Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 7
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir
vissulega ánægjuefni að ráðstöfunartekjur séu að aukast. Kaupmáttur
hafi í ágúst verið á svipuðu róli og 2005. Meiri þurfi hins vegar að koma
til svo hann nái sama stigi og fyrir efnahagshrunið.
„Mér finnst launaskriðið hafa verið of mikið. Við hefðum viljað sjá
kaupmáttaraukninguna hvíla á miklu heilbrigðari grunni,“ segir Vil-
hjálmur og bætir því við að SA heyri af því að útflutningsmarkaðir
séu að verða erfiðari sem fari að segja til sín, ekki síst í ljósi þess
að fjárfesting sé lítil. „Maður er hræddur um að atvinnuleysið
muni ekki minnka jafn hratt og bundnar voru vonir við. Þetta gæti
líka þýtt að hagvaxtarspár fyrir þetta ár og næsta ár séu of bjart-
sýnar. Manni sýnist að alþjóðleg niðursveifla, ekki síst evru-
kreppan, sé nú farin að bitna á útflutningsgreinum okkar, eins og
álinu, sjávarútvegi og landbúnaði.“
Óveðursský frá útlöndum
FRAMKVÆMDASTJÓRI SA SÉR HÆTTUMERKI
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að sú aukning
ráðstöfunartekna sem Hagstofa Ís-
lands merkir í mælingum sínum skili
sér ekki í aukinni verslun.
Fram kemur á vef Hagstofunnar
að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi
hækkað árið 2011 um 9,6% frá fyrra
ári og að ráðstöfunartekjur á mann
hafi aukist um 9,3% milli ára. Þá hafi
kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann hækkað um 5,1%.
Tekið skal fram að hér er verið að
bera saman árin 2010 og 2011 en
kortatölurnar sem hér eru til umfjöll-
unar eru frá ágúst á hverju ári.
Að sögn Guðmundar Sigfinnsson-
ar, sérfræðings í þjóðhagsreikning-
um á Hagstofu Íslands, munu tölur
fyrir ráðstöfunartekjur á árinu 2012
ekki verða gefnar út fyrr en í sept-
ember á næsta ári.
Hafi kaupmáttur aukist í ár skilar
það sér ekki í kortaveltunni í ágúst.
Veltan á kreditkortum innanlands
var þannig 23.733 milljónir í ágúst í
fyrra en 22.936 milljónir í ágúst á
þessu ári. Þá fer notkun á debetkort-
um úr 25.794 milljónum króna niður í
24.920 milljónir króna.
Áhrif sértækra aðgerða
Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag-
fræðingur hjá ASÍ, bendir á þátt sér-
tækra aðgerða í útreikingum á ráð-
stöfunartekjum.
„Við eigum von á því að kaupmátt-
ur ráðstöfunartekna muni halda
áfram að aukast á næsta ári en þó
hægar en í fyrra. Sértækar aðgerðir
sem koma inn í uppgjörið á ráðstöf-
unartekjum munu ganga til baka.
Á ég þá við útgreiðslu séreignalíf-
eyrissparnaðar og sérstakar vaxta-
bætur. Þróun kaupmáttar fer eftir
þróun verðlags á næstu árum og hver
þróunin verður á vinnumarkaði.
Kaupmátturinn er vissulega ekki bú-
inn að ná sama stigi og fyrir hrun en
við erum á leiðinni. Við erum að end-
urheimta ráðstöfunartekjurnar en
erum ekki komin á sama stig og fyrir
hrunið,“ segir Ingunn.
Fólk setur minna í körfuna
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, segir kaupmenn merkja að al-
menningur hafi minna úr að spila.
„Við heyrum að september hafi al-
mennt verið undir væntingum í versl-
uninni. Undir venjulegum kringum-
stæðum er september oft góður
mánuður. Það er meðal annars út af
skólunum og svo er fólk að gera sig
klárt fyrir veturinn. September er
jafnan góður mánuður í verslun.
Það er hins vegar ljóst af samtölum
við okkar félagsmenn að mánuðurinn
hefur verið undir væntingum. Ef ég
tek dæmi að þá eru jafn margar kom-
ur í matvöruverslanir en hver mat-
arkarfa er miklu, miklu minni, og er
það talin vísbending um almenn
blankheit og að fólk hafi minna milli
handanna.“
Flyst til útlanda
Spurður hvað hann
lesi út úr tölum um
aukna kortaveltu Ís-
lendinga erlendis
víkur Andrés að
sköttum og neikvæð-
um áhrifum þeirra hér
heima.
„Við höfum áhyggjur af
því að þeir sem eru aflögufærir og
hafa meira milli handanna fari frekar
til útlanda og nýti sér þannig hið svo-
kallaða hagræði sem felst í því að eiga
viðskipti í útlöndum. Þeir sem hafa
minna milli handanna eiga ekki ann-
ars kost en að versla hér heima.
Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir
okkur enda býr verslunin hér við
skattalegan aðstöðumun sem leiðir til
þess að verslun í ákveðnum geirum
flyst í síauknum mæli til útlanda.
Þetta er ekki síst áhyggjuefni varð-
andi fatamarkaðinn sem hefur ekki
náð sér eftir hrunið.
Mælingar Rannsóknarseturs
verslunarinnar og aðrar mælingar
sem gerðar hafa verið sýna svart á
hvítu að kaup landans á fötum fara í
auknum mæli fram í útlöndum.“
Telur verslunina vera á uppleið
Emil B. Karlsson, forstöðumaður
Rannsóknarseturs verslunarinnar,
telur að verslunin sé hægt og bítandi
að sækja í sig veðrið, þótt fataversl-
anir eigi í erfiðleikum.
„Það kemur okkur svolítið á óvart
að það er ekki sami uppgangur í sum-
um flokkum verslunar eins og í versl-
uninni almennt það sem af er þessu
ári. Það er sérstaklega áberandi í
fataverslun. Raftækjaverslunin hefur
hins vegar verið að gera góða hluti.
Það var smá bakslag í versluninni í
september en hún hefur verið á upp-
leið og almennt hefur sérvöruversl-
unin verið að taka við sér. Ég held að
allt sé frekar á uppleið og að versl-
unin sé að jafna sig. Maður yrði ekki
hissa á því þótt það yrði veruleg gerj-
un í versluninni. Það er of snemmt að
segja fyrir um hvernig jólaverslunin
verður en ég gæti trúað því að hún
verði eitthvað betri en í fyrra.“
Kortavelta á árunum 2007 - 2012
Kortavelta eftir tegundum viðskipta í milljónum króna
25.000
20.000
15.000
10000
5.000
0
2007 2008 2009 2010 2011 2012
Innlend kreditkort innanlands
Innlend kreditkort erlendis
Innlend debetkort innanlands
Erlend kreditkort innanlands
Úttektir úr hraðbönkum og greiðslur í
bönkum eru ekki meðtaldar í innlendri veltu
en teljast með í erlendri veltu frá og með
ágúst 2007. Tölur eiga við ágúst ár hvert
Heimild: Hagstofa Íslands
Kortaveltan minnkar milli ára
Innlend notkun á kreditkortum og debetkortum minni í ágúst 2012 en í ágúst í fyrra Kreditkorta-
notkun Íslendinga erlendis hefur hins vegar aukist Kaupmenn sagðir skynja blankheit hjá fólki
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi
eða reiknaðu þitt dæmi til enda á landsbankinn.is.
Jó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
Líf 1 Hentar þeim sem eiga 20 ár eðameira eftir af söfnunartíma. 10,7% 11,8% 8,9%
Líf 2 Hentar þeim sem eiga meiraen 5 ár eftir af starfsævi. 10,6% 11,2% 8,4%
Líf 3 Hentar þeim sem eiga skammantíma eftir af söfnunartíma. 10,9% 11,5% 7,5%
Líf 4 Fyrir þá sem nálgast töku lífeyriseða eru þegar að taka hann út. 11,7% 12,5% -
Samtrygging Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi-langa sameign og séreignarsparnað. 7,3% 8,0% 9,1%
1 ár* 3 ár* 10 ár*
Verðtryggð Verðtryggður innlánsreikningur 6,9% 8,1% 11,3%
Óverðtryggð Óverðtryggður innlánsreikningur 3,7% 4,6% 9,0%
Gengisbundinn Erlend verðbréf 6,3% 2,6% 8,1%
Lífeyrisbók Landsbankans
Fjárvörslureikningur Landsbankans
Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn
er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Ávöxtun í fortíð gefur ekki endilega vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is.
* Meðaltal árlegrar nafnávöxtunar til 30.08.2012