Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 2
Indverski hugleiðarinn DadiJanki, sem er í viðtali í Sunnu-dagblaði Morgunblaðsins í dag, kýs andleg gæði fram yfir veraldleg. Hún veltir dægurþrasi ekki fyrir sér og segir stjórn- málaleiðtoga heimsins því miður ekki færa um að breyta heiminum hversu mikið sem þeir þrái það. Til þess skorti óeigingirni og vin- áttu. Á ferðasíðu má finna sögu af vináttu en fyrir nokkru lögðu fjór- ir vinir upp í langþráða reisu um Bandaríkin og segja okkur ferða- söguna. Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir, fyrrverandi landsliðs- kona, er í forsíðuviðtali að þessu sinni. Margir hafa reynslu af þrá- látum höfuðverk en Guðrún Sóley glímdi við þann verk upp á dag í á annað ár. Þrátt fyrir að höfuðhögg hafi bundið enda á atvinnu- mannaferil í knattspyrnu horfir hún fram á veginn og nýtir mennt- un sína í fjármálahagfræði í starfi sínu fyrir Seðlabankann. Kolfinna Kristófersdóttir er kornung stúlka úr Vestmanna- eyjum sem gerir það gott sem fyr- irsæta og hefur náð undraverðum frama á stuttum tíma í tískuheim- inum. Hún fer þó að ráðum pabba síns og leggur sig þegar tími gefst. Kvikmyndahátíðin RIFF er hafin og á menningarsíðum segj- um við frá nokkrum myndum sem vert er að líta á. Dagblöð teljast líklega til ver- aldlegra gæða en ættu þó að vera fær um að auðga andann ef vel er að verki staðið. Fjölmiðlar mega aldrei ímynda sér að með útgáfu sé verið að uppfylla þörf. Í raun þurfum við ekki neitt, en vonandi nær þetta blað að kalla fram löng- un til lestrar. Eyrún Magnúsdóttir RABBIÐ Löngun til að lesa Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Gott getur verið að hafa félagsskap þegar gengið er heim úr skólanum á daginn, ekki síst fyrir yngstu nemendurna sem eru óðum að læra að fóta sig og axla ábyrgð á sínum gjörðum í þessari tilveru. Félagsskapurinn kemur sér ekki síst vel þegar umferðarkeila hafnar af einhverjum óþekktum ástæðum á höfðinu á manni og maður sér ekki nokkurn skapaðan hlut, hvorki fram fyrir sig, aftur né til hliðar. Þá ríður á að meðgengillinn bregðist hratt og örugglega við og rétti manni hjálparhönd, eins og þessi ágæti piltur sem varð á vegi Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, í Árbænum fyrir helgina. Engum sögum fer af því hvort hið uppátækjasama ungmenni var búið að fjarlægja þetta óhefðbundna höfuðfat þegar heim var komið. Það verður þó að teljast líklegra en hitt. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX SKRÝTIÐ HÖFUÐFAT GAMAN ER AÐ BREGÐA Á LEIK Á LEIÐ HEIM ÚR SKÓLANUM EFTIR LANGA OG STRANGA VIKU. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Pláneturnar eftir Holst. Hvar? Harpa. Hvenær? 30. september kl. 14. Nánar Ungsveit Sinfóníunnar. VIÐBURÐIR HELGARINNAR Plánetur í Hörpu Hvað? Ástarsaga úr fjöllunum. Hvar? Möguleik- húsið. Hvenær? 30. sept- ember, kl. 14. Nánar Barnaleikrit. Sígilt barnaverk Hvað? Esjan með Ferðafélagi Íslands. Hvar? Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8. Hvenær? Níu klukkutíma ganga 30. september. Nánar Sjá heimasíðuna fi.is. Dagsganga á Esju Hvað? Dótabasar Hvar? Suðurlands- braut 24. Hvenær? kl. 11-18. Nánar Notuð leik- föng til sölu til styrktar Líf styrkt- arfélagi. Leikföng fyrir nýja félaga Hvað? Markaðsstemning í Kolaportinu. Hvar? Tryggvagötu 19. Hvenær? 11-17. Nánar Ný og notuð vara á einum stað. Kolaportið Hvað? Tónleikar. Hvar? Harpa, Norður- ljós. Hvenær? 30. sept- ember kl. 19.30. Nánar Kammermúsíkklúbburinn spilar. Kammermúsík í kvöld Hvað? Málþing - Hreyfing augnabliksins. Hvar? Hafnarhús. Hvenær? 30. september kl. 14. Nánar Málþing í tengslum við sýn- inguna. Málþing um sýningu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.