Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 holabok.is/holar@holabok.is Séra Pétur í Óháða söfnuðinum hefur um áratugaskeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu. Hér eru þau öll! Sjá verðlaunagetraun í tengslum við bókina á facebooksíðu Bókaútgáfunnar Hóla. ORÐASNILLD SÉRA PÉTURS Kappræður varaforsetaefna Banda- ríkjanna fóru fram í fyrrinótt að ís- lenskum tíma. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, og Paul Ryan, vara- forsetaefni Mitts Romneys, tókust á um helstu málefni, s.s. utanríkismál, atvinnuleysi og bandaríska sjúkra- tryggingakerfið. Eftir laka framkomu Obama í fyrstu sjónvarpskappræðunum við Mitt Romney var mikið í húfi í gær fyrir framboð Obama. Að sögn bandaríska dagblaðsins Washington Post geta bæði framboð verið sátt við frammi- stöðu varaforsetaefna sinna. Í skoð- anakönnun sem sjónvarpsstöðin CNN gerði strax eftir kappræðurnar töldu 44 prósent að Joe Biden hefði staðið sig betur en 48 prósent aðspurðra að Paul Ryan hefði staðið sig betur. Biden kom ákveðnari til leiks og skaut fast að Ryan sem var rólegur og yfirvegaður. Ólíkur stíll frambjóðend- anna skilaði sér í því sem bandarískir stjórnmálaspekingar kalla stórmeist- arajafntefli milli framboða repúblik- ana og demókrata en nú styttist óðum í kosningarnar. vilhjalmur@mbl.is Jafntefli í kappræðunum AFP Kappræður Joe Biden og Paul Ryan kepptu um hylli áhorfenda.  Báðir varaforsetaframbjóðendurnir geta verið sáttir við frammistöðuna Tugir þúsunda námsmanna á öllum aldri tóku þátt í mótmælum í níutíu borgum Ítalíu í gær. Vildu þeir mótmæla hækkun námsgjalda við há- skóla landsins og lækkun skólastyrkja. Djúp efnahagslægð ríkir nú á Ítalíu. Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka skatta á námsmenn sem ljúka námi seint og draga úr skólastyrkjum. Gagnrýn- endur segja að þetta komi í veg fyrir að stór hóp- ur ungs fólks geti farið í háskólanám í landinu. AFP Ítalskir háskólanemar mótmæla í níutíu borgum Afleiðing efnahagskreppu í Evrópu Kínverski rit- höfundurinn Mo Yan sem vann til Nóbelsverðlauna í bókmenntum á fimmtudaginn tal- ar nú fyrir því að kínversk stjórn- völd láti landa hans og friðarverð- launahafa Nóbels, Liu Xiaobo, lausan úr haldi en hann afplánar 11 ára fangelsisdóm fyrir andóf og skrif sín gegn mannrétt- indabrotum stjórnvalda í Kína. KÍNA Mo Yan óskar eftir frelsi Liu Xiaobo Nóbelsverðlauna- hafinn Mo Yan. Líðan Malala Yousafzai, hinn- ar 14 ára gömlu stúlku sem skot- in var í höfuðið af talíbönum í Pakistan, er stöðug eftir at- vikum. Læknar halda henni þó enn sofandi. Tal- íbanar segja hana hafa verið skot- mark vegna vestrænna viðhorfa sinna. PAKISTAN Líðan stúlkunnar sem skotin var í höfuðið stöðug Malala Yousafzai Samkvæmt upplýsingum frá Sam- einuðu þjóðunum hefur giftingum barna á Indlandi fækkað töluvert. Þrátt fyrir það telja Sameinuðu þjóðirnar ástæðu til þess að eyða sem nemur 20 milljónum dollara til að koma í veg fyrir giftingar barna og þá helst hjá ungum stúlkum. Mikill meirihluti barna, sér- staklega stúlkur, fær litla sem enga menntun og býr við mikla fátækt eftir giftingu. Hátt í 47 prósent kvenna á aldrinum 20 til 24 ára á Indlandi giftust fyrir 18 ára aldur og 75 prósent þeirra komu frá fá- tækum heimilum. INDLAND Giftingum ungra barna fækkar tals- vert á Indlandi Bandaríska geimflaugin Endeav- our var flutt frá alþjóðaflugvell- inum í Los Angeles, LAX, í gær þar sem hún hefur staðið frá 21. sept- ember. Endeavour var upphaflega flogið frá Houston til Los Angeles þar sem þessi merka geimflaug mun verða til sýnis í vísindasafni Kaliforníu. Keyrslan frá flugvell- inum á safnið mun taka nokkurn tíma en farartækið sem flauginni er ekið í á endastað kemst aðeins á 5 km hraða og hefur lögreglan í Los Angeles þurft að loka hluta leið- arinnar fyrir almennri umferð. Endeavour fór síðustu geimferð- ina 16. maí í fyrra. Geimflaugar NASA af sömu gerð hafa verið í þjónustu geimferðastofnunarinnar frá árinu 1981 og flugu alls 135 ferðir út í geim í 30 ára sögu sinni. BANDARÍKIN Geimflaug Endeavour á leið á safn í Los Angeles í gær. Endeavour nálgast endastað í LA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.