Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Fjárveitingar til kennslu hinna ýmsu deilda og náms- brauta við íslenska háskóla fara eftir nemendafjölda og sér- stökum reikniflokkum sem eiga að endurspegla eðli námsins. Nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands er hinsvegar í mun lægri reikniflokki en eðlilegt getur tal- ist. Námsbraut í sjúkraþjálfun hefur árum saman átt við ramm- an reip að draga vegna alvarlegs skorts á rekstrarfé. Þar kemur tvennt til. Annarsvegar skertar fjárveitingar til Háskóla Íslands sem hafa verið í umræðunni að und- anförnu. Þar hafa nemendur meðal annars bent á að ekki sé greitt með öllum nemendum skólans. Hins- vegar sú staðreynd að auk fræði- legrar og rannsóknatengdrar nálg- unar einkennist nám í sjúkraþjálfun af mikilli verklegri og klínískri kennslu þar sem nemendur eru þjálfaðir undir leiðsögn kennara. Ekki er tekið tillit til þessa við fjár- veitingar til námsins, sem eru t.d. mun lægri en þekkist á hinum Norð- urlöndunum. Stjórnvöld hafa hér tækifæri til leiðréttinga og stuðla um leið að heilbrigði landsmanna. Vissulega má að hluta til rekja rekstrarvanda náms í sjúkraþjálfun til þeirrar kreppu sem við öll röt- uðum í árið 2008. Margir hugsa sér að fjölga ætti nemendum til að standa straum af kostnaði og vega upp það að vera í reikniflokki sem skammtar ekki nægilegt fjármagn til námsins. Þessi leið er hins vegar ekki fær þar sem klínísk og verkleg kennsla setja námi í heilbrigðisvís- indagreinum skorður. Kreppan hef- ur því komið mjög illa við nám í sjúkraþjálfun og líkar greinar og valdið því að margir óttast nú um af- komu þess í framtíðinni. Á síðustu árum hefur mikið verið gert til sparnaðar og nú er svo komið að ekki er hægt að ganga lengra án þess að skerða gæði námsins. Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands var sett á stofn árið 1976. Þessi námsbraut varð sú fyrsta í Evrópu til að bjóða upp á nám í sjúkraþjálfun til BS-gráðu innan háskóla. Staðsetning Íslands og gæði námsins hafa valdið því að íslenskir sjúkraþjálfarar hafa getað aflað sér framhaldsmenntunar beggja vegna Atlandsála. Íslenskir sjúkraþjálfarar standa enn ágæt- lega að vígi, hvað nám til starfsrétt- inda varðar, miðað við evrópska kollega. Í Kanada og Bandaríkj- unum hefur grunnnámi sjúkraþjálf- ara hinsvegar verið breytt í meist- ara- eða doktorsnám. Þessi breyting endurspeglar þá þróun sem hefur orðið innan sjúkraþjálfunar á síð- ustu árum og áratugum. Þar má meðal annars nefna aukna þekkingu á hreyfistjórn og gildi hreyfingar í forvarna- og meðferðarskyni og margskonar rannsóknir um árangur sjúkraþjálfunar. Þessi breyting veldur því einnig að sjúkraþjálfarar með BS-gráðu eiga nú erfiðara en áður með að komast í framhalds- nám til Kanada og Bandaríkjanna þar sem lægsta gráða til að hljóta starfsréttindi í þessum löndum er MPT (master of physical therapy) eða DPT (doktor of physical the- rapy) gráður. Framhaldsnám fyrir sjúkraþjálfara, í þessum löndum, kemur því til með að einskorðast við doktorsnám (PhD), en til þess að komast í slíkt nám þarf viðkomandi að hafa MS, MPT eða DPT gráður. Aukins fjármangs er þörf til að Námsbraut í sjúkraþjálfun við Há- skóla Íslands geti fylgt þessari þró- un eftir og áfram boðið upp á gott nám, viðurkennt til framhaldsnáms í virtum erlendum skólum beggja vegna Atlantsála. Við köllum því eftir stuðningi fjárveitingarvalds- ins. Í fyrsta lagi með því að meta námið rétt með tilliti til verklegs og klínísks hluta þess og í öðru lagi til að mæta kröfum tímans um mennt- un sjúkraþjálfara sem í dag eru mikilvægari en nokkru sinni. Mark- mið okkar er að geta áfram fram- fylgt stefnu Háskóla Íslands og boðið upp á nám í sjúkraþjálfun sem stenst samanburð við það besta. Skortur á fjármagni ógnar Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ Eftir Árna Árnason, Sólveigu Ásu Árnadóttur og Þjóðbjörgu Guðjónsdóttur »Námsbraut í sjúkra- þjálfun hefur árum saman glímt við alvar- legan skort á rekstrarfé. Nú er svo komið að starfsemi námsbraut- arinnar er ógnað. Árni Árnason Árni Árnason, dósent við Námsbraut í sjúkraþjálfun, HÍ. Sólveig Ása Árnadótt- ir, lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun, HÍ. Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun, HÍ. Sólveig Ása Árnadóttir Þjóðbjörg Guðjónsdóttir Um aldir var ís- lensk þjóð einangruð. Einn af lykilþáttum fullveldisbaráttu þjóð- arinnar var að rjúfa einangrun sem um aldir var sem hemill á framfarir. Lífæð Ís- lands er frjáls verslun og friðsamleg sam- skipti við allar þjóðir. Það hefur verið gæfa okkar Íslend- inga að afla vina og viðskiptatækifæra með verslun og menningarsam- skiptum um allan heim. Við höfum ratað víða og heimurinn verið okkar vettvangur. Við höfum lært af biturri reynslu að okkur farnast afleitlega þegar viðskipti eru hindruð. Nú standa yfir viðræður um inn- göngu og aðlögun að Evrópusam- bandinu; sambandi 27 þjóða þar sem pólitískar ákvarðanir eru teknar fyrst og fremst með hagsmuni stórþjóð- anna að leiðarljósi, líkt og dæmin sanna. Lítil ríki eiga í vaxandi mæli í erfiðleikum með að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Mörg ríki reynt að fá und- anþágur, ekkert fengið Margoft hefur komið fram að Ís- lendingar verði að taka upp sjáv- arútvegsstefnu sambandsins í sam- ræmi við Rómarsáttmálann. ESB hefur „úrslitavald um varðveislu líf- ríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna“. Norðmenn sóttu fast að fá undanþágu en var synjað og höfnuðu því aðild. Mörg aðildarríki hafa reynt að fá und- anþágur en ekkert fengið annað en tímabundna aðlögun. Ísland verður að láta forræði fiskimiðanna af hendi. Rétti komandi kynslóða til fiskimið- anna yrði stefnt í tvísýnu. Nú er unnið að mótun sameiginlegrar orkustefnu sambandsins með auknum valdheim- ildum til framkvæmdastjórnar ESB. Með aðild að ESB afsala landsmenn sér yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiði- lögsögu; rétti til fiskveiðisamninga við önnur ríki; rétti til viðskiptasamninga við önnur ríki auk þess sem sæti í heimsskautaráðinu færist úr landi, svo það helsta sé nefnt. Makríldeilan opinberar þá staðreynd að Ísland get- ur aldrei og má aldrei láta af hendi forræði fiskimiðanna. Kynning á málstað Íslands Nýlega voru samtökin Íslenskt þjóðráð stofnuð í Reykjavík. Við sem stöndum að Íslensku þjóðráði viljum opna umræðu um stöðu Íslands í al- þjóðasamfélaginu. Við viljum fá hing- að til lands málsmetandi fólk til þess að taka þátt í lifandi umræðu um ESB og kynna sjónarmið Íslands á erlendri grundu. Við höfum þegar kynnt sjón- armið Íslands í samvinnu við breska þingmenn í Westminster Palace við útgáfu Váfuglsins á ensku og á ráð- stefnu í tilefni 20 ára afmæli Euro- pean Young Conservatives í Oxford þar sem voru fulltrúar 25 þjóða. Við höfum tekið á móti erlendri sendi- nefnd og kynnt málstað Íslands. Evrópa stendur á krossgötum og stefnir hraðbyri að ríkjasambandi sem nú þegar hefur öll helstu einkenni þjóðríkis með forseta, ríkisstjórn, ut- anríkisstefnu, þing, dómstól, fiskveiði- lögsögu, landamæraeftirlit, stjórn- arskrá, fána og þjóðsöng. Sautján ríki eru með sameiginlegan gjaldmiðil. Þróun til evrópsks sambandsríkis er hröð. Frjálsir markaðir, frjálsar þjóðir Íslandi hefur vegnað illa þegar sam- skipti hafa verið í eina átt líkt og þeg- ar þjóðin var dansk-þýsk nýlenda. Það er einlæg skoðun okkar að farsælast sé fyrir þjóðina að eiga samskipti til allra átta, eins og á þjóðveldisöld þeg- ar Ísland var eitt helsta menning- arríki Evrópu og á 20. öld þegar þjóð- in endurheimti sjálfstæði og vann yfirráð yfir fiskimiðunum. Íslenskt þjóðráð vill samskipti við allar þjóðir; frjálsa verslun milli frjálsra þjóða – frjálsa markaði, frjálst fólk. Ef ESB væri viðskiptabandalag frjálsra evrópskra þjóða þá teldu sam- tökin einsýnt að ganga til liðs við það bandalag. En Evrópusambandið stefnir hraðbyri að sambandsríki og meðan svo er hljóta Íslendingar að standa utan bandalagsins og fylgjast með þróun mála í Evrópu. Frjálsir markaðir frjálsra þjóða Eftir Hall Hallsson og Jón Kristin Snæhólm Hallur Hallsson »Nýlega voru sam- tökin Íslenskt þjóð- ráð stofnuð í Reykjavík. Við sem stöndum að samtökunum aðhyll- umst frjálsa markaði frjálsra þjóða fyrir frjálst fólk. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslensks þjóðráðs. Jón Kristinn Snæhólm Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.