Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Á vissum augnablikum getur verið rétt að aðhafast ekkert því ef reynt er að hreyfa málum þá rekur allt í strand. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert frábær talmaður alls þess sem þú trúir á. Verkefnin liggja fyrir og nú er ekki eftir neinu að bíða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Beittu færni þinni til þess að skipu- leggja þig. Oft eru minningar og tilfinningar tengdar gömlum hlutum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það sem þér finnst vera hindrun á vegi þínum er raunverulega skilaboð um að þú staldrir við og hugsir málið. Ekki herma eftir öðrum, vertu þú sjálf/ur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Biddu um allt sem þig dreymir um – og trúðu að þú fáir það. Þú snertir strengi í brjóstum annarra án þess að vita af því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Frestunarárátta þín stressar þig, sem er ekki skrítið. Væri ekki ráð að reyna að vinna á henni á einhvern hátt? 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki einhverja sektarkennd ná tök- um á þér yfir hlutum, sem eru ekki á þínu valdi. Skyndilega hefur þú allan tímann í heiminum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn hentar sérstaklega vel til skemmtana. Aðstæður breytast stundum fljótt, vertu viðbúin/n því. Þú hefur maka þinn í vasanum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færist nær og nær markmiði þínu eftir því sem líður á árið. Láttu öfund annarra ekki hindra þig í að ná í skottið á draumunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu þér ekki upp áhyggjur vegna vinnunnar, það sjá allir í gegnum það. Sinntu félagslífinu vel, því það eru ekki allir sem sjá atburði í sama ljósi og þú. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt. Láttu það eftir þér að fara í ræktina þótt þú hafir í mörgu að snúast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu óhrædd/ur við að láta í þér heyra þegar rædd eru málefni sem eru þitt hjartans mál. Það hleypur á snærið hjá þér fljótlega. Jón Björnsson á Egilsstöðum kast-aði fram fyrrihluta í Vísnahorni af því tilefni, að formaður Fram- sóknarflokksins hafði tilkynnt að hann ætlaði að bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi í stað Reykja- víkur, en Múlasýslur, Þingeyjar- sýslur ásamt sveitum Eyjafjarðar hafa frá öndverðu verið sterkustu vígi Framsóknarflokksins: Framarar á förnum vegi forða sér í öruggt skjól. Gunnar Thorst. botnaði: Liðið verður langt af degi loksins er þeir fara á ról. Þetta sagði ég karlinum á Lauga- veginum, þegar ég hitti hann. Hann velti rjólbitanum upp í sér stund- arkorn, skáskaut augunum upp á mig og bætti við: Með íhaldinu satt ég segi setjast þeir á valdastól. Síðan fórum við að tala um Orku- veitu Reykjavíkur, sterkasta fyr- irtæki á Íslandi áður en R-listinn kom til sögunnar. Karlinn sagði, að margt mætti um Alfreð Þor- steinsson segja og auðvitað væri risarækjueldi botnlaus risa- rækjuvitleysa. En með því væri ekki öll sagan sögð: Ógæfuna niður njörvar ný-kratisminn fet fyrir fet; sjálfur átti Helgi Hjörvar hugmyndina að Línu-Net. Og svo fór karlinn að tala um virkj- unar-ekki-áætlanir ríkisstjórn- arinnar og hristi höfuðið: Af henni hljótast umhverfisspjöll og ekki eru þau af betra taginu: Svandís atast upp um fjöll eins og naut í Bjarnarflaginu. Gylfi Pálsson sendi gott bréf: „Sæl- ir, feðgar. Ég er alltaf að hrella ykk- ur – en í tilefni þess að birtur var í Vísnahorni kveðskapur eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara vek ég at- hygli á svipaðri hugsun hjá Ríkarði (fyrsta vísan í Átthögum) og Barða Friðrikssyni frá Efri-Hólum í eft- irfarandi vísum: Fyrnist slóð um fjöll og sand fýkur í gömlu sporin. Alltaf þrái ég Austurland, einkum þó á vorin. Ríkarður Jónsson Þegar á vorin vakna strá og vatnið klýfur sporður og ilm að finna úr moldu má mig fer að langa norður Barði Friðriksson.“ Við þetta er ekki miklu að bæta. Ég var hálfvegis búinn að gleyma þessari stöku. Hún lýsir Barða vel. Hann var mikill laxveiðimaður á sín- um yngri árum og kunni hvergi betur við sig en úti í hinni frjálsu náttúru. Og aldrei bregst hann glaðari við en þegar talið berst að Jóni í Garði og þessum körlum fyrir norðan. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ný-kratisminn fet fyrir fet Í klípu „ÞETTA ER EKKI GRÆNT SVÆÐI. VIÐ HÖFUM BARA EKKI HAFIÐ UPPBYGGINGU ÞARNA ENNÞÁ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞVÍ MIÐUR EIGUM VIÐ BARA „QUEEN SIZE“ RÚM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera allt í einu farin að dansa vangadans með honum. TÍMINN FER NÚ OFT Í EKKI NEITT HJÁ ÞÉR. SEGIR SÁ SEM HORFIR Á MIG Á MEÐAN. HÓTEL MÓTTAKA VIÐ ERUM NÆSTUM KOMNIR! GOTT AÐ MENNIRNIR TÓKU ÞAÐ TIL SÍN ÞEGAR ÉG BAÐ ÞÁ UM AÐ FARA HLJÓÐLEGA, SVO ÓVINURINN HEYRI OKKUR EKKI KOMA! Varúð, leiðinlegur Víkverji – þámeina ég leiðinlegri en vanalega! Tilbrigði við gamalt stef fær að hljóma hér: Íslendingar kunna ekki að læra af reynslunni. Efnið var Víkverja hugleikið fyrr í vikunni. Og skal klifað á því þar til við röknum úr rotinu. Hvernig getur staðið á þessum full- yrðingum sem óma í sífellu? Er eitt- hvað hæft í þeim? x x x Ástæða raussins er fréttir af sóun áfjármunum skattborgara. Mörg verkefni sem ríki, borg og sveitarfélög taka að sér fara ítrekað fram úr kostnaðaráætlun. Svo virðist sem við lærum ekki af öðrum stórum verk- efnum. x x x Ég veit, ekki beint skemmtilegastaumræðuefni í heimi. En ku víst vera partur af því að vera fullorðinn; velta þessu fyrir sér, taka þátt í mál- efnum og taka afstöðu. Við höfum öll eitthvað um þetta að segja því skatt borgum við jú víst öll. Flestir sem lesa netmiðlana skoðavarla „leiðinlegar“ fréttir, heldur halda sig við framhjáhalds-, nauðg- unar- og glæpafréttir. Víkverja skal ekki undra því hann er sjálfur sekur á þessu sviði. x x x Það er akkúrat meinið. Því hefurverið haldið fram að hluti af kostnaðaráætlunarbrengluninni sem hrjáir okkur Íslendinga sé að við er- um ábyrgðarlaus, skellum skollaeyr- um við beinskeyttum sannleikanum. Það er svo miklu betra að horfa í hina áttina og kalla raunsæismennina fýlu- poka og neikvæðnisnirfla sem tíma ekki neinu. x x x Við gerum þetta öll. Því þörfin fyrirað fá eitthvað: flott, nýtt, stærra, betra og hreinlega best, er öðrum þörfum yfirsterkari. x x x Þetta er allt í lagi, þetta er sam-mannlegt. Því er alltaf skemmti- legra að nálgast „leiðinlegu“ frétt- irnar út frá því hvers vegna við högum okkur eins og við gerum, í stað þess að benda á sökudólginn. víkverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10:6)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.