SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 47

SunnudagsMogginn - 16.09.2012, Page 47
16. september 2012 47 Hinn 11. nóvember næstkom-andi eru tvö hundruð ár liðinfrá andláti Ólafs StefánssonarStephensen, stiftamtmanns yfir Íslandi. Hann fæddist 3. maí 1731 á Höskuldsstöðum á Skagaströnd og lést 11. nóvember 1812 í Viðey. Ólafur var valinn til æðstu metorða á Íslandi árið 1790, fyrstur Íslendinga á síðari öldum allt frá siðbótartíma. Hann var síðastur Íslendinga á hæsta valdastóli hér áður en ný kynslóð hóf merki þjóðfrelsisbarátt- unnar á loft. Ólafur gekk á Hólaskóla og lauk lagaprófi frá Hafnarháskóla 1754. Hann var fátækur í uppvexti en átti ættir að rekja til flestra valdamanna og auðmanna landsins fyrr og síðar. Í einkalífi var Ólafur hamingjumaður. Gæfa hans, vel- ferð og frami hófust þegar hann kynntist og gekk að eiga Sigríði Magnúsdóttur (13. nóv. 1734 - 29. nóv. 1807) frá Leirá í Leirársveit, dóttur Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Með Sigríði fékk hann mik- inn auð sem hann kunni að ávaxta vel, og urðu þau stórauðug. Saga hans er líka saga hennar. Ólafur Stefánsson lifði einhvern erf- iðasta tíma þjóðarsögunnar. Á valdaárum sínum kom hann við flest mál Íslendinga og lagði drjúgan skerf að ýmsum fram- faramálum. Sem ungur maður var hann liðsmaður og starfsmaður Skúla Magn- ússonar landfógeta og Magnúsar tengda- föður síns í framfaraviðleitni þeirra. Síð- ar skildi leiðir með þeim Skúla og var hvorugum sérstaklega um að kenna. Ólafur var mikilvirkur frumkvöðull um útgerð, fiskverkun, iðnþróun, klæðagerð, útflutning, landbúnað, mjólkurframleiðslu, verklega fræðslu, tilraunir og nýsköpun í atvinnulífi. Þeir tengdafeðgar, Magnús Gíslason og Ólaf- ur, hófu fyrstir manna eiginlegan iðn- rekstur á Íslandi á eigin vegum og eru fyrstu atvinnurekendur og vinnuveit- endur Íslands í nútímaskilningi orðanna. Veglyndur mannúðar- og rausnarmaður Ólafur Stefánsson fékk orð fyrir að vera samviskusamur, röggsamur og kröfu- harður embættismaður. Hann hlóð undir sig og sína eins og tíðkaðist, en hallaðist yfirleitt að mannúð fremur en harðýðgi í dómum. Því hefur verið haldið fram að hlutur hans í þjóðarsögunni sé ekki minni en þeirra Jóns Eiríkssonar og Skúla Magnússonar. Björn Þórðarson forsætisráðherra hrósaði réttarfarsstefnu Ólafs. Þorkell Jóhannesson prófessor kallaði Ólaf ,,veglyndan mannúðar- og rausnarmann“ og ,,mikilhæfan höfð- ingja“. Ólafur Stefánsson ritaði allnokkrar rit- gerðir og bækur um þjóðþrif og framfar- ir. Má telja hann meðal frumherja á Ís- landi í búfræði og verkstjórnarfræðum, rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, haglýs- ingu og hagsögu, svo og í stærðfræði og nokkrum greinum náttúrufræða. Til- lögur Ólafs og ábendingar um framfarir og umbætur til Landsnefndarinnar upp úr 1770 eru meiri að vöxtum en annarra embættismanna. Hann lagði mikla áherslu á verslunarfrelsi og afnám einok- unar, en var ósammála öðrum um til- högunina og vildi áfangaleið til að tryggja íslenskum mönnum verslunina raunverulega úr höndum útlendinga. Athyglisvert er hvílíka áherslu Ólafur leggur í ritum sínum á handverk og frjálsa verslun og hvernig hann greinir og lýsir virðisauka af handverki og mik- ilvægu framlagi verslunar til almenn- ingsheilla, framfara og velmegunar. Hann fjallar meðal annars um frjálsar rekstrarákvarðanir og virka arðsækni á markaði. Skoðanir Ólafs á viðskiptum benda beint til áhrifa frá Adam Smith og eru að líkindum fyrstu dæmi á Íslandi um hugmyndir um frjálsan rekstur og markað. Auk þessa má telja Ólaf stiftamtmann frumkvöðul í viðhorfum sem síðar voru kölluð dýravernd. Að líkindum er Ólafur fyrsti opinberi fulltrúi Íslands í móttöku erlendra ferðamanna og þeirri kynningu sem slíku heyrir, og gengu sögur af veislum hans. Og hann skrifar manna fyrstur um hestarækt og hestamennsku. Jarðvegurinn sem síðar var uppskorið úr Ólafur stýrði byggingu dómkirkjunnar í Reykjavík og hegningarhússins sem nú er forsætisráðuneytið. Ólafur Stefánsson sýndi velferð og framfærslu fátækra jafnan skilning og áhuga. Umkomulaust fólk safnaðist að heimili þeirra Sigríðar í hörmungum og hungursneyð móðuharðindanna. Eitt sinn lét hann brjóta upp búr kaupmanns og útbýta vörum til nauðstaddra. Hann bauð landsetum sínum á Akranesi samn- inga um eigin atvinnurekstur þeirra og byggingar, en þetta tilboð má telja eina fyrstu tilraun til að varða veg til mynd- unar þéttbýlis og borgaralegra atvinnu- vega hér á landi. En hann varði jafnframt viðtekna búskaparhætti eindregið, m.a. vegna ótta við bjargarleysi almúga við sjávarsíðuna. Ólafur Stefánsson var trúr konungi sínum en starfaði ekki samkvæmt þeirri nýju stefnu danska einveldisins á þeim tíma að safna völdum og stjórnsýslu að öllu leyti til Kaupmannahafnar. Hann hélt fram gamalgrónum sjónarmiðum ís- lensku höfðingjastéttarinnar um forræði og forréttindi á heimaslóð. Ólafur lenti í harðri valdabaráttu, sætti ákærum fyrir rannsóknarnefnd og var 72 ára gömlum vikið frá embætti um sinn. Hann var sakaður um misbeitingu valds við sölu einnar stólsjarðar og við vinnu eins fanga í tugthúsinu. En hann fékk fullan sigur að þremur árum liðnum. Þá fékk hann staðfesta embættistign, lífeyri og einnig Viðey til ævilangrar búsetu. Í málsvörn sinni nefndi hann Ísland ,,fædrenelandet“ og ítrekaði tryggð við rétt þess og hag í hefðbundnum skiln- ingi. Ólafur Stefánsson Stephensen stift- amtmaður var einn síðasti varð- stöðumaður um forn landsréttindi Ís- lands í gömlum konunghollum stíl, um tækifæri almúgans til bærilegrar lífs- afkomu og um leið um sérstakan rétt ís- lenskrar höfðingjastéttar, áður en þjóð- frelsishugmyndir 19. aldar bárust út hingað. Hyggindi Ólafs og fastheldni hans á erfiðum tímum hafa hjálpað til að binda og vernda jarðveginn sem síðar var uppskorið úr. Byggt á riti greinarhöfundar: Mik- ilhæfur höfðingi. Ólafur Stefánsson Stephensen stiftamtmaður og hug- myndir hans. Hið ísl. bókmenntafélag 2011. Höf. er fv. skólastjóri á Bifröst og lektor við HR Hyggindi og fastheldni á erfiðum tímum Hinn 11. nóvember næstkomandi eru tvö hundruð ár liðin frá andláti Ólafs Stefánssonar Steph- ensen, stiftamtmanns yfir Íslandi. Jón Sigurðsson jsi@hr.is 11. nóvember næstkomandi eru tvö hundruð ár liðin frá andláti Ólafs Stefánssonar Stephensen, stiftamtmanns yfir Íslandi. Gæfa Ólafs Stephensens velferð og frami hófust þegar hann kynnt- ist og gekk að eiga Sigríði Magnúsdóttur frá Leirá í Leirársveit. ’ Að líkindum er Ólaf- ur fyrsti opinberi fulltrúi Íslands í mót- töku erlendra ferðamanna og þeirri kynningu sem slíku heyrir, og gengu sög- ur af veislum hans. Og hann skrifar manna fyrstur um hestarækt og hesta- mennsku.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.