Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Samningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál sem m.a. gerði ráð fyr- ir byggingu Hverahlíðarvirkjunar var framlengdur milli jóla og nýárs 2008, eftir að efnahagskerfið hrundi og í kjölfar fundar stjórnenda Orku- veitunnar með þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar. „Það er lagt mjög hart að okkur á þessum fundi, og ég er bara að segja eins og er, ég hef aldrei séð eins þreytt fólk eins og þessa ráðherra, þetta álag hefur verið óstjórnlegt. Og þeir bara biðja okkur lengstra orða með það að það megi ekki hætta við Helguvíkur- verkefnið, það sé leiðin út úr þessum ógöngum, þetta eru skilaboðin við okkur frá fráfarandi stjórnvöldum,“ er haft eftir Guðlaugi G. Sverrissyni, þáverandi stjórnarformanni Orku- veitunnar, í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur. Deilur um skuldbindingar Ráðherrarnir þrír sem voru á fundinum sem haldinn var í nóvem- ber 2008 voru Geir H. Haarde for- sætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra. Samningurinn við Norðurál vegna orkusölu til álversins í Helguvík var gerður í júní 2007 en hefði fallið úr gildi í lok desember 2008 vegna ým- issa fyrirvara í samningnum sem ljóst var að ekki yrðu uppfylltir. Mat núverandi stjórnenda Orku- veitunnar er að það verð sem samið var um við Norðurál muni ekki skila fyrirtækinu nægri arðsemi en Norðurál hefur sótt fast að OR standi við sinn hlut. Ekki talið arðsamt Deila aðilanna snýst m.a. um skuldbindingar Orkuveitunnar til að afhenda 85 MW af orku til Helgu- víkur frá Hverahlíðarvirkjun. Fram hefur komið að ekki hefur reynst unnt að fjármagna orkuverið við Hverahlíð en auk þess er það mat Orkuveitunnar að miðað við óbreytt orkuverð myndi reykstur orkuvers- ins ekki reynast arðbær, m.a. þar sem kostnaður vegna umhverfis- áhrifa er talinn mun hærri en upp- haflega var gert ráð fyrir. Í ályktunum úttektarnefndarinn- ar kemur fram að ein ástæða þess að ákveðið var að framlengja samninginn hafi verið þau skilaboð sem bárust frá fulltrúum ríkisstjórnar- innar, þrátt fyrir þá óvissu sem ríkti um fjármögnun verkefnisins. „Fram hjá því verð- ur þó ekki litið að fyrirtækið hafði þá skuldbundið sig, m.a. með kaupum á fimm vélasamstæðum (túrbínum) og með samningi um nokkuð umfangs- miklar jarðboranir og framkvæmdir á svæðinu […]. Að mati úttektar- nefndarinnar verður að skoða þessi atriði í samhengi. Fyrirtækið átti því óhægt um vik með að hætta við framkvæmdir á þessum tíma. Hins vegar er þetta að mati úttektar- nefndarinnar ein ástæðna fyrir nú- verandi fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í skýrslunni. Dugir ekki fyrir kostnaði Áform um Hverahlíðarvirkjun er aðeins lítill hluti af virkjanasögu OR undanfarin ár. Alls nema fjárfest- ingar í rafveitu Orkuveitunnar ríf- lega 94 milljörðum á árunum 2000- 2010, nánast allt vegna stóriðju. Það vekur athygli að arðsemin hefur far- ið stöðugt lækkandi frá árinu 2005 og hefur meðalarðsemi síðan verið 3,9%. Það er langt frá arðsemis- markmiði um framleiðslu og sölu rafmagns sem fyrirtækið hefur sett sér. En jafnvel þótt 7% markmiðið næðist myndi það ekki duga til að standa undir fjármagnskostnaði sem hefur verið 7,83% og kostnaður við eigið fé hefur verið frá 2,4-3,8%. Þó verði að hafa í huga að stór hluti tapsins sé óinnleyst gengistap sem geti gengið til baka ef gengi krón- unnar styrkist. Þreytulegur þrýstingur  Stjórnendur Orkuveitunnar funduðu með þremur ráðherrum í nóvember 2008  Beðnir „lengstra orða“ að framlengja samning svo álver gæti risið í Helguvík Morgunblaðið/RAX Virkjun Í skýrslu úttektarnefndarinnar kemur fram að Orkuveitan hefur þegar lagt ríflega fimm milljarða í Hverahlíðarvirkjun. Virkjunin er þó ekki risin og óvíst hvort af henni verður. Óvíst er hvort Orkuveitan þurfi að bera kostnað vegna meintra vanefnda á samningi vegna álvers í Helguvík. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Geisladiskur með stafakarlalögunum fylgir LOKSIN S FÁANLE G Á NÝ! Skýrsla úttektarnefndarinnar er 576 blaðsíður og í henni eru 20 efnis- kaflar, auk viðauka. Skýrsluna má nálgast á vef Orkuveitunnar og er sjálfsagt að hvetja lesendur til að kynna sér hana sjálfir. Í hverjum kafla eru afar frétt- næmar uppplýsingar sem m.a. hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Á mbl.is var í gær m.a. fjallað um styrkveitingar OR upp á rúmlega 1,4 milljarða, tugmilljóna greiðslur til Ölfuss til að greiða fyrir skipulagi á Hellisheiði og fleira. Ókeypis aukaskyldur? Í köflum 8-10 í skýrslunni kemur m.a. fram að á árunum 2002-2006 hafi OR ráðist í stórfelld uppkaup á hitaveitum í nærliggjandi lands- hlutum. „Ekki hefur verið sýnt fram á að áætluð arðsemi þeirra við kaup- in hafi gengið eftir. Auk þess hefur verið upplýst í viðtölum úttekt- arnefndarinnar að kaupverð ein- stakra veitna hafi ekki í öllum til- vikum tekið mið af fyrirliggjandi arðsemisútreikn- ingum. Þá er að finna svokallaðar aukaskyldur í sumum kaup- samninga Orkuveitunnar, svo sem um lagningu ljósleiðara, en upplýst hefur verið að til þeirra skyldna var ekki litið við útreikning á arðsemi veitnanna. Auk þess er að finna dæmi um að kaup hafi ekki verið borin undir stjórn. Þarfnast það sér- stakrar skoðunar,“ segir í skýrsl- unni. Sama verð á öllu svæðinu Í sumum samninganna var samið um að sama verð skyldi gilda fyrir þjónustuna og í Reykjavík „þótt slíkt gæti augljóslega ekki verið jafn hagkvæmt og ef hitaveitan væri rek- in í þéttbýli. Um þetta var ekki mót- uð raunveruleg stefna af hálfu stjórnar Orkuveitunnar.“ Meiri kostnaður Kostnaður við endurbætur og nýj- ar lagnir var í sumum tilvikum mun hærri en áætlað var, og skeikar í sumum tilvikum hundruðum millj- óna króna, svo sem í tilviki Hitaveitu Akraness og Borgarness. Stefnulaus uppkaup OR Ofan í skurð Tapið á veitukaup- unum var stundum gríðarlegt. Óstjórn Stjórn OR er gagnrýnd. Skýrsla úttektarnefndar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sýnir fram á að meta þurfi arðsemi Hellisheið- arvirkjunar, að sögn Haraldar Flosa Tryggva- sonar, stjórn- arformanns Orkuveitunnar. Hann vill ekki segja til um hvort hagnaður eða tap verði á virkj- uninni, m.a. vegna þess að ekki sé ljóst hver kostnaður verði. Í skýrslu úttektarnefndarinnar kemur fram að upplýsingar um arð- semi þessarar stórvirkjunar liggja ekki fyrir. Byrjað var á virkjuninni árið 2001 og nemur fjárfesting að minnsta kosti 73 milljörðum. Haraldur Flosi segir að legið hafi fyrir að það skorti skýrar upplýs- ingar um byggingarkostnað og fleira sem nauðsynlegt sé að hafa til að geta gert arðsemismat. Einnig verði að taka tillit til þess að endanleg niðurstaða, varðandi inntak samn- ings við Norðurál um orkusölu til Helguvíkur, liggi ekki fyrir. „Þetta er svolítið spagettí sem þarf að greiða úr,“ segir hann. Sömuleiðis sé álitamál hvernig undirbúningur vegna Bitruvirkj- unar, sem hætt hefur verið við, verði reiknaður inn í arðsemismatið og hvernig tekið verði tillit til kostn- aðar við þrjár túrbínur sem voru pantaðar en hafa ekki verið teknar í notkun. „Almennt sýnist mér að arðsem- ismati fjárfestinga Orkuveitunnar hafi verið stórkostlega ábótavant, eins og skýrslan sýnir,“ segir hann. Í skýrslunni kemur fram að Orku- veitan telji að miðað við orkusamn- inginn við Norðurál sé Hverahlíð- arvirkjun ekki arðbær, m.a. vegna aukinna krafna um varnir gegn brennisteinsmengun. „Ef við hefð- um eitthvert val, þá er þetta ekki besti tíminn til að byggja virkj- unina,“ segir Haraldur Flosi. Tvær af þremur ónotuðu túrb- ínunum áttu að fara í Hverahlíð- arvirkjun en engar áætlanir eru um að byggja virkjun sem hefði þörf fyr- ir þriðju túrbínuna. OR láti meta arðsemi  „Svolítið spagettí til að greiða úr“  Upplýsingar vantar  Tvær túrbínur áttu að fara í Hverahlíðarvirkjun Haraldur Flosi Tryggvason Í umfjöllun um fjárfestingar á hlutabréfum segir að veiga- mestu kaupin hafi verið fjár- festingar í Reykjavík Energy In- vest (REI), Hitaveitu Suðurnesja og félögum tengdum Gagna- veitu Reykjavíkur og Línu.Neti hf. Samanlögð fjárfesting vegna þessara félaga nam tæplega 41 milljarði og tapið vegna þeirra nemur 9,3 milljörðum. Tap vegna REI, sem stofnað var sumarið 2007, nam um 1,8 millj- örðum. Tap vegna kaupskyldu á hlutum í HS, sem á reyndi í des- ember 2007, nam um 2,7 millj- örðum. Um 5,2 milljarða tap er vegna fjarskiptastarfsemi sem hófst 1999. Að áliti úttektarnefndarinnar sýna fyrrgreindar ákvarðanir og ráðstöfun verðmæta að veru- lega hafi skort á að eigendur hafi sett Orkuveitunni skýra stefnu um rekstur og hlutverk fyrirtækisins. Töpuðu 9,3 milljörðum FJÁRFESTINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.