Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Page 8
Hópur krakka úr barnakór Seltjarnarness syngur á væntanlegu myndbandi við vinsælt lag Ásgeirs Trausta Einarssonar, Dýrð í dauðaþögn. Segja má að Ásgeir Trausti sé spútnikpoppstjarna Ísland um þessar mund- ir og því tilhlökkun fyrir öllu sem frá honum kem- ur. Börnin fóru í hljóðver fyrr í vikunni þar sem raddir voru teknar upp en myndbandið sjálft verður tekið upp næstu helgi, nánar tiltekið á Eyrarbakka, og leika börnin þar einnig stórt hlutverk í útimyndatökum. Daníel Freyr Atlason sér um leikstjórn. Hann vann lengi sem hugmyndamiður hjá Jónsson & Lemack’s en rekur nú vefsíð- una Liveproject.is. Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Refsingar, hvort sem það eru sektir eða frels-issvipting eiga að hafa fælingarmátt.Frelsissvipting snertir alla jafnt. En hið sama á ekki við um sektir. Ríkur einstaklingur sem sektaður er fyrir umferðarlagabrot kippir sér lítið upp við sektina á sama tíma og hún getur sett fá- tækan mann í alvarleg fjárhagsleg vandræði. Þess vegna hefur því verið varpað fram hvort sektir eigi að tengja tekjum fólks, þannig að þær komi við þá ríku eins og hina fátæku. Í nýju umferðarlaga- frumvarpi er sett fram tillaga í þá átt þótt ekki sé langt gengið. Þegar ég kynnti málið í ríkisstjórn settu nokkrir ráðherrar fyrirvara við þetta ákvæði af „prinsippástæðum“. Sama átti við um ýmsa þing- menn. Ekkert er undarlegt við að skoðanir séu skiptar um þetta, óháð flokkslínum. Hugmyndin um tekjutengingu umferðasekta er ekki séríslensk. Slík ákvæði eru í lögum í Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin. En hvað um „prinsippið“? „Refsing á að vera hin sama fyrir alla,“ segja gagnrýnendur. En það er hún ekki, sem áður segir. Þótt sekt sé jafnhá í krónum talið ræðst refsimáttur hennar af fjárhag hins sektaða. Færa má rök fyrir því að þá fyrst sætu menn við sama borð ef tekjutengingin væri al- gjör, forstjórinn, skrifstofumaðurinn og ræsti- tæknirinn þyrftu að láta mánaðartekjur sínar af hendi rakna fyrir alvarlegt brot. Ég gæti trúað að þá heyrðist hljóð úr horni. Sumt fólk er nefnilega orðið vant því að geta keypt sig frá öllum vanda. Síðan er hitt að sumum er sárara um fé en öðrum og er það ekki endilega í réttu hlutfalli við efni manna. Frægasta dæmið um tekjutengda sekt er þegar Olli-Pekka Kallasvuo, fyrrverandi forstjóri Nokia í Finnlandi, var sektaður um tugi milljóna króna fyr- ir hraðakstur. Það mun hafa hrifið þótt uppi væru raddir um að samfélagsþjónusta hefði jafnvel hreyft meir við forstjóranum. Ef til vill er fræðsla besta vopnið í baráttunni við hættulega hegðun, reyna að fá fólk til að sýna ábyrgð og taka tillit til samborgara sinna. Enn- fremur er mikilvægt að refsingin sjálf valdi ekki samfélagslegum skaða, brjóti einstaklinga ekki nið- ur. Markmiðið á alltaf að vera að batnandi manni sé best að lifa. Sektir mega heldur ekki öðlast einkenni skatta, verða sjálfstæð tekjulind, því þannig verður til tilhneiging til að refsa fyrir algenga hegðun með síhækkandi en hugsanlega gagnslitlum sektum. En aftur að fyrrnefndu umferðalagafrumvarpi. Það er mikið að vöxtum og hefur að geyma ýmis nýmæli sem horfa til framfara. Frumvarpið hefur verið lengi í smíðum og tekið miklum breytingum í vinnsluferlinu samkvæmt ábendingum og óskum aðskiljanlegra aðila. En lítið hefur farið fyrir umræðunni um tekju- tengingu sekta enda kom það ákvæði inn að mínu frumkvæði á lokametrum. Það er hins vegar rétt hjá gagnrýnendum þessa ákvæðis að um er að ræða grundvallarmál sem kallar á íhugun og um- ræðu. Mánaðarlaun í sekt? *Ef til vill er fræðslabesta vopnið í barátt-unni við hættulega hegðun. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Flótti af Facebook Líklega bar það helst til tíðinda á Facebook í vikunni að skyndilega fóru not- endur að hverfa og loka aðgangi sínum. Ástæðan var sá orð- rómur að einkaskilaboð væru tekin að birtast fyrir allra augum á tímalínum. Facebook vill ekki staðfesta að slíkt hafi gerst en notendur virðast ekki treysta þeim fullyrðingum. Margir hafa þó aftur virkjað aðganginn sinn og jafnvel stofnað nýja síðu. Sjálfstæðismaður í náðinni „Þorgerður [Katrín Gunnarsdóttir] er sú sem ég hef alltaf haft mest álit á í Sjálfstæð- isflokknum.“ Smyglhringur á Baggalút Grínsíðan baggalutur.is kom til allrar hamingju úr sumarfríi fyrir nokkru. Brand- ari vikunnar „frétt“ af nokkrum nágrönn- um í Hlíðahverfinu sem „tóku sig til og stofnuðu smyglhring á dögunum“. Til- gangur hringsins er þar sagður vera að smygla dóti svo sem sígarettum, hráu kjöti, lifandi dýrum, megrunarpillum og vopnum. Allir meðlimir smyglhringsins eru með MBA-próf að sögn Baggalúts. Handboltahetja í þýskum bæklingi Handknattleiksmaðurinn Vignir Svav- arsson spilar með Minden í Þýskalandi og er greinilega að slá í gegn. Á Facebook gengur mynd af Vigni úr matvörubæklingi, hálfgerðum þýskum Hagkaupabæklingi. Samkvæmt heimildum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins hefur það verið draum- ur Vignis um nokkurt skeið að sitja fyrir í slíkum bæklingi. Hann auglýsir þar ein- hvers konar drykkjartegund og situr fyrir á tveimur flöskukössum. AF NETINU Facebookflótti var nokkur í vikunni. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Vignir Svavarsson Baggalútur er í góðum gír. Ólafur Darri Ólafsson leikari hefur gert samning við bandaríska um- boðsskrifstofu. Deadline.com, ein að- alfréttasíða kvikmyndasíða vest- anhafs, greinir frá þessu í gær. Umboðsskrifstofan er APA, Agency for performing arts. Í frétt- inni kemur jafnframt fram að þó að Ólafur Darri hafi búið á Íslandi nær allt sitt líf sé hann fæddur í Con- necticut. Arsenio Hall er einn þeirra listamanna sem eru á samningi hjá APA. Ólafur Darri Ólafsson vekur mikla athygli, hér heima og erlendis fyrir hlutverk sitt í Djúpinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Með samning vestanhafs Morgunblaðið/Styrmir Kári Útitökur á Eyrarbakka Ásgeir Trausti verður með hóp barna í myndbandi við lagið Dýrð í dauðaþögn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.