Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Pétur H. Blöndal alþingismaður hef- ur óskað eftir því að fram fari sér- stök umræða á Alþingi um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar- skrá. Hann biður um lengda umræðu því hann telur málið svo mikilvægt og umfangsmikið að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar um- ræðu. Auk lengri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra vill hann að sérstakt tillit verði tekið til þing- manna stærstu þingflokkanna, sem hann segir ætíð líða fyrir stærð þing- flokka sinna í umræðum. Tilefni þessarar óskar er ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðsla um til- lögur stjórnlagaráðs sem fram á að fara næsta laugardag, 20. október. Umræðan verður að fara fram „Enn hefur ekki farið fram efn- isleg umræða um tillögur stjórnlaga- ráðs á Alþingi,“ sagði Pétur. Hann kvaðst telja að margar tillögurnar séu góðar, aðrar verri og sumar hættulegar. Nauðsynlegt sé að fram fari umræða þar sem alþingismenn tjái sig um tillögurnar, kosti þeirra og galla. Pétur hafði ekki fengið formlegt svar í gær en kvaðst vera bjartsýnn á að umræðan fari fram. „Ég geri ráð fyrir því að formenn flokkanna muni tjá sig. Síðan muni almennir þingmenn fara í gegnum einstakar tillögur,“ sagði Pétur. Hann telur að þessi umræða verði að fara fram fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna til þess að kjósendur viti um hvað þeir eigi að kjósa. „Þetta eru þvílíkt viðamiklar til- lögur. Ég eyddi öllu síðasta jólafríi og öllum janúar í að lesa þær og skrifaði svo 40 síðna umsögn um til- lögurnar. Ég gerði athugasemdir við nánast hverja einustu grein og breytingartillögur við margar,“ sagði Pétur. „Margar tillögurnar þjást af skrúðmælgi. Mér finnst að grundvallarmannréttindi eigi ekki að byggjast á skrúðmælgi heldur skýrum orðum.“ Engan má hneppa í þrældóm Pétur nefndi til dæmis að skýrt ákvæði eins og „engan má hneppa í þrældóm“ sé ekki nefnt. Hins vegar segi að „öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn“ og þykir Pétri óljóst hvað það geti þýtt. Þá sé t.d. sagt „öllum börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst“ í stað þess að segja berum orðum að börn skuli njóta verndar og umönnunar. Með því nægi stjórnarskráin og engin þörf á að Alþingi fylli upp í hana. „Svo eru hættuleg atriði eins og 113. greinin um stjórnarskrárbreyt- ingar. Mér finnst þær allt of auðveld- ar. Stjórnarskráin á að vera treg- breytanleg og sviptivindar í stjórnmálum eiga ekki að ráða stjórnarskránni. Þar segir auk þess að 5⁄6 þingmanna geti breytt stjórn- arskránni bara si svona. Þannig gætu 53 þingmenn samþykkt að næstu kosningar færu fram eftir 30 ár og að þingseta erfist!“ Vill stjórnarskrárumræðu  Pétur H. Blöndal hefur óskað eftir lengdri umræðu á Alþingi um tillögur stjórn- lagaráðs  Hann telur margar tillögur góðar, aðrar verri og sumar hættulegar Morgunblaðið/Eggert Alþingi Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur óskað eftir lengdri umræðu um tillögur stjórnlagaráðs fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opnun kl. 15 Allir velkomnir Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Keramikuppboð 13. – 22. október Tvær sýningar í Gallerí Fold 13. – 28. október Baksalur Móttökustöð fyrir mannsandann Guðmundur Viborg Hliðarsalur Skiftandi ljós úr eystrið Finleif Mortensen Munir frá Guðmundi frá Miðdal og Listvinahúsinu Erum að taka á móti verkum á næstu uppboð Hugljúfar gjafir Kimidoll á Íslandi Friðarþing skáta hófst í Hörpu í gær en þar verður meðal annars rætt um frið og ungmenni. Þingið, sem er öllum opið, heldur áfram í dag, laugardag, en þá verð- ur boðið upp á fjölda örfyrirlestra auk vinnusmiðja þar sem m.a. Christin Barruel kynnir verkefnið Cool Schools sem er vel þekkt að- ferð í nýsjálenskum skólum þar sem börnum er kennt að miðla mál- um milli sinna jafningja. Í vinnu- smiðjunni mun hún kynna og kenna aðferðir Cool Schools sem raunhæf- an möguleika í skólastarfi og skáta- starfi hér á landi. Þá standa skátarnir fyrir frið- arleik sem er ætlaður fyrir börn og fjölskyldur og fer fram í miðborg- inni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Friður Ólafur Ragnar og Katrín Jakobsdóttir töluðu á þinginu í gær. Skátar ræða um frið og ungmenni „Þetta var gagnlegur fundur. Við treystum því að á okkar sjónarmið verði hlustað og þessi áform verði dregin til baka,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, en hún átti ásamt Árna Gunn- arssyni, formanni samtakanna, og fleiri fulltrúum grein- arinnar fund með Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra í gær. Katrín, sem áður hefur verið ráðherra ferðamála, tók sem kunnugt er nýverið við lyklavöldum í fjármála- ráðuneytinu af Oddnýju G. Harðardóttur. Fundarefni í gær voru áform stjórnvalda um að hækka virðisaukaskatt af gistingu úr 7% í 25,5%, eins og kveðið er á um í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013. „Við fórum yfir málið með ráðherra, bæði hversu gríð- arleg hækkun þetta er og eins hve fyrivarinn er stuttur. Ráðherra tók við okkar upplýsingum og gögnum og það er verið að skoða þessi mál í ráðuneytinu,“ segir Erna en jafnframt er starfandi vinnuhópur með fulltrúum stjórn- valda og ferðaþjónustunnar þar sem farið er yfir rekstr- arumhverfi greinarinnar í heild sinni. Bæði ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa látið gera skýrslur þar sem áhrif hækkunarinnar eru metin. Þó að niðurstaða þeirra sé mismunandi bendir Erna á að skýrsluhöfundar séu sammála í mörgum atriðum varð- andi áhrifin á greinina. Að sögn Ernu er skaðinn þegar skeður fyrir ferðaþjónustuna. Núna er aðalsölutímabilið í gangi fyrir næsta ár og fyrirtækin búin að prenta bækl- inga og kynna verðskrár. Erna segir þetta hafa komið skýrt fram á ferðakaupstefnunni Vestnorden í Hörpu á dögunum. bjb@mbl.is Vonast enn til að skatta- hækkun gangi til baka  Ferðaþjónustan fundaði með fjármálaráðherra í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Ferðamenn Ferðaþjónustan óttast mjög áhrif hækk- unar á gistiskatti og að ferðamönnum muni fækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.