Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 ✝ KristinnFinnsson fæddist í Stykk- ishólmi 12. októ- ber 1929. Hann andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 9. október 2012. Foreldrar hans voru Finnur Sig- urðsson múr- arameistari, f. 8. júní 1905 á Kvenhóli á Fellsströnd, d. 30. ágúst 1972, og Magðalena Hin- riksdóttir húsfreyja, f. 14. febr- úar 1902 á Harastöðum í Vest- urhópi í Húnavatnssýslu, d. 22. maí 1983. Bróðir Kristins var Hin- rik Finnsson, f. 25. apríl 1931, d. 8. júní 2002. Hinn 18.10. 1952 kvæntist Kristinn Sigurbjörgu Sigurð- ardóttir, f. 2.4. 1928, d. 25.4. Ólafur Helgi, sambýliskona Siggerður Gísladóttir. Sonur þeirra er Jón Aðalsteinn, c) Ingi Björn, sambýliskona Sæ- unn Svanhvít Viggósdóttir. Börn þeirra eru: Júlíus Elvar, Sóley Margrét og Emil Aron. d) Kristinn, sem búsettur er í Danmörku. e) Albert Brynjar, sonur hans er Nikulai Nói e) Thelma Dögg sambýlismaður hennar er Steinar Atli Skarp- héðinsson. 3) Inga Jóhanna, kvænt Sveini Þór Elinbergs- syni. Börn þeirra eru: a) Sigurbjörg, gift Guðmundi Jens Óttarssyni; börn þeirra eru Aron Logi, Bára, Sveinn Ísak og Inga Jóhanna. b) El- inbergur, sambýliskona Hafdís Bergsdóttir; synir þeirra eru: Bergur Breki og Sveinn Þór. c) Sigrún Erla, sambýlismaður Daði Hjálmarsson; sonur þeirra er Hjálmar Þór. d) Gestheiður Guðrún. Útför Kristins fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 13. október 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. 2002. Foreldrar hennar voru Sig- urður Marinó Jó- hannesson, sjómað- ur, f. 27.7. 1887, d. 17.3. 1961, og Hansína Jóhann- esdóttir húsmóðir, f. 18.11. 1891, d. 9.3. 1995. Börn Kristins og Sig- urbjargar eru: 1) Sigurður, kvæntur Sesselju Guðrúnu Sveinsdóttur, börn þeirra eru: a) Finnur, syn- ir hans eru Kristinn og Kári Freyr. b) Guðrún Arna, gift Hreiðari Bjarnasyni, börn þeirra eru: Silja Björg, Bjarni Emil og Hildur Elísabet. c) Hildur. 2) Magdalena, gift Inga Birni Albertssyni, börn þeirra eru: a) Kristbjörg Helga, sam- býlismaður Guðmundur Bene- diktsson. Börn þeirra eru, Al- bert, Karen, Katla og Kara, b) Kveðja frá dóttur. Ég átti þig sem aldrei brást, á öllu hafðir gætur. Mitt hjarta, þrungið heitri ást, þig harmar daga og nætur. Ylríkt skjól í örmum þér var auður daga minna. Ljósið bjart sem lýsti mér var ljómi augna þinna. Þú vaktir meðan sæl ég svaf, ei sviku kenndir þínar. Allt sem ljúfast lífið gaf var lagt í hendur mínar. (Brynhildur Jóhannsdóttir.) Kveðja, Magdalena Kristinsdóttir. Elsku besti pabbi minn. Þetta fallega ljóð Hugrúnar verður hinsta kveðja mín til þín: Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. Þín dóttir, Inga Jóhanna. „Skoðaðir þú ekki undir húdd- ið á honum? Það er nefnilega mikilvægast þegar skipt er um bíl!“ Þetta sagði Kiddi tengda- pabbi við mig fyrir stuttu þegar ég hafði skipt um bíl. Við fórum síðan prufurúnt á bílnum um Hólminn. „Kannski væri rétt að fá Dedda til að prófa hann og taka hann út. Þá ertu kominn með pottþétta úttekt á bílnum“, sagði Kiddi þegar heim var kom- ið. Deddi er bróðursonur Kidda og mikill vinur hans. Þeir eiga þetta sameiginlega áhugamál, bíla og góða umhirðu þeirra. Minnir það um margt á samband Kidda við bróður sinn, Hinna heitinn. Eftir að hafa farið annan prufurúnt, nú með Dedda við stýrið, gaf frændinn bílnum fína einkunn og fullvissaði Kidda um að undir húddinu væri afar álit- leg og sparneytin vél. Þessir 2 vinir mínir eru þekktir fyrir góð- an bílasmekk og ekki síst góða umhirðu bíla sinna. Lengi höfum við Deddi mikið velt því fyrir okkur hvernig Kiddi fari að því að hafa bílinn sína glansandi all- an ársins hring. Svar Kidda var ætíð það sama: „ Vitið þið það ekki? Ég ber reglulega á hann steinolíu með þurrum klút!“ Vinátta tengdapabba og Dedda á sér djúpar rætur og hef- ur Deddi alla tíð látið sig varða líðan Kidda tengdapabba og sýnt honum mikla umhyggju- og ræktarsemi. Kiddi hefur ætíð metið vináttu og hlýhug Dedda mikils. Þetta minningarbrot mitt um tengdapabba minn, Kristin Finnsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju fjölskyldu og vina, hefur einnig aðra merkingu í huga mínum, aðra skírskotun um persónu hans. Hygg ég að marg- ir sem þekktu Kidda Finns, deili þeirri hugsun með mér. Um- hyggja, ræktarsemi og vinsemd í garð náungans. Kristinn Finns- son fór sannarlega sínar leiðir. Í fyrirrúmi var jafnan velvild og áhugi um hagi og líðan annarra. Hann kastaði hiklaust kveðju á þá sem urðu á vegi hans og sýndi ókunnugum vinarhót og velvild og hóf samræður við fólk sem hann hitti. Hann var glaðvær, glettinn hress og jákvæður og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hæglátur var hann ætíð og kurteis í framgöngu og fasi. Hann naut að sama skapi hlýhugar og velvildar samferðar- fólks enda vinamargur. Samt var Kiddi ekki mikill „hjarðmaður“. Hann var sannar- lega ekki mjög áhugasamur um þátttöku í fundum og mannfögn- uðum, hvað þá að þiggja far með öðrum. Hann ferðaðist ætíð á sínum forsendum, á sínum hraða, á sínum bílum, anaði ekki að neinu. Sama viðhorf mátti greina í fari hans síðustu árin í baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Fyrstu árin hafði hann oft sigur í þeim orrustum enda heilsuhraustur eftir aldri og erfiða vinnu múr- verksáratuganna. Síðast en ekki síst prýddi manninn ótrúlegt æðruleysi og dugnaður í mörgum áföngum þeirrar baráttu. Snyrtilegi múrarinn sem jafn- an klæddist skyrtu með bindi, smekkbuxum og sixpensara við iðn sína, var sagður góður fag- maður, einstaklega þjónustulipur og bóngóður við samferðafólk. Margt getum við lært af lífs- hlaupi þessa mæta manns, Krist- ins Finnssonar. Takk fyrir sam- verustundirnar, kæri tengdapabbi og vinur. Sveinn Þór Elinbergsson. Í dag kveðjum við elsku afa okkar, Kidda afa. Afi var einstak- lega ljúfur og skemmtilegur maður, gladdi alla í kringum sig með sinni hlýju og glaðlegu nær- veru. Öll börn voru hrifin af Kidda afa/langafa einkum vegna þess hversu ljúfur og góður hann var, það fann maður vel þegar hann strauk vangann hlýlega með lófunum sínum. Afi var mik- ill nammigrís og átti ávallt eitt- hvað gott til í skál. Þegar við systkinin misstum barnatennurnar okkar þá var það fyrsta sem við gerðum að hlaupa með tönnina yfir og láta afa gróðursetja hana í blóma- pottinum í eldhúsinu. Nokkrum dögum seinna sóttum við af- rakstur gróðursetningarinnar, suðusúkkulaði, sem afi var búinn að tína af blóminu, að hans sögn. Við systkinin ólumst upp með ömmu og afa í næsta húsi og eðli- lega mikill samgangur, oft kom afi yfir og sótti okkur systkinin yfir í kvöldkaffi, þá fékk maður að gæða sér á dýrindis kræsing- um frá ömmu. Við höfum senni- lega sjaldan komið róleg til baka heim í háttinn því það var ávallt gaman að koma til þeirra. Jólin voru sér kapítuli hjá afa, hann hafði svo gaman af því að gleðja alla í kringum sig og hafði mikið fyrir því að halda áfram að kaupa gjafir fyrir öll barnabörnin sín. Skemmtilegast fannst okkur þó þegar amma var að taka upp all- ar gjafirnar frá afa, það var sjaldnast bara einn pakki, heldur 3 eða 4 og allt smekklega valið. Afa dugði ekki að sjá ömmu bara opna pakkana heldur varð amma alltaf að máta allt og sýna okkur hvað þetta var allt fínt sem hann var búinn að velja fyrir hana. Afi var mikill bílakall og alveg einstaklega natinn og varkár í kringum þá. Bílarnir hans voru ávallt eins og glænýir og ef hann varð var við hljóð sem ekki átti að vera, þá var hann mættur á verkstæðið og fékk þá til að skella bílnum í lyftuna. Það átti ekki bara við um hans bíl, því við í kringum hann máttum líka eiga von á því að fá sömu þjónustu fyrir okkar bíl frá honum. Það er ekki að ástæðulausu sem við tölum um ömmu í minn- ingum um afa, þau voru svo sam- rýmd hjón og einstaklega gott að vera í kring um þau. Nú eru þau sameinuð á ný, á góðum stað og ég veit að þau munu halda áfram að gæta okkar barna, barna- barna og langafa/ömmu barna sinna. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Hvíldu í friði, elsku afi. Finnur, Guðrún Arna og Hildur Sigurðarbörn. Kiddi langafi var skemmtileg- ur og góður. Hann gaf manni stundum súkkulaði rúsínur í opalpakka. Honum fannst allir skemmtilegir sem hann þekkti. Hann var alltaf til í að spjalla og spurði mann hvað maður var að gera. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku langafi. Þín, Silja Björg Hreiðarsdóttir. Þakklæti er það sem kemur fyrst upp í huga okkar systkin- anna þegar við hugsum til afa okkar. Hann var stórkostlegur í alla staði, einlægur, heiðarlegur, skemmtilegur og með mikla út- geislun. Allir sem kynntust Kidda afa heilluðust af þessum frábæru eiginleikum hans. Það er erfitt að kveðja ein- stakling sem hefur gefið svona mikið af sér en það sem styrkir okkur í sorginni eru allar þær frábæru minningar sem við eig- um um góðan afa. Afi tók sér ávallt góðan tíma í að keyra á milli Stykkishólms og Reykjavíkur og biðum við systk- inin í mikilli eftirvæntingu eftir að glæsikerran með númerið P-120 keyrði inn bílaplanið. „Heyyy“ var ávallt það fyrsta sem við heyrðum afa segja þegar hann gekk inn um dyrnar og svo laumaði hann að okkur Opal- pakka. Nafnbótin langafi festist ekki við afa, enda ávallt ungur í anda. Langafabörnin kölluðu hann alltaf Opal-afa sem átti vel við hann því alltaf átti hann Opal- pakka og hélt áfram að gefa litlum afabörnum Opal. Afa þótti gaman að borða góð- an mat, eða reyndar bara allan mat og sat oft lengi við matar- borðið því ekki mátti maturinn skemmast. Amma sá til þess að aldrei skorti mat inn á heimilið og var frystikistan alltaf full af heimabökuðum kræsingum eins og kanelsnúðum, kleinum, rúg- brauði, tertum og fleira. Þær eru eftirminnilegar stundirnar sem við áttum í Hólminum. Alltaf gaf afi sér tíma til að leika við okkur. Vinsælast var að fara í krikket og fótbolta í garðinum þar sem afi gerði leik- inn enn skemmtilegri með ótrú- legum uppákomum. Það var ákveðinn sjarmi sem fylgdi því þegar rollurnar kíktu inn í garð- inn til afa en það þótti okkur borgarbörnunum ótrúleg upplif- un. Bíltúr með afa var nokkuð sem alltaf var tekið þegar við vorum í Hólminum og sú hefð hélst alla tíð. Þar sýndi afi okkur hvar hin- ir og þessir eiga heima eða áttu heima auk þess að segja okkur frá og sýna okkur þær byggingar sem hann tók þátt í að byggja. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá afa og var hann með einstak- lega einfaldan en lúmskan húm- or, gott dæmi um slíkt er „snuð- húmorinn“. Afi átti það til að kalla á okkur og beið svo spennt- ur eftir svari, þegar svarið kom svaraði hann til baka „snuð“ og hló. Þetta var alltaf jafn fyndið. Elsku besti afi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Þú ert mikil fyrirmynd, brostir við lífinu og tókst öllu með jafnaðargeði. Við erum þakklát fyrir þau gildi sem þú hefur kennt okkur og það mun fylgja okkur um ókomna tíð. Það eru forréttindi að hafa átt afa eins og þig. Elsku besti afi minn ég sakna þín og veit að, indælli mann á jörðu ei finn, þó víða væri leitað. „Snuð“. Kristbjörg Helga Ingadóttir, Ólafur Helgi Ingason, Ingi Björn Ingason, Kristinn Ingason, Albert Brynjar Ingason og Thelma Dögg Ingadóttir. Kristinn Finnsson  Fleiri minningargreinar um Kristinn Finnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN NIKULÁS ÁGÚSTSSON, Kríunesi, Elliðavatni, er lést á heimili sínu föstudaginn 5. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 16. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða önnur líknarfélög. Helga Heiðbjört Björnsdóttir, Björn Ingi Stefánsson, Anna Katrín Ottesen, Stefán Örn Stefánsson, Oddný Rósa Halldórsdóttir, Sveinn Þór Stefánsson, Unnur Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG TULINIUS, Bólstaðarhlíð 41, lést þriðjudaginn 9. október. Útförin fer fram föstudaginn 19. október kl. 15.00 frá Háteigskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjartadeild Landspítalans eða Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Tulinius, Guðmundur Ármannsson, Alberta Tulinius, Helgi Halldórsson, Guðrún Halla Tulinius, Helga Tulinius. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Pósthússtræti 1, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 10. október. Útför auglýst síðar. Arnoddur Þ. Tyrfingsson, Arnheiður Magnúsdóttir, Jóhann Þór Hopkins, Elísabet Arnoddsdóttir, Magnús Ársælsson, Erla Arnoddsdóttir, Vilhjálmur Ingvarsson, Jón Ármann Arnoddsson, Svanhildur Leifsdóttir, Eva Lind Jóhannsdóttir, Unnar Bjartmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, HALLBERA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. október. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 17. október kl. 15.00. Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn V. Gestsson, Stefanía Ólöf Hafsteinsdóttir, Pálína Sif Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg dóttir mín og systir okkar, SOLVEIG BJÖRNSDÓTTIR frá Eyjarhólum, lést þriðjudaginn 9. október. Rósa Haraldsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Agla Sigríður Björnsdóttir, Þorlákur Sindri Björnsson, Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, Haraldur Björnsson. ✝ Sambýliskona mín, HALLFRÍÐUR BÁRA HARALDSDÓTTIR, Öldustíg 6, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 10. október. Herbert K. Andersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.