Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vinnuferlið verður rofið á einhvern
hátt í dag. Þér tekst að jafna gamalt deilumál
og mátt vel við niðurstöðuna una. Slepptu
engu tækifæri til að njóta samvista við vini og
vandamenn.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er eitthvert valdatafl í gangi í
vinnunni svo þér er skapi næst að gefast upp.
Komdu böndum á peningamálin og fáðu rétta
mynd af ástandinu, hversu slæmt sem það
kann að vera.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að koma þér upp dagbók
og skipuleggja tíma þinn betur. Gleymdu ekki
að þakka þeim sem gera vel við þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekki rétt að fötin skapi mann-
inn. Þau eru algert aukaatriði. Farðu út á
meðal fólks og ræddu málin því þá færðu
ferskar hugmyndir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef einhver hefur hæfileika til að heilla
aðra upp úr skónum ert það þú. Þú hefur
heppnina með þér í lok mánaðar. Þú munt
hugsanlega eignast nýjan vin í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Flest okkar eiga það til að falla í þá
gryfju að taka okkar nánustu sem sjálfgefna.
Gerðu áætlun fyrr en seinna. Gleymdu ekki
að taka mikilvægi hamingjunnar með í reikn-
inginn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ástin blómstrar um þessar mundir.
Farðu varlega í akstri, göngu eða hjólreiðum.
Þú færð skemmtilega frétt í kvöld.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur náð góðu verklagi og
átt að kappkosta að halda því. Reyndu að
forðast nöldur og sýndu þínum nánustu hlýju
og tillitssemi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt skapandi dag í vændum.
Aðstæður eru góðar fyrir andlega áreynslu
og stuttar ferðir og/eða samtöl sem eru
mannbætandi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki smáatriðin fara í taug-
arnar á þér. Þú nýtur lista, kvikmynda eða
skapandi viðfangsefna í botn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert mjög hænd/ur að vissri
manneskju, en sambandið hefur breyst.
Kannski þarftu að skipta um umhverfi til þess
að fá meira súrefnisflæði um heilann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Alls kyns vinir úr fortíðinni hafa látið á
sér kræla að undanförnu, sem er dálítið
óvenjulegt. Þú ert á réttri hillu í lífinu akkúrat
núna.
Páll Jónasson, æðarbóndi í Hlíð áLanganesi, hefur sent frá sér
lítið kver, Vísnagátur, og gefur þá
skýringu í formála að í hverri gátu
sé lausnarorðið hið sama í öllum
línum en með fjórum mismunandi
merkingum:
Stjörnumerki á himni há,
heiti líka manni á,
heyið flytur heim í tótt,
í honum barnið sefur rótt.
Hér er lausnarorðið vagn, Karls-
vagn, sérnafnið Vagn, heyvagn og
barnavagn. Hér er önnur gáta:
Okkur vísar veginn sá,
virðulegur syllu á.
Hálsliður það heiti ber,
á helgidögum messa fer.
Páll er gott limruskáld og hefur
gefið út ljóðabókina Hananú, safn
af fuglalimrum Þessa kallar hann
Útfararræðu Steindepils:
Æ, fari í kolsvart og kolandi
að kúra hér aleinn og volandi,
í frosti og trekki,
ég fíla það ekki.
Nei þetta er sko alls ekki þolandi.
Næstu limrur eru af öðrum toga.
Hinn fyrri ber yfirskriftina Blús:
Borð mitt er auðara en autt,
blóð mitt er dauðara en dautt,
og grárra en grátt
er geð mitt svo flátt
og lífið er snauðara en snautt.
Og Hótel Ísland:.
Starfslið er færra en fátt
og kjötið er smærra en smátt,
og hrárra en hrátt
og þrárra en þrátt,
en verðið – er hærra en hátt.
Limran Litlu andarungarnir var
ort í upphafi kreppunnar haustið
2008:
Þeir ætluðu að halda út á haf
og höndla með perlur og raf,
en hafið svo blátt
er hrekkjótt og flátt
og færði þá flesta í kaf.
Halldór Blöndal
halldorblondal@mbl.is
Vísnahorn
Hér er lausnarorðið vagn
Í klípu
„ENGAR ÁHYGGJUR,
ÉG STYÐ VIÐ BAKIÐ Á ÞÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HELD AÐ ÆTTJARÐARÁST SÉ AF HINU
GÓÐA FYRIR OKKUR, EN EKKI FYRIR
FÓLK Í ÖÐRUM LÖNDUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að sitja saman
í rökkrinu.
AAAAAAAÁÁÁÁÁÁÁ!
ÉG VISSI EKKI
RÖDDIN ÞÍN
NÆÐI SVONA
HÁTT!
ÞÚ
KLÓRAÐIR
MIG!
EKKI
SKIPTA UM
UMRÆÐU-
EFNI, KÓR-
DRENGUR.
HVER
ER
ÞETTA?
ÉG VEIT ÞAÐ EKKI,
HANN BAÐ UM AÐ FÁ
AÐ FARA FYRSTUR
UPP STIGANN.
GÓÐAN
DAG,
HERRA ...
ÉG ER KOMINN TIL AÐ TILKYNNA ÞÉR AÐ
TRYGGINGAIÐGJALDIÐ MUN HÆKKA UM
500% FRÁ OG MEÐ ÞESSARI STUNDU.
Víkverji heillast alltaf jafn mikið affólki sem talar af ástríðu um þá
hluti í lífinu sem það fæst við dags
daglega. Í starfi Víkverja hittir hann
ófáa viðmælendur sem eru uppfullir af
ástríðu og eljusemi.
x x x
Það er alltaf gaman að fá að forvitn-ast um hvað það er sem fær fólk
til að fara á fætur á morgnana. Hvaða
afl er það sem dregur fólk áfram og
fær það jafnvel til að leggja allt í söl-
urnar til þess að ná árangri á þeirri
braut sem það hefur kosið sér? Af-
reksfólk á sínu sviði veitir Víkverja
ómældan innblástur. Íþróttafólk og
þeir sem fylgja hjartanu og vilja hafa
gaman af því sem þeir gera eru verðir
eftirbreytni.
x x x
Ótal lýsingarorð er hægt að finna oggefa þessum einstaklingum
greinandi lyndiseinkunn, til þess að
hægt sé að komast að sannleikanum
um hvað það er sem knýr þá áfram.
x x x
Kannski er þetta tal lýsandi fyrir þáhugsun sem er einkennandi í okk-
ar samfélagi að margir vilja samræma
ástríðu sína, hæfileika og síðast en
ekki síst skemmtanagildið og setja
samasemmerki við vinnu.
x x x
Vinnustaðir eiga að vera skemmti-staðir. Fullyrðing sem er orðin
hávær og fylgir líklega yngri kynslóð-
inni sem er tiltölulega nýkomin út á
vinnumarkaðinn. Allt á að vera gaman
– líka vinnan – sem er í sjálfu sér ekki
alslæmt. Þetta má rekja til Google-
stemningarinnar svokallaðrar, en fyr-
irtækið er þekkt fyrir að skapa „al-
vöru“ skemmtilegt og skapandi and-
rúmsloft og gengur mjög langt í að
gleðja starfsmenn sína. Aðrir íslenskir
vinnustaðir vilja líkjast Google. Fyr-
irtækið Nova hefur gefið það út að það
vilji fá rennibrautir og aðra gleðigjafa
því vinnustaðurinn eigi að endur-
spegla að það sé stærsti skemmti-
staður í heimi. Þeir sem munu skoða
myndir af hressilegu partíi sem haldið
var hér innanhúss í tilefni af nýju
sunnudagsblaði geta afsannað kenn-
ingu Nova. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld
því að frá honum kemur von mín.
Hann einn er klettur minn og hjálp-
ræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur.
(Sálm. 62:6-7)
Sérsmíðaðar baðlausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á
baðherbergi.
Við bjóðum upp á
sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtu-skilrúm.
Þá erum við komnir með nýja
útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922