Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Matur og drykkir F jörutíu ár eru síðan Brauðgerðin í Grímsbæ hóf starfsemi en eigendurnir og bakarasyn- irnir Sigfús og Guðmundur Guðfinnssynir eru ekki mikið að velta sér upp úr því og halda áfram sínum daglega rekstri án þess að gera sér einhvern daga- eða áramun. Það er í anda bak- arísins sem aldrei hefur lagt mikið upp úr auglýs- ingum á starfsemi sinni. „Við auglýsum eingöngu ef við erum beðnir um það,“ segir Sigfús sem rekur bakaríið ásamt Guðmundi og eiginkonum þeirra, Andreu Maríu Henk og Lenu Maríu Gústavsdóttur. Viðskiptavinir sem kaupa 5-10 brauð í einu Bakaríið sérhæfir sig í notkun súrdeigs við brauð- gerð sem er mun tímafrekara en þegar notast er við gerdeig sem er alegengara í bakaríum landsins. En hví skyldu þeir bræður hafa valið þessa leið? „Við byrjuðum að baka súrdeigsbrauð úr lífrænu mjöli árið 1990 en vorum einnig í annars konar bakstri. Síðan 1998 hættum við öllu öðru og sérhæfðum okk- ur í súrdeigsbaksri og höfum haldið okkur við það síðan. Ástæðan var sú að við höfðum kúnnahóp sem líkaði vel við brauðin og valdi að koma hingað þeirra vegna,“ segir Sigfús. Hann segir viðskiptavinina oft gera sér ferð í bakaríið og kaupa 5-10 brauð í einu. „Þetta er kannski fólk sem er að koma utan af landi og kaupir brauðin til að setja í frysti. Fólk kemur bæði vegna þess að því líkar brauðin en svo eru líka margir sem koma til okkar sem vilja breyta um mataræði. Mörgum finnst súrdeigið fara betur í maga,“ segir Sigfús. Notkun súrdeigs við brauðgerð er þúsunda ára gömul og var það eingöngu notað hér á landi fram á 20. öld þegar notkun gerdeigs hófst. „Í súrdeiginu er mun fjölbreyttari lífsflóra en í gerdeigi. Úr því koma ensím sem gera það að verkum að næringin nýtist mun betur en þegar notast er við gerdeig,“ segir Sigfús og bætir því við að fleiri bakarí hafi tekið upp á því að baka með súrdeigi. „Flestir bak- arar eru orðir meðvitaðir um það að það skiptir máli að bjóða upp á næringarríka vöru,“ segir Sigfús. Vakna snemma en opna seint Bræðurnir hafa verið viðloðandi bakaríið frá upphafi en tóku ekki við rekstrinum fyrr en upp úr 1990. Fram að því sá faðir þeirra, Guðfinnur Sigfússon, um reksturinn. „Hann setti þetta í hendurnar á okk- ur þar sem hann var orðinn sjötugur. En hann hélt áfram að baka með okkur fram undir það síðasta,“ segir Sigfús. Bræðurnir mæta til vinnu klukkan hálffjögur að nóttu en bakaríið er opnað klukkan tíu sökum þess hve súrdeigsbakstur er tímafrekur. „Það getur verið erfitt að byrja svona snemma, en þetta venst og það er auðveldara að gera þetta núna en þegar maður var unglingur. Maður reynir að leggja sig á daginn og fara snemma að sofa,“ segir Sigfús. Lokað er í bakaríinu um helgar. Morgunblaðið/Árni Sæberg NÆRINGARRÍK BRAUÐ SEM FARA VEL Í MAGA Súrdeigssérhæfing BRAUÐGERÐIN Í GRÍMSBÆ HÓF STARFSEMI FYRIR 40 ÁRUM OG HAFA BAKARA- SYNIRNIR SIGFÚS OG GUÐMUNDUR VERIÐ VIÐLOÐANDI STARFSEMINA FRÁ UPPHAFI. ÞEIR AUGLÝSA SIG EKKI EN AFSPURN OG NOTKUN SÚRDEIGS VIÐ BRAUÐGERÐ LAÐAR AÐ VIÐSKIPTAVINI SEM HALDA TRYGGÐ VIÐ BAKARÍIÐ. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Að kvöldi er blandað saman í skál: 1 msk súrdeigsgrunnur (fæst í Brauðhúsinu) 4 dl vatn (30°C) 400 g byggmjöl frá Móður jörð (einnig hægt að nota annað gróft mjöl, t.d. rúgmjöl eða spelt) Lok lagt yfir og látið standa á hlýj- um stað í 12-14 tíma. Næsta morgun á að vera mikið af loftbólum og þægileg sýrulykt af súrdeiginu. Þá á að bæta við: 600 g fínt speltmjöl 1 msk salt 3 dl vatn (um 35°C) Hnoðið vel saman, breiðið yfir deigið og látið hefast í um 60 mín. Skiptið deiginu í tvo til þrjá hluta, hnoðið og látið í smurð form eða á plötu. Leggið rakan klút yfir og látið lyftast í 40-60 mín. Bakað við 230°C í um 50 mín. Að sögn Sigfúsar geta þeir sem baka brauðið breytt uppskriftinni að vild og segir hann að hægt sé að bæta hana eftir eigin þörfum. SÚRDEIGSBRAUÐ Bræðurnir vilja einfalda hlutina og notast frekar við gamaldags tól og tæki við brauðgerðina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.