Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Page 49
Guðrún Sóley segist ekki velta sérmikið upp úr því hversu leið-inlegan endi fótboltaferill hennar
fékk þegar hún var á hátindi ferilsins. „Ég
var búin að spila fótbolta í fjöldamörg ár og
hef unnið nokkra titla. Ég spilaði með ís-
lenska landsliðinu og náði að spila með því
þegar það komst í lokakeppni í fyrsta skipti.
Ég er mjög sátt með minn feril þó ég hafi
þurft að hætta svona skyndilega. Auðvitað
hefði verið gaman að ná fleiri landsleikjum
og geta gert þetta eða hitt en svona var
þetta bara,“ sagði Guðrún þegar Sunnudags-
mogginn spurði hana hvort ekki hafi verið
erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu.
Guðrún er fædd 15. september árið 1981.
Hún var því 28 ára þegar hún lék sína síð-
ustu fótboltaleiki. Þá hafði hún verið lyk-
ilmaður í vörn Djurgården á sínu fyrsta
tímabili í atvinnumennsku. Þar lék Guðrún
17 leiki og skoraði 2 mörk í hinni sterku
sænsku atvinnumannadeild. Í september 2009
stóð henni til boða að spila með Chicago Red
Stars í bandarísku atvinnumannadeildinni.
Guðrún er uppalin í KR og lék 97 leiki
með liðinu í efstu deild frá 1996-2005 og
skoraði 8 mörk. Hún lék aftur með liðinu
sumarið 2008 og bætti þá við 18 leikjum og 2
mörkum. Í millitíðinni spilaði hún með
Breiðabliki í Kópavoginum. Hún spilaði 27
deildaleiki fyrir Blikana og skoraði 6 mörk.
Guðrún lék með öllum landsliðum Íslands.
13 leiki með U-17 ára landsliðinu. 7 leiki með
U-19 ára landsliðinu og skoraði 3 mörk. 17
leiki fyrir U-21 árs landsliðið og 65 A-
landsleiki og skoraði hún einu sinni fyrir
landsliðið.
Guðrún afrekaði það að verða NCAA-
háskólameistari í Bandaríkjunum með liði
Notre Dame-skólans. Guðrún varð fimm sinn-
um Íslandsmeistari með KR og varð þrívegis
bikarmeistari með félaginu. Hún varð tvö-
faldur meistari með liðinu árið 1999.
Þess má til gamans geta að Guðmundur
Reynir Gunnarsson, leikmaður bikarmeistara
KR, er bróðir Guðrúnar. Hann hefur einnig
leikið með öllum fjórum landsliðunum í
knattspyrnu.
EM Finnland | Ísland - Frakkland
Sara Björk Gunnarsdóttir, Edda Garðars-
dóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Rakel
Logadóttir, Rakel Hönnudóttir
Morgunblaðið/Golli
EM Finnland |
Ísland - Noregur
Guðrún Sóley Gunnars-
dóttir, Isabell Herlovsen.
Morgunblaðið/Golli
FIMMFALDUR ÍSLANDSMEISTARI MEÐ KR
„Er mjög sátt
með ferilinn“
GUÐRÚN SÓLEY GUNNARSDÓTTIR LÉK YFIR 100 LEIKI
FYRIR LANDSLIÐ ÍSLANDS
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Eggert
EM Finnland |
Ísland - Þýskaland
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Golli
Ísland - Serbía
Guðrún Sóley Gunn-
arsdóttir, Katrín Jónsdóttir.
Ísland - Serbía
landsleikur
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir,
Ólína G. Viðarsdóttir
30. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
PI
PA
R
\T
BW
A
-S
ÍA
Sæktu um lykil núna á ob.isí tíunda hvert
skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meirameð ÓB-lyklinum