Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Þann 4. október sl. ritaði Ingibjörg Gunnlaugsdóttir grein í Morg- unblaðið sem hún nefndi „Bólusetn- ingar-gróði og sjúk- dómsvæðing“. Þar sem greinin er upp- full af tilbúningi og rangt farið með all- ar tilvitnanir og staðreyndir þá verður ekki undan því vikist að koma á framfæri athugasemdum og leiðréttingum.  Ingibjörg nefnir að í kjölfarið á almennri bólusetningu barna með bóluefninu Prevenar í Banda- ríkjunum sem verndar gegn lungnabólgubakteríu, hafi sést aukning á lungnabólgu þar í landi. Hið rétta er að fjórum árum eftir að bólusetningin hófst þá fækkaði lungnabólgutilfellum meðal barna yngri en tveggja ára um 50% eða um 40.000 tilfelli á ári (Arch Pedi- atr Adolesc Med 2007;161 Dec- ember (12)):1162-8).  Ingibjörg nefnir einnig að 12 börn hafi dáið í Argentínu vegna þátttöku í rannsókn á bóluefninu Synflorix og segir að það geti tengst bóluefninu. Hið rétta er að um 14.000 börn tóku þátt í þessari rannsókn og ekkert þessara barna sem dóu fengu bóluefnið. Argent- íska Lyfjastofnunin (ANMAT) hefur auk þess gefið út þá yfirlýs- ingu að ekkert dauðsfall tengdist bóluefninu.  Ingibjörg segir að Þórólfur Guðnason hjá sóttvarnalækni vitni beint í framleiðendur þegar rætt er um bóluefnið Cervarix sem not- að er gegn leghálskrabbameini og að hann segi auk þess að ekki sé komið í ljós hvort bóluefnið virki eins og ætlast er til. Þetta er al- rangt því tilvitnanir um virkni bóluefnisins eru beint í vísinda- rannsóknir og Lyfjastofnun Evr- ópu sem er ekki á mála hjá lyfja- framleiðendum. Þórólfur hefur auk þess aldrei sagt að ekki sé komið í ljós hvort bóluefnið virki. Hið rétta er, að sagt hefur verið að virkni bóluefnisins gegn alvar- legum forstigsbreytingum legháls- krabbameins sé a.m.k. 70% og byggist það á fyrirliggjandi vís- indarannsóknum. Ástæða er til að ætla, að virknin gegn legháls- krabbameini sé a.m.k. sú sama.  Ingibjörg heldur því fram að skaðsemi bóluefna gegn legháls- krabbameini (HPV sýkingum) sé meiri en gagnsemi þeirra. Þetta er einnig alrangt því óháðar eftirlits- stofnanir eins og Evrópsku og Bandarísku Lyfjastofnanirnar (EMA og FDA) hafa báðar gefið út að bóluefnin eru virk og örugg.  Ingibjörg heldur því einnig fram að vísindamaðurinn Diane Harper sem tók þátt í að rann- saka Gardasil bóluefnið (sem not- að er gegn leghálskrabbameini) mæli gegn notkun þess. Hið rétta er að Diane Harper hefur sett fram efasemdir um hversu lengi bóluefnið virkar og komið fram með áhyggjur af því að bólusetn- ing geti leitt til að konur hætti að mæta í krabbameinsleit. Þetta eru eðlilegar áhyggjur sem margir hafa velt fyrir sér. Hún hefur hins vegar ekki mælt gegn notkun bóluefnisins.  Ingibjörg heldur því fram að stúlka í Bretlandi hafi látist á árinu 2009 af völdum bólusetn- ingar með Cervarix bóluefninu (notað gegn leghálskrabbameini). Hið rétta er að krufning leiddi í ljós að stúlkan lést af völdum krabbameins í lungum en bóluefn- ið átti engan þátt í dauða hennar (http://www.pharmafile.com/news/ cervarix-not-blame-uk-post- vaccination-death).  Ingibjörg telur einnig óþarft að bólusetja gegn HPV sýkingu til að koma í veg fyrir legháls- krabbamein þar sem að flestar HPV sýkingar gangi yfir af sjálfu sér. Þó það sé rétt að flestar HPV sýkingar gangi yfir af sjálfu sér þá gleymir hún að geta þess að þrátt fyrir það greinast hér á landi mörg hundruð konur með alvarlegar forstigsbreytingar leg- hálskrabbameins á hverju ári sem getur leitt til alvarlegra og íþyngjandi sjúkdómseinkenna. Auk þess greinast 15 konur ár- lega með leghálskrabbamein.  Ingibjörg veltir því fyrir sér hvernig HPV veiran geti borist á milli einstaklinga við kynmök ef notaður er smokkur. Henni til upplýsingar þá heldur HPV veir- an sig ekki eingöngu við kynfærin sjálf heldur er til staðar á húðinni aðlægt kynfærum. Smokkurinn er því ekki fullkomin vörn gegn HPV sýkingum þó hann sé það gegn flestum öðrum kyn- sjúkdómum. Umræður um bólusetningar eru af hinu góða en til að svo megi verða þá verður að gera þá kröfu að farið sé með rétt mál og vitnað sé rétt í ummæli einstaklinga og í þær rannsóknir sem fyrir liggja. Því miður var ekki svo í grein Ingibjargar Gunnlaugsdóttur Meðvitaðar eða ómeðvitaðar rangfærslur um bólusetningar Eftir Harald Briem og Þórólf Guðnason »Umræður um bólu- setningar eru af hinu góða en til að svo megi verða þá verður að gera þá kröfu að farið sé með rétt mál og vitnað sé rétt í ummæli ein- staklinga og í þær rann- sóknir sem fyrir liggja. Haraldur Briem Haraldur Briem er sóttvarnalæknir; Þórólfur er yfirlæknir bólusetninga hjá sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.