Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Side 64
Hjónin Þóra Sigurðardóttir og Völundur SnærVölundarson, sem framleiða matreiðsluþættinaDelicious Iceland ásamt Gunnari Konráðssyni, íhuga nú að gera framhald af þáttunum sem sýndir hafa verið í meira en fjörutíu löndum en fjölmargar erlendar sjónvarpsstöðvar hafa farið þess á leit við þau. Tvennt kemur til greina. Annars vegar að halda áfram hér heima og taka þá fyrir hafið, fiskinn og sjómennskuna að vetr- arlagi eða reyna fyrir sér erlendis. „Þættirnir hafa gengið vonum framar og ég leyfi mér að fullyrða að um eina bestu Íslandskynningu sögunnar sé að ræða, þótt það hljómi hálfskringilega að segja það berum orðum,“ segir Þóra en þættirnir hafa meðal annars verið sýndir á BBC. „Dreifingaraðilinn okkar, TVF Int- ernational, vill fá meira efni frá okkur og við erum að fara yfir málið. Asía kemur til álita í því sambandi en við eigum heimboð víða um heim, meðal annars á Samóa-eyjum. Við höfum þegar gert kynningarefni vegna Delicious Bahamas og langar að klára það dæmi við tækifæri,“ bætir hún við. Þau fjármögnuðu Delicious Iceland sjálf en þættir af þessu tagi eru sannarlega ekki hristir fram úr erminni. „Við leituðum eftir stuðningi frá Íslandsstofu. Húsbændum þar á bæ þótti þættirnir hins vegar ekki falla að sínum plönum en þetta var einmitt á sama tíma og menn voru að hrinda verk- efninu Inspired by Iceland af stokkunum. Það fór því svo að við fjármögnuðum gerð þáttanna sjálf.“ Spurð um fjármögnun á nýjum þáttum segir Þóra að þau mál séu í vinnslu. „Þættirnir hafa sannað gildi sitt og hagsmunaaðilar sjá væntanlega hag sinn í því að fjallað sé um land og þjóð á jafn áhugaverðan og skemmtilegan hátt og gert hefur verið.“ Verði ofan á að gera næstu þætti hér heima segir Þóra upplagt að hefjast handa sem fyrst. „Veturinn er að ganga í garð og það jafnast fátt á við Ísland að vetrarlagi, sjóinn, fiskinn og kúltúrinn í sjávarþorpunum. Við brennum í skinninu að hefjast handa.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐSTANDENDUR DELICIOUS ICELAND Vilja gæða sér áfram á Íslandi Hjónin Þóra Sigurð- ardóttir og Völundur Snær Völundarson eru flutt heim til Íslands. SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2012 Það er hlægilega auðvelt að finna sér skemmtun í Leigunni Þín ánægja er okkar markmið Fjöldi mynda á aðeins 400 kr. í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi. Skannaðu QR kóðann og farðu hlæja. Skannaðu kóðann, leggðu símann niður og auglýsingin lifnar við Bæði aðalleikarinn Damian Lewis og aðal- leikkonan Claire Danes fengu Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í fyrstu þáttaröð hinna hádrama- tísku Homeland-þátta, en verðlaunin voru veitt fyrr í vikunni. Fyrsta þáttaröðin er væntanleg á dvd í lok október en fyrir þá sem ekki geta beðið er hægt að panta þættina á dvd á Amazon- vefversluninni og vona að þeir berist í tæka tíð áð- ur en önnur þáttaröð hefst hinn 8. október. BASL ER BÚSKAPUR RÚV Sunnudagur kl. 18.25 Í þáttunum Basl er búskapur er fylgst með ungum dönskum bónda sem hafnar nútímalíferni. Stöð 2 Laugardagur kl. 12 Fyrir þá sem ekki hafa tíma til að horfa á daglegu sápuóperuna Glæstar von- ir (Bold and the Beautiful) á virkum dögum er hægt að leggjast í sófann á hádegi á laugardag og fá viku- skammt af sápu. SÁPUMARAÞON Rás 1 Sunnu- dagur kl. 10.15 Lesið er úr ljóð- um Walts Whit- mans í þýðingum Hallbergs Hall- mundssonar. Umsjón með þætt- inum er í höndum Árna Blandon og lesari er Sigurður Skúlason.. HOMELAND SNÝR AFTUR Á SKJÁINN INNAN SKAMMS Bretinn Damian Lewis fer listavel með hlutverk Nicholas Brodys. AFP Hádramatískt heimaland Claire Danes HOMELAND FÓR HEIM MEÐ FEITUSTU BIT- ANA AF EMMY-HÁTÍÐINNI. ÞEIR SEM EKKI HAFA SÉÐ FYRSTU ÞÁTTARÖÐINA HAFA VIKU TIL AÐ VINNA ÞAÐ UPP ÁÐUR EN ÖNNUR ÞÁTTARÖÐ HEFST Á STÖÐ 2 HVER VAR WALT WHITMAN?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.