Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 38
Hvenær manstu fyrst eftir tískuáhuga þínum? Ég hef alltaf haft gaman af því að
klæða mig í skemmtileg föt, var ansi litrík í fatavali sem barn.
Hvað hefur þú í huga í hönnun þinni? Hvar fæst hún? Ég skoða mikið tískublöð og
finnst gaman að fylgjast með því hvað hönnuðir úti í heimi eru að gera. Ég sest oft
niður með það í huga og skissa þær flíkur sem mig langar að gera. En það er rétt
byrjunin á ferlinu, næst bý ég til snið, prófa það og bæti nokkrum sinnum þangað til
út úr því kemur flíkin sem ég vil fá. En ég hef alltaf þrennt í huga; flíkin verður að
vera skemmtileg, þægileg og falleg.
Hvers konar föt hannarðu? Mér finnst nauðsynlegt að hver kona finni
sjálfa sig í flíkinni, að hún skilji flíkina og hafi gaman af því að klæðast
henni. Þá hanna ég flíkur með góðu notagildi og ég elska að gera flíkur
sem hægt er að binda á ýmsa vegu og laga að hverjum og einum. Ég
vinn líka með allskonar form og leik mér mikið með samsetningar.
Hvaðan sækirðu innblástur? Innblásturinn kemur víða að, umhverfið og
fólkið í kringum mig. Tískublöð og blogg gefa líka ákveðinn innblástur.
En svo ég verði nú bara væmin þá er það eiginlega lífið sjálft sem veitir
mér mestan innblástur, þegar gleðin og sköpunarkrafturinn sem bærist
í mér sjálfri fær að leika lausum hala fer allt á fullt.
Áttu þér eftirlætishönnuði? Já, ég á mér nokkra eftirlætishönnuði.
Coco Chanel trónir efst á lista og þá aðallega vegna hugsjóna hennar
Alexander McQueen var mikill snillingur sem var virkilega gaman að fylgj-
ast með og hönnuðir hjá tískuhúsinu Lanvin
gera afar fallegar flíkur. Mér finnst líka mjög
gaman að fylgjast með threeASFOUR sem og
bARBARA í gONGINI, Munda og Aftur.
Litagleði eða svarthvítt? Fer algjörlega eftir
skapi og dagsformi. Mér finnst mjög
gaman að vinna með fallega liti og
elska litríkar flíkur en svarti lit-
urinn er bara svo skemmtilegur.
Ef þú fengir aðgang að tímavél og
þú fengir dag til að versla, hvert
færirðu? Ég verð að viðurkenna það að ég
lifi í núinu og því gæti ég sleppt tímavélinni
og hoppað upp í næstu flugvél til New York.
julia@mbl.isGunnhildur Stefánsdóttir leyfir sköpunarkraftinum að leika lausum hala. Á heimasíðunni gammur.is má sjá fatalínu hennar.
Morgunblaðið/Golli
TEXTÍLKENNARI REKUR VERSLUN
Gleði
innblástur
GUNNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR ER KONAN Á BAK VIÐ FATA-
MERKIÐ GAMMUR SEM VAKIÐ HEFUR MIKLA ATHYGLI EN
HÚN HANNAR LÍNUNA OG REKUR VINNUSTOFU.
Mundi er í
eftirlæti
hjá Gunn-
hildi.
Gunnhildur myndi fara til
New York að versla.
Kjóllinn
Glaumur eftir
Gunnhildi.
*Föt og fylgihlutir Þorgrímur Þráinsson og Guðmundur Steingrímsson kjósa gæði en vantar fátt fyrir veturinn »40
Skóhönnuðurinn Tanya Heath vill sanna að konur geti verið í skóm
með hælum án þess að skemma í sér fæturna og svar hennar við of-
urháum hælum eru skór sem hægt er að skipta um hæl á. Hugmynd
hennar er að þegar konur fer að verkja í fæturna á pinnahælunum sé
einfaldlega hægt að smella á hnapp í skónum og skipta yfir í þægilegan
gönguhæl. Þannig sé til dæmis hægt að njóta sín á dansgólfinu í brúð-
kaupinu án þess að fara úr skónum.
„Ég er kvenlegur femínisti. Skórnir mínir eru hannaðir til að vera
kynþokkafullir en á forsendum kvenna,“ segir Heath í samtali við AFP.
„Ég var komin með nóg af því að verkja í fæturna og mig langaði bara
alls ekki til að vera í ballerínuskóm,“ sagði hún.
Hönnuðurinn hefur eytt þremur árum í rannsóknir en nú loksins er
þetta að verða að veruleika. Engum hefur tekist þetta hingað til svo
vel fari en hönnun á skóm sem ganga bæði með fjögurra sentimetra
hæl og níu sentimetra hæl er auðvitað flókin. Skórnir eru framleiddir í
Frakklandi og því ekki ódýrir en þeir kosta í kringum 40 þúsund krón-
ur. ingarun@mbl.is
Hönnuðurinn lýsir sér sem kvenlegum fem-
ínista sem vill gera skó á forsendum kvenna.
AFP
KOMIN MEÐ NÓG AF ÞVÍ AÐ VERKJA Í FÆTURNA
Hælar fyrir hvert tækifæri
Það getur komið sér vel að eiga hæl fyrir hvern viðburð.
Skórnir breyta um ásýnd þegar nýr hæll er settur undir.
Coco Chanel
er í eftirlæti.