Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Qupperneq 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 S tundum er smjattað á afreka- skrám og allt tínt til en í til- felli Kolfinnu er nær ógerlegt að gera öllu skil án þess að enda í einhverskonar upptaln- ingu. Ótal fréttir hafa borist af henni síð- asta árið. Meðal þess er þegar ein þekkt- asta tískuvefsíða heims, Style.com valdi hana sem best klæddu fyrirsætu tískuvik- unnar í London en þar sýndi hún fatnað fyrir sex hönnuði. Þá hefur hún ratað á lista models.com yfir efnilegustu fyrirsætur heims. Kolfinna hefur lokað sýningum fata- hönnuða á borð við Marc Jacobs í New York, setið fyrir á ótal forsíðum og þá hafa Topshop og Acne fengið hana til að vera andlit sitt. Nýjustu fréttir þykja jafnframt þær merkustu. Kolfinna situr fyrir á for- síðu haustheftis i-D tímaritsins. Aðeins of- urfyrirsætur komast þangað. „Nei, ég veit ekki alveg og hef ekki mik- ið spáð í það hvað það er við útlit mitt persónulega sem nær til hönnuða. Að vísu hefur stutta hárið á mér stundum verið nefnt. Hef það stundum á tilfinningunni að þeim þyki gaman að klæða mig svona stuttklippta í kjóla,“ segir Kolfinna og brosir. „Persónulega held ég að svona ár- angur náist ekki nema maður hafi góðan mannskap í kringum sig, hjá Eskimo hér heima og úti. Ég hef þar verið mjög hepp- in og mitt fólk verið vakið og sofið yfir mér. Þetta með að fyrirsætur og þeir sem eru í þessum geira hafi ekkert milli eyrnanna er tóm þvæla. Þessar stelpur eru allar þrælklárar „bisnesskonur“ og vita nákvæm- lega hvað þær eru að gera,“ segir Kolfinna en viðurkennir þó að sjálfsöryggi komi manni langt. „Ég hafði það alls ekki þegar ég byrjaði en þegar maður er farinn að þekkja líkama sinn, veit hvað virkar og hvaða stellingar henta vel kemur það. Þetta er heilmikill spuni. Stundum hugsa ég vinn- una sem eins konar leikræna tjáningu – án orða og skapgerðarleik,“ segir Kolfinna og bætir við að sú hlið starfsins geti verið meira en að segja það. „Eins og að sýnast vera ofboðslega ástfangin af strák sem ég hitti kannski í fyrst fyrir fimm mínútum.“ Fegrunarráðið frá pabba Kolfinna er í fríi á Íslandi og hvílir sig eft- ir annasama mánuði. Hún segist nota tím- ann til að sofa og bætir við að raunar hafi hún fengið eitt besta fegrunarráðið frá föð- ur sínum sem hún hafi notað óspart síðasta árið. „Þegar ljóst var út í hvað ég var að fara gaf hann mér það ráð að nota hvert augnablik sem gæfist fyrir orku- blund. Ef ég væri í lest, að bíða meðan aðrir væru myndaðir eða hvar sem tækifæri gæfist – þá myndi blundur bjarga miklu,“ segir Kolfinna en hún hefur sannarlega þurft að nýta lausan tíma vel til að hvílast. Ævintýrið hófst þegar Kol- finna tók þátt í Ford-keppninni hérlendis og hafnaði í öðru sæti. Eskimo á Íslandi er hennar um- boðsaðili hér heima en ytra er hún á samningi hjá einni stærstu fyrirsætuskrifstofu heims; Next. Það hvarflaði aldrei að Kolfinnu að sá sigur myndi hafa í för með sér þá spútniktíð sem framundan var. Nýjasta verk- efni hennar vekur mikla eft- irtekt en hún prýðir forsíðu haustheftis tímaritsins i-D. Að fá það verkefni hefur einungis verið á færi ofurfyrirsæta og í fyrra var það til dæmis Lara Stone sem valdist í hlutverkið og þykir þetta því staðfesta það sem hefur verið undirliggjandi: að Kolfinna er komin á stað sem aðeins út- valdar fyrirsætur ná. Kolfinna átti síður von á því að vera spottuð sem efnilegt módel enda ekki haft minnstu fyrirsætu- hugmyndir um sjálfa sig. „Ég var krúnurökuð þegar Andrea Brabin sá mig þar sem ég var að vinna í Galleríi Sautján og ég vissi nákvæmlega ekkert um tískuheiminn. Það sem ég vissi hafði ég frá systur minni sem hef- ur alltaf verið betur inni í þessu en ég og ég man þegar hún safn- aði i-D blöðunum um tíma. Þegar ég var 14 ára kom upp örstutt skeið þar sem ég sá það, eins og hver annar, í hillingum að vera fyrirsæta. En svo gleymdi ég því nú bara enda hef ég alltaf haft um nóg að hugsa. Nöfn þekktra hönn- uða og því um líkt voru mér því mjög framandi í byrjun og öll mín þekk- ing er eitthvað sem hefur Ólík andlit Kolfinnu KOLFINNA KRISTÓFERSDÓTTIR HEFUR UNNIÐ SIGRA Í TÍSKUHEIMINUM SEM FYRIRSÆTUR LEYFA SÉR AÐ DREYMA UM. KOLFINNA ER VESTMANNEYINGUR SEM ÞEKKTI HVORKI HAUS NÉ SPORÐ Á TÍSKUHEIMINUM ÞEGAR HÚN VAR UPPGÖTVUÐ, ÞÁ KRÚNURÖKUÐ Í VINNUNNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Stívélin sem Alexander Wang nefndi eftir Kolfinnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.