Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 38
38 MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2012 ✝ Jón RúnarGunnarsson fæddist á Bíldudal 22. febrúar 1954. Hann lést á Land- spítalanum 8. októ- ber 2012. Foreldrar hans eru Vilborg Kristín Jónsdóttir, f. 8. des- ember 1931 og Gunnar Knútur Valdimarsson, f. 3 nóvember 1924, d. 20. júní 2010. Systkini Rúnars eru Fríða Björk, f. 1956, Valdimar Smári, f. 1958, Þröstur Leó, f. 1961, Svanur Kol- beinn, f. 1964 og Unnsteinn Vík- ingur, f. 1966 Þann 14. október 1978 kvænt- ist Rúnar Nönnu Sjöfn Péturs- dóttur sem fæddist á Patreks- Rúnar ólst upp á Bíldudal. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi, í lýðháskóla í Danmörku og lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla Ís- lands. Rúnar starfaði m.a. sem kennari á Stokkseyri, hjá Vél- tækni og á skrifstofu Skeljungs í Reykjavík. Árið 1986 fluttust þau hjónin aftur heim til Bíldudals þegar þau keyptu verslunina Ed- inborg og ráku til margra ára ásamt foreldrum Rúnars. Síðustu árin starfaði Rúnar sem hafn- arvörður hjá Vesturbyggð. Rún- ar stundaði ýmsar íþróttir af kappi og leikni, m.a. vél- sleðaakstur og seglbrettasigl- ingar. Þá var hann mjög virkur félagi í Leikfélaginu Baldri á Bíldudal, bæði í stjórn félagsins og sem flínkur leikari. Árið 2007 greindist Rúnar með illvígan taugahrörnunarsjúkdóm sem reyndist honum erfiður og bar hann að lokum ofurliði. Útför Rúnars fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 13. októ- ber 2012, og hefst athöfnin kl. 14. firði 18. júlí 1955. Foreldrar Nönnu Sjafnar eru Anna Gísladóttir, f. 15. mars 1936 og Pétur A. Ólafsson, f. 28. desember 1937, d. 1998. Börn Rúnars og Nönnu Sjafnar eru: 1) Anna Vil- borg Rúnarsdóttir, f. 13. maí 1979. Eig- inmaður hennar er Gísli Ægir Ágústsson, f. 1979. Börn þeirra eru Rúnar Örn, f. 1999, Nanna Dís, f. 2005 og Hild- ur Ása, f. 2010. 2) Lilja Rut Rún- arsdóttir, f. 18. ágúst 1981. Sam- býlismaður hennar er Elfar Steinn Karlsson, f. 1983. Börn þeirra eru Védís Eva, f. 2009 og Gunnar Nökkvi, f. 2011. Mikið er erfitt að missa pabba sinn. Pabba sem fann alltaf fyndnar hliðar á öllum málum. Hann hafði sérstakan hæfileika til að láta okkur syst- ur hlæja og líka til að gera okk- ur reiðar bara til að stríða okk- ur. Það var alveg einstakt hvað hann var duglegur að gera skemmtilega hluti með okkur. Við fengum alltaf að vera með í öllum ferðalögum, útilegum, snjósleðaferðum og lífinu í Sæl- undi. Pabbi var svo hláturmildur og hafði gaman af því að segja sögur og spila, en hann var óþolandi sigurvegari. Svo hló hann að okkur mæðgum ef við urðum pirraðar yfir því að hann væri að vinna. Hann hafði sér- staklega gaman af því að vinna frumburðinn því að hún er svo lík honum, er svo tapsár í spil- um. Elsku pabbi, þú varst svo stoltur af Rúnari Erni þegar hann kom í heiminn. Þú og mamma tókuð honum eins og ykkar eigin syni. Hann ber nafn þitt með rentu og verður eins og þú; hár, glæsilegur og fallegur. Þú varst aðal töffarinn í þorpinu að okkar mati þegar þú brun- aðir á snjósleðanum og leyfðir okkur að vera með. Þú leyfðir okkur alltaf að vera með þér, prófa seglbrettin, skjóta úr byssunum, fara í flotgallana. Þú komst eitt sinn með risastóra sundlaug heim á pallinn. Þú varst svo nýjungagjarn og ný tæki voru alltaf komin heim um leið og þau komu út. Sjónvarp, nintendo, fjallahjól, veiðistangir, höggheld armbandsúr. Við vorum örugglega ofdekr- aðar af pabba okkar. Þegar við fórum á Laugarvatn í skóla vor- um við græjaðar af öllu nauð- synlegu og endalaust af auka- seðlum í vasann. Ekkert skyldi stelpurnar hans vanta. Pabbi okkar var þekktur af okkar vin- um sem veðurguðinn því hann hringdi svo oft til þess að láta okkur vita af veðrinu, hvort spá- in væri góð eða slæm. Ein af mörgum góðum minn- ingum er minningin um Dan- merkurferðina sem við fórum öll saman árið 2006. Það var svo skemmtileg ferð sem hann skipulagði og bauð okkur öllum í. Anna var mjög stolt af því að fá að taka þátt í leiksýningu með honum pabba. Hann hafði alltaf verið svo virkur í leik- félaginu og slegið í gegn í hinum ýmsu leiksýningum og að fá að vera með honum uppi á sviði var ómetanlegt. Elsku pabbi, það var svo erf- itt að ganga í gegnum þennan veikindakafla með þér. Það var erfiðara en orð fá lýst að horfa á sjúkdóminn taka þig yfir smátt og smátt. En aldrei kvartaðir þú við okkur. Það var huggun í því hvað þú varst æðrulaus og já- kvæður þegar hlutirnir gengu ekki upp og voru erfiðir. Það höfðu allir á orði við okkur á Bíldudal og alls staðar hvað þú varst einstaklega sterkur, já- kvæður og duglegur. En alltaf þegar þú varst spurður hvernig þú hefðir það þá kom alltaf sama svarið: „Ég hef það bara helvíti fínt.“ Við erum þakklátar fyrir það að þú þurfir ekki að þjást leng- ur og að þú hafir fengið að vera heima hjá okkur þar til yfir lauk. Við verðum ávallt stoltar af því að vera dætur þínar, við elskum þig, pabbi, og munum segja barnabörnunum allar skemmtilegu sögurnar af þér. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar allra. Við munum passa upp á hvor aðra og sérstaklega mömmu sem saknar þín svo sárt. Þínar dætur að eilífu, Anna Vilborg og Lilja Rut. Með örfáum orðum langar mig að kveðja tengdapabba minn sem nú hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi. Maður held- ur að maður sé tilbúinn og und- irbúinn undir kveðjustund en svo allt í einu er kallið komið og líf endar. Rúnar var Bílddæl- ingur sem unni dalnum sínum og voginum. Hann var einn af þessum föstu punktum í lífi Bílddælinga. Hann var alltaf léttur í lund og það var yfirleitt stutt í brandara hjá honum, eins og forstjórabeygjan góða forð- um daga ber vitni um. Hann hélt þessum léttleika alveg fram á síðasta dag. Í gegnum öll sín veikindi varð ég aldrei vitni að því að Rúnar barmaði sér eða kenndi sér ills. Hann gat á al- veg ótrúlegan hátt séð björtu hliðarnar á öllu mögulegu og ómögulegu. Þetta er kostur sem ég kunni alveg sérstaklega að meta í hans fari. Ég var svo heppinn að kynnast Lilju Rut og þannig var ég orðinn hluti af hans þéttu og sterku fjölskyldu. Rúnar var hluti af stórum systkinahópi og þar hefur nú verið höggvið stórt skarð, systk- inin eru náin og ég held að það sé leitun að annarri eins fjöl- skyldu og Gunnsarnir eru, ótrú- leg samheldni. Þegar Lilja og Anna voru yngri var sett á fót Lundahátíð um verslunar- mannahelgina til að halda þeim heima í dalnum. Með árunum hefur þessi hátíð vaxið og nú er þetta orðið stórt fjölskyldumót þar sem Gunnsarnir gleðjast saman. Síðasta hátíð í sumar var þar engin undantekning og þó svo að Rúnar hafi verið orð- inn mikið veikur þá naut hann sín og við nutum hans. Fyrir þessa stund og kynni mín við Rúnar er ég þakklátur. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Það er með miklu þakklæti og söknuði sem ég kveð tengda- pabba. Guð geymi þig og takk fyrir samfylgdina. „Kærlig hilsen“, Elfar Steinn Karlsson. Elsku tengdapabbi, það var ótrúlega erfitt að vera í öðru landi þegar þú tókst þinn síð- asta slag við sjúkdóminn. En það kom ekki á óvart þegar ég fékk sögurnar af þér á spít- alanum þar sem þú gerðir enn grín og hlóst að bræðrum þín- um og Alla. Ég man þegar ég var að byrja að vera í Sælundi með Önnu, þá gerðir þú mikið grín að því að nú yrði ég að slást við hinn hundinn sem fyrir var sem tók slaginn alvarlega. Hundurinn Alexander leyfði mér ekki að sitja í sófanum, tróð sér bak við mig og ýtti mér fram úr. Hann móðgaðist svo mikið við þig þegar þú rétt- ir mér harðfiskinn á undan hon- um. Hann horfði á þig mjög hneykslaður, gekk að mér og reif af mér harðfiskinn og fór með hann út. Að þessu gastu mikið hlegið og gerðir grín að þessu lengi. En svona varst þú alltaf að gera grín og hlæja að mér og með mér. Ég á eftir að sakna þess að koma í Sælund og segja þér sögur. Sögurnar fóru nú oft fyrir ofan garð og neðan því þú áttir það til að snúa svo út úr þeim og toppa þær með öðrum sögum. Þinn vinur og tengdasonur, Gísli Ægir. Elsku besti afi minn. Það besta sem ég man eru jólin okkar. Þá vorum við afi alltaf að passa hangikjötið sem hékk úti í tré. Við vorum að passa það af því að ein jólin kom kjöt- krókur og stal hangikjötinu, næstu jól náði afi Kjötkróki og slóst við hann um hangikjötið og eftir langa og mikla baráttu náði afi kjötinu. Ég var skít- hræddur á meðan en svo stolt- ur þegar afi kom með kjötið. Síðan eftir það földum við alltaf hangikjötið. Við afi vorum alltaf svo heppnir, afi sagði að það væri af því við hétum Rúnar, við unnum nokkrum sinnum pottinn og fengum fullt af rak- ettum sem okkur fannst svo gaman að skjóta upp. Ég á alltaf eftir að sakna þín svo mikið. Þinn nafni og barnabarn, Rúnar Örn (Kússi). Ég leit mikið upp til þín og á margar ógleymanlegar minning- ar frá því að ég var strákur, eins seinna meir þegar við lékum okkur á vélsleðum á fjöllum. Það var mikil eftirvænting hjá okkur yngri bræðrunum þegar þú komst vestur í frí um jól og páska, ég man hvað það var gaman að sitja álengdar og fylgjast með ykkur eldri systk- inunum spila á kvöldin og eins þegar þú og Jón afi sátuð tím- unum saman og spiluðuð rússa, þar var hvergi gefið eftir. Þú varst allaf svo ljúfur og góður við okkur litlu strákana, þó við gerðum eitthvað af okkur þá varst þú ekkert að erfa það við okkur. Eins og þegar þú komst heim í frí úr vinnunni við Mjólkárvirkjun þá varstu farinn að reykja pípu. Þú gleymdir píp- unni á eldhúsborðinu og ég var forvitinn og fór að skoða hana og fannst vera mikið af tóbaksleif- um í pípunni og hún vera hálf- stífluð, tók ég til minna ráða og hreinsaði allt úr pípunni með vasahníf, lagði hana svo aftur á sinn stað hreina og fína, alveg eins og hún væri ný. Svo komst þú og ætlaðir að fá þér pípu. Þá var ég búinn að eyðileggja píp- una sem þú hafðir vandað þig við að tilreykja. Þú varst ekki sáttur við mig en það var ekkert verið að gera veður út af því. Þú varst alltaf fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu og var það einkennandi fyrir þig allt þitt líf, jafnvel þó þú ættir við erfið veikindi að stríða þá var alltaf stutt í grínið. Elskulegi bróðir, nú er þessu ferðalagi lokið og þú heldur á ný mið. Þar áttu eflaust eftir að láta til þín taka svo eftir verður tek- ið. Takk fyrir samfylgdina, minn- ing þin lifir og þín verður sárt saknað, góða ferð og Guð geymi þig. Kolbeinn (Kolli), Jóna og strákarnir. Ég man fyrst eftir Rúnari mági mínum þegar ég var um það bil þrettán ára. Þá var hann það sem krakkar í dag kalla „hrikalega svalur“. Hann keyrði um á flottum bíl og var kominn með fallega ljóshærða stúlku í framsætið. Þessi stúlka hét Nanna Sjöfn, hún varð hans lífs- förunautur og átti eftir að sitja í framsætinu hjá honum til hans síðasta dags. Rúnar var alltaf hrókur alls fagnaðar og fáir jafn orðheppnir og skemmtilegir og hann. Það voru mörg kvöldin sem var setið við að spila kana og vist langt fram á nótt. Fyrst í Hafnarfirði og síðan á Bíldudal þegar við bjuggum öll þar, Nanna og Rúnar með stelpurnar sínar tvær Önnu og Lilju og við Valdimar með Auði og Gunnar Inga. Rúnar var mikill keppn- ismaður og oftar en ekki stóð hann uppi sem sigurvegari á þessu spilakvöldum. Sem var eins gott, því honum var ekki vel við að tapa. Þann eiginleika hef- ur eldri dóttirin Anna Vilborg fengið frá pabba sínum því hún er með sama keppnisskapið og hann. Auður dóttir okka Valdi- mars eyddi stórum hluta æsku- áranna niðri í Sælundi hjá Rúnari og Nönnu og stelpunum. Hún og Lilja Rut eru bestu vin- konur og ég held að Rúnar hafi verið farinn að líta á hana sem eina af stelpunum sínum um tíma svo mikið sá hann af henni. Þegar ég lít til baka og hugsa um þessi rúmlega þrjátíu ár sem eru síðan ég kom inn í fjölskyld- una þá er svo margt sem kemur upp í hugann. Ferðalagið sem við fórum í til Hollands með stelpurnar litlar. Jólin heima hjá Boggu og Gunnari með tilheyr- andi spilamennsku og fjöri. Úti- legurnar. Lundahátíðirnar. Allir viðburðir í fjölskyldunni, gifting- ar, útskriftir, afmæli, fæðingar barna og barnabarna. Þetta voru góðar stundir með frábæru fólki. Kæra Bogga. Besta tengda- mamma sem hugsast getur. Þú stendur frammi fyrir erfiðustu reynslu foreldris að fylgja barni sínu til grafar. Elsku Nanna Sjöfn, Anna Vilborg, Lilja Rut og afabörnin. Þið hafið misst mikið en minning hans mun lifa með okkur um ókomna tíð. Arna. Það eru 38 ár síðan ég fyrst kynntist Rúnari. Það var þegar ég kom á Bíldudal og tengdist systur hans. Rúnar var elstur þeirra systkina og ég fann síðar að þau litu öll upp til hans. Nanna Sjöfn og Rúnar komu með okkur Fríðu í útskriftarferð Fiskvinnsluskólans til gömlu Júgóslavíu 1976. Í þá daga var alltaf farið í 3 vikna ferðir. Þessi ferð er mjög minnisstæð. Við vorum ung og ástfangin og nut- um þess m.a. að sigla um í Fen- eyjum. Flesta daga kepptum við í minigolfi en Rúnar var eins og ég mikill keppnismaður. Við átt- um oft síðar eftir að takast á í ýmsum spilum og leikjum. Rúnar var mjög ráðagóður og tæknisinnaður. Hann hafði t.d. mikil áhrif á mig þegar ég keypti minn fyrsta BMW. Það var alltaf gott að leita til og fá álit hjá Rúnari. Meðan Nanna Sjöfn og Rúnar bjuggu fyrir sunnan var oft far- ið vestur og eytt saman jólunum á Bíldudal. Margt er minnis- stætt frá þessum tíma. Sam- vera, leikir og síðast en ekki síst allir rússarnir sem við Rúnar tókum saman. Rúnar vann hjá Shell á þessum árum og vissi ég eftir samstarfmönnum að hans var saknað þegar Rúnar svaraði kalli foreldra sinna til að stjórna verslunarrekstri fjölskyldunnar á Bíldudal. Rúnar var mikill landsbyggð- armaður og undi hag sínum vel í heimabyggð. Rúnar tók sín áhugamál með stæl. Á tímabili var það sjóbretti, svo var það leiklistin og síðast en ekki síst snjósleðaakstur en Rúnar hafði mjög gaman af að segja sögur af snjósleðaferðum og var mjög fróður um staðhætti og kenni- leiti í Arnarfirði. Flest sumur hittist stórfjöl- skyldan yfir sumarið og fór saman í útilegu eða dagsferðir. Rúnar var oft þungamiðjan í þessum ferðum. Þessi samvera þróaðist svo í að ákveðið var að halda fjölskylduhátíð ásamt vin- um þeirra úr Hafnarfirði um verslunarmannahelgina í Sæl- undi. Þessa hátíð kölluðum við Lundahátíð og kom í stað stóru útihátíðanna. Við höfum haldið þessum sið í yfir 20 ár. Þannig að börnin okkar ólust upp við þessa skemmtilegu fjölskylduhá- tíð og hafa allir alltaf hlakkað til þessara samverustunda í umsjá fjölskyldunnar í Sælundi. Eitt af aðalatriðum Lundahátíðar er hæfileikakeppni. Það eru marg- ar minningar tengdar Rúnari sem koma upp í hugann en sér- staklega minnist ég þess þegar við Rúnar tókum saman lagið Komdu sæll og blessaður með Stuðmönnum af mikilli innlifun. Rúnar var lífsglaður maður og það var því mikið reiðarslag þegar hann greindist með sinn illvíga og ólæknandi sjúkdóm 2007 sem að lokum varð til þess að hann skildi við okkur langt fyrir aldur fram. Það var aðdáunarvert hvernig hann tók á sínum sjúkdómi af æðruleysi og bjartsýni. Rúnar sýndi að hann var baráttumaður og þegar maður hringdi í hann sagðist hann alltaf hafa það gott þó að lífið væri honum erfitt. Hann fylgdist alltaf vel með þjóðmálum og var réttsýnn og fróður um málefni líðandi stund- ar. Ég bið góðan Guð að halda vel utan um Nönnu Sjöfn, dætur þeirra Önnu Vilborgu og Lilju Rut, tengdamóður mína, systk- ini hans og alla stórfjölskylduna. Minningar lifa um góðan dreng, Jón Rúnar Gunnarsson. Aðalsteinn Gottskálksson. Elsku Rúnar. Ég var nú hálfgerður heim- alningur hjá ykkur Nönnu þeg- ar ég var yngri enda eyddi ég stórum hluta barnæskunnar í Sælundi með Lilju. Ég á margar góðar minningar um þig, kæri frændi. Til dæmis öll þau skipti sem þú leyfðir okkur Lilju að leika í búðarleik upp á lofti í Ed- inborg. Við lágum svo grafkyrr- ar í klukkustund svo þú héldir að við værum farnar og lokaðir búðinni. Svo hringdum við grát- andi í þig og sögðumst vera læstar inni og skíthræddar. Í sárabætur urðum við að fá okk- ur Bingóstöng á meðan við bið- um eftir að þú kæmir að sækja okkur. Þetta gerðum við nokkr- um sinnum en ekki man ég eftir því að þú skammaðir okkur. Ef til vill bárum við okkur svona illa en ætli þú hafir ekki séð í gegnum okkur? Ég sé eftir því að hafa aldrei spurt þig. Að lokum verð ég að nefna þann snilldardag þegar þú bað- aðir Alexander og notaðir sjampóið hennar Lilju. Ég man hvað Lilja skammaði þig mikið, nú lyktaði hún eins og hundur. En við hlógum bara og hlógum enda ekki annað hægt. Vertu sæll, frændi, við Gunn- sarnir pössum upp á Lundana þína. Auður Valdimarsdóttir (Ausa T). Í dag kveðjum við kæran vin, Rúnar eins og hann var alltaf kallaður, sem látinn er um aldur fram. Rúnari og Nönnu kynnt- umst við á unga aldri, en eftir að þau keyptu íbúðina í Grænu- kinninni, tvíbýlishúsi þar sem við bjuggum, hefur vinátta okk- ar verið órofin. Ýmislegt var brallað í þá daga, spilakvöld, sumarbústaðaferðir, menningar- kvöld og ferðalög svo fátt eitt sé nefnt. Svo kom að því að Bíldudals- veikin, eins og við iðulega köll- uðum áráttuna hjá Rúnari að nota mestallan sinn frítíma til að dvelja á Bíldudal, fór á næsta stig og hann, Nanna og dæt- urnar tvær Anna Vilborg og Lilja Rut fluttu á fyrirheitna staðinn og hafa búið þar síðan. Rúnar var æðrulaus húmor- isti, hugaður ævintýramaður og tók sjálfan sig ekki hátíðlega sem hjálpaði honum eftir að hann veiktist til að takast á við sinn sjúkdóm af æðruleysi og ótrúlegri jákvæðni. Upp á síð- kastið talaði hann mikið um það að hann hlakkaði til að sitja á nýja pallinum, með hundinn Nóru og fylgjast með ísbjarn- arferðum og skrá. Það verkefni verður að bíða betri tíma. Margar minningar koma upp í hugann frá heimsóknum okkar á fyrirheitna staðinn, þar sem aldrei kemur innlögn, skjól fyrir öllum vindáttum og frábær stað- setning gagnvart sólinni sem alltaf skín. Helstu minningarnar eru fyrstu kynni okkar feðga af skotvopnum, fyrsta rjúpnaveiði- ferðin okkar feðga, Rúnar þeys- andi eftir fjöllunum á vélsleða með hundrað hestöfl í klofinu, sagnastundir um Arnarfjörð, gretturnar, leikhæfileikarnir, seglbrettin, kvöldvökurnar og allar skemmtilegu samveru- stundirnar. Í lokin viljum við þakka hina löngu, góðu vináttu. Minning um góðan félaga lifir. Selma og Karl (Kalli). Jón Rúnar Gunnarsson  Fleiri minningargreinar um Jón Rúnar Gunnarsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.