Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
Dugnaður Mörg íslensk börn vita að sælla er að gefa en þiggja og hafa verið dugleg við að halda hlutaveltur til styrktar góðum málefnum, eins og þessar stúlkur á Laugaveginum.
Eggert
Furðulegt er að
fylgjast með áróð-
ursbrögðum fólksins
sem berst nú um á hæl
og hnakka fyrir því að
eyðileggja stjórn-
arskrá Íslands.
Það talar t.d. í sífellu
um „bráðabirgða-
stjórnarskrána frá
1944“. Þetta er tómt
rugl. Stjórnarskráin
okkar er frá árinu 1874 og hún á sér
traustar rætur aftur í aldir. Hún
byggist á stjórnskipunar- og lýðræð-
isþróun vestrænna samfélaga og
skrifum fremstu hugsuða mann-
kynssögunnar um þessi efni.
Af þessum ástæðum er stjórn-
arskráin okkar lifandi plagg. Það
þýðir að túlkun hennar getur breyst
í tímans rás. Í öllum vestrænum
löndum hefur ráðandi túlkun á sum-
rýru) mannréttindaákvæðum al-
þjóðlegra sáttmála.
Þessi breyting var í vissum skiln-
ingi ávísun á stjórnlagaráðsruglið
sem við höfum mátt þola undanfarin
ár. Þar er haldið áfram á sömu braut
– að gjaldfella stjórnarskrána með
því að færa inn í hana ákvæði sem
eiga heima í almennum lögum ásamt
rétttrúnaðar-óskhyggju samtímans
og jafnvel pólitískum ágreinings-
efnum (sem þar með eru flutt af
stjórnmálavettvanginum yfir í
dómssali).
Annað dæmi um sveigjanleika ís-
lensku stjórnarskrárinnar er ákvæð-
ið um svokallaðan „málskotsrétt“
forseta Íslands. Allan lýðveldistím-
ann hefur verið litið svo á að þessi
réttur væri í raun ekki virkur. En nú
hefur hann verið vakinn til lífsins
vegna sérstakra aðstæðna í þjóð-
félaginu. (Í fyrsta skiptið var hann
að vísu herfilega misnotaður, en
stjórnarskráin með sínar aldagömlu
rætur þolir það.) En það þýðir alls
ekki að „málskotsrétturinn“ verði
nýttur aftur í bráð eða að hann verði
framvegis hluti af stjórnmálalífi
landsmanna.
Háværar raddir krefjast þess nú
að ákvörðun um slíkar þjóð-
aratkvæðagreiðslur eigi ekki að vera
í höndum forseta Íslands heldur eigi
að duga undirskriftir t.d. 15–20% at-
kvæðisbærra manna. Hvað myndi
það þýða í raun? Alþýðubandalagið
var með 15–20% kjörfylgi á sínum
tíma. Eigum við að búa í samfélagi
þar sem „Alþýðubandalagið“ getur
kallað þjóðaratkvæðagreiðslu yfir
okkur að vild sinni?
Vert er að hafa það ávallt hugfast
að breytingin á mannréttinda-
ákvæðum stjórnarskrárinnar 1995
hafði nákvæmlega engin áhrif á
mannréttindi á Íslandi. Hið sama má
segja um flestar fyrirhugaðar breyt-
ingar stjórnlagaráðs, þær eru inn-
antómt og illa stílað orðagjálfur sem
á alls ekki heima í stjórnarskrá.
Stjórnarskráin er grundvöllur
stjórnskipunar þessa lands. Hún á
að vera þannig orðuð að það sé hald í
ákvæðum hennar, þau eigi sér rætur
í sögunni og geti þannig lagað sig að
breyttum aðstæðum á hverjum tíma.
Þess vegna mega stjórnarskrár-
ákvæði aldrei vera of nákvæm né
geyma haldlitlar viljayfirlýsingar.
Tillögur stjórnlagaráðs eru gróf
aðför að grundvallarlögum þessa
lands. Sláum skjaldborg um stjórn-
arskrá Íslands! Segjum nei, nei og
aftur nei við stjórnlagaráðsruglinu.
um stjórnarskrár-
ákvæðum breyst í tím-
ans rás.
Til dæmis var al-
mennt lagður víðari
skilningur í mannrétt-
indaákvæði íslensku
stjórnarskrárinnar
undir lok 20. aldar en í
upphafi aldarinnar.
Þetta var vegna þess
að ný lög og alþjóðlegir
sáttmálar höfðu komið
til sögunnar og hefðir
og venjur fest í sessi.
Þennan sveigjanleika bauð stjórn-
arskráin upp á vegna þess að hún
var kjarnyrt og með rætur í sög-
unni.
Því miður létu ístöðulitlir stjórn-
málamenn undan kröfum kontórista
Sameinuðu þjóðanna og fanatískra
þrýstihópa um að breyta mannrétt-
indaákvæðum stjórnarskrárinnar
árið 1995 og færa þau nær hinum
margorðu (og þar með innihalds-
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson » Flestar fyrirhugaðar
breytingar stjórn-
lagaráðs eru innantómt
og illa stílað orðagjálfur
sem á alls ekki heima í
stjórnarskrá.
Jakob F. Ásgeirsson
Höfundur er rithöfundur
og útgefandi.
Nei, nei og aftur nei
Alþingi ályktaði 24.
maí 2012 að efna til ráð-
gefandi þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs að nýrri
stjórnarskrá Íslands.
Með atkvæðagreiðsl-
unni er verið að leita
eftir afstöðu þjóð-
arinnar til þess hvort
Alþingi eigi að leggja
tillögur stjórnlagaráðs
til grundvallar frum-
varpi að nýrri stjórnarskrá, auk af-
stöðu til fimm tilgreindra spurninga
er varða tillögurnar.
Að mínum dómi var það ekki
stjórnarskráin sem brást íslenska
samfélaginu í hruninu heldur var það
samfélagið sem brást henni og sýndi
ekki grunngildum stjórnskipulagsins
þann trúnað sem nauðsynlegur er.
Auk þess tel ég það óráð að breyta
2009 þar sem hann segir réttilega að
breytingar á stjórnarská Íslands við
núverandi aðstæður væru stjórn-
skipuleg óvissuferð.
„Er það sanngjörn niðurstaða að
stjórnarskráin hafi brugðist íslensku
samfélagi í meginatriðum og það
hljóti að vera óhjákvæmilegur þáttur
í viðreisn Íslands að byrja hér upp á
nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega
mistekist að sýna núgildandi stjórn-
arskrá nægilega hollustu og rækt-
arsemi? Hér verður því haldið fram
að án skilnings og trúnaðar við
grunngildi stjórnskipunarinnar sé
hætt við að ný stjórnarskrá fögur
ásýndar verði létt á metunum og þeg-
ar frá líði geti sótt í gamalt far. Yf-
irvegaðar breytingar á afmörkuðum
atriðum stjórnarskrárinnar eru af
hinu góða og það eru vissulega atriði í
íslenskri stjórnskipun sem þarf að
koma til betri vegar. Öðru máli gegn-
ir um stjórnskipulega óvissuferð á
umbrotatímum sem kann að lykta
með því að stjórnarskránni verði í
heild sinni varpað fyrir róða með
ófyrirséðum afleiðingum.“
Hættulegir ágallar
Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri
stjórnarskrá hafa ýmis ákvæði nú-
gildandi stjórnarskrár verið tekin
upp og orðalagi þeirra breytt. Má þar
nefna atriði mannréttindakaflans,
þótt þau séu tiltölulega ný af nálinni
eins og fyrr segir. Hafsteinn Þór
Hauksson, lektor við lagadeild Há-
skóla Íslands, hefur bent á þær hætt-
ur sem þessu geta fylgt. Þannig sagði
hann í viðtali við Viðskiptablaðið 31.
desember 2011 að einungis smávægi-
legar orðalagsbreytingar gætu haft
ófyrirséðar afleiðingar í för með sér
og gætu t.d. í tilviki mannréttinda-
ákvæðanna leitt til þess að dómstólar
skýrðu ákvæðin á annan veg en áður.
Og þá er ekki átt við breytingar í átt
til ríkari mannréttindaverndar, held-
ur bætir Hafsteinn við að í tillögum
stjórnlagaráðs „kunni að felast breyt-
ing á eðli stjórnarskrárinnar á þann
hátt að hún veiti hinu opinbera minna
aðhald“.
Ég tel alltof marga ágalla vera á
fyrirliggjandi tillögur stjórnlagaráðs
og mun segja nei í þjóðaratkvæða-
greiðslunni laugardaginn 20. október
nk.
stjórnarskrá Íslands á
óvissutímum og tel að
slíkt verði að gera með
yfirveguðum og vönd-
uðum hætti, eins og t.d.
þegar mannréttinda-
kafli stjórnarskrárinnar
var endurskoðaður
1995 og ákvæði hans
færð til nútímalegra
horfs. Auk þess hafa
margar breytingar ver-
ið gerðar á stjórn-
arskránni frá því árið
1944 þegar íslenska
þjóðin samþykkti hana í þjóð-
aratkvæðagreiðslu með ríflega 95%
atkvæða og er þar skemmst að minn-
ast breytinga á kjördæma- og kosn-
ingaskipan og skipan Alþingis.
Stjórnskipuleg óvissuferð
Máli mínu til stuðnings langar mig
fyrst að vitna í grein Skúla Magn-
ússonar á visir.is 25. febrúar árið
Eftir Elínu Hirst » Að mínum dómi var
það ekki stjórn-
arskráin sem brást
samfélaginu í hruninu
heldur var það sam-
félagið sem brást
stjórnarskránni
Elín Hirst
Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi (Kraganum.)
Þjóðin brást stjórnarskránni en ekki öfugt