SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 43

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 43
16. september 2012 43 að honum var ómögulegt að deila með Wittgenstein menningarlegri bölsýni hans, sem gerði hann þar af leiðandi að ákjósanlegum ferðafélaga. Wittgenstein vildi vera fullkominn í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, ekki síst vináttu. Og það virðist sem hann hafi oft ekki talið sig standa undir eigin væntingum í þeim efnum. Þótt hann hafi verið gagnrýnin á aðra var sjálfsgagnrýnin engu minni. Án efa voru hinar áhrifamiklu hugmyndir Schopenhauers og Weiningers um „skyldu snillingsins“ við sjálfan sig of- arlega í huga Wittgensteins. Ferðalag þeirra félaga ásamt leiðsögu- manni þeirra (Jónsson) á hestbaki um Suðurland stóð í 10 daga og ekkert var til sparað. Á daginn riðu þeir í misjöfnu verðri milli áfangastaða og könnuðu landslagið af miklum áhuga. Og á kvöldin að loknum kvöldverði var Wittgenstein með fyrirlestra og kennslu í rökfræði fyrir Pinsent. Á Íslandi hugsaði Wittgenstein stíft um undirstöður rökfræðinnar sem ollu honum heilabrotum. Dagbókarskrif Pinsents bera þess glöggt vitni að Witt- genstein var í mun að miðla þessum nýju rannsóknum sínum í rökfræði. Pinsent tjáir hvað eftir annað aðdáun sína á þess- um rannsóknum, auk þess sem hann lýsir því yfir að Wittgenstein sé hreint af- bragðsgóður kennari. Pinsent tjáir að ekki hafi verið nokkur möguleiki á að finna minnstu sprungu í röksemdafærslum Wittgensteins og að Wittgenstein hafi fengið hann til að endurskoða hugmyndir sínar um nokkur mál frá grunni. Fyrir Pinsent voru eftirfarandi fyr- irlestrar Wittgensteins eftirminnilegir: Á Þingvöllum hinn 14. september, við Geysir í Haukadal dagana 17. og 18. sept- ember, á Hlíðarenda í Ölfusi hinn 22. september og á Seyðisfirði hinn 29. sept- ember. Á Seyðisfirði heilluðust þeir af norðurljósunum á kvöldgöngu sinni og ræddu aðallega þær nýju rannsóknir í rökfræði sem Wittgenstein hafði verið að gera. Pinsent færir til bókar það kvöld að hann hafi trú á því að Wittgenstein hafi uppgötvað eitthvað alveg nýtt. Tæpum mánuði síðar hinn 25. október í Cambridge skráir Pinsent í dagbók sína að Wittgenstein hafi hringt í sig til að útskýra nýja lausn á vandamáli í rökfræði sem olli honum miklum heilabrotum á Íslandi og sem hann hafði þá fundið lausn á til bráðabirgða. Nýjasta lausnin sé gjörólík hinni fyrri, og sé hún traust verði hún byltingarkennt skref í rökfræði. Í dagbók- arfærslunni kemur einnig fram að Russell fallist á lausnina en óttist að enginn muni skilja hana. Pinsent telur sig hinsvegar skilja hana. Og ef lausnin dugi, verði Witt- genstein fyrstur til að leysa það sem reyndist Russell og Frege ofviða í mörg ár. Lausnin sé sannfærandi og snilldarlega út- færð. Ósamlyndi þeirra félaga Fyrsta orðasenna þeirra Wittgensteins og Pinsents, sem var um málefni almenn- ingsskóla, átti sér stað fyrsta daginn í Reykjavík hinn 12. september á Hótel Reykjavík. Það hitnaði í kolunum uns þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu misskilið hvor annan. Wittgenstein var ákaflega mikið á varðbergi gegn öllum smáborg- araskap og hafði haldið að Pinsent væri vilhallur þess konar hugsunarhætti. Viku síðar hinn 19. september í Skipholti í Hrunamannahreppi er málefni smáborg- araskapar aftur á dagskrá hjá þeim fé- lögum. Wittgenstein varð tíðrætt um smáborgara og Pinsent taldi að það gæti hafa verið að hann hefði tjáð Wittgenstein hugmyndir sem litu út fyrir að vera smá- borgaralegar, t.d. um forskot 20. ald- arinnar gagnvart fyrri öldum. [Það má gera ráð fyrir því að hugmynd hinnar þýsku bölsýni um hnignun menningar hafi haft áhrif á þessar samræður]. Pinsent skráir hjá sér að hann álíti ekki svo að Wittgenstein sé í nöp við sig; hann sefi sjálfan sig með því að fullyrða við Pinsent muni hugsa öðruvísi með aldrinum. Daginn eftir komuna til Reykjavíkur lögðu þeir félagar leið sína í húsakynni skipafélagsins til að ganga frá káetum fyrir heimferðina frá Reykjavík hinn 27. sept- ember. Afgreiðslumaðurinn virðist ekki hafa skilið þá fyllilega og var hálfgerður glópur að mati Pinsents, en að lokum höfðu þeir erindi sem erfiði. Pinsent skráir hjá sér að Wittgenstein hafi orðið skelfi- lega vandfýsinn og haft áhyggjur af því að nú kæmust þeir sennilega aldrei heim aft- ur. Þessi uppákoma gerði Pinsent ergileg- an út í Wittgenstein, en að lokum brá Wittgenstein sér frá og kom að vörmu spori með bankastarfsmann sem túlk til að tryggja heimförina. Óróleiki Wittgensteins gat á stundum haft þvingandi áhrif á hið glaðværa ró- lyndi Pinsents. En að sama skapi hafði það afar neikvæð áhrif á Wittgenstein ef Pin- sent datt úr góða skaplyndinu og varð ergilegur út af einhverjum smámunum. Þetta gerðist hinn 21. september þegar þeir gistu í slagviðri á bænum Kotströnd í Ölfusi. Kvöldverður var borinn fram kl. 19.30 og eftir kvöldverðinn settist Pinsent niður við lestur á Wuthering Heights. Það var þungt í Wittgenstein allt kvöldið því Pinsent virðist hafa pirrast snögglega yfir einhverju lítilræði. Pinsent færir í dagbók- ina að hann muni ekki út af hverju hann hafi pirrast þetta kvöld og skráir hjá sér að Wittgenstein sé sífellt að biðja hann um að vera ekki uppstökkan. Auk þess skráir Pinsent hjá sér að hann geri sitt besta, hann hafi ekki svo oft verið uppstökkur í ferðinni! Á Þingvöllum hinn 15. september eru þeir Wittgenstein og Pinsent í langri gönguferð um hraun, mosa og gjár og þurftu að príla upp nokkra kletta. Pinsent lýsir því hvað Wittgensteins hafi verið skelfilega taugaóstyrkur og vandfýsinn og beðið Pinsent í guðs bænum að fara var- lega og hætta ekki lífi sínu! Pinsent var forviða yfir þessu háttalagi Wittgensteins, en taldi hann annars prýðilegan ferða- félaga. Í Krýsuvík hinn 23. september var Pin- sent aftur forviða á hátterni Witt- gensteins. Þeir gengu upp á hól fyrir kvöldverð og áttu í löngum samræðum um daginn framundan. Pinsent vildi fara til Reykjavíkur daginn eftir en Witt- genstein vildi dvelja einn dag í Krýsuvík og fara síðan til Reykjavíkur. Pinsent gaf eftir (til að mæta áhuga Wittgensteins) og mælti með tveimur nóttum í Krýsuvík, en þá varð Wittgenstein áhyggjufullur yfir tilslökun Pinsents og órólegur yfir því að Pinsent gæfi eftir bara „til þess að halda friðinn“. Þeir náðu þó góðu samkomulagi um framhaldið. Í Reykjavík hinn 24. september á Hótel Reykjavík snæddu Wittgenstein og Pin- sent kvöldverð ásamt fjórum öðrum ferðalöngum. Einn af þeim var mikill upp- skafningur og átti í samræðum við Pinsent yfir borðhaldinu. Eftir kvöldverðinn áttu þeir Wittgenstein og Pinsent langa sam- ræðu um slíka manngerð. Wittgenstein vildi ekki samskipti við fólk af þessu tagi en Pinsent var á öðru máli. Daginn eftir hinn 25. september gerði Wittgenstein mikið veður út af þessum uppskafningi og þvertók fyrir að sitja til borðs með þessum manni. Þeir félagar gerðu því ráðstafanir að snæða kvöldverð á hótelinu klukku- tíma fyrr en aðrir hótelgestir. Það var þungt í Wittgenstein allan daginn, en eftir að hafa snætt kvöldverð og skálað í sætu kampavíni bráði fljótlega af honum. Eftir kvöldverð röltu þeir um bæinn. Á leiðarenda Hinn 24. september í Reykjavík setur Pin- sent í dagbók sína færslu sem lýsir leið- indum yfir því að ferðalag þeirra um Ís- land sé komið á leiðarenda. Og síðar í Birmingham hinn 5. október færir Pinsent til bókar að með þessum hætti endi eitt glæsilegasta sumarfrí sem hann hafi nokkurn tíma átt. Hann ritar að dvölin á Íslandi hafi skilið eftir allt að því róm- antíska dulúð í huga hans, því mesta róm- antíkin felist í framandi upplifunum og framandi umhverfi. Wittgenstein var þó ekki endilega sam- mála þessu. Hann var meðvitaður um hversu ólíkir þeir væru og um ósamlyndi þeirra. Hann tjáði Pinsent ári síðar, hinn 2. september 1913, að hann hefði notið Ís- landsferðarinnar, „að svo miklu leyti sem það er gerlegt tveimur manneskjum sem eru óháðar hvor annarri“. Það er freistandi að túlka þessi ummæli Wittgensteins í ljósi þess hve takmarkað þeir þekktu hvor annan í Íslandsferðinni. Skólaárið 1912-1913 kynntust þeir mun betur og fóru síðan í mánaðarferðalag til Noregs haustið 1913. Þegar móðir Davids Pinsents skrifað Wittgenstein bréf sumarið 1918 og til- kynnt honum andlát sonar síns í flugslysi við flugrannsóknir hans á Englandi, skrif- aði Wittgenstein til baka og lét svo um mælt að David hefði verið fyrsti og eini raunverulegi vinur hans. Í þessu sama bréfi til móður Davids tilkynnti Witt- genstein að hann myndi tileinka heim- spekilegt verk sitt Tractatus Logico- Philosophicus minningu Davids sem hafði frá fyrstu tíð í Cambridge sýnt verkinu mikinn áhuga. Ísland og Noregur Wittgenstein kunni alltaf best við sig á af- skekktum stöðum. Hann ferðaðist mörg- um sinnum til Noregs, enda byggði hann sér fjallakofa við Skjolden og varði drjúg- um tíma þar í einangrun við skriftir. Þau heilabrot um rökfræði sem hófust á Íslandi héldu áfram að þróast í Noregi árin 1913- 1914 og svo áfram í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Árið 1931 ritaði Wittgenstein: „Þegar ég dvaldi í Noregi árið 1913-1914 komu mér í hug nokkrar sjálfstæðar hugs- anir, eða þannig virðist mér það vera núna. Ég á við að ég hafi það á tilfinning- unni að í þá tíð hafi ég náð að framkalla nýjar stefnur í hugsun (en kannski skjátl- ast mér). En núna virðist ég einfaldlega notast við gamlar hugsanir.“ Það er svo álitamál hvort síðasta setn- ingin í þessu þankabroti sé ekki rituð af fullmikilli hógværð, miðað við þau áhrif sem síðari heimspeki Wittgensteins hefur haft allt fram til okkar daga. Rit sem stuðst var við: Brian McGuin- ness. Young Wittgenstein. Wittgenstein’s Life 1889-1921. Clarendon Press, Oxford, 2005. G. H. von Wright (ritstj.). A Portra- it of Wittgenstein as a Young Man. From the Diary of David Hume Pinsent 1912- 1914. Basil Blackwell, Oxford, 1990. Lud- wig Wittgenstein. Culture and Value. G. H. von Wright (ritstj.). The University of Chicago Press, Chicago, 1984. Ray Monk. Ludwig Wittgenstein; The Duty of Ge- nius. Vintage Books, London 1991. ’ Wittgenstein vildi vera fullkominn í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, ekki síst vináttu. Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein í Swansea 1947. Ljósmynd/Ben Richards

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.