SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Síða 36

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Síða 36
36 16. september 2012 Matur Ólívan virðist ekki alveg verameð sjálfri sér. Hún dúar ískeiðinni, fölgræn og bólgin,löðrandi í olíu og líkist frekar linsoðnu eggi, sem hefur verið klætt úr skurninni, en ólívu. Ef þjónsins nyti ekki við þyrfti leiðarvísi. „Legðu ólívuna úr skeiðinni á tunguna og þrýstu henni upp í munnholið,“ segir konan, sem gengur um beina, og ég hlýði. Ólívan er mjúk og springur við þrýstinginn, bragðast eins og ólíva en er ekki eins og ólíva. Hún flæðir um munninn og bragðlaukarnir taka við sér af ánægju þótt þeir séu frekar ráðvilltir og hafi fengið algerlega gagnslaus boð frá öðrum skynfærum um hvað væri í vænd- um. Veitingastaðurinn Tickets stendur við Avinguda Paral-lel í Barselónu og það er ekki hlaupið að því að komast þar að. Fyr- ir utan tekur kona með pípuhatt klædd la- fasíðum jakka á móti gestum. Innrétting- arnar eru í anda amerískrar poppmenningar, fjöldaframleiðslu, færi- banda og skyndibita, en minna líka á glys og ljósadýrð leikhúsanna á Broadway. En það fer engin fjöldaframleiðsla fram á Tic- kets og maturinn er ekki sviðsettur þótt nostrað sé við hann, hann er raunveruleg- ur. Bylti spænskri matargerð Tickets er sköpunarverk Ferrans Adrias. Hann er einn fremsti kokkur Spánar og þótt víðar væri leitað. Adria hefur verið eignuð bylting í spænskri matargerðarlist, sem þótti stöðnuð áður en hann kom til skjalanna. Á Tickets er boðið upp á tapas smárétti í hæsta gæðaflokki, en þótt full ástæða sé til að taka staðinn alvarlega hef- ur alvaran vikið fyrir gleði og gáska. Rétt- irnir eru ekki bara fallegir, það er húmor í framsetningunni, hvort sem um er að ræða litla hamborgarann eða álagaskóg- inn, sem boðið er upp á í eftirrétt. Ferran Adria fæddist í Barcelónu árið 1962 og segir að áhugi sinn á mat hafi vaknað fyrir tilviljun. Hann hóf hagfræðinám, en átján ára langaði hann að fara og lifa lífinu í Undraveröld hins nýja eldhúss Ferran Adria er einn fremsti matreiðslumeistari heims. Hann gerði El Bulli í litlu þorpi á Spáni að besta veitingastað heims með byltingarkenndum aðferðum, sem hann kallar hið nýja eldhús. El Bulli hefur nú verið lokað, en á veitingastaðnum Tickets í Barselónu lifir eldhús Adrias góðu lífi. Karl Blöndal kbl@mbl.is Loftpúðar fylltir kremi úr manchego-osti með ostsneið ofan á, hrognum og heslihnetupúðri. Hráar ostrur í melónulegi voru himneskar á bragðið og runnu niður í einum munnbita. Kanínukjöt og grænmeti í örlítilli tacos- pönnuköku að mexíkóskum hætti. Hráir túnfiskbitar með radísum og vínberj- um voru bornir fram með þunnu kexi. Ólívan óviðjafn- anlega dúar eftir að hafa legið í fimm daga í legi með kanil og sí- trónuberki. Dæmigerðir froðutoppar úr hinu magnaða tilraunaeldhúsi Ferrans Adria. Hindberjasorbet og souffle með sykur- púðum sem kennt er við flæðandi hraun. Óður til skyndibitans. Örlítill hamborgari í loftbrauði rann niður í einum munnbita.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.