Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012
Innri markaðurinn 20 ára!
Innri markaður Evrópu varð að
veruleika árið 1992 og nær í
dag til yfir 500 milljón manna í
27 aðildarríkjum ESB og
EES ríkjanna þriggja; Íslands,
Noregs og Liechensteins.
Utanríkisráðuneytið, sendinefnd
ESB á Íslandi og Evrópustofa
efna til málstofu þriðjudaginn
16. október 2012 kl. 16:00-17:30
á Hótel Borg, Gyllta salnum,
í tilefni af 20 ára afmæli
innri markaðar ESB.
Stjórnandi umræðu: Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður
Enterprise Europe Network, Evrópumiðstöð.
Umræður og spurningar úr sal.
Móttaka með léttum veitingum.
Fundurinn er öllum opinn.
Vissir þú að:
EES samningurinn tryggir að Íslendingar geta búið, stundað nám og unnið í hvaða landi
innri markaðarins sem þeir kjósa.
EES samningurinn veitir Íslendingum rétt til þátttöku í fjölda samstarfsáætlana ESB á
sviði mennta-, menningarmála og rannsókna.
Viðskipti milli ESB ríkja jukust úr 800 milljörðum evra árið 1992 í 2.540 milljarða evra
árið 2010.
Árið 2011 fór 82.7 % af vöruútflutningi Íslands til annarra ríkja á innri markaðinum.
Lítil og meðalstór fyrirtæki –
tækifæri á innri markaði ESB
Dagskrá:
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Herweig Lejsek, stofnandi og framkvæmdastjóri
Videntifier Forensic.
Piotr Banas, stjórnarsvið innri markaðar og þjónustu,
framkvæmdastjórn ESB.
Reykjavíkurhótelin fögnuðu nýlega
20 ára afmæli sínu með veislu á
Grand Hótel Reykjavík.
Í afmælinu afhenti stjórn-
arformaður Reykjavíkurhótelanna,
Ólafur Torfason, Ragnheiði Har-
aldsdóttur, forstjóra Krabbameins-
félagsins, styrk að upphæð einni
milljón króna. Auk þess voru starfs-
mönnum hótelanna afhentar bleik-
ar slaufur. Í afmælinu heiðraði
Ólafur einnig 14 starfsmenn hót-
elanna sem höfðu unnið hjá honum
í meira en 10 ár.
Sögu Reykjavíkurhótelanna má
rekja allt aftur til ársins 1992 þegar
Hótel Reykjavík tók formlega til
starfa í byrjun sumars þessa árs. Í
dag eru hótelin þrjú og hin tvö eru
Hótel Reykjavík Centrum í Að-
alstræti 16 og Grand Hótel Reykja-
vik, sem er 312 herbergja hótel í
Sigtúni 38.
Veittu Krabba-
meinsfélaginu styrk
Dr. Ashley
Deans, einn
helsti talsmaður
menntunar-
aðferðar sem
nefnd hefur ver-
ið vitundarmiðuð
menntun, dvelur
hér á landi dag-
ana 11.-17. októ-
ber til þess að
kynna aðferðina
fyrir Íslendingum. Deans verður
með kynningarfyrirlestur þriðju-
daginn 16. október kl. 19.30 í Skú-
latúni 2, sem er öllum opinn.
Hann mun einnig stýra eins dags
vinnusmiðju á alþjóðlegu frið-
arþingi Bandalags íslenskra skáta
sem haldið verður í Hörpu dagana
12.-14. október.
Kynnir fólki vitund-
armiðaða menntun
Dr. Ashley Deans
Hin árlega kaffisala Kristniboðs-
félags karla verður í Kristniboðs-
salnum á Háaleitisbraut 58-60,
sunnudaginn, 14. október, kl. 14-17.
Þar verður hlaðborð með kökum og
brauðréttum á boðstólum, ásamt
kaffi og öðrum drykkjum.
Ágóði af kaffisölunni rennur til
starfs Kristniboðssambandsins sem
m.a. hefur byggt tíu grunnskóla og
fimm framhaldsskóla í Pókothéraði
í Keníu. Allir eru velkomnir.
Kaffisala til styrktar
kristniboði í Afríku
STUTT
Skákakademían heldur skákkynn-
ingu fyrir börn og ungmenni á
Borgarbókasafninu, Tryggvagötu
15, sunnudaginn 14. október milli
kl. 15 og 16.30.
Þar verður byrjendum boðið upp
á leiðsögn í skák og þau sem eru
lengra komin geta spreytt sig í fjöl-
tefli við meistara.
Skákakademían sinnir nú skák-
kennslu í fjölmörgum grunnskólum
Reykjavíkur, auk þess að standa
fyrir fjölda viðburða fyrir börn og
fullorðna.
Á skákkynningunni á sunnudag-
inn munu meistararnir Björn Þor-
finnsson og Róbert Lagerman tefla
við krakkana, en báðir eru þeir
reyndir skákkennarar.
Skákkynning í Borg-
arbókasafninu
Svandís Svavarsdóttir viðurkennir
að betra væri ef stjórnarflokkarnir
töluðu einu máli þegar kemur að
stefnu varðandi virkjunarfram-
kvæmdir. Hins vegar telji hún ekki
óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á
málinu. Hún segir Landsvirkjun
vinna innan ramma laganna og ekki
beri að „amast“ við því.
„Ég er svo sem sammála því að
það væri betra að við töluðum í takt í
þessu efni. En það endurspeglar það
hversu stórt mál er þarna á ferðinni.
Allt sem viðkemur orkufram-
kvæmdum er viðkvæmt málefni og
það er ekki óeðlilegt að ólík sjón-
armið séu uppi um þau,“ segir Svan-
dís. Hörður
Arnarson, for-
stjóri Landsvirkj-
unar, sagði í sam-
tali við
Morgunblaðið að
fyrirtækið byggi
við erfitt starfs-
umhverfi þegar
ekki ríkti ein-
hugur innan rík-
isstjórnarinnar
um stefnu varðandi virkjunarfram-
kvæmdir.
Vísaði hann þar í orð Svandísar
sem sagði að betra væri ef Lands-
virkjun biði með framkvæmdir á
meðan unnið væri að rammaáætlun
um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG, sagði að „þegjandi sam-
komulag“ ríkti um að ekki bæri að
fara í frekari virkjunarframkvæmdir
á meðan unnið væri að rammaáætl-
un.
Landsvirkjun fer eftir reglum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra kannaðist ekki við slíkt
samkomulag í fyrirspurnartíma á
Alþingi og sagðist ekki telja ástæðu
til að „amast við“ framkvæmdum
Landsvirkjunar við Bjarnarflag.
„Ég hef lagt áherslu á að þetta er
mjög viðkvæmt ferli sem við erum í.
Þingið á eftir að komast að niður-
stöðu um rammaáætlun og það færi
vel á því að allir héldu að sér hönd-
um á meðan því ferli lýkur,“ segir
Svandís en bætir við, að Lands-
virkjun sé „í sjálfu sér að fara eftir
öllum reglum og ég er ekki að amast
við því,“ segir Svandís.
Landsvirkjun vinnur að landmót-
unarframkvæmdum við Bjarnarflag
til þess að undirbúa vinnu að virkjun
sem mun mögulega rísa á svæðinu.
Landvernd hefur sem kunnugt er
óskað eftir því að framkvæmdir
verði stöðvaðar á meðan nýtt um-
hverfismat fer fram.
„Betra ef við töluðum í takt“
Svandís
Svavarsdóttir