirleitt síðasta orðið, var kát og skemmtileg. Við amma vorum góðar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman, sem ég naut allt þar til yfir lauk. Nú þegar leiðir skilur þakka ég henni fyrir allar þær stundir er við áttum saman. Elskulega amma mín, meira þyrfti ég ekki, bara eitt faðmlag í viðbót. Blessuð sé minning þín. Guð styrki fjölskylduna alla á sorgar- og kveðjustund, þegar amma nú kveður hið jarðneska líf. Sigurbjörg Kristín (Sigga Stína). Sumt fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni er þannig að það er einfaldlega ekki hægt annað en að vera í samvistum við það. Ekki vegna þess að það sé skylda að umgangast það heldur vegna þess að því fylgir bara ánægja. Þannig kona var föðuramma dóttur minnar, hún Ingunn. Nú þegar hún kveður þessa jarðvist langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Þegar ég kynnt- ist Ingunni fyrir 38 árum var hún glæsileg húsfreyja á Snæbýli í Skaftártungu á barnmörgu heim- ili. Það var sérstök upplifun að koma í heimsókn að Snæbýli. Aldrei hef ég kynnst jafn gest- risnu fólki eins og henni og manni hennar Siggeiri sem lést árið 2000. Þetta var gestkvæmt heim- ili þar sem alltaf var pláss og allir voru aufúsugestir. Þarna ríkti glaðværð, góður matur á borðum, það var spilað, spjallað og mikið hlegið. Ingunn dóttir mín naut þess að vera í dekri hjá ömmu og afa í sveitinni þar sem mikið var látið með hana. Þegar við hitt- umst var það fyrsta sem hún sagði: Hvað er að frétta af þér og þínum? Hún hafði einlægan áhuga á fólki og velferð þess. Hafði skemmtilegan húmor og þann eiginleika sem er mjög eft- irsóknarverður, að njóta augna- bliksins. Ingunn var vel gefin og hafði margvísleg áhugmál. Hún var m.a. mikil hannyrðakona og fengu ekki aðeins hennar fjöl- mörgu afkomendur að njóta þess heldur margir aðrir. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana Ingunni. Hún mátti takast á við missi og illvíga sjúkdóma og það gerði hún með ótrúlegum viljastyrk. Dul var hún um sína hagi og kvartaði aldrei. Nú í mars greindist hún með ólæknanlegt krabbamein. Þegar vitað var hvert stefndi fór hún að heim- sækja syni sína og barnabörn til Noregs. Fór síðan hringferð um landið með Lindu dóttur sinni. Veikindin máttu bíða. Ingunni tókst ætíð að spila vel úr þeim spilum sem hún hafði á hendi enda hafði hún frábæra meðspil- ara í fjölskyldu sinni. Í allt sumar hafa afkomendur Ingunnar hjúkrað henni af sérstakri alúð heima allan sólarhringinn. Þar skiptust þeir á að búa hjá henni og taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína í heimsóknir til hennar. Á kveðjustund vil ég þakka Ingunni fyrir að hafa verið sú amma sem öll börn eiga skilið. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég vináttu og tryggð. Að- standendum votta ég einlæga samúð. Minning Ingunnar lifir. Guðmunda Steingrímsdóttir. Ég kveð elsku bestu ömmu mína með söknuði og trega. Amma kenndi mér svo margt, hefur verið fyrirmynd mín í svo mörgu og verður það ætíð. Ég er líka svo óendanlega stolt af að vera nafna hennar. Það er sumt sem maður saknar, vöku megin við. Leggst út af á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil. Því ég veit að ef ég vakna upp, finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín, lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna, við hliðið bíður drottinn. Það er sumt sem maður saknar, vöku megin við. Leggst út af á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil. Þegar svefninn verður eilífur, finn ég aldrei aftur til. (Björn J. Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson) Elsku amma, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir fallega brosið þitt og mjúku faðmlögin þín. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mér. Þín nafna, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir. Enn er stórt skarð í vinahópn- um. Inga á Snæbýli verður borin til grafar í dag. Það eru svo marg- ar minningar bundnar við hana, bæði gamlar og nýjar. Ein af þeim fyrstu sem ég á um Ingu er af glaðri stund á Snæbýli, sem hefur væntanlega verið á gaml- árskvöld eða þrettánda. Það var spilað og farið í leiki og það var svo mikið af einhverjum fínum og framandi kökum og gosi hjá Ingu að við systur töluðum um að þetta væri eins og í Reykjavík! En það var í þá daga toppurinn á tilver- unni. Svo man ég líka eftir morgni heima, þegar við vorum vissar um að enginn í okkar ver- öld myndi framar líta glaðan dag. Þá var Inga allt í einu komin til aðstoðar og hún var alveg með sínu venjulega fasi, létt og upp- lífgandi, og hafði góð áhrif á alla. Hún hafði ekki farið varhluta af sorginni sjálf, en gat gefið af sér þegar sorg sótti nágranna heim, engu að síður. Eða kannski þess vegna. Svo komu þessir skemmti- legu dagar þegar maður fékk að skjótast að Snæbýli til að sækja póst, fá eitthvað lánað eða skila einhverju. Inga og Siggeir tóku manni svo vel og hvöttu okkur að leika við krakkana, en spurðu líka frétta og ræddu mál eins og við værum fullorðið fólk, þótt við stæðum varla út úr hnefa. Þar voru alltaf allir jafningjar og for- dómar þekktust ekki. Þá voru nú ekki klögumálin eða hneykslunin þegar við vorum byrjuð í heima- vistinni á Klaustri. Það hefði ein- hverjum fundist þvingandi að hafa mömmu sína eða nágranna- konu alltaf með í skólabílnum og í skólaeldhúsinu þar sem hún vann öll mín skólaár og miklu lengur. En af þessu þurftum við krakk- arnir úr Króknum engar áhyggj- ur að hafa þótt hegðunin væri kannski ekki alltaf til fyrirmynd- ar. Hún Inga var nú ekki að gera veður út af smámunum. Síðan komu ballferðir, með eða án þeirra hjóna. Þegar var verið að sameinast í bíla og eins að kveðjast að skemmtunum lokn- um. Hvergi var eins léttur og al- úðlegur bragur og þar. Svo kannski skrapp ég næsta dag að ræða atburði helgarinnar við stelpurnar og þá glumdu hlátra- sköll svo ekki sé nú meira sagt. Minningarnar hrannast upp og engin leið að nefna allt sem í hug- ann kemur. Á seinni árum ber hæst hetju- skap og tryggð. Eftir lát Siggeirs og erfiðan veikindakafla Ingu átti hún mörg góð ár og naut þess að ferðast um heiminn með börnum og barnabörnum. Það voru kær- komnir og fjörugir gestir þær Inga og Gunna systir hennar, þegar einhver af „Snæbýlis- krökkunum“ skellti sér með þær austur í Tungu. Og í íbúðinni hjá henni í Grænumörkinni, þar sem ég var oft gestur, skynjaði ég gamla heimilisbraginn frá Snæ- býli, glæsileikann, styrkinn og al- úðina sem fylgdi henni til hinstu stundar. Elsku Sigga, Stína, Sæmi, Össi, Habba, Linda, Viggi og Jói. Ég samhryggist ykkur og öllu ykkar fólki innilega, minningin lifir. Ásta Sverrisdóttir. Ingunn Ragna Sæmundsdóttir Ég kveð elsku Laugu, guðmóð- ur mína og vinkonu, með söknuði. Á stundu sem þessari fara margar minningar í gegnum hugann. Það var alltaf gaman að hitta Laugu og spjalla við hana. Þegar ég var barn bjó hún stutt frá heimili mínu og því voru heimsóknirnar tíðar. Einna minnisstæðastar eru þær þegar ég fékk að leika með barbie- dót Eddu dóttur hennar enda fengu ekki allir að leika sér með það. Á háskólaárunum þegar ég hóf minn búskap lét Lauga mig hafa fullan kassa af munum sem komu sér vel fyrir námsmanninn og margir þeirra fylgja mér ennþá. Við Lauga áttum nokkur sameig- inleg áhugamál, okkur fannst til dæmis gaman að fara í bæjarferð- ir, kíkja á kaffihús, fara í leikhús og á tónleika. Síðustu árin höfum Guðlaug K. Árnadóttir ✝ Guðlaug Krist-ín Árnadóttir fæddist á Látrum í Aðalvík, V- Ísafjarðarsýslu, 22. september 1930. Hún lést á kvenna- deild Landspítalans við Hringbraut 27. ágúst 2012. Útför Guðlaugar fór fram í kyrrþey 3. september 2012. við Lauga verið áskrifendur í Borg- arleikhúsinu sem gerði það að verkum að við hittumst reglulega og áttum saman skemmtileg- ar og gefandi stund- ir. Einnig fórum við á Jólasöngva Lang- holtskirkju og það kom okkur alltaf í hið sanna jólaskap. Í sumar var ég með afmælisboð sem Lauga treysti sér ekki til að mæta í. Nokkrum dögum síðar ræddum við Lauga um boðið og ég sýndi henni myndir frá því, það var ein af okkar gæðastundum saman. Ég tel mig heppna að hafa haft Laugu í lífi mínu og ég geymi í hjarta mínu góðar minningar um stundirnar sem við áttum saman. Ég mun oft hugsa til Laugu minn- ar og ég veit að við hittumst síðar. Þín Arnheiður Ösp (Adda). Fallin er nú frá skeleggasta kona sem ég hef kynnst, Guðlaug Árnadóttir, sem sagðist hafa verið kölluð Lauga á Laugaveginum í ungdæmi sínu. Fædd var hún á Hornströndum en fluttist tveggja ára gömul í fóstur til Bolungarvík- ur. 8 ára gömul fluttist hún svo aftur með þeirri stóru fjölskyldu til Reykjavíkur. Upp frá því varð hún Reykjavíkurdama. Kynni okkar hófust í Laufás- borg, þeirri stórmerku stofnun fyrir tæpri hálfri öld. Þjóðsagna- persónan Þórhildur Ólafsdóttir var enn við stjórn í Laufásborg og við tókum mark okkar af henni. Til dæmis var ekki leyfilegt að vera í síðbuxum inni, heldur þurft- um við að skipta um klæði þegar við fórum út og fara svo aftur í pils þegar við komum inn úr vetrar- kuldanum. Guðlaug var stórskemmtileg kona og lá aldrei á skoðunum sín- um. Mörgum sinnum rak ég upp stór augu yfir svo mörgu sem hún sagði. Eitt sinn sagði hún mér frá námskeiði sem hún hafði sótt hjá Landspítalanum, þá vann hún þar á skurðstofunni. Þetta námskeið fjallaði um bakteríur. Þær voru agalegar og vildu helzt setjast undir neglur á fólki. Þegar ég fór frá Guðlaugu var ég morandi í risastórum bakteríum undir nögl- unum. Og það fyrsta sem ég gerði daginn eftir var að kaupa naglab- ursta á hvern vask í leikskólanum mínum. Já, skýrt var talað og skorinort. Alstaðar þar sem Guðlaug var, var hún hrókur alls fagnaðar og það entist henni ævina út. Ég man eftir henni dansandi hringdans með fullt af ungum stúlkum í fimmtugsafmæli Ástu sem þá var liðstjóri kvennadeildar KR í fót- bolta. Það var skemmtileg sjón. Síðasta ævintýri okkar Guð- laugar var þegar við fórum á sýn- ingu hjá Félagi bókagerðarmanna í húsi þeirra á Hverfisgötu 21. Þar var til sýnis ljóðabókin mín, ásamt öðrum listaverkum eftir fé- lagsmenn. Góðar veitingar voru á boðstólum og á eftir vorum við leiddar um allt húsið sem er hið merkilegasta. Þaðan fórum við á síðustu sýningu Rósku, sem var í húsi Nýlistasafnsins við Vatns- stíg. Ég fékk mér þar sígarettu til heiðurs listakonunni. Þegar ég vissi ekki hvar ég ætti að drepa í henni (því enginn var nú ösku- bakkinn) sagði Guðlaug mér að stinga henni undir hælinn á skón- um mínum. Þetta vissi hún sem hafði aldrei á ævi sinni reykt. Við klykktum út með að fara í Klaust- urkjallarann á Klapparstígnum og kynna okkur sem eftirlitskonur vínveitingastaða. Það runnu tvær grímur á starfsmennina til að byrja með, Guðlaug var svo sann- færandi. Síðla árs 2010 fórum við Guð- laug saman út í Hagaskóla, til þess að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing, eftir að hafa kynnt okkur vel alla fulltrúana og fyrirkomulag kosn- inganna sem var ærið verk en vel þess virði. Síðast í fyrra bauð Guðlaug okkur þremur vinkonum í sushi, sem hún hafði útbúið með mynd- arbrag og naut þar auðvitað að- stoðar Eddu, einkadóttur sinnar. Guðlaugu líkaði ekki vel við veikindi sín, því hún vildi lifa lífinu lifandi, eins og hún hafði alltaf gert en 82 ár eru líka allgóður tími og hægt að þakka fyrir það. Svo eru líka minningarnar eftir, ekki má gleyma þeim. Oddbjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.