Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 6
Helmut Kohl varð kanslari Vestur-Þýskalands árið 1982. Í hans kanslaratíð féll Berl- ínarmúrinn og árið 1991 var Þýskaland sameinað. Hann er einnig einn af upphafs- mönnum evrunnar. Hann var kanslari til 1998 og hefur eng- inn setið lengur í embættinu frá valdatíð Ottos von Bism- arck. Myndin sýnir Kohl og Míkhaíl Gorbat- sjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið sem múr- inn féll. Helmut Kohl skapaði sér af-gerandi sess í þýskrisögu. Hann var kanslari þegar múrinn hrundi og Þýskaland var sameinað. Kohl er í sviðsljósinu þessa dagana vegna þess að á morgun, 1. október, eru 30 ár liðin frá því hann varð kanslari. En það er ekki eina ástæðan. Ekki er síður rætt um það hvernig nú er fyrir kanslaranum komið. Kohl fannst 28. febrúar 2008 í blóði sínu á eldhúsgólfinu heima hjá sér. Hann hefur sennilega dottið fram fyrir sig, líklega eftir að hafa fengið hjartaáfall. Síðan hefur hann verið í hjólastól og átt erfitt með mál. Hann lætur fyrirberast í húsi sínu í Ludwigshafen-Oggersdorf þar sem eiginkona hans, Maike Kohl- Richter, annast hann. Kanslarinn fyrrverandi var á forsíðu vikuritsins Der Spiegel í liðinni viku undir fyr- irsögninni Harmleikur Helmuts Kohls. Yfir henni stóð: Svikinn, blekktur, einangraður. Kohl gekk að eiga Kohl-Richter eftir að Hannelore, eiginkona hans, framdi sjálfsmorð. Kohl-Richter er 48 ára gömul, en Kohl 82 ára. Eftir slysið fyrir rúmum fjórum árum hefur aðeins takmarkaður hópur manna haft aðgang að Kohl. Þeir, sem ekki eru í náðinni, beina einkum spjótum sínum að eiginkonu hans. Hún ráðskist með hann og sé að reyna að móta arfleifð hans. Menn velta fyrir sér að hve miklu leyti bréf frá Kohl og blaðagreinar séu eftir hana. Eiginkonunni mun vera mikið í mun að rödd Kohls heyrist, ekki síst vegna þess að annar fyrrverandi kanslari, sem reyndar ekki hafði jafn mikil áhrif á söguna, situr í Hamborg og lætur sig málefni líð- andi stundar óspart varða, jafnt í ræðu sem í riti. Helmut Schmidt er reyndar einnig í hjólastól, en hann getur bæði talað og skrifað. Þeir, sem aðgang hafa að kansl- aranum, segja hins vegar að hún hugsi mjög vel um hann, sé athugul og fórnfús; að án hennar væri Kohl ekki á lífi og hefur Kohl reyndar sagt það sjálfur. Meðal hinna út- völdu eru Kai Diekmann, ritstjóri dagblaðsins Bild, og Horst Teltsc- hik, sem var ráðgjafi Kohls um ut- anríkismál í kanslaratíð hans. Meðal hinna útilokuðu eru Peter og Walter Kohl, synir Kohls, Eck- hard og Hilde Seeber, fyrrverandi bílstjóri, og ráðskona hans. Í Der Spiegel er rakið hvernig Eckhard Seeber, sem árum sam- an þjónaði Kohl, sló blettinn við húsið hans, fór með honum í gufubað og jós vatni á heita steinana og breiddi yfir hann þegar hann var sofandi og hafði hrist af sér teppið í löngum flug- ferðum, fékk einn daginn að vita að þjónustu hans væri ekki lengur þörf. Blaðamaðurinn Heribert Schwan, sem eitt sinn var trúnaðarvinur fjöl- skyldunnar, skoraði í sjónvarpi á gamla vini kanslarans að snúa bök- um saman og „frelsa“ hann. Schwan var hinn nafnlausi skrá- setjari ævisögu Kohls. Hann skrif- aði þrjú bindi þar sem nafn hans kemur hvergi fyrir og var hálfnaður með það fjórða. Hann vann mjög náið með kanslaranum fyrrverandi fyrir slysið. Hann á 630 klukku- stundir af upptökum með sam- ræðum sínum við Kohl. Þar er margt, sem ekki kom fram í ævisögunni, sem hann vann með Kohl. Einnig hafði hann að- gang að öllum gögnum, trún- aðarskjölum og einkabréfum, meira að segja 13 möppum, sem austur- þýska öryggislögreglan, Stasi, tók saman um hann á sínum tíma. Schwan skrifaði ævisögu Hann- elore Kohl, sem hann átti mörg trúnaðarsamtöl við, í óþökk Kohls. Schwan kveðst hafa fórnað átta ár- um, nú vilji hann fá eitthvað fyrir snúð sinn og skrifa ævisögu Kohls með sínu lagi. Kohl-Richter mun ekki síst vera treg til að hleypa fólki að Kohl vegna hættunnar á að frásagnir af heimilislífinu leki beint í slúður- blöðin. En hún veit að það lítur ekki vel út þegar gamlir samferðamenn segjast í viðtölum hafa verið settir út í kuldann. Hún mun því vera að íhuga að rétta þeim sáttahönd og opna heimilið fyrir þeim á ný. Tekist á um Helmut Kohl HELMUT KOHL ER BUNDINN VIÐ HJÓLASTÓL OG MÁ VART MÆLA. SEINNI EIGINKONA HANS LIGGUR UNDIR ÁMÆLI FYRIR AÐ EINANGRA MANN SINN. KANSLARINN FYRRVERANDI SEGIR HINS VEGAR AÐ ÁN HENNAR VÆRI HANN EKKI Á LÍFI. SAT Í SEXTÁN ÁR Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, á athöfn í Þýska sögusafninu í Berlín þar sem sá síðarnefndi var heiðraður í tilefni af því að á morgun eru 30 ár liðin frá því að hann varð kanslari. AFP * Þið standið ekki ein, við stöndum með ykkur.Helmut Kohl í ávarpi til borgara Austur-Þýskalands daginneftir að múrinn féll 9. nóvember 1989. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 HEIMURINN GRIKKLAND AÞENU Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikk- lands, samþykkti 11,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum. Daginn eftir fóru Grikkir í fyrsta allsherjarverkfallið þar í landi síðan í febrúar. Flug og lestarferðir lágu niðri og opinberi geirinn lamaðist. NÍGERÍA ABUJA Her Nígeríu felldi 35 manns í norðausturhluta landsins í aðför að Boko Haram, hryðjuverkasamtökum íslamista í landinu.Aðgerðirnar komu í kjölfarið á sprengjutilræði í kirkju þar sem tveir létu lífið. Samtökin eru talin hafa staðið að baki tilræðinu. JAPAN TÓKÝÓ Í Japan er undirbúning- ur undir kosningar hafinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem er í stjórnar- andstöðu, valdi í vikunni Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, til að leiða hann í kosningabaráttunni.Valið kom á óvart. ÚRÚGVÆ MONTEVIDEO Neðri deild þings- ins í rómönsku Ameríku samþykkti naumlega lög um að leyfa fóstur- eyðingar. Búist er við að lögin verði einnig samþykkt í öldungadeildinni og yrði Úrúgvæ þá annað landið í álfunni á eftir Kúbu til að leyfa fóstureyðingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.