Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ALLT EÐA EKKERT Samsýning 55 listamanna af Reykjanesi. 30. ágúst - 21. október Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS SKIA Skugginn í myndlist frá því fyrir miðja 20. öld og til samtímans Fimmtudagur 18. október kl. 20 Listamannsspjall Sigurður Árni Sigurðsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis SAGA TIL NÆSTA BÆJAR íslensk vöruhönnun í tíu ár Síðasta sýningarhelgi! Leiðsögn sunnud. kl.15.00 Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi ljósmyndasýningarinnar Tvær í einni/Two for one á Torgi Kvikmyndasýning sunnudag kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar, ratleikir fyrir fjölskyldur og úrval gjafavöru í safnbúð. Kaffi og meðlæti í Kaffitári. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5. – 31.12. 2012 MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9. - 4.11. 2012 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 14. okt. kl. 14 - SUNNUDAGUR Á SAFNI, Halldór Björn Runólfsson spjallar við gesti SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi verk hafa aldrei áður verið sýnd opinberlega. Það er mikill fengur að þeim, enda þykir það ávallt sæta tíðindum þegar fram koma áður óþekktir og góðir einfar- ar í málaralist og Guðmundur Vi- borg er í þeirra hópi,“ segir Elín- björt Jónsdóttir, listmunasali hjá Gallerí Fold, um sýningu á um tæp- lega sjötíu olíumálverkum ásamt smíðagripum úr silfri og beini eftir Guðmund Viborg Jónatansson sem opnuð verður í Gallerí Fold í dag kl. 15. Við sama tækifæri verður einnig opnuð sýning á rúmlega tuttugu nýj- um myndum eftir færeyska listmál- arann Finleif Mortensen. Í sýningaskránni um verk Guð- mundar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur tók saman er ævi lista- mannsins rakin og verk hans sett í samhengi. Þar kemur fram að Guð- mundur hafi í listsköpun sinni um margt verið óvenjulegur einfari. Hann fæddist árið 1858 í Svansvík í Reykjafirði vestra og lést á heimili sínu í Reykjavík 1936. Í vélstjóratali er Guðmundur talinn fyrsti starf- andi vélstjóri hérlendra manna. Árið 1910 hætti hann því starfi, settist að í Reykjavík og snéri sér að gullsmíði, en eftir Guðmund liggja margir skrautgripir, skart, borðbúnaður, drykkjarhorn og silfurskildir. Einlæg verk og skemmtileg Elínbjört segir verk Guðmundar hafa verið í vörslu fjölskyldu hans frá því hann lést. „Langafabarn hans leitaði til okkar í vor þar sem fjöl- skylduna langaði til þess að sýna verk hans. Okkur fannst þetta strax mjög skemmtilegt og hrifumst af verkunum,“ segir Elínbjört og bætir við: „Guðmundur er í hópi þeirra sem nefndir hafa verið einfarar eða næfistar. Hann lærði aldrei til myndlistar og verk hans verða fyrir bragðið afar einlæg og skemmtileg. Verkin falla vel að þessari barnslegu list sem menn á borð við Stórval og Dunganon eru þekktir fyrir.“ Að mati Aðalsteins eru myndir Guð- mundar markverð viðbót við það stóra safn myndverka eftir sjálf- lærða listamenn sem smám saman hefur komið fram á sjónarsviðið hér- lendis á undanförnum áratugum. Örgeðja sveimhugi „Guðmundur var undarleg blanda af praktískum handverksmanni og örgeðja sveimhuga, upptendraður af hugmyndum þjóðernisrómantískrar sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. […] Ol- íumálverk hans af íslensku landslagi einkennast af sömu upphafningu ís- lenskrar náttúru og landslags- myndir frumherjanna; þær eru upp- fullar með tæra birtu og sumarblíðu. […] Þjóðernisrómantík 19. aldar er einnig lykillinn að sérstæðustu verk- um Guðmundar, myndum hans af merkilegu fólki úr sögu Íslands og Íslendingasögunum. […] Sköp- unargleði Guðmundar Viborg og ein- læg löngun hans til að segja skil- merkilega frá því sem hann telur sannast og réttast er aðal hans. Myndir hans eru ekki einasta heim- ild um viðhorf 19. aldar fjölhaga, heldur áhrifamikil myndgerving þeirra viðhorfa.“ Sýningarnar tvær, sem báðar eru sölusýningar, standa til 28. október. „Mikill fengur að verkunum“ Hin fagra Guðmundur Viborg Jónatansson sótti sér innblástur í Íslend- ingasögurnar og málaði bæði kven- og karlhetjur sagnanna.  Áður ósýnd verk eftir Guð- mund Viborg Skiftandi ljós úr eystrið nefnist sýning færeyska listmálarans Finleifs Mortensen. Hann er meðal þeirra færeysku málara sem sækja efnivið sinn í náttúru eyjanna og hina sérstöku birtu sem þar er. Mortensen, sem fæddur er árið 1965, hefur sýnt verkin sín víðsvegar í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi. Sýn- ingin í Gallerí Fold er önnur sýn- ing hans hérlendis. Sérstök birta hefur áhrif FINLEIF MORTENSEN Blátt Eitt verka Mortensen. Söngsveitin Fílharmónía heldur tón- leika annað kvöld, sunnudag, í Sel- tjarnarneskirkju kl. 20 og nk. mánu- dagskvöld í Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 20. Á efnisskránni eru annars vegar Misa Criolla eftir Ariel Ramírez og hins vegar Maria- musik eftir Anders Öhrwall. „Misa Criolla er taktföst messa, sungin á spænsku og skrifuð fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Mis- munandi tónlistarhefðir S-Ameríku lita verkið sem er með eindæmum ánægjulegt áheyrnar,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Einsöngvarar verksins eru Einar Clausen tenór og Jón Svafar Jós- efsson barítón. „Mariamusik er byggð á textum og tónlist um Maríu Mey frá 14., 15. og 16. öld. Sumir kaflarnir bera raunar sterkan keim af styrk Öhrwalls sem jólatónskálds og er á stundum nokkur hátíðarbragur yfir stykkinu, sem sungið er á íslensku,“ segir m.a. í tilkynningu. Lesari í verkinu er Þorleifur Hauksson. Miðar fást í 12 tónum á Skóla- vörðustíg, hjá kórfélögum og við inn- ganginn. Ljósmynd/Þengill Ólafsson Söngsveitin Fílharmónían heldur fyrstu tónleika vetrarins annað kvöld. Fílharmónían með Misa Criolla og Mariamusik Myndlistarkonan Elísabet Olka Guðmundsdóttir, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn, opnaði nýverið sýninguna Verk í vinnslu í Field’s designstore sem er á Arne Jacob- sens Allé 12 í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Olku eru öll verkin á sýn- ingunni unnin úr yfirgefnum hlutum sem listamaðurinn hefur fundið á götum Kaupmannahafnar á síðast- liðnum mánuðum. „Hugmyndin bakvið sýninguna er að endurlífga rýrnaða hluti, móta úr þeim skúlptúra og gefa þeim þar með nýtt tilverustig þar sem þeir fá annan fagurfræðilegan tilgang, nýj- an anda og nýtt verðgildi,“ segir m.a. í tilkynningu frá listakonunni. Sýningin stendur til 29. október nk. og er opin milli kl. 10-20 alla daga vikunnar. Verk í vinnslu Vinnsla Elísabet Olka Guðmunds- dóttir sýnir í Field’s designstore.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.