Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 52
Helgi Þór Ingason, doktor í vélaverk-fræði og dósent við Háskólann íReykjavík, er einnig liðtækur pían- isti og lagahöfundur og í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20 efnir hann til tónleika í sal FÍH í Rauðagerði, þar sem hann mun í fyrsta sinn leika alfarið frumsamið efni ásamt nokkrum félögum sínum. „Flestir sem þekkja mig vita að tónlistin er mitt stóra áhugamál og ástríða,“ segir Helgi Þór sem samið hefur nokkur lög og texta gegnum tíðina. „Sum hafa ratað á efnisskrá hljómsveita sem ég hef starfað með en flest hafa legið í þagnargildi. Úr því verður nú bætt.“ Helgi Þór segir lögin flest eiga það sam- merkt að fjalla um atburði í hans lífi, gleði og sorg. „Þessi lög eiga sér öll sögu.“ Yfirskrift tónleikanna er „Gamla hverfið“ en það er til- vísun í eitt laganna sem heitir því nafni og fjallar um Árbæjarhverfið. „Rætur mínar eru í Árbænum. Þar ólst ég upp og lék mér ásamt æskuvini mínum, Einari Clausen söngvara, sem verður einmitt með mér á tónleikunum. Raunar ber Einar höfuðábyrgð á því að tón- leikarnir fara fram, hann hvatti mig óspart til að láta slag standa.“ Aðrir tónlistarmenn sem koma fram á tón- leikunum eru Einar Sigurðsson kontrabassa- leikari; Matthías Stefánsson, sem leikur á gít- ar og fiðlu, og Karl Pétur Smith slagverksleikari. Tónlistin gefur lífinu gildi HELGI ÞÓR INGASON, VERKFRÆÐINGUR OG PÍANISTI, HELDUR Í KVÖLD, SUNNUDAGSKVÖLD, TÓNLEIKA MEÐ FRUM- SÖMDU EFNI. MINNST AF ÞVÍ HEFUR HEYRST OPINBERLEGA ÁÐUR. TEXTARNIR ERU AÐ MESTU EFTIR HANN LÍKA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is TÓNLEIKAR Í SAL FÍH Elstu lögin eru meira en tuttugu ára gömul en þau yngstu svo ný að þau hafa varla hlotið nafn. Ef til vill koma tónleikagestir til með að leggja Helga Þór lið í þeim efnum. Spurður um stílinn segir Helgi Þór ekki auðvelt að skilgreina hann. „Rætur mínar eru í djassinum og þessi tónlist er klárlega djass- skotin þó það bregði fyrir ýmsum stílum.“ Helgi Þór á alla texta sjálfur, utan einn. Hann er eftir föðurbróður hans, Jón heitinn Árnason á Syðri-Á í Ólafsfirði, en hann var skáld gott. Hengd á hann harmónikka Helgi Þór dróst ungur að tónlist. „Ég byrjaði barnungur að spila á píanó og það hefur verið Menning 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Kunngjört var fyrir helgi að Des Moines- sveitin goðsagnakennda Slipknot verði aðal- númerið á stærstu málmhátíð heims, Down- load-hátíðinni við Doningotn-kastala í Eng- landi, föstudaginn 14. júní á næsta ári. Áður lá fyrir að Iron Maiden myndi verða í fylking- arbrjósti á laugardeginum og að þýsku Ís- landsvinirnir í Rammstein myndu rokka lýð- inn í drasl á sunnudeginum. Eins og venja er fagnaði Slipknot þessum tíðindum með yf- irlýsingu og lofaði að valda ekki vonbrigðum. Sveitin er nú óðum að ná vopnum sínum eft- ir ótímabært fráfall bassaleikarans og eins stofnanda sveitarinnar, Pauls Grays, 2010. DOWNLOAD-HÁTÍÐIN 2013 SLIPKNOT MEÐ Slipknotliðar eiturhressir og grímaðir að vanda. O’Toole: Enginn leikari hefur verið tilnefndur oftar til Óskarsverðlauna án þess að vinna. AFP Breska blaðið The Guardian fullyrðir að Pet- er O’Toole, sem orðinn er áttræður, íhugi nú að taka að sér hlutverk í væntanlegri kvik- mynd um Maríu guðsmóður í leikstjórn Ástralans Alisters Griersons. Leikarinn hafði áður lýst því yfir að hann væri sestur í helgan stein. Hann myndi fara með hlutverk Sím- onar sem blessaði Jesúbarnið. Hermt er að aðstandendur myndarinnar vilji einnig fá Ben Kingsley, Judi Dench og Hugh Bonneville til að taka að sér hlutverk í myndinni. Hin 15 ára Odeya Rush mun leika Maríu sjálfa. MYND UM MARÍU GUÐSMÓÐUR VILJA O’TOOLE Hollensku eineggja tvíburarnir Mart-ine og Louise Fokkens byrjuðu ívændi um tvítugt og hafa bæði slæmar og góðar sögur að segja frá þessum tíma en eru með mikinn húmor og þykja jafn- vel senurnar þar sem þær fara til að þjóna viðskiptavinum sínum frekar krúttlegar sam- kvæmt gagnrýnendum. Ekki hefur samt allt verið krúttlegt í lífi þeirra í vændinu því á yngri árum voru þær hálfgerðir þrælar kær- asta annarrar þeirra sem breyttist hægt í melludólg sem seldi þær í vændi og hirti gróð- ann. En þær losuðu sig við hann og hófu að starfa sjálfstætt og þá breyttist margt til betri vegar. Aðspurður hvernig í ósköpunum þeim hafi dottið í hug að gera þessa heimildarmynd seg- ir Rob Schröder að þetta hafi byrjað með því að hann flutti inn í götu í Rauða hverfinu þar sem tvíburasysturnar unnu og eftir að hafa kynnst þeim orðið mjög áhugasamur um að gera um þær heimildarmynd. „Markmið okkar var að breikka umræðuna í Hollandi, því í um- ræðum um vændi fær sú skoðun miklar und- irtektir að allt vændi sé þrælahald og mansal en svo er ekki,“ segir Schröder. Sníða ekki viðhorf að þörfum samfélagsins Aðspurður hvort hann óttist ekki viðtökur við svona mynd, þar sem ekki sé mikil eftirspurn eftir þessu viðhorfi, segir hann að viðtökurnar hafi verið mjög góðar fram til þessa og bara orðið til að auðga umræðuna. „Í heimildar- myndum okkar höfum við bara fjallað um ut- angarðsfólk og ekki haft það að markmiði að hafa viðhorfin sniðin eftir pöntunum sam- félagsins. Við gerðum heimildarmynd um fá- tæka fólkið í Jóhannesarborg sem var hrakið úr borginni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta, aðra um óviðurkenndan hluta af borginni Caracas þar sem milljónir lifa við hrikalegar aðstæður í ólöglegu húsnæði og næsta mynd okkar mun fjalla um kynferði og kynhneigð í Mið-Austurlöndum sem verður örugglega ekki minna umdeildur efnisviður enda ekki mikið talað um það í þeim heims- hluta. Ég hef að sjálfsögðu fengið harða gagnrýni á þessa mynd en yfirleitt eitthvað sem hefur auðgað umræðuna. Myndin hefur gengið framar vonum og fékk marga áhorfendur í kvikmyndahús hér í Hollandi og mjög mikið áhorf þegar hún var sýnd í sjónvarpi hér.“ Aðspurður hvort þetta hafi ekki verið erfitt fyrir ættingja tvíburanna segir hann að það sem þær völdu sem ævistarf hafi verið erfitt fyrir börnin þeirra í gegnum tíðina. „Börnin þeirra lentu oft illa í því vegna þess hvernig samfélagið dæmdi mæður þeirra og elsta dótt- ir annarrar þeirra lýsir því ágætlega í mynd- inni. En í dag segist hún skilja val þeirra og núna eru þau öll orðin fræg í Hollandi og myndin sem slík ekki orðið þeim til óþæg- inda.“ Apspurður hvort ekki hafi verið erfitt að vinna trúnað systranna segir hann að það hafi tekið þau Gabriëlle heilt ár að öðlast traust þeirra og geta farið að vinna myndina. „En sem betur fer treystu þær okkur. Þær eru svo hreinskilnar og jákvæðar, kunna að segja sögur og eru fyrir langalöngu komnar yfir alla skömmustutilfinningu vegna starfs síns. Ég held að þetta sé mikilvæg mynd. Það á ekki að glæpavæða vændið heldur vinna gegn glæpum í vændinu. Vændi hefur félagslegt gildi í samfélaginu og eins og þær benda á í myndinni er þetta ein elsta starfsgrein mann- kynsins. Ég hlakka annars til að koma til Íslands og taka þátt í umræðum um myndina, sem verð- ur sýnd um helgina,“ segir Schröder. UMDEILD HEIMILDAMYND UM VÆNDI SÝND Á RIFF Sjötíu ára gamlar hórur Þessar tvær vændiskonur eru búnar að vera í fimmtíu ár í bransanum og eru enn að. HVER HEFÐI TRÚAÐ ÞVÍ AÐ HÆGT VÆRI AÐ GERA LITLA OG SÆTA HEIMILDARMYND UM SJÖTUGAR VÆND- ISKONUR SEM HAFA VERIÐ Í BRANSANUM Í FIMMTÍU ÁR. ROB SCHRÖDER OG GABRIËLLE PROVAAS VIRÐIST HAFA TEKIST ÞAÐ MEÐ MEET THE FOKKENS EF MARKA MÁ GAGNRÝNI UM HANA Á NETINU. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er farið að leka út hvaða íslensku myndir hafa verið valdar á kvik- myndahátíðina í Lübeck í Þýskalandi, sem verður haldin í lok október. Meðal annars munu íslensku heimildarmyndirnar Bakka- Baldur eftir Þorfinn Guðna- son, Baráttan um landið og hin eftirtekt- arverða sjónvarpsheimildarmynd Egils Eð- varðssonar, Snúið líf Elvu, verið valdar á hátíðina. Þá hafa stuttmyndirnar Fórn og Krass verið valdar á hátíðina. Auk þess verður þýsk-íslenska myndin Eis- heimat sýnd sem segir frá örlögum þýskra kvenna sem fluttu til Íslands í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Möguleiki er á að einhver ís- lensku bíómyndanna komist í keppnina en það mun skýrast eigi síðar en 9. október. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í LÜBECK ÍSLENSK ÚTRÁS Bakka-Baldur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.