Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Storm Fly Jacket Verð: 26.990 kr. Tilboð: 21.592 kr. Storm Fly Jacket Verð: 26.990 kr. Tilboð: 21.592 kr. Nike peysa Verð: 16.990 kr. Tilboð: 13.592 kr. Filament Tight Verð: 11.900 kr. Tilboð: 9.592 kr. Miller LS Verð: 6.990 kr. Tilboð: 5.592 kr.Element Thermal tight Verð: 14.990 kr. Tilboð: 11.992 kr. Vetrar-hjólreiðajakki Verð: 22.990 kr. Vetrar-hjólreiðabuxur (þykkar) Verð: 22.990 kr. Vatnsheldar hjólreiðabuxur Verð: 19.990 kr. Vetrar hlaupa- og hjólafatnaður -20% -20% -20% -20% -20% -20% Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í vikunni tóku foreldrar bandaríska friðarsinnans Rachel Corrie við viðurkenningu LennonOno- friðarsjóðsins fyrir hennar hönd. Rachel lést 23 ára gömul, fyrir níu árum, þegar jarðýta ísraelska hersins ók yfir hana þar sem hún reyndi að stöðva niðurrif heimilis palestínskrar fjölskyldu á Gaza. Corrie tók þar þátt í baráttu alþjóðlegra samstöðu- samtaka með málstað Palestínubúa og hafa sam- herjar hennar alla tíð haldið því fram að dauði hennar hafi ekki verið slys. Ýtu- stjórinn hafi séð hana allan tím- ann, þar sem hún stóð uppi á moldarhaug í neonlitu vesti. Í ágúst síðastliðnum lauk langvinnum réttarhöldum sem foreldrar Rachel höfðuðu í Ísr- ael vegna dauða dóttur sinnar, með því að héraðsdómari í borginni Haifa úrskurðaði að dauði hennar hefði verið slys sem hún bar sjálf ábyrgð á. Hún hefði ekki hegðar sér eins og ætlast væri til af manneskju með ábyrgðartilfinningu. Eftir dauða Rachel stofnuðu foreldrar hennar, þau Craig og Cindy, samtök í hennar nafni, The Rachel Corrie Foundation for Peace and Justice. Þau voru djúpt snortin yfir því að Yoko Ono skyldi ákveða að heiðra minningu Rachel en verðlaunaféð nýtist vel við rekstur stofnunarinnar. Þau berjast fyrir mannréttindum og réttlæti á öllum sviðum með ýmiskonar fræðsluverkefnum. Vorum ekki að sækjast eftir peningum „Það hefði komið dóttur okkar afskaplega mikið á óvart að fá viðurkenningu sem þessa,“ segja þau. „Hún var í raun bara barn sem barðist fyrir því sem hún trúði á.“ Þau eru afar ósátt við dóminn sem féll í Ísrael á dögunum. „Fyrst var sagt að þetta hefði verið at- burður í stríði og herinn bæri enga ábyrgð á því sem gerðist í stríðsátökum. Það var hræðilegt að heyra,“ segir Craig og hristir höfuðið. „Síðan hélt dómarinn áfram og sagði að Rachel bæri sjálf ábyrgð á dauða sínum, framan við ýtuna væri blindur blettur sem ökumaðurinn gæti ekki séð. En mennirnir í ýtunni vissu að hún var þarna.“ Cindy bætir við að sem betur fer hafi margar al- þjóðastofnanir, og þar á meðal Sameinuðu þjóð- irnar, fordæmt dóminn. „Það snart okkur líka djúpt að fá samstöðukveðjur frá ísraelskum sam- tökum og einstaklingum, enda hefur fjöldi Ísr- aelsmanna stutt okkur í þessu langa ferli. En það er full ástæða fyrir alla að hafa áhyggjur af þeim skilaboðum sem þessi úrskurður sendir þeim sem taka átt í friðsamlegum mótmælum.“ Þau segjast hafa farið með dauða Rachel fyrir dómstóla vegna þess að þau vildu að ísraelsk yf- irvöld viðurkenndu dauða hennar. Þau höfðu að- eins farið fram á eins dollars miskabætur. „Við vorum í rauninni ekki í dómsal til að biðja um peninga, þó að í borgarlegum málaferlum sem þessum snúist niðurstaðan að lokum um bætur. Þegar lögmaður okkar var að yfirheyra eitt vitni hins opinbera, mann sem krufði Rachel, þá ætlaði dómarinn að stöðva spurningarnar því ekki væri gerð nein krafa á manninn. Hann hafði framkvæmt krufninguna á allt annan hátt en við höfðum kraf- ist, og farið gegn úrskurði annars dómstóls sem sagði að fulltrúi bandaríska sendiráðsins yrði að vera viðstaddur krufninguna og hún mætti ekki vera framkvæmd af starfsmanni ísraelska hersins. Þessi maður sá um allar krufningar fyrir herinn og þegar hann krufði var enginn viðstaddur frá sendi- ráðinu eins og vera bar. Hann lét sem dóms- úrskurðinn væri ekki til staðar. Þennan dag kom- umst við líka að því í dómsalnum að hann hafði numið á brott og haldið eftir lífærum eða hlutum líkama Rachel, en við fengum ekki að vita um hvað væri að ræða. Til að geta yfirheyrt manninn sagði lögmaðurinn að við færum fram á miskabætur. Við ákváðum að fara fram á einn dal. Við vorum ekki að sækjast eftir peningum. Hvernig er hægt að setja verðmiða á líf dóttur sinnar?“ Þau Cindy og Craig segja að réttarkerfið í Ísrael hafi verið býsna ólíkt því sem þau þekkja að heim- an, í Washington-ríki Bandaríkjanna. „Eftir að réttarhald hefst heima lýkur því venju- lega innan nokkurra vikna. Í Ísrael var hið opin- bera ekki einu sinni farið að undirbúa sinn vitna- lista þegar við höfðum lokið við að kalla fyrir okkar vitni. Réttarhaldið hófst í mars 2010 og lauk ekki fyrr en fimmtán mánuðum síðar. Áður en yfir lauk höfðum við farið nokkrum sinnum til Ísraels og höfðum verið í Haifa í níu mánuði, dóttir okkar enn lengur. Allt var þetta á hebresku og við urðum að hafa túlk með okkur allan tímann og láta þýða þús- und síður af skjölum. Leita réttlætis fyrir Rachel Þetta var erfitt en hefur snúist frá upphafi um að leita sannleikans, finna hver bar ábyrgðina og leita réttlætis fyrir Rachel. Og einnig að upplýsa um- heiminn um ástandið á þessu svæði.“ Bandarísk stjórnvöld hafa frá upphafi lýst yfir að ekki hafi farið fram gagnsæ og ábyggileg rann- sókn á dauða Rachel og Corrie-hjónin segjast munu halda áfram að berjast fyrir réttlætinu eftir diplómatískum leiðum. Þau segja marga í Ísrael, sem styðja baráttu þeirra, hafa talið það umtalsverðan sigur að herfor- ingjarnir, sem stjórnuðu aðgerðum þennan ör- lagaríka dag á Gaza árið 2003, hafi verið kallaðir fyrir dóminn. „Við vitum að háttsettur yfirmaður hafði fyrr um daginn farið fram á það að fá að yfir- gefa svæðið en svar yfirmanns hans var að þeir gætu ekki hætt við að rífa húsin, þeir væru í of mik- ilvægri aðgerð til að geta hætt við,“ segir Cindy. „Herforinginn skrifaði í skýrslu síðar þennan dag að þeir hefðu ekki getað hætt við, það hefði gefið hættulegt fordæmi. Hann skrifaði líka að þeir hefðu átta að skjóta hvern þann fullorðinn sem kæmi inn á svæðið. Rachel var þarna vegna þess sem var verið að gera palestínsku íbúunum, þar var verið að rústa heimili þeirra, og að auki voru um eitt hundrað íbú- ar Rafha drepnir af ísraelska hernum um svipað leyti. Nærri helmingurinn var börn. Rachel var að reyna að vekja athygli á þessu ástandi og við höfum haldið baráttu hennar áfram,“ segja þau Cindy og Craig. Halda baráttunni áfram  Foreldrar Rachel Corrie veittu viðtöku viðurkenningu LennonOno-friðar- sjóðsins  Þau segjast halda áfram að leita sannleikans um dauða dóttur sinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðarverðlaun Foreldrar Rachel Corrie, Cindy og Craig, ásamt Yoko Ono við afhendinguna. Rachel Corrie Bók hagfræðingsins, rithöfundarins og friðarsinnans Johns Perkins, Confessions of an Economic Hit Man, vakti mikla athygli þegar hún kom út og tróndi á toppi metsölulista The New York Times í meira en ár. Í bókinni fjallar Perkins um al- þjóðlega spillingu sem hann segir soga að sér auðlindir vanmáttugra þjóða. Yoko Ono veitti Perkins eina af viðurkenningum LennonOno- friðarsjóðsins í vikunni og kaus hann að gefa verðlaunafé sitt Dream Change, félagsskap sem styður sjálfbærni samfélaga. „Ég var afskaplega undrandi og þótti það gríðarlegur heiður,“ segir Perkins um viðurkenninguna og bætir við að síðan í gagnfræðaskóla hafi John Lennon verið ein af sínum helstu hetjum. „Eftir að þau Lennon og Yoko tóku saman hreifst ég ekki síður af hugrekki þeirra saman, hversu snjöll þau voru. Allir virtust vera á móti sambandi þeirra en þau héldu sínu striki og sköpuðu ótrúlega kjörkuð verk, rétt eins og Yoko hef- ur haldið áfram að gera. Þau veittu mér innblástur þegar ég ákvað að skrifa bókina mína.“ Tímar ótrúlegra breytinga Margir minnast þátttöku Perkins í Draumalandi Andra Snæs Magna- sonar en hann hefur iðulega brugðið upp dökkri mynd af framtíðinni. Við verðlaunaafhendinguna í Hörpu vakti athygli hvað hann var bjart- sýnn á jákvæða þróun efnahags- mála. „Ég tel okkur lifa á tímum ótrú- legra breytinga,“ segir hann. „Við munum upplifa erfiðleika og það verður mótspyrna við þessum breyt- ingum, eins og alltaf er, en mér finn- ast þetta afskaplega spennandi tímar. Við vitum að efnahagskerfi heims- ins hefur floppað, það er misheppn- að. Ein af mörgum birtingar- myndum þess er að innan við fimm prósent mannkyns búa í Bandaríkj- unum en samt notum við meira en þrjátíu prósent af auðlindum jarðar. Á sama tíma og helmingur jarðar- búa er við hungurmörk eða sveltur. Það sýnir að kerfið virkar ekki og það er ekki hægt að taka það upp óbreytt í Kína eða á Indlandi, í Afr- íku eða í Suður-Ameríku. Íbúar þessara landa kunna að vilja lifa með sama hætti en það er ekki hægt.“ Nálgast tilveruna á nýjan hátt „Við verðum að skipta frá dauða- hagkerfi yfir í lífs-hagkerfi; að snúa frá hagkerfi sem byggist á stríði og að rústa náttúrunni, höggva niður skógana og útrýma fiskistofnunum, yfir í hagkerfi sem byggist á því að hreinsa mengunina, að hjálpa svelt- andi, nýta fæðuauðlindirnar betur. Við þurfum betri flutningskerfi, betri orkukerfi, betri hönnun á hús- næði – betra af nánast öllu,“ segir hann. „Svo ekki sé minnst á að við þurfum betri bankakerfi. Við þurfum að nota tækifærin til að nálgast lífið og tilveruna á nýjan hátt,“ segir Perkins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagfræðingurinn John Perkins vill breytt hagkerfi fyrir heiminn. Efnahags- kerfið er misheppnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.